Dagur - 25.01.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 25. janúar 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI,
SÍMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
UMSJÓNARMAUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARS-
SON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRÐUR INGIMARSSON, LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
Skin og skúrir á
Norðausturhominu
Ánægjuleg eru þau tíðindi að
íbúum Þórshafnar fjölgaði
rækilega umfram landsmeðal-
tal á síðasta ári og gáfu þeir
byggðaröskuninni langt nef.
Norðausturhornið hefur átt
undir högg að sækja á ýmsum
sviðum. Fólki hefur fækkað
verulega, ekki síst vegna sam-
dráttar í atvinnulífinu, og oft
hafa komið fréttir af dökkum
horfum í sveitarfélögum í þess-
um landshluta. En fólkið gefst
ekki upp þótt mölin virðist
freistandi og margir sjái gyllt-
an bjarma yfir höfuðborgar-
svæðinu.
Jákvæðir hlutir hafa verið að
gerast í Norður-Þingeyjarsýslu
og engin ástæða til að ætla
annað en að þar verði áfram
blómlegt atvinnulíf og fjöl-
skrúðugt mannlíf. Áður hefur
verið minnst á Þórshöfn, þar
virðist vera uppgangur og
byggir fólk afkomu sína á
öflugum sjávarútvegi. Hins
vegar hafa miklir erfiðleikar
steðjað að Kaupfélagi Lang-
nesinga en með nauðasamn-
ingum, sem samþykktir voru
nýlega, gefst félaginu svigrúm
til að starfa áfram og vinna sig
út úr erfiðleikunum. Vonandi
kemst félagið á beinu brautina
aftur.
Raufarhöfn hefur verið mikið
í fréttum vegna togarans
Rauðanúps og það er vissu-
lega stórt áfall að hann skuli
bila á þessum árstíma þegar
bátaútgerðin liggur að mestu
niðri og Fiskiðja Raufarhafnar
þarf á afla togarans að halda.
Sjávarútvegurinn er lífæð
Raufarhafnarhrepps og skarð
Rauðanúps vandfyllt. En
ákveðið hefur verið að Þórs-
hafnartogarinn Stakfell landi
hluta af afla sínum á Raufar-
höfn og haldi þannig fisk-
vinnslunni gangandi. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem afli
togarans er samnýttur á Þórs-
höfn og Raufarhöfn og er slík
samvinna til fyrirmyndar.
Samstarf í sjávarútvegi hef-
ur einnig verið milli Raufar-
hafnar og Kópaskers eins og
rækjuvinnslan Gefla hf. á
Kópaskeri vitnar um. Eftir að
veiðanleg rækja fannst á ný í
Öxarfirði hefur Geflu vaxið
fiskur um hrygg og er fyrirtæk-
ið mikilvægt fyrir byggðarlag-
ið.
íbúar á Kópaskeri eða ann-
ars staðar í Öxarfjarðarhreppi
hafa þó fæstir lífsviðurværi af
sjávarútvegi. Silfurstjarnan er
stórt og mikið fiskeldisfyrir-
tæki og Fjallalamb er sláturhús
með kjötvinnslu í stöðugri
sókn. Fleiri vaxtarbroddar eru
fyrir hendi og þykir ljóst að
sameining Presthólahrepps og
Öxarfjarðarhrepps hafi skapað
öflugra sveitarfélag en áður
var við Öxarfjörð.
Upp hafa komið ýmsar hug-
myndir um nýsköpun í atvinnu-
lífi í Norður-Þingeyjarsýslu og
eflaust verður einhverjum
þeirra hrint í framkvæmd. Ibú-
arnir eru líka bjartsýnir og
halda haus þótt byggðastefna
stjórnvalda hafi brugðist og
bölmóðurinn ægilegi skeki
landsmenn. Meðan bjartsýnin
ríkir og uppbygging heldur
áfram er engin ástæða til að
örvænta um hag Norður-Þing-
eyinga, en vissulega mættu
stjórnvöld fara að huga aðeins
að byggðamálum. SS
lAKÞANKAR
Kristinn G. Jóhannsson
Um hækkandi sól og kartöfluuppskeru
og þennan Friðrik og áskorun um
sundurliðun á reiknuðu endurgjaldi
Nú er þorri. Hann kemur
venjulega á þessum árstíma.
Upphaf þorra er hefðbundið
hjá mér. Ég fór á sunnudag-
inn var út að taka upp kartöfl-
ur, þær sem ég hafði sáð til í
vor meðan bjartsýnin var enn
ríkjandi. Fyrir þá sem ekki
vita þegar ber að árétta að
aldrei er betra en í byrjun
þorra að taka upp kartöflur.
Þorramatur er þess eðlis að
fátt er nauðsynlegra en að
hafa að viðbiti nýjar kartöflur.
Þar að auki eru kartöflur einna
minnst til vandræða meðan
þær eru niðri í jörðinni. Þess
vegna er best að hafa þær
þar sem lengst.
Uppskeran í ár kom mér á
óvart. Hún var tvenns konar.
annars vegar voru kartöflur
sem höfðu tekið sig upp sjálf-
ar og lágu ofan á. Þær voru
leiðinlegar að sjá og dökkar á
brún og brá, en svo voru hin-
ar sem enn kúrðu niðri í
moldinni og voru Ijósar og lit-
fríðar. Hvorutveggja þessar
kartöflur höfðu það sér til
ágætis að vera linar og
ókræsilegar í útliti eins og
annar hefðbundinn þorra-
matur íslenskur og er sér-
staklega mælt með þessari
tilteknu uppskeru sem með-
læti með vestfirskum hákarli
og súrsuðum eistum.
Þegar ég gekk til þessara
uppskerustarfa í kartöflu-
garðinum mínum hafði ég
kvöldið áður verið í sólarkaffi
hjá Vestfirðingum. Ég á þar
að sönnu engan þegnrétt
utan þann að vera sá
böggull, sem fylgir frú Guð-
björgu, sem er frjálsborinn
Dýrfirðingur að ætt og upp-
lagi. Þess naut ég óverðugur
í ástarpungum, kleinum og
pönnukökum jjetta tiltekna
laugardagskvöld og það jók
mér stórhug til kartöflustarfa
daginn eftir.
Til þess að missa ekki af
þjóðlífinu hafði ég rás tvö
með mér út í beðin og hlust-
aði á endurtekið efni vikunnar
áður. Það vildi svo vel til að
þá var flutt samtal tveggja
heiðursmanna, Ögmundar
en hann var titlaður BSRB og
hinn var Friðrik og titlaður
fjármálaráðherra. Miðað við
málflutninginn eru þetta fal-
legir menn báðir. Mér fannst
Ögmundur þessi BSRB vera
verðugur málsvari okkar
framsóknarmanna. Hann
sagði .sem rétt er að ef til
þess væri ætlast að opinberar
stofnanir tækju upp á því að
haga starfsemi sinni í sam-
ræmi við fjárveitingar væri
sér að mæta og öllum fram-
sóknarmönnum öðrum. Þetta
var eins og talað frá mínu
hjarta. Það hljóta allir sæmi-
legir (slendingar að skilja að
ef við fáum ekki að halda
áfram að eyða umfram efni er
okkur að mæta. Ég held að
Friðriki þessum sem talaði
við Ögmund sé vissara að
gera sér grein fyrir að opin-
berir starfsmenn, Vestfirðing-
ar og kartöflubændur láta
ekki bjóða sér hvað sem er.
Ég vil bara sjálfur og prívat
minna hann á að aldrei, ég
endurtek, aldrei, hefur verið
til þess ætlast að við færum
að lögum og allra síst að fjár-
lögum. Það er þess vegna
eindregin tilmæli okkar
Ögmundar til Friðriks þessa
að til þess að draga úr þjóð-
arframleiðslunni með skjót-
um hætti verði opinberum
starfsmönnum fjölgað um
helming þegar í stað. Það er
forsenda þess að við förum á
hausinn. Og það er satt að
segja furðuleg bíræfni þegar
farið er fram á að starfsmenn
séu í samræmi við störfin en
ekki öfugt eins og við
Ögmundur leggjum þó til fyrir
hönd framsóknarmanna.
Við höfum líka ítrekað bent
á það við Ögmundur að ef
störfum fækkar „hjá hinu
opinbera" verði auðvitað að
fjölga starfsmönnum. Það
segir sig sjálft.
Eins og ég sagði ykkur
áðan var uppskeran góð í
kartöflugarðinum mínum.
Uppskeran mín hafði þó á
sér það opinbera snið að
verða þeim mun vandræða-
legri sem hún var meiri. Ég
fékk líka bréf frá skattstjóran-
um mánudaginn á eftir og
yfirskriftin á bréfinu var:
„Áskorun um sundurliðun á
reiknuðu endurgjaldi tekjuár-
ið 1990.“ Ég er núna að lesa
mér til í íslenskum orðabók-
um til að reyna að skilja
þetta. Ef það tekst ætla ég að
svara þessu bréfi og ef það
reynist fjalla um kartöfluupp-
skeru og annað „reiknað
endurgjald" ætla ég aftur út í
garð á morgun og reikna og
telja kartöflurnar og senda
svo Friðriki og Ögmundi og
skattstjóranum sýnishorn
eða sem svarar til, eins og
segir á bréfinu: „Reiknað
skatthlutfall 39,79% af
endurgjaldi." Þeir munuþiá fá
susum hálfpoka hver. Eg vil
þó benda þeim á að taka var-
lega á pokunum þegar þeir
berast þar sem kartöflurnar
þola illa hnjask á þessum
árstíma eins og við Ögmund-
ur og sumar urðu nefnilega
ekki til á „tekjuárinu" án þess
ég hafi hugmynd um hvað
það orð þýðir né hvort „tekju-
ár“ er eitthvað allt annað en
þetta gamla góða almanaks-
ár. Það sýnir sig í þessu sem
öðru að stórfjölga ber starfs-
mönnum þeim sem semja
opinber skjöl. Því fylgir að
vísu sú hætta aö þau verði
enn óskiljanlegri.
Kr. G. Jóh.