Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 16
9mm Akureyri, þriðjudagur 4. febrúar 1992 Kodak ^ Express Gæöaframköllun ★ Tryggðu f ilmunni þinni besta ^PediGinyndir' Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. Útlit fyrir að loðna fari loks að berast til Siglufjarðar: Tertan verður tilbúin - segir forseti bæjarstjórnar „Tertan verður til. Uppskriftin er kiár og það er fljótgert að hræra í hana. Þetta verður stór og mikil rjómaterta sem duga mun skipshöfninni hálfa leið til baka,“ segir Kristján Möller, forseti bæjarstjórnar Siglu- ljarðar, sem heitið hefur rjómatertu fyrstu áhöfninni sem landar loðnu á Siglufirði á vertíðinni. Vegna mokveiði á miðunum er útlit fyrir að senn fari að berast Ioðna til Siglu- Bilunin í Súlunni EA: Vélin reynslu- keyrð í gær „Þetta er á réttri leið. Við von- umst til að þetta fari í gang í kvöld,“ sagði Bjarni Bjarna- son, skipstjóri á Súlunni EA- 300, þegar haft var samband við hann í gær en skipið var þá við bryggju á Norðfirði. Sprenging varð í aðalvél Súl- unnar á loðnumiðunum á föstudagsmorguninn og hefur viðgerð staðið óslitið alla helg- ina. Tveir blásarar við aðalvélina sprungu og skemmdist búnaður kringum þá talsvert. Vél frá Flugfélagi Norðurlands var flogið strax á föstudagskvöld til Noregs eftir nýjum blásara og lenti hún á Egilsstöðum á laugardagsmorg- un. Bjarni segir að vélin hafi verið yfirfarin og mæld og ekkert bendi til annars en hún sé í lagi, ef frá eru taldir blásararnir. Hann gerði ráð fyrir að prófun yrði á vélinni seint í gærkvöld og ef ekkert óvænt kæmi í ljós yrði haldið strax á loðnumiðin. „Mér hálfleiðist líka að liggja hérna þegar þeir eru að landa allt í kringum mig. Eftir að þetta verður komið í lag þá er ekki eft- ir neinu að bíða,“ sagði Bjarni Bjarnason. JÓH fjarðar. „Ég hef ekki verið svartsýnn á að ekki kæmi hingað loðna en það sem mér þykir öllu alvarlegra er að ég er viss um að það næst ekki allur afli sem heimilt er að veiða,“ sagði Kristján. Hann bætti við að það verði núna skýlaus krafa þeirra hags- munaaðila sem funduðu á Akur- eyri sl. haust að stjórnvöld gefi út byrjunarkvóta, ekki seinna en 1. september í ár þannig að hægt verði að hefja loðnuveiðarnar fyrr. „Mér finnst skilyrði fyrir því að gefa út 500 þúsund tonna byrj- unarkvóta. Núna hefði verið betra fyrir alla ef veiðst hefðu 200 þúsund tonn fyrir Norðurlandi fyrir áramót,“ sagði Kristján. JÓH Þór og KA háðu „snjóboItaIeik“ helgarinnar bls. 7,8 og 9. á KA-vellinum sl. laugardag. Þórsarar höfðu betur að þessu sinni. Allt um íþróttir Mynd: Golli „Getspakir golfarar“ á Akureyri unnu um 11,7 milljónir í getraunum: Búumst við mikilli aukningu um næstu helgi - segir Smári Garðarsson, einn af „yfirtippurunum“ Tíu raðir reyndust vera með Þessi upphæð deildist á fimm- þrettán rétta, þar af tvær hér á tíu aðila á Akureyri, sem landi, í íslensk-sænsku get- keyptu 13.800 getraunaraðir raununum um helgina. Önnur fyrir rúmlega 80 þúsund krónur. Þeir sem borguðu þúsund krónur í pottinn fengu 133 þús- und og þrjú þúsund krónur gáfu þrefalda þá upphæð. Tíu röðin var keypt á Akureyri og hin í Reykjavík. Þrettán leikir réttir gáfu hvorki meira né minna en 9,8 milljónir króna. einstaklingar borguðu þrjú þúsund í pottinn og fengu því um 400 þúsund krónur hver. Auk fyrsta vinnings voru þessir getspöku menn með 8 raðir með 12 réttum, 28 raðir með 11 rétt- um og 71 röð með 10 réttum. Samtals gaf getraunapotturinn íþróttaskemman á Akureyri: „íþróttahreyfingin getur ekki séð af Skemmnnni“ - segir Hreinn Óskarsson, forstöðumaður „Ég dreg stórlega í efa að Akureyrararbær nái fram sparnaði vegna íþróttamann- virkja með þeirri ráðstöfun að loka Iþróttaskemmunni,“ segir Hreinn Óskarsson, forstöðu- maður Iþróttaskemmunnar á Gleráreyrum, og er afar óhress með málflutning Sigurðar J. Sigurðssonar, forseta bæjar- Róbert Agnarsson ráðinn bæjarstjóri Mosfellsbæjar: ,Ánægður með að skila góðu búi“ - segir fráfarandi framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. Róbert B. Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit, hefur verið ráðinn bæjarstjóri Mosfells- bæjar. Hann var valinn úr hópi þrjátíu og tveggja umsækj- enda. „Það er stefnt að því að ég taki við starfinu um mánaðamótin mars-apríl, en það fer dálítið eft- ir því hvernig gengur að ráða eftirmann minn,“ sagði Róbert í samtali við Dag í gær. Staða framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar verður væntanlega auglýst laus til umsóknar innan tíðar. Róbert er 34 ára gamall, fædd- ur í „rúmi í Bústaðahverfi“ eins og hann komst að orði og hann hefur verið framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar frá því hann lauk háskólanámi 1982, eða í tæpan áratug. Hann segir að þetta séu ágæt tímamót til að skipta um starf. Róbert er stjórnarformað- ur Hlutabréfasjóðs Norðurlands og bjóst hann við að láta af því starfi einnig. „Ég held að það geti verið hollt fyrir mig og Kísiliðjuna að breyta til. Þetta hefur gengið ljómandi vel og ég er ánægður með að skila góðu búi. Ég held að Mosfellsbær hafi upp á ýmislegt að bjóða sem er mér að skapi og starfið er vafa- laust krefjandi og spennandi þannig að mér líst vel á þetta," sagði Róbert. SS stjórnar Akureyrar, er fram kom í Degi nýverið. Hreinn segist ekki geta skilið þá ráðstöfun að leggja skuli Iþróttaskemmuna af sem íþrótta- mannvirki þar sem engin gild rök liggja fyrir þar að lútandi. „Málflutningur Sigurðar hvað rekstrarkostnað hússins varðar er villandi. f ár er áætlaður rekstrar- kostnaður íþróttaskemmunnar krónur 4.673.000.00 og rekstrar- tekjur kr. 4.215.000.00. Þarna ber í milli kr. 458.000.00, sem er ekki mikið að mínu mati. Skemm- an er fullbókuð hvern virkan dag frá kl. 17.00 til 23.00 og allir tím- ar um helgar eru fullsetnir. Skólakennslan hefur dregist sam- an í húsinu þar sem börnum hef- ur fækkað í Oddeyrarskóla. Ég hef gælt við þá hugmynd að nýta þá tíma sem eru á lausu fyrir trimmara. Mikið er lagt upp úr fyrirbyggjandi aðgerðum og ný- verið var stofnað til íþróttasam- bands trimmara á 80 ára afmæli ÍSÍ. íþróttaskemman getur tekið við nýju hlutverki í framtíðinni og reksturinn færst á betri veg. íþróttahreyfingin getur ekki séð af íþróttaskemmunni. Það ætti öllum að vera Ijóst,“ sagði Hreinn Óskarsson. ój þeim um 11,7 milljónir í aðra hönd. Smári Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Akur- eyrar, er einn af höfuðpaurunum í getraunahópnum. Hann sagði að menn væru auðvitað ánægðir með stóra vinninginn. Smári sagði að í desember sl. hafi hópur manna byrjað að koma saman að Jaðri og leggja í sameiginlegan getraunapott. Menn hafi haft tvennt í huga; annars vegar að spila upp á vinn- ingsvonina og hins vegar að styrkja Golfklúbb Akureyrar, enda renni ákveðin prósenta af hverri seldri röð til klúbbsins ef getraunanúmer hans er skráð á hvern miða. Að sögn Smára kom stóri vinn- ingurinn á kerfisseðil, sem kost- aði 27 þúsund krónur. „Við erum með allskyns kerfi og þetta var eitt varnarkerfið. Á þessum seðli settum við öll bestu liðin út í kuldann,“ sagði Smári. Hann sagði að fjölmargir hafi haft samband við golfskálann að Jaðri síðan vinningurinn spurðist út og sýnt áhuga á að vera með í pottinum um næstu helgi. „Við búumst við mikilli aukningu. Hugmynd okkar er að búa til fleiri getraunahópa og láta mönn- um í té aðstöðu til að tippa auk allra upplýsinga,“ sagði Smári. „Klúbburinn fékk 70-80 þús- und í tekjur í desember af sölu getraunamiða og við stefnum að því að margfalda þá upphæð. Um næstu helgi höfum við tekið stefnuna á 30 þúsund raðir,“ sagði Smári. óþh Skagafjörður: Ekið á hross Ekið var á hross á veginum yfir Vatnsskarð að kvöldi föstudags. Aflífa þurfti hrossið og er jeppa- bifreiðin sem á því lenti mikið skemmd. Ekki urðu slys á fólki við áreksturinn. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.