Dagur - 25.01.1992, Síða 9

Dagur - 25.01.1992, Síða 9
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 9 Smásaga Víxilliim - smásaga eftir Pétur Steingrímsson Frímann gekk álútur eftir gang- stéttinni í áttina til vinnu sinnar. Luralegur miðlungsmaður, klæddur bláum, trosnuðum vinnu- buxum og óhreinni nælon- skyrtu. Yfirhöfnin var köflóttur jakki. Flíkurnar tala sínu þögula máli um manngildi eigandans. Þessi jakki hafði greinilega séð betri daga, þótt nú væri ermafóðrið raufar einar og kringingin á vösunum víða stöguð saman. Búnaður mannsins var ekki beinlínis traustvekjandi. Trúlega myndi hvorki opinber stofnun né einstaklingur kæra sig um að eiga þvílíkan féhirði. Bæði útlit og klæðaburður persónunnar vöktu vorkunn margra er sáu. Jafnhliða þeirri sjálfsögðu meðaumkvun kviknaði ósjálfráð- ur grunur um það, að kostafar náungans ætti við hálfgert böl að búa. Þessi undirgefna sál þjónaði í musteri Bakkusar hverja þá stund, sem pasturslítil öndin og burðasmár líkaminn leyfðu. Þess vegna hafði Frímann löngum tak- markaðan tíma brauðstritinu til handa. Aldrei heyrðist þessi maður kvarta um kjör né hlutskipti. Þvílíkur fyrirmyndar borgari hlaut að vera æskilegur þjóðfé- lagsþegn- og ástmögur landsfeðr- anna... Jafnvel örlítið sandkorn á gangstétt eða götu í síldarþorpi hefur undanlegan mátt... Sé lítið sandkorn ósátt við umhverfið, rís það úr duftinu. Eitt getur það blindað og jafnvel eyðilagt heilbrigt auga. Tvær af þessum anganórum orka helm- ingi meiru en ein... Það verður ekki komst hjá því að taka tillit til þeirra, þó svo að ögnin sé ein... Flvað þá þegar þær skipta þúsundum eða tugum þúsunda. Hvort sá kraftur, sem sandkornið hefur yfir að ráða er góður eða illur, fer eftir hugsun- arhætti eða hagsmunum þeirrar persónu, sem atburðinn dæmir... Frímann rambaði leið, sína reikulum fótum. Ganglimir hans voru íklæddir gulum Iðunnarklossum, aðals- merki hvers vinnandi manns. Hvaða skór entust betur á þessu stöðuga rápi frá fortíð til framtíðar, dag eftir dag? Frímanni þótti ekkert fjar- skaplega vænt um klossana sína. Þeir voru eins og hluti af hans eigin skinni... Þögult, jafnvel óþyrmilegt lögmál, sem fæturnir urðu að beygja sig fyrir. Séð frá órýmindalegum bæjar- dyrum Frímanns, var miklu heil- brigðara að lifa í sátt og samlyndi við skóklæði sín og eignast þá heldur flöskunni fleira. Fátækleg laun vinnu sinnar taldi hann gjarnast í þriggja pela einingum af brenndu víni. Æ, æ... Skyndilega kom hún eins og skrattinn úr sauðarleggn- um, þessi gamalkunna, óbærilega tilfinning... Höfuðverkur og ógleði... Það var eins og einhver morg- unglöð vinnandi hendi hamaðist við að snúa galtómri kaffikvörn innaní heilabúi mannsins... Frímann greip báðum höndum um svitaþvalt ennið. Hann slangraði uppað ísköld- um gluggalausum húsvegg, hóst- andi eins og nývaknaður reykinga- maður á rekkjustokk... Maðurinn engdist sundur og saman og kúgaðist. Þurr og lotulangur hóstinn vann sitt miskunnarlausa verk. Morgunverðurinn þeystist í fljótandi formi út, milli blóð- lausra varanna og hneit við gang- stéttina. Maðurinn slokaði andrúms- loftið inn í lungun með þungum sogum eins og sofandi öldungur. Hann hvarflaði mórauðum fljótandi augum flóttalega yfir mannauðar gangstéttir. Enginn hafði séð þessa hvers- dagslegu athöfn. Þá var heldur ekkert að skammast sín fyrir, nema gagn- vart eigin samvisku. Frímann hafði reynar tak- mörkuð kynni af þeirri sameigin- legu vitund sálar og líkama. Einhver hefði þó endur fyrir löngu sagt honum að í þeirri sambúð syndgaði líkaminn en sálin dæmdi... Sama Iögmálið gilti varðandi hjúskapinn. Þrátt fyrir margvísleg hlut- verkaskipti meðal kynjanna, var það undantekningarlítið karl- maðurinn, sem syndgaði en kon- an fór með dómsvaldið. Einmitt þess vegna ranglaði Frímann inn í port til að fela sig, meðan konurnar úr götunni söfnuðust frantanvið mjólkur- búðina á horninu. Klukkan var orðin óheyrilega margt og allir venjulegir menn búnir að vinna klukkustundum saman. Frímann fálmaði skjálfhentur í innri jakkavasann og dró þaðan gosdrykkjaflösku, fulla af heima- gerðum bjór. Þykkt og súrt innihald flösk- unnar hvarf eins og dögg fyrir sólu. Voteygur maðurinn andvarp- aði feginsamlega og einhenti tómu glerinu í steinvegg. Nú var hann ekki skjálfhentur lengur. Hvað gerði til þó að kerling- arnar sæju hann á götunni? Mátti maðurinn ekki ganga leiðar sinnar um þorpið, rétt eins og hver annar? Enginn sérstakur átti þennan stað öðrurn fremur og hver ein- staklingur hafði sama tilverurétt og hinir... Klukkan sló ellefu. Frímann slangraði út úr port- inu. Hann langaði til að syngja en kom sér einhvernveginn ekki að því, þó að tónarnir kitluðu radd- böndin. Vitlaust að taka ekki með sér aðra flösku. Þá hefði komist full- komið jafnvægi á taugarnar... Hann kunni ekki við það kon- unnar vegna að hafa meðferðis meira af áfengi í vinnuna. Ekki það að hún væri neitt mótsnúin víni, fyrir sjálfa sig - en þær létu svona allar... Rétt eins og ætti að fremja kirkjurán, ef húsbóndinn tók með sér einhvern leka heimanað til vinnunnar. Þetta var hróplegt ranglæti. Hrein ósvífni... Nú dormaði hún í hjónarúm- inu, nteðan sárgramur eiginmað- urinn öslaði gangstéttina reikull í spori. Útskeifir fæturnir voru farnir að keppast urn það, hvor þeirra gæti borið eigandann hraðar yfir jörðina. „Góðan daginn, Frímann...“ kallaði gildvaxin kona, handan götunnar. Maðurinn ansaði kveðjunni dauflega.... „Hvert ertu að fara?“ spurði konan af ákafri forvitni. „Ég er á leið til vinnu, mann- eskja..." sagði Frímann, stuttur í spuna. „Hvað er þetta... í vinnuna núna...? Þegar komið er hádegi? „Nei, það getur ekki verið...“ sagði konan. „Nú...? Því ekki? Ég var að vinna í alla nótt,“ sagði Frímann. „Jæja... Er svona mikið að gera hjá ykkur...? Ég hélt það hefði ekkert verið brætt í meira en mánuð,“ sagði konan. „Nei... Ég var einn að dunda...“ sagði Frímann. „Naumast þeir hafa við þig... Ekkert hafa hinir gert í hálfan mánuð. Ekki einu sinni fengið borgaða trygginguna... Þú ert auðvitað sá skelfilegur snilling- ur... Útskrifaður í rennismíðum og hamingjan má vita hver ósköpin þér eru til lista lögð fram yfir annað fólk...“ sagði konan. „Ég veit það nú ekki...“ sagði Frímann vandræðalega. „Þetta hefur verið hörmungar- ástand með vinnu.“ „Mér sýnist þú ekkert þurfa að kvarta...“ sagði konan. „Nei.. Þeir kalla stundum á mig, þegar mikið liggur við...“ sagði Frímann. „Hvaða verk lá svona mikið á að vinna?" sagði konan. „Ég setti sköft á fjóra nýja sóp- hausa...“ sagði Frímann vesæld- arlega. Konan flissaði. „Varla hefur þú verið alla nóttina að þessu...?“ sagði hún, sakleysis- lega. „Neinei... Það þurfti líka að setja eitt nýtt snjódekk undir bíl- inn forstjórans..." sagði Frímann. „Jæja... Einmitt það... Þessi verk hefði nú hver einasti maður verið fær um að vinna... Meira að segja í dagvinnu," sagði konan, háðslega. „Það getur svo sem vel verið...“ sagði Frímann, auð- mjúkur. „Skuldar þú þeint kannske skatt og útsvar ennþá...? Varla hafa þeir verið búnir að borga þér fyrirfram? Nei... Það lætur enginn óvit- laus maður peyja eins og þig hafa peninga í hendur eftir að hafa kynnst því, hvernig þú ferð með fjármuni. Þú hefur aldrei verið maður til að sjá skammlaust fyrir heintili og verður ekki hærra skrifaður hér á eftir...“ sagði konan. „Hvað áttu við...?“ sagði Frímann, hundslegur. „Brennimerktur þjófur villir sjaldan á sér heimildir til lengdar. Fyrr en síðar hlýtur þess háttar maður að taka út þá maklegu refsingu, sem heimurinn lætur svoleiðis fólki í té, alveg ókeyp- is...“ sagði konan og hló... Kuldalegum hæðnishlátri. „Um hvað ert þú eiginlega að tala? Þú verður að fyrirgefa að ég skil alls ekki svona speki,“ sagði Frímann. „Það er allt í lagi... Bíddu bara þar til sá dagur rennur, þegar fyrrverandi vinir fyrirlíta þig... Kunningjar og vinnufélagar snið- ganga þig... Vinnuveitendur vilja ekki sjá þig og ættingjar skamm- ast sín fyrir að heyra nafn þitt. Meira að segja hundar og kettir forðast þitt samfélag og konan hættir að bjóða þér góðan daginn..." „Af hverju talar þú svona við mig...“ sagði Fríntann, kjökrandi eins og krakki, sem reynir að vola sig undan verðugri hirtingu. „Víxillinn... Víxillinn, Frímann... Það er út af honum, sem ég er að ræða við þig. Þetta er aðeins forsmekkurinn af matseðlinum... Ég kem aftur, piltur minn... Nema þú borgir, og það umsvifalaust," sagði konan. „Borgi hvað...? Ég veit ekki til þess að þú eigir neitt hjá mér...“ sagði Frímann með þjósti. „Hvaða fjandans víxil ert þú að tala um? Ég vil ekki hafa svona blaður...“ „Það er svo sem þér líkast að gleyma víxlinum, en ætli ég hafi þá ekki einhver ráð meða að minna þig á hann? Þeir eru svo sent fleiri en einn eða tveir víxlarnir, sem þú hefur falsað eða skotið þér hjá að borga. Stolið andvirði þeirra og svikið á níðingslegasta hátt heil- steypta vini. Þessi víxill, sem ég er að tala um ætti þó að vera þér efstur í minni... Ekki endilega fyrir að upphæðin sé svo há... Hitt er öllu ódrengilegri verknað- ur að svíkja þann mann, sem búinn er margoft að bjarga þér frá fjárhagslegum þrengingum með beinum peningagjöfum og tala um fyrir sjálfum þér til að reyna að korna þér á réttan kjöl í lífinu... Þú launar með þeim gjald- rniðli, sem þér er tamastur... Rógi og undirferli..." sagði konan. „Heyrðu góða mín... Hvað á eiginlega að þýða að tala svona við heiðarlegt fólk...? Það er best fyrir þig að koma með mér til sýslumannsins og endurtaka þetta, sem þú varst að segja um mig...“ sagði Frímann, borginmannlega. „Mín er ánægjan... Þú skákar í því skjólinu að landslögin séu í raun jóað bágborin að þau séu beinlínis sett til verndar þjófum, fölsurum, manndrápshyski og öðrum blendingslýð... Málið er ekki svo einfalt. Lögin eru langt frá því að vera fullkomin, rétt er það... Hér á landi hafa menn um aldir orðið að bjarga sér með oddi og egg, þegar annað bregst. Það er með lögin rétt eins og aðra hluti að ekki er sama hver á þeim heldur. Sumt fólk er heiðarlegt og sómakært, - en því miður finnast bæði dusilmenni og umskiptingar í öllum stéttum... Víða má sjá gáttaþefi, sem ekki hirða um að fylgja rétu máli til laga, nema af því sér verulegur aurafnykur... Meðan þess háttar afbendis- ntenn er að finna undir lagð- prúðu parruki lögmanns eða dómara, liggur vegur ósómans beinn og breiður fyrir fótum allra þeirra, er forðast vilja dagsljósið. Réttlætið getið þið þó aldrei drepið, og þegar til lengdar lætur vex það ykkur yfir höfuð. Þið flækist á einn eða annan hátt í netinu og fáið maklegan dóm, - á einhverjum vettvangi. Ég er þinn dómari, Frímann... Frá mér fer enginn án þess að fá verðug laun síns verknaðar. Ég held áfram að fylgja þér...“ sagði konan. „Hver er þetta...? Ég þekki þig ekki,“ sagði Frímann, og horfði á konuna með óttablandna undrun í augum. „Þessu trúi ég mætavel... Þínir líkar afneita mér gjarnan en það skiptir ekki máli. Ég fylgi öllu fólki jafnt. Mér kemur ekkert við hvað maðurinn heitir eða hverjum hann er skyldur og venslaður... Fyrir mér eru orður og embætti álíka mikils virði og vindurinn, og peningar freista mín ekki...“ sagði konan. „Hvað heitir þú?“ sagði Frímann, skjálfandi af ótta. Hon- unt var löngu orðið ljóst að hér var engin venjuleg manneskja á ferð. Svona gat enginn talað, nema hafa til þess vald, sem holdi klæddum verum er tæplega trú- andi fyrir. "Ég er kölluð samviska..." sagði konan. „Guð minn góður...“ sagði Frímann. Ennþá einu sinni leit hann í áttina til þessarar ábúðar- rniklu konu.... Þar var ekkert að sjá nema ómálaðan vegginn skammt frá mjólkurbúðinni. „Skyldi ég vera búinn að liggja lengi hér, á gangstéttinni?“ sagði Frímann, skömmustulegur, við sjálfan sig. Hann stóð á fætur og lyfti skjálfandi hendi lítið eitt til þess að sjá á armbandsúrinu hvað tímanum leið. Klukkan átti eftir tíu mínútur í tólf. Ennþá var tóm til að ná í áfengisverslunina fyrir hádegi, ef vel væri á haldið. Endir. Pétur Steingrímsson. (Höfundur býr að Láxámesi í Aðaldal).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.