Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. febrúar 1992 - DAGUR - 13 Fra undirskrift samkomulags um opnun landkynnmgarskrifstofu í Tokyo: Frá vinstri: Júlíus Hafstcin Rcykjavíkur- borg, Magnús Oddsson Ferðamálaráði, Pétur J. Eiríksson Flugleiðum, Karl Sigurhjartarson Fél. íslenskra ferða- skrifstofa og Bjarni I. Árnason Sambandi veitinga- og gistihúsa. íslensk landkynningar- skrifstofa opnuð í Tokyo Á undanförnum árum hefur sam- starf ýmissa aðila í ferðaþjónustu Húsavíkurkirkja. Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18 mið- vikudag. Beðið fyrir sjúkum. Fyrirbænaefni berist sóknarpresti í síma 41317. Skrifstofa Geðverndarfélags Akur- eyrar Gránufélagsgötu 5 er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 10-12 og þriðjudaga kl. 16-19, sími 27990. Fólk er hvatt til að líta inn eða hringja og nota þessa nýju þjónustu. Opið hús alla miðvikudaga frá kl. 20.00. Allir velkomnir í kaffi, spil og spjall. I.O.O.F. Ob. 2 = 173268VÍ = I.E. Almennur félagsfundur 5. feb. kl. 20.30 í húsi félagsins Strandgötu 37 b. Ester Vagnsdóttir ræðir um andleg málefni og Gunnur Sigurjónsdóttir kemur með spólu með Hafsteini Björnssyni miðli. Allir velkomnir. Ruby Gray miðill, mun starfa hjá félagsins dagana 6.-23. febr. 1992. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. Fundarboð! Kvenfélagið Hjálpin heldur aðal- fund laugardaginn 8. febrúar kl. 14.00 í Sólgarði. Almenn fundarstörf og samþykkt nýrra laga. Félagskonur hvattar til að mæta. Stjórnin. Söfn Náttúrugripasafniö á Akureyri, Hafnarstræti 81, sími 22983. Opið á sunnudögum kl. 13-16. „Mömmumorgnar“ - opið hús í Safnarðar- heimili Akureyrarkirkju. Miðvikudaginn 5. febrú- ar frá kl. 10-12. Rósa Júlíusdóttir ræðir um börn og myndlist. Allir foreldrar velkomnir með börn sín. aukist verulega og þá sérstaklega varðandi landkynningarmál. 1985 var opnuð landkynning- arskrifstofa íslands í Þýskalandi þar sem Ferðamálaráð greiðir rúmlega helming kostnaðar, en fyrirtæki og hagsmunaaðilar í atvinnugreininni leggja til nær helming rekstrarkostnaðar. 1990 var rekstur landkynning- arskrifstofu íslands í Bandaríkj- unum endurskipulagður og auk Ferðamálaráðs greiða nú til hennar Flugleiðir, Samband veit- inga- og gistihúsa, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Reykjavíkurborg. Þá hefur nýlega verið gerður samstarfssamningur um kynning- arátak í Japan. Aðilar að átakinu eru: Ferðamálaráð, Reykjavík- urborg, Flugleiðir, Félag íslenskra ferðaskrifstofa og Sam- band veitinga- og gistihúsa. 28. nóvember sl. var undirrit- aður í Tokyo samningur ofan- greindra aðila og japanska fyrir- tækisins IPS (Iceland Project System) um rekstur sérstakrar landkynningarskrifstofu fyrir ísland í Japan. Skrifstofan hóf starfsemi 1. desember og er til húsa í miðborg Tokyo. Þar með eru landkynningar- skrifstofur íslenskrar ferðaþjón- ustu orðnar þrjár, í Frankfurt, New York og Tokyo. Sjálfsstyrkingar- námskeið fyrir konur Jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar mun á þessu ári standa fyrir röð sjálfsstyrkingar- námskeiða fyrir konur í samstarfi við fjölskylduráðgjafa Heilsu- gæslustöðvarinnar. Fyrsta nám- skeiðið verður eingöngu fyrir konur sem starfa hjá Akureyrar- bæ. Áætlað er að halda námskeið opið ölum konum í vor eða haust. Fyrsta námskeiðið hefst 22. febrúar og stendur til 4. apríl, 2-4 klst. í viku, alls 18 tímar. Gert er ráð fyrir 12-18 þátttakendum. Námskeiðsgjald er kr. 4.500. Efnisþættir á námskeiðunum verða m.a.: Hlutverk/saga/staða kvenna í gegnum tíðina; sjálfsmyndin/ sjálfsþekkingin - áhrif fjölskyldu og umhverfis; fordómar og fyrir- myndir; mismunandi reynsla/ staða/hlutverk kvenna; að takast á við kvíða - leiðir til betri sam- skipta-samskipti kynjanna; heil- brigði kvenna - tíðahringurinn - hin mismunandi æviskeið; kvennalistir; að setja sér raunhæf markmið - að finna sinn eigin lífsstíl og framtíðarsýn og draum- ar. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Karólína Stefánsdóttir, fjöl- skylduráðgjafi og Valgerður H. Bjarnadóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást á skrifstofu jafn- réttis- og fræðslufulltrúa. Laus staða Staða skólastjóra Leiklistarskola íslands er laus til umsóknar. Samkvæmt 3. gr. laga um Leiklistarskóla íslands skal skólastjóri „settur eða skipaður af ráðherra til fjögurra ára í senn“ og miðast ráðningartími við 1. júní. „Skóla- stjóri getur sá einn orðið, sem öðlast hefur menntun og reynslu í leiklistarstörfum." Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og starfs- reynslu, sendist Menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið 29. janúar 1992. MEISTARAFÉLAG BYGGINGAMANNA NORDURLANDI ENDURMENNTUN BYGGINGA- OG TRÉIÐNAÐARMANNA T résmiðameistarar Minnum á námskeiö í VARMAEINANGRUN OG HLJÓÐEINANGRUN föstudaginn 7. og laugardaginn 8. febrúar. Upplýsingar og skráning hjá M.B.N. í síma 11222 og T.F.A. í síma 22890. Meistarafélag byggingamanna Norðurlandi. Trésmiðafélag Akureyrar. Bókhaldsþjónusta TOK BÓKHALDSKERFI Tek að mér bókhald fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki. Ef óskað er eftir tilboði má ræða málin. Aðstoð við skattframtöl. Birgir Marinósson Norðurgötu 42 • Sími 21774. Málfundafélagið Sleipnir Aðalfundur laugardaginn 8. febrúar nk. í Kaupangi v/ Mýrarveg kl. 17.00. Stjórnin. '-----------------------\ SKATTFRAMTÖL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721. Rey kdæl i ngar! Aðalfundur Framsóknarfélags Reykdæla verður haldinn að Breiðumýri miðvikudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf. Almennar stjórnmálaumræöur. Alþingismennirnir Valgerður og Jóhannes mæta á fundinn. Stjórnin. RUNÓLFURJÓNSSON, frá Litla-Sandfelli, Langholti 17, Akureyri, lést aðfaranótt 1. febrúar að Hjúkrunarheimilinu Seli. Börn hins látna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.