Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 1
75. árgangur Akureyri, þriðjudagur 4. febrúar 1992 23. tölublað Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Norðlendingar fá loks loðnu: Þrær á Austfjörðum að fyllast Loðnuveiðin virðist loks vera að taka við sér. Góð veiði var fyrir helgina og fylltu skipin sig á stuttum tíma og sama var að segja í fyrrinótt, þegar stærstur hluti flotans var á miðunum. Nú er komin bið eftir löndun á Austfjörðum þar sem verk- smiðjur hafa ekki undan og standa vonir til að nú fari loks að berast loðna til Siglufjarðar en þar hefur ekkert verið unn- ið af loðnu síðan í fyrravetur. Um miðjan dag í gær voru öll loðnuskipin á leið til lands með fullfermi. Nokkur skip fóru á Austfjarðahafnir, fimm skip fóru til Þórshafnar og Raufarhafnar en önnur á Suður- og Vesturlands- hafnir. Jóhann Pétur Andersen, fram- kvæmdastjóri Krossanesverk- smiðjunnar, sagðist reikna með að stutt verði þar til loðna berist verksmiðjunni. „Mér sýnist að þrær séu að fyllast á Austfjörðun- um og flotinn er með tvöfalda afkastagetu á við verksmiðjurnar í landinu þannig að ef svona veið- ist þá er nóg að gera fyrir allar verksmiðjur. Til samans bræða verksmiðjurnar 9-10.000 tonn á sólarhring en í flotanum eru 40 skip sem geta verið með burðar- getu upp á 8-900 tonn. Þó skipin fengju ekki fullfermi nema annan hvern sólarhring þá eru þau samt helmingi afkastameiri en verk- smiðjurnar," sagði Jóhann Pétur. Þórhallur Jónasson, rekstrar- stjóri Síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði, reiknar með að nú styttist bið Siglfirðinga eftir loðnu. Haldi veiðar áfram af sama krafti og síðustu daga verði þess vart langt að bíða að verk- smiðjan fari í gang. „Verksmiðj- urnar á Austfjörðum hafa verið að vísa frá sér bátum þannig að þetta getur allt snúist til betri vegar. Við erum í það minnsta klárir og vorum það fyrir hálfu ári en nú horfir þannig að fram- boðið sé það mikið að við verð- um inni í þessum loðnuslag," sagði Pórhallur. Að sögn Sveins Jónssonar hjá Félagi íslenskra fiskmjölsfram- leiðenda voru í gærmorgun kom- in 79 þúsund tonn af loðnu á land frá því um áramót en við þessa tölu má leggja afla skipanna í fyrrinótt. Veiðin á vetrarvertíð fer því að nálgast 100 þúsund tonn. JÓH Séð yfir verksmiðjuhús Hraðfrystistöðvar Þórshafnar, Frystihúsið, loðnubræðslan og útgerð Stakfells ÞH eru undir sama þaki og eru um 90 manns í vinnu hjá fyrirtækinu. Mynd: Golli , Hraðfrystistöð Þórshafnar: Útgerð og vinnsla á sömu hendi - um 90 manns í vinnu eftir samruna við ÚNÞ Um síðustu áramót runnu Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. og Utgerðarfélag Norður- Þingeyinga saman í eitt fyrir- tæki og eru starfsmenn Hrað- frystistöðvarinnar nú um 90 talsins þegar áhöfnin á Stak- fellinu er talin með. Meirihluti íbúa Þórshafnar byggir afkomu sína á þessu stórfyrir- Meðalhiti í janúar á Akureyri 2,9 stig: „Ekki sést hærri hitatala í janúar“ Janúar var um margt sérkenni- legur á Akureyri þegar litið er til veðurfars. Til staðfestingar hafði Dagur samband við Veðurstofu íslands og fyrir svörum varð Adda Bára Sig- fúsdóttir, veðurfræðingur. „Akureyri er feikilega skemmtileg þegar litið er til veðurfars í janúar. Meðalhitinn er 2,9 stig, sem er 5,1 stigi yfir meðallagi janúarmánaðar. Veðurstofa íslands á hitamæling- ar fyrir Akureyri allt frá 1882. Janúarmánuður 1947 slær nýlið- inn mánuð út, en þá var meðal- hitinn 3,2 stig. Til eru hámarks- mælingar hvers dags frá 1928. Við höfum aldrei séð jafnháa tölu og þann 14. janúar sl., en þá mældist hæsta hitastig 17,5 stig. Þrátt fyrir háan meðalhita í janúar var kalt fyrstu 11 dagana. Þannig fór hitinn niður í mínus 13,4 í lágmarkinu þann 4. janúar og það var heilmikill snjór. Á lögreglustöðinni, þar sem mæl- ingar fara fram, mældist snjó- þykktin 50 sentimetrar. Úrkoma liðins mánaðar var 42 millimetr- ar, sem er 3/4 af meðalúrkomu, og sólskinsstundir voru 2,5,“ sagði Adda Bára Sigfúsdóttir. ój Dalvík: Innbrot og árekstur Lögreglan á Dalvík fékk til- kynningu um árekstur á Arskógsströnd um kl. 16. síð- astliðinn föstudag. Bifreið hafði lent aftan á annarri á mótum Hauganesvegar og Olafsfjarðarvegar. Bílarnir skemmdust nokkuð en ekki urðu slys á fólki. Að sögn lögregluþjóns á Dal- vík var fljúgandi hálka á vegum og aftanákeyrslan rakin til hennar. í gærmorgun var lögreglunni tilkynnt um innbrot í yfirgefið hús á Dalvík, en nokkuð hefur borið á innbrotum að undan- förnu þar sem litlu hefur verið stolið en meira skemmt. SS tæki staðarins. Hraðfrystistöðin tekur á móti bolfiski og síld til frystingar, þar er saltfiskverkun og vinnsla á loðnuhrognum svo og loðnu- bræðsla. Að sögn Hilmars Þórs Hilmarssonar, verksmiðjustjóra hjá Hraðfrystistöðinni, hefur afli verið tregur síðustu vikurnar. í lok janúar var loðnuverk- smiðja Hraðfrystistöðvarinnar búin að fá um 11 þúsund tonn af loðnu og 3 þúsund tonn af síld, sem er öllu minna en á sama tíma í fyrra. „Þetta er lélegra en á sama tíma í fyrra, sérstaklega var haustið slappt. Við megum samt vera þokkalega ánægðir miðað við það sem gengur og gerist því við höfum fengið um 10% af loðnuaflanum í heild,“ sagði Hilmar Þór. Á síðasta ári var byrjað að taka Ioðnuhrogn hjá verksmiðj- unni og er nú verið að gera vél- arnar klárar fyrir hrognin. Hilm- ar Þór sagði að hrognin væru seld til Japans, en þar væru menn vit- lausir í þau. SS Almennur hreppsfundur í Skarðshreppi: Samþykkt að skoða sameiningarmál Ibúar Skaröshrepps héldu almennan hreppsfund sl. föstu- dagskvöld þar sem m.a. var rætt um tilboð Sauðárkróks- bæjar um sölu á heitu vatni til hreppsbúa. Einnig voru sameiningarmál rædd og samþykkt að kanna grundvöll fyrir sameiningu Skarðshrepps og Sauðárkrókskaupstaðar. • • Akureyri: Okumönnum varð hált á svellinu Mjög harður árekstur varð á Akureyri laust eftir hádegi í gær. Tvær bifreiðar skullu saman á mótum Hlíðarbrautar og Austursíðu og skemmdust þær báðar mjög mikið og varð að kalla til kranabifreið til að fjarlægja bflana. Enginn meiddist í þessum harða árekstri. Síðastliðinn sunnudag valt bifreið á Hjalteyrargötu. Öku- maðurinn missti stjórn á bíl sín- um vegna hálku en honum varð ekki meint af veltunni. Einn minniháttar árekstur varð á Akureyri á laugardaginn og annar á sunnudagskvöld. Að sögn lögregluvarðstjóra var helgin tiltölulega róleg. Þrír gistu fangageymslur vegna ölvunar og einn ökumaður var tekinn grun- aður um meinta ölvun við akstur. SS Að sögn Úlfars Sveinssonar, oddvita Skarðshrepps, fór fund- urinn vel fram. Á honum voru kynntar ýmsar hliðar á vatnsmál- inu, en eins og Dagur greindi frá á sínum tíma bauð veitustjórn Sauðárkróks Skarðshreppingum og Staðarhreppingum, heitt vatn á 33% af gjaldskrárverði til bæjarbúa. Var það tilboð miðað við að viðkomandi hreppar sæju sjálfir um að leiða vatnið frá bæjarmörkum. Úlfar segir engar ákvarðanir hafa verið teknar varðandi vatns- málin, en m.a. hafi á fundinum komið fram að miðað við útreikninga myndi hitunarkostn- aður á bæjum hækka töluvert mikið ef ráðist yrði í að leggja hituveitu um hreppinn. Aftur á móti samþykkti fund- urinn að hreppsnefnd skyldi sem fyrst kjósa menn í nefnd sem myndi kanna grundvöll fyrir sam- einingu Skarðshrepps og Sauðár- krókskaupstaðar. SBG Húsavík: Gömul kona fyrir bíl Gömul kona varð fyrir bifreið laust fyrir hádegi í gærmorgun. Konan var flutt á sjúkrahús, en meiðsl hennar ekki talin alvar- leg, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Konan, sem mun vera um áttrætt, var á gangi á Stangar- bakka, á móts við Olís, er hún varð fyrir bifreið sem ekið var í norðurátt. Mikil hálka var á göt- unni er slysið átti sér stað. IM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.