Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. febrúar 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR „Hraöbraut dauAans“ - þótt eyðileggingin í írak væri mikil vaknaði íraski herinn aftur til lífsins og Saddam Hussein situr sem fastast í Bagdad - bandarískum frammámönnum til lítillar gleði. Ár frá Persaílóastríðinu: „Stór aðgerð sem aldrei var lokið“ Endalok Persaflóastríðsins 16. febrúar 1991 ættu eflaust að vera flestum enn í fersku minni þótt þau yrðu ekki með eins drama- tískum hætti í beinni útsendingu á sjónvarpsskjám Vesturlandabúa eins og upphaf þess sex vikum fyrr. Þótt stríðslokin ættu síst að vera minni viðburður og meira fagnaðarefni heldur en stríðsyfir- lýsingar og hernaðaraðgerðir hurfu endalok Eyðimerkurstorms- ins fremur í gleymsku en upphaf aðgerðanna gegn Saddam Huss- ein. Vesturlönd voru undir for- ystu George Bush, forseta Bandaríkjanna, búin að draga saman 443,000 manna fjölþjóða- her, sem búinn var öflugustu og tæknilegustu vopnum sem til eru í veröldinni. Tæknin brást heldur ekki - sprengjurnar rötuðu „rétta“ leið, jafnvel ofan í lyftu- op og stigahús fyrirfram ákveð- inna bygginga í írak með tilheyr- andi drápum og eyðileggingu sem Vesturlandabúar hafa ekki enn fengið fullkomna vitneskju um. Samt vöktu endalok stríðsins ekki verðskuldaða athygli á Vest- urlöndum. Af hverju ekki mætti spyrja. Styrjöldin lenti í einskon- ar sjálfheldu þar sem báðir stríðs- aðilar töldu geta lýst sig sigur- vegara þrátt fyrir gífurlegt mannfall og eyðileggingu innan landamæra Íraks. Spurningin sem George Bush stóð frammi fyrir morguninn sem hann ákvað að hætta hernaðaraðgerðunum gegn írak var einfaldlega sú hve- nær og á hvaða stigi hann ætti að stöðva stríðið. Við hvaða stöðu íraka að stríðinu loknu hann gæti sætt sig við. Eftir sex vikna sprengjuregn á írak - hið mesta í sögu veraldarinnar virtist íraski herinn orðinn að stórum heila- lausum klunna, sem hvorki virtist sjá eða hafa hugmynd til að taka á móti fjölþjóðahernúm er hann gekk á land í kjölfar loftárás- anna. Pað var George Bush ásamt Quayle, varaforseta, Cheney landvarnarráðherra, Baker utanríkisráðherra, Sununu fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, Bernt Scowcroft, Robert Gates og Colin Powell, yfirherráðsforingja, sem komu saman á forsetaskrifstofunni þcnnan morgun sigurvissu og léttis og tóku ákvörðum um að stöðva framhald aðgerða. Fram- rás fjölþjóðahersins í gegnum Kúweit og inn í írak á 24 klukku- stundum var með þeim hætti að afl íraska hersins virtist gjörsam- lega brotið á bak aftur. Stríðið var unnið. í dag eru margir frammámenn í bandaríkska hernum á annarri skoðun. Og ástæðan er augljós. „Heilalausi klunninn“ lifði eyði- legginguna af og Saddam Hussein er staðráðinn í að halda öllum yfirráðum í írak. Eyðimerkur- stormurinn er því í raun stór aðgerð sem aldrei var lokið eða eins og amerískur liðsforingi orð- aði það - við verðum að ljúka þessu verki innan nokkurra ára. Þorrablót burtfluttra Svarfdælinga verður haldið laugardaginn 15. febrúar á Grund. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í símum 61499 (Anna Sigga), 61632 (Sumarrós), 61184 (Árni) fyrir 8. febrúar. Nefndin. Aðstandenda- námskeið! Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur alkohól- ista hefst fimmtudaginn 6. febrúar nk. Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofunni, Gler- árgötu 28 og í síma 27611. S.Á.Á.-N. Þorrablót Öxndælinga Öxndælingar, búsettir, burtfluttir, innfædd- ir og aðfluttir. Árlegt þorrablót okkar verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn 15. febrúar nk. og hefst kl. 21. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynnist í símum 26839 (Erla), 26829 (Ásrún), 26838 (Þórunn) fyrir 12. febrúar. Hittumst hress og kát. Nefndin. AKUREYRARB/ÍR Húsfriðunarsjóður Akureyrar Umsóknir um lán eða styrki úr Húsfriðunar- sjóði Akureyrar á þessu ári þurfa að berast fyrir 1. mars n.k. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu byggingarfulltrúa, Geislagötu 9 og á skrifstofu menningarmála, Strandgötu 19b. Á þeim stöðum eru einnig veittar nánari upplýsingar um húsfrið- unarsjóðinn. Menningarfulltrúi. tmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmam^m^mmmmmmmmmmm Kjördæmisráð Sjálfstæðisfélaganna í Norðurlandskjördæmi eystra boðar til almennra stjórnmálafunda: Húsavík miðvikudag 5. febrúar í Hótel Húsavík kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra og Tómas I. Olrich alþm. Þórshöfn fimmtudag 6. febrúar í Þórsveri kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra, Tómas I. Olrich alþm. og Svanhildur Árnadóttir, varaþingm. Raufarhöfn föstudag 7. febrúar í Hnitbjörgum kl. 20.30. Ræðumenn: Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, Tómas I. Olrich, alþm. og Svanhildur Árnadóttir, varaþingm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.