Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Bidasoa enn með leiðindi: Þorbergur vill Alfreð ef Júlíus fær ekki frí Þorbergur Aðalsteinsson, Iandsliðsþjálfari í handknatt- leik, segist verða að fara fram á að Alfreð Gíslason gefi kost á sér í landsliðið fyrir B-keppn- ina í Austurríki ef Júlíus Jón- asson fær ekki frí frá Bidasoa. Spænska félagið hefur lýst því yfir að Júlíus geti farið til Austurríkis eftir að bikar- keppninni á Spáni lýkur, 22. mars, en Þorbergur segir það alls ekki fullnægjandi því þá verði riðlakeppninni í B- keppninni Iokið. Þorbergur fylgdist með leik Vals og KA á laugardaginn og sagði þá að nauðsynlegt væri fyrir liðið að hafa Alfreð með ef Júlíus kæmist ekki en enn væru vonir bundnar við að Bidasoa gæfi eftir. Spánverjarnir lýstu því yfir á sunnudag að Júlíus gæti farið eftir að bikarkeppninni á Spáni lyki en hún hefst 19. mars, sama dag og B-keppnin, og lýkur 22. mars, sama dag og fsland spilar síðasta leikinn í riðlinum í Aust- urrfki. Þorbergur sagði í gær að þetta væri alls ekki ásættanlegt en vildi ekki segja meira um málið fyrr en hann væri búinn að fá upplýsingar frá Alþjóða hand- knattleikssambandinu sem hann beið eftir. Eins og kunnugt er hefur Alfreð ekki gefið kost á sér og hann sagði í samtali við Dag aö það hefði ekkert breyst enda væri líklegast að Bidasoa myndi gefa eftir þar sem félagið mætti að öðrum kosti búast við sektum. „En ef það gengur ekki gæti orð- ið erfitt að segja nei,“ sagði Alfreð. Þorbergur var einnig spurður hvort KA-maðurinn Sigurpáll Árni Aðalsteinsson væri ekki inni í myndinni en hann hefur átt hvern stórleikinn á fætur öðrum upp á síðkastið. „Sigurpáll er inni í myndinni hjá landsliðinu en verður að öllum líkindum ekki valinn í hópinn fyrir B-keppnina. Hann hefur tekið miklum fram- förum en vantar ennþá líkamleg- an styrk,“ sagði Þorbergur. -bjb/JHB Ekki harma allir tíðarfarið: Fótboltinn rúllar á Akureyri Knattspyrnumenn hafa glaðst yfir tíðarfarinu að undanförnu og á laugardaginn voru leiknir tveir æfingarleikir á KA-velIin- um á Akureyri, þrátt fyrir að þá hafi verið kominn snjóföl. Þór sigraði KA 5:1 og Magni sigraði SM 5:2. KA-menn náðu forystunni gegn Þór þegar Bjarni Jónsson skoraði úr vítaspyrnu. En Þórsar- ar höfðu öll tök á leiknum eftir það og Bjarni Sveinbjörnsson skoraði þrívegis og Halldór Áskelsson tvívegis. Töluverðan mannskap vantaði í bæði lið en þess má geta að Sveinbjörn Há- konarson lék með Þórsurum og kom vel út. „Ég er ánægður með að hafa getað spilað þennan leik þótt það hafi verið kominn pínulítill snjór. Tíðarfarið hefur verið mjög hag- stætt að undanförnu og ég vona að það verði eitthvað svipað áfram,“ sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs. Hann sagðist stefna að því að láta lið sitt spila um hverja helgi á næstunni, m.a. verður farið til Reykjavíkur og spilað við Breiðablik 22. febrúar og Víði daginn eftir. Magni undirbýr sig fyrir úr- slitaleikinn um 3. deildarsætið við Hött og sigraði SM 5:2 fyrr um daginn. Sverrir Heimisson skoraði tvö mörk fyrir Magna og Kristján Kristjánsson, Þorsteinn Friðriksson og Hreinn Hringsson eitt hver. Hreinn hafði reyndar skorað eitt sem lánsmaður hjá SM í fyrri hálfleik en Jóhann Ein- arsson skoraði hitt. í kvöld: ÍR-Þór í kvöld kl. 20 mætast ÍR og Þór í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik í Seljaskóla. Óhætt er að segja að þetta sé annar af tveimur úrslitaleikj- um deildarinnar enda liðin í sérflokki og hefur hvorugt þeirra tapað stigi hingað til. Handknattleikur: Mundi í firí Guðmundur Guðmundsson, línumaður í handboltaliði KA, segist ekki reikna með að leika meira með iiðinu í vetur vegna anna í vinnu. „Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og ég hef ekki getað æft á fullu síðan um ára- mót. Ég var ekki með um helgina og reikna ekki með að spila meira í vetur enda hefur liðið tvo aðra línumenn. Ég ætla þó að æfa og halda mér í formi ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Guðmundur í sam- tali við Dag. Akureyri: Skíðamenn á fiillu Skíðamenn hafa ekki látið deigan síga þrátt fyrir „óhag- stætt“ tíðarfar að undanförnu. A Akureyri hefur verið æft vítt og breitt um bæinn undir stjórn pólska þjálfarans Kam- inskis og Akureyringanna Kristins Svanbergssonar og Ingólfs Gíslasonar. Einnig hafa verið haldnar 20 æfingar í fjallinu, á skíðuin þótt ótrúlegt megi virðast, og nýlega var þar haldið æfíngamót. Skíðamenn hafa fundið snjó uppi í Strýtu og hafa þar haldið 20 æfingar síðan í desember. Nýlega var haldið æfingamót þar sem keppt var í þremur flokkum og urðu úrslit þessi: 13-14 ára: 1. Brynja Þorsteinsdóttir 1.03,54 2. Hrefna Óladóttir 1.04,35 3. Alla Reynisdóttir 1.06,19 1. Jóhann Arnarson 1.03,73 2. Fjalar Úlfarsson 1.04,47 3. Magnús Árnason 1.05,58 15-16 ára: 1. Fjóla Bjarnadóttir 1.02,54 María Magnúsdóttir. 1. Alexander Kárason 1.01,88 2. Gauti Reynisson 1.02,02 3. Magnús Lárusson 1.02,84 17 ára og eldri: 1. María Magnúsdóttir 1.00,63 2. Linda Pálsdóttir 1.03,78 1. Birgir Ólafsson 1.00,74 Þorbergur fylgdist með stórleik Alfreðs á laugardag og á í viðræðum við hann um að leika í B-keppninni. Mynd: Goiii Knattspyrna: Sigurður fer með tvo til Belgíu Sigurður Lárusson, þjálfari knattspyrnuliðs Þórs, fer til Belgíu á næstunni og fylgist með þjálfun hjá Lokeren í eina viku. Með honum fara tveir leikmenn liðsins sem munu æfa með Lokeren til loka mán- aðarins og spila að öllum lík- indum 2-3 leiki með varaliði félagsins. Leikmennirnir tveir eru Lárus Orri Sigurðsson og Þórir Áskels- son. Þremenningarnir fara út 12. febrúar, Sigurður kemur heim viku seinna en Lárus Orri og Þór- ir ekki fyrr en 29. febrúar. „Mér nægir að vera í viku en þeir verða lengur. Ég mun fylgjast með æfingum hjá Lokeren og e.t.v. einhverjum fleirum og kynna Sigurður Lárusson. mér það nýjasta sem er að gerast í þjálfun,“ sagði Sigurður Lárus- son. Markahæstu menn: Sigurpáll í þriðja sæti Sigurpáll Árni Aðalsteinsson, hornamaður úr KA, er kominn í þriðja sæti á lista yfír marka- hæstu menn 1. deildarinnar í handknattleik. Hann hefur skorað 107 mörk, jafnmörg og Michael Tonar úr HK, en fleiri mörk Sigurpáls hafa verið skoruð úr vítaköstum. Listi yfir 10 markahæstu menn lítur svona út: Hans Guðmundsson, FH 124/40 Michael Tonar, HK 107/25 Sigurpáll Á. Aðalsteinsson, KA 107/35 Sigurður Sveinsson, Self. 102/43 Guðmundur Albertsson, Gróttu 100/54 Gunnar Andrésson, Fram 98/29 Magnús Sigurðsson, Stjörnunni 98/46 Petr Baumruk, Haukum 96/29 Soltan Belany, ÍBV 94/30 Kristján Arason, FH 88/13

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.