Dagur - 25.01.1992, Qupperneq 13
Laugardagur 25. janúar 1992 - DAGUR - 13
Öfugsnúið tíðarfar í janúar:
Auð jörð oghlýindi ekkert einsdæmi
Fólk er að verða dálítið þreytt
á þessum suðlægu vindum og
hlýindum í janúarmánuði. Að
minnsta kosti kjósa flestir
Norðlendingar snjó, vægt frost
og stillt veður á þessum
árstíma. Menn vilja fara á
skíöi, krakkar þrá að draga
fram sleða og snjóþotur. En
það er ekki eins og auð jörð í
janúar sé einsdæmi, þótt mað-
ur gæti haldið að svo væri af
viðbrögðum fólks að dæma,
því við þurfum ekki að horfa
lengra aftur en til janúarmán-
aðar í fyrra til að finna sunnan
leiðindi.
Já, janúar 1991 heilsaði með
miklum hvelli þegar ísingarveðr-
ið mikla skall á. En þá var snjór
yfir öllu og skafrenningur og
veðrið svo sem ekkert óvenjulegt
miðað við árstíma. Hins vegar
var lítill snjór í Hlíðarfjalli en
lyfturnar voru þó gangsettar
laugardaginn 12. janúar.
„í rauninni er frekar lítill snjór
hérna, þótt ótrúlegt megi virðast,
og ég segi stundum að snjórinn sé
allur í bænum og fjölmiðlum,“
sagði Ivar Sigmundsson, forstöðu-
maður Skíðastaða, í samtali við
Dag 9. jan. ’91 og hann hvatti
skíðafólk til að fara varlega
vegna þess hve lítill snjór var í
brekkunum.
Sunnan rok og hlýindi
í fyrra
Góð aðsókn var í Hlíðarfjalli
umræddan laugardag en sælan
reyndist skammvinn. Á sunnu-
daginn skall á rok með rigningu
og tók snjó upp. Spáð var áfram-
haldandi hlýindum.
Norðlendingar fengu sunnan
eða suðvestan áhlaup mánudag-
inn 21. janúar og var fárviðri á
Akureyri. Vindur fór yfir 12
vindstig, allt upp í 105 hnúta, og
þakplötur fuku af húsum og bílar
skemmdust. Raunar urðu fok-
skemmdir mjög víða um Norður-
land.
Enn var hlýtt 24. janúar, 10
stiga hiti á Akureyri, og Dagur
birti mynd af börnum á reiðhjóli,
enda hvergi snjóföl að sjá. Kylf-
ingar héldu þorramót uppi á
Jaðri og í Degi birtust sumar-
myndir dag eftir dag.
Sunnudaginn 3. febrúar kom
enn eitt fárviðrið og varð töluvert
tjón á lyftum í Hlíðarfjalli. þak-
plötur losnuðu og flugskýli lagð-
ist saman á Blönduósi. Enn á ný
urðu margir Norðlendingar fyrir
tjóni.
Skíðamenn voru orðnir óróleg-
Blautt, hvasst og hlýtt. Einkunnarorð fyrir janúarmánuð 1992. Fólk hefur
furðað sig á þessu veðurfari en það er hreint ckkert óvenjulegt.
Janúar 1964 var heitasti janúarmánuður sem um getur á landinu og hér má sjá hvernig umhorfs var á Akureyri í
þessum mánuði.
ir í febrúar og sendi Kristján
Möller kassa af snjó frá Siglufirði
til ívars í marauðu Hlíðarfjalli.
Menn voru farnir að setja sumar-
dekk undir bílana og reiðhjóla-
sala var lífleg, meðan sala á skíð-
um lá niðri.
Þannig var nú hlýindakaflinn
frá miðjum janúar fram í miðjan
febrúar 1991.
Methitamánuðurinn 1964
Islendingar hafa gaman af því að
tala um veður og ýmis met tengd
veðrinu. Ekki er útlit fyrir að
þetta verði hlýjasti janúarmánuð-
ur sem sögur fara af því meðal-
hitinn á landinu í janúar 1964 fór
vel yfir 3 gráður og verður það
met seint slegið.
Dagur getur stuttlega um
hlýindin í þessum mánuði 1964. í
blaðinu 15. janúar það ár segir
eftirfarandi: „Tæpast finnst
svellblettur á vegum innan hér-
aðs um þessar mundir og er
óvenjulegt en þó ekki einsdæmi á
þessum árstíma. Vegir á Vaðla-
heiði og Fljótsheiði eru að þessu
leyti sagðir svipaðir. Samgöngur
eru því hinar greiðustu á landi.“
Mynd af auðri jörð á Akureyri
birtist í blaðinu 22. janúar 1964
og á henni má sjá að svo til
snjólaust er í Vaðlaheiði en
Kaldbakur hvítur að vanda.
Einhver snjór var kominn í
byrjun febrúar þetta ár því ný
KylFingar hafa verið tíðir gestir á Jaðri að undanförnu en ekki þarf að leita lengra aftur en til janúarmánaðar 1991
til að fínna sambærilegar aðstæður.
togbraut var vígð í Hlíðarfjalli 1.
febrúar og haldið skíðamót við
það tækifæri. Og 5. febrúar var
Dagur farinn að flytja hefð-
bundnar fréttir af snjó og ófærð á
mörgum fjallvegum.
Hvaö verður um
vetrarparadís?
Nei, snjóleysi í janúar er auðvit-
að ekkert einsdæmi og ekki held-
ur suðlægir vindar og hlýindi. En
þetta veðurfar er vissulega hvim-
leitt fyrir þá sem beinlínis gera út
á snjó og vetrarríki og þegar
skíðavertíðin ætlar að bregðast
ár eftir ár er gremja manna
skiljanleg.
Það hefur ekki fengist staðfest
að veðurfarið hér á landi sé að
breytast vegna gróðurhúsaáhrifa
eða annarra áhrifa, a.m.k. ekki
að neinu gagni. Því verðum við
bara að benda á duttlunga veður-
guðanna sem skýringu á þessu
öfugsnúna tíðarfari í janúar nú
og í fyrra. Hugsanlega verður
þessi mánuður afskaplega snjó-
þungur næstu árin, en haldi þetta
áfram í svipaðri rnynd hlýtur
maður að geta farið að tala um
þróun eða varanlegar breytingar
á veðurfari.
Á þessari stundu er lítið hægt
að gera nema bíða eftir snjó og
paradísarheimt; vetrarparadísar-
heimt. SS
MYNDLISTASKOLINN
Á AKUREYRI
Kaupvangsstræti 16
Almenn námskeið 3. febrúar til 20. maí
Barna- og unglinganámskeiö
1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku.
2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku.
3. fl. 6-8 ára. Tvisvar í viku.
4. fl. 8-9 ára. Tvisvar í viku.
5. fl. 9-10 ára. Einu sinni í viku.
6. fl. 11-12 ára. Einu sinni í viku.
Myndlistardeild
Byrjendanámskeið. 13-14 ára. Einu sinni í viku.
Framhaldsnámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku.
Kvöldnámskeiö fyrir fullorðna
Teiknun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Módelteiknun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Málun og litameðferð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku.
Grafísk hönnun
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Byggingalist
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Skrift og leturgerð
Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku.
Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958.
Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga.
Skólastjóri.