Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriðjudagur 4. febrúar 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þriðjudagur 4. febrúar 18.00 Líf í nýju ljósi... (16). Franskur teiknimyndaflokk- ur. 18.30 íþróttaspegillinn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (7). (Families II.) 19.30 Hver á að ráða? (24) (Who’s the Boss.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Ár og dagar líða (2). Annar þáttur. í þættinum verður fjallað um það tómstundastarf sem byggt hefur verið upp fyrir aldraða og þá þjónustu sem félagsmiðstöðvar bjóða þeim. 21.00 Sjónvarpsdagskráin. í þættinum verður kynnt það helsta sem Sjónvarpið sýnir á næstu dögum. 21.10 Óvinur óvinarins (2). (Fiendens fiende.) Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. 22.00 Samningarnir - staða og horfur. Umræðuþáttur á vegum fréttastofu. Umræðum stýrir Helgi Már Arthursson en þátttakendur verða þeir Ásmundur Stefánsson, Ein- ar Oddur Kristjánsson, Friðrik Sophusson og Ögmundur Jónasson. 23.00 Ellefufréttir og dag- skrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 4. febrúar 16.45 Nágrannar. 17.30 Nebbarnir. 17.55 Orkuævintýri. 18.00 Kaldir krakkar. 18.30 Eðaltónar. 19.19 19:19. 20.10 Einn í hreiðrinu. (Empty Nest.) 20.40 Óskastund. Skemmtilegur þáttur í opinni dagskrá þar sem meðal annars er dregið í Happó, sjóðshappdrætti Háskóla Islands. Umsjón: Edda Andrésdóttir. 21.40 Hundaheppni. (Stay Lucky m). Breskur spennuþáttur. Þriðji þáttur af sjö. 22.35 E.N.G. 23.25 Ertu að tala við mig? (You Talkin’ To Me). Myndin segir frá ungum, dökkhærðum leikara sem vill í einu og öllu líkjast átrúnað- í dag, þriöjudag, kl. 20.35, er á dagskrá Sjónvarpsins þátturinn Ár og dagar líða. Þetta er 2. þátturinn, sem Sigrún Stefánsdóttir fjölmiölafræöingur hefur unnið um málefni aldraöra. í þættinum í kvöld veröur fjallaö um tómstundastarf sem sérstaklega er ætlað öldruöum. argoði sínu, Robert De Niro. Hann fer til Kaliformu og ætlar að leita þar frama í kvikmyndaleik en verður fyr- ir miklum vonbrigðum þegar hann kemst að því að það eru dökkbrúnir og ljóshærðir leikarar sem eiga upp á pall- borðið þessa stundina. Hann litar hár sitt ljóst með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Aðalhlutverk: Jim Youngs, James Noble og Faith Ford. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Rás 1 Þriðjudagur 4. febrúar MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00. 06.45 Veðurfregnir • Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. Guðrún Gunnarsdóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. Gluggað í blöðin. 7.45 Daglegt mál. Mörður Árnason flytur þáttinn. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 08.30 Fróttayfirlit. 08.40 Nýir geisladiskar. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00. 09.00 Fróttir. 09.03 Laufskálinn. 09.45 „Svefnpokinn sem gat ekki sofnað“ eftir Kristínu Jónsdóttur. Leiklestur: Sigrún Edda Björnsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og Árni Tryggvason. 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Neyttu meðan á nefinu stendur. Umsjón: Þórdís Arnljóts- dóttir. (Frá Akureyri) 11.00 Fréttir. 11.03 Tónmál. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Auglýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00. 13.05 í dagsins önn - Einkenni tvíbura. Umsjón: Fjölmiðlafræðinem- ar við Háskóla íslands. 13.30 Lögin við vinnuna. 14.00 Fróttir. 14.03 Útvarpssagan, „Morg- unn lífsins" eftir Kristmann Guðmundsson. Gunnar Stefánsson byrjar lesturinn. 14.30 Miðdegistónlist. 15.00 Fróttir. 15.03 Langt í burtu og þá. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00. 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Tónlist á síðdegi. 17.00 Fréttir. 17.03 Vita skaltu. Ragnheiður Gyða Jónsdóttir sér um þáttinn. 17.30 Hér og nú. 17.45 „Svefnpokinn sem gat ekki sofnað" eftir Kristínu Jónsdóttur. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 18.00 Fréttir. 18.03 Þankar. 18.30 Auglýsingar • Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Tónmenntir - Óperu- tónlist Giacomo Puccinis. Fjórði og lokaþáttur. 21.00 Selveiðar - nýting sel- skinna. 21.30 Hljóðfærasafnið. 22.00 Fréttir • Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Dagskrá morgundags- ins. 22.30 Leikrit mánaðarins, Rúrik Haraldsson, flytur einleikinn „Ekkert lát á draumunum" eftir peter Barnes. 23.20 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Þriðjudagur 4. febrúar 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. - Margrét Rún Guðmunds- dóttir hringir frá Þýskalandi. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. - Dagskrá heldur áfram. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Blús. Umsjón: Ámi Matthíasson. 20.30 Mislétt milli liða. Andrea Jónsdóttir við spilar- ann. 21.00 íslenska skífan: „Change" með samnefndri hljómsveit frá 1974. 22.07 Landið og miðin. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7,7.30,8, 8.30,9,10,11,12,12.20,14,15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Með grátt í vöngum. Endurtekinn þáttur Gests Einars Jónassonar frá laug- ardegi. 02.00 Fréttir. - Með grátt í vöngum. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fróttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Landið og miðin. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 4. febrúar 8.10-8.30 Útvarp Norður- lands. 18.35-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Þriðjudagur 4. febrúar 07.00 Morgunþáttur Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra með skemmtilegan morgunþátt. Það er fátt sem þau láta sig ekki máli skipta og svo hafa þau fengið Steinunni ráðagóðu til liðs við sig sen hún gefur ykkur skemmtilegar og hagnýtar ráðleggingar varðandi heim- ilishaldið. Fréttir kl. 7, 8 og 9. Fréttayfirlit klukkan 7.30 og 8.30. 09.00 Anna Björk Birgisdóttir. Ýmislegt skemmtilegt verð- ur á boðstólum, eins og við er að búast, og hlustendalín- an er 671111. Mannamál kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 12.10 Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir. 13.05 Sigurður Ragnarsson. Hressileg Bylgjutónlist í bland við létt spjall. Mannamál kl. 14 og 15. 16.00 Reykjavík síðdegis. Hallgrímur Thorsteinsson og Steingrímur Ólafsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 17.30 Reykjavík síðdegis heldur áfram. 18.00 Fréttaþáttur frá frétta- stofu Bylgjunnar og Stöðvar 2. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Sím- inn er 671111. 19.30 Fróttir frá fróttástofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 23.00 Kvöldsögur. Hallgríms Thorsteinsson, í trúnaði við hlustendur Bylgj- unnar, svona rétt undir svefninn. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 4. febrúar 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son með vandaða tónlist úr öllum áttum. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/ Stöðvar 2 kl. 18.00. Síminn 27711 er opinn fyrir óskalög og afmæliskveðjur. Ég ætla aö fá logandi rommpúns! Allt í lagi, en gættu aö því hvað þú segir! # Níu hundruð milljónir Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi að undanförnu ef frá er talinn flumbrugangur og böð- ulsháttur heiibrigðisráðherra, sem er að reita fylgið að stjórn- arflokkunum þessa dagana, en 900 milljónirnar sem Sameinaðir verktakar greiddu, sjálfum sér um daginn. Ekki minnkaði athyglin þegar Thor Ó. Thors, framkvæmdastjóri Sameinaðra verktaka, birti útreikninga Ólafs Nílssonar, endurskoðanda, nokkrum dögum síðar. Þar kem- ur fram að til að eiga 900 milljón- ir i dag hafi einungis þurft 139 þúsund krónur árið 1960. Ekki fylgdu neinar útskýringar með þessu reikningsdæmi sem sýna á hvern hátt endurskoðandinn fékk útkomuna og hverskonar ávöxtun hann lagði henni til grundvallar. Varla hefur það ver- ið venjuleg sparisjóðsbók, sem lengst af hefur borið neikvæða vexti síðan. Pétur H. Blöndal stærðfræðingur og sérfræðingur um ávöxtunarmöguleika fjár- magns hefur reynt að endur- reikna þetta dæmi en ekki náð að fá nema um þriðjung upphæðar Ólafs Nílssonar út úr því. Af þeim sökum verður að spyrja hreint út við hvaða ávöxtunar- leið var miðað - var það ef til vill hagnaðurinn af verk- takastarfseminni fyrir varnarlið- &STÓRT ið sem gengið er út frá í þessu sambandi. # Eða gömul dráttarvél Bóndi sem keypti dráttarvél með sláttuvél, ámoksturstækjum og hjólmúgavél eftir gengisfelling- una árið 1960 þurfti að greiða álika upphæð fyrir tækin og Ólafur Nílsson telur að þurft hafi í höfuðstól á þessum tima til þess að eiga 900 milljónir í dag. Á þessum árum voru margir bændur að endurnýja tæki sín - hestverkfærin og Farmallarnir voru að víkja fyrir stærri og tæknibúnari vélum. Eflaust hefur fæsta þeirra órað fyrir því að ef þeirfjárfestu ekki í þessum tækj- um en notuðust áfram við Skjóna og Glám við bústörfin ættu þelr að geta átt 900 milljónir eftir 30 ár. En hvaða möguleika höfðu bændur, sem voru að kaupa drátarvélar á þessum árum til arðbærrar fjárfestingar sparifjár utan þess að leggja það i uppbyggingu atvinnustarfsemi sinnar. Hugsanlega sparisjóðinn eða kaupfélagsreikninginn sinn. Ávöxtunarvæn verðbréf þekkt- ust ekki á meðal almennings á íslandi á þessum árum og ekki áttu almennir bændur hlutabréf í Sameinuðum verktökum. Því eru verðmæti 139 þúsunda frá upp- hafi sjöunda áratugar orðin að gömlum dráttarvélum og hey- vinnutækjum á mörgum sveita- bæjum í stað 900 milljóna í höndum Sameinaðra verktaka.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.