Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. febrúar 1992 - DAGUR - 9 Jón Haukur Brynjólfsson Liverpool hnaut um Chelsea á Anfield - létt hjá Leeds Utd. gegn Notts County - jafnteíli kostaði Man. Utd. efsta sætið Winnie Jones sækir hér að marki Liverpool en hann skoraði fyrra mark Chelsea í leiknum á laugardag. Það var hart barist í 1. deild- inni á Englandi um helgina, enda hvert stig dýrmætt í bar- áttunni sem sífellt fer harðn- andi á toppnum. Leeds Utd. mjakaði sér í efsta sætið, með jafnmörg stig og Man. Utd. en markatala liðsins er betri. Manchester liðið á hins vegar leik til góða, en Liverpool sem hefur verið á góðri siglingu að undanförnu tapaði óvænt heima. En þá eru það leikir laugardagsins. ■ Stórleikur umferðarinnar, viðureign Arsenal og Man. Utd. var sýndur í sjónvarpinu undir öruggri stjórn Bjarna Fel. sem ekki lét sig vanta á Highbury. Man. Utd. virtist svo gott sem hafa tekið við meistaratitlinum af Arsenal þegar Brian McClair náði verðskuldað forystu fyrir Utd. á 27. mín. Manchester liðið var sterkara í fyrri hálfleiknum og hinn eldfljóti útherji Andrej Kantchelkis var besti leikmaður vallarins. En David Rocastle náði að jafna fyrir Arsenal á síð- ustu mín. fyrri hálfleiks eftir mjög góðan undirbúning Ian Wright og Arsenal hafði síðan undirtökin í síðari hálfleiknum, en ekki voru fleiri mörk skoruð og jafnteflið sanngjörn úrslit. ■ Chelsea hefur farið heldur illa með Liverpool liðin þessa vik- una, um síðustu helgi sló liðið Everton úr FA-bikarnum og á laugardaginn stöðvaði liðið langa sigurgöngu Liverpool og það á Anfield. Chelsea hóf leikinn af miklum krafti og Vinnie Jones náði for- ystu fyrir liðið á 22. mín. með langskoti sem fór í þverslá og inn. Liverpool liðið færðist í auk- ana við markið og Steve McManaman misnotaði opið færi, en á 33. mín. jafnaði Ronnie Rosenthal fyrir Liver- pool með góðu marki eftir send- ingu frá Rob Jones. Yfirburðir * Urslit 1. deild Arsenal-Manchester Utd. 1:1 Crystal Palace-Coventry 0:1 Leeds Utd.-Notts County 3:0 Liverpool-Chelsea 1:2 Manchester City-Tottenham 1:0 Norwich-Southampton 2:1 Nottingham For.-Sheffield Utd. 2:5 Q.P.R.-Wimbledon 1:1 Sheffield Wed.-Luton 3:2 West Ham-Oldham 1:0 Aston Villa-Everton 0:0 2. deild Cambridge-Tranmere 0:0 Blackburn-Swindon 2:1 Brighton-Charlton 1:2 Bristol City-Bamsley 0:2 Middlesbrough-Grimsby frestaö Millwall-Ipswich 2:3 Oxford-Newcastle 5:2 Piymouth-Bristol Rovers 0:0 Portsmouth-Dcrby 0:1 Southcnd-Watford 1:0 Sunderland-Port Vaie 1:1 Wolves-Leicester 1:0 Úrslit í vikunni. FA-bikarinn 4. umferð. Southampton-Manchester Utd. 0:0 1. deild Livcrpool-Arsenal 2:0 2. deild Bristol Rovers-Portsmouth 1:0 Swindon-Oxford 2:1 Liverpool voru miklir og Kevin Hitchcock í marki Chelsea varði glæsilega aukaspyrnu Jan Molby og Rosenthal skallaði í slá. En á 73. mín. kom úrslita markið, Dennis Wise skoraði eftir send- ingu Andy Townsend, en eins og Vinnie Jones er Wise fyrrum Wimbledon leikmaður og Wimbledon hefur ávallt verið erfitt viðureignar fyrir Liverpool. Tveim mín. síðar fékk Wise tæki- færi á að gulltryggja sigurinn er liðið fékk vítaspyrnu vegna brots Mike Marsh á Clive Allen innan teigs, en Bruce Grobbelaar í marki Liverpool varði frá Wise. ■ Leeds Utd. komst í efsta sætið eftir auðveldan 3:0 sigur gegn Notts County á Elland Road, en það er einmitt í leikjum sem þessum sem Leeds Utd. hefur verið að tapa stigum. Fyrsta markið kom á 12. mín. er bak- vörðurinn Mel Sterland skallaði inn vel tekna hornspyrnu Gordon Strachan. Sterland fór meiddur útaf í hálfleik, en það kom ekki að sök og liðið bætti öðru marki við á 57. mín. Eftir hornspyrnu Notts County hreinsaði Tony Dorigo langt fram þar sem David Batty tók við boltanum, iék áfram og skoraði framhjá Steve Cherry markverði County. Lítil spenna var í leiknum og Tommy Johnson misnotaði besta færi County í leiknum er hann skaut framhjá opnu marki, honum var síðar skipt útaf og lét hann þá óánægju sína óspart í ljós. Síð- asta markið kom á 77. mín. er Steve Hodge skallaði aukaspyrnu Strachan fyrir markið þar sem Rodney Wallace var óvaldaður og skallaði boltann í netið. ■ Nottingham For. fékk heldur háðulega útreið á heimavelli sín- um gegn Sheffield Utd. og tapaði 2:5. Eftir 24 mín. leik var staðan orðin 3:1, Mike Lake og John Gannon með hörkuskotum af löngu færi og síðan Ian Bryson höfðu skorað mörk gestanna, en Roy Keane svaraði fyrir Forest. Carl Bradshaw bætti fjórða marki Sheffield liðsins við eftir klukkutíma leik, en Stuart Pearce svaraði með marki úr vítaspyrnu fyrir Forest er 15 mín. voru til leiksloka. Forest sótti látlaust í lokin og það notfærði Brian Deane sér undir lokin er hann náði að skora fimmta mark Sheff. Utd. ■ Manchester City lét eitt mark duga gegn Tottenham og það nægði til sigurs, David White skoraði með skalla eftir auka- spyrnu Mike Hughes á 30. mín. Manchester liðið hefði þó átt að skora mun fleiri mörk, White misnotaði að minnsta kosti fjögur dauðafæri. Paul Stewart fékk besta færi Tottenham í leiknum undir lokin, en skaut í Tony Cot- on markvörð City af tveggja metra færi og áhangendur City önduðu léttar þegar flautað var af og liðið er enn með í barátt- unni um meistaratitilinn. ■ Öll mörkin í leik Norwich og Southampton komu í síðari hálf- leik, en í slökum fyrri hálfleik hafði Alan Shearer mistekist að ná verðskuldaðri forystu fyrir Southampton. Rob Ullathorne náði síðan forystu fyrir Norwich með skalla eftir góða sendingu Darren Beckford, en Glenn Cockerill jafnaði með góðu lang- skoti fyrir Southampton. Sigur- mark Norwich gerði síðan Robert Fleck eftir að Tim Flow- ers markvörður Southampton hafði hálfvarið skot Mark Bowen. ■ Crystal Palace virðist eiga erfitt um þessar mundir, liðið seldi í síðustu viku Marco Gabbiadini til Derby eftir að þessum skæða sóknarmanni hafði mistekist að sanna sig hjá liðinu, en hann var keyptur frá Sunder- land fyrr í vetur. Og á laugardag varð liðið að sætta sig við tap á heimavelli gegn Coventry þar sem David Smith skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleiknum fyrir Coventry. ■ Bakvörðurinn Mitchell Thom- as sem áður lék með Tottenham skoraði sigurmark West Ham í mikilvægum sigri liðsins gegn Oldham. Markið var skorað í fyrri hálfleik og lagar stöðu West Ham við botn deildarinnar. ■ Sheffield Wed. fékk óvænta og harða mótstöðu á heimavelli gegn Luton og mátti þakka fyrir 3:2 sigur í lokin. Bandaríkjamað- urinn John Harkes skoraði sigur- mark Sheff. Wed. undir lok leiks- ins. David Hirst náði þó foryst- unni fyrir Sheff. Wed. strax í upphafi, en David Preece jafnaði fljótlega fyrir Luton og Scott Oakes náði síðan forystunni fyrir liðið. Chris Bart Williams jafnaði síðan fyrir Sheff. Wed. í 2:2. ■ Lundúnaliðin Q.P.R. og Wimbledon gerðu síðan 1:1 jafn- tefli í sínum leik. Gary Penrice náði forystunni fyrir Q.P.R. í fyrri hálfleik, en í þeim síðari jafnaði John Fashanu úr víti fyrir Wimbledon. ■ Á sunnudag gerðu Aston Villa og Everton markalaust jafntefli í sjónvarpsleiknum hjá BBC. ■ Þá gekk franski landsliðsmið- herjinn og vandræðagripurinn Eric Cantona til liðs við Leeds Utd. á sunnudaginn, en hann hafði áður verið orðaður við Sheffield Wed. Hann mun verða hjá Leeds Utd. til loka leiktíma- bilsins og kosta félagið £100.000, en það vantar sárlega sterkan miðherja hjá félaginu um þessar mundir vegna meiðsla Lee Chapman. 2. deild ■ Blackburn er enn efst í 2. deild eftir 2:1 sigur á Swindon sem náði forystu með marki Dave Mitchell, en Colin Hendry og David Speedie svöruðu fyrir Blackburn. ■ Jason Dozzell, Neil Thomp- son og Chris Kiwomya skoruðu mörk Ipswich sem talið er leika besta fótboltann í deildinni. ■ Steve Bull skoraði sigurmark Wolves gegn Leicester, en Úlf- arnir hafa læðst upp töfluna að undanförnu. Þ.L.A. Staðan 1. deild Leeds Utd. 27 15-11- 1 52:21 56 Manchester Utd. 26 16- 8- 2 47:20 56 Liverpool 27 12-11- 4 35:24 47 Manchester City 27 13- 8- 6 36:29 47 Sheffield Wednesday 26 13- 7- 6 42:32 46 Aston Villa 27 11- 5-11 34:31 38 Chelsea 27 10- 8- 9 37:39 38 Arsenal 26 9- 9- 841:32 36 Everton 27 9- 8-10 36:32 35 Crystal Palace 25 9- 8- 8 36:43 35 Tottenham 26 10- 4-12 35:34 34 Nottingham For. 26 10- 6-10 41:41 33 Norwich 26 8- 9- 9 32:35 33 QPR 27 7-12- 8 28:33 33 Covenlry 26 9- 4-13 28:29 31 Oldham 27 8- 7-1241:47 31 Shefiield Utd. 27 8- 6-13 39:46 30 Wimbledon 26 6-10-10 30:34 28 Notls County 26 7- 6-1328:37 27 West Ham 26 6- 9-1125:38 27 Southampton 26 5- 7-14 26:44 22 Luton 26 5- 7-14 20:47 22 2. deild Blackburn 27 15- 6- 6 43:25 51 Southend 29 14- 8- 7 43:32 50 Ipsvvich 29 14- 8- 7 43:33 50 Cambridge 27 12- 9- 6 39:28 45 Middlesbrough 27 13- 6- 8 34:27 45 leicester 28 13- 6- 9 37:33 45 Portsmouth 28 12- 7- 9 35:28 43 Charlton 28 12- 7- 9 36:34 43 Swindon 28 11- 9- 8 48:37 42 Wolves 28 12- 6-10 38:31 42 Derby 2712- 6- 936:29 42 Sunderland 29 11- 6-12 44:41 39 Millvvall 28 10- 6-12 44:48 36 Tranmere 26 7-14- 5 27:27 35 Bristol Rovers 30 8-10-12 35:44 34 Bristol City 29 8-10-10 32:42 34 W'atford 29 9- 6-14 32:36 33 Plymoulh 27 9- 6-12 30:39 33 Port Vale 30 7-12-1130:3933 Bamsley 30 9- 6-15 24:43 331 Grimsby 26 8- 6-12 30:39 30 Brighton 30 7- 8-15 38:48 29 Newcastle 30 6-11-13 44:59 29 Oxford 29 7- 4-18 42:50 25 Stuart Slater, útherji West Ham, í hvítum búningi, sést hér í baráttu við Earl Barrett hjá Oldham en West Ham sigraði í leiknum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.