Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Fréttir Sameining hreppanna framan Akureyrar: Það hefur gengið betur en ég bjóst við - segir Birgir Þórðarson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar Birgir Þórðarson, oddviti sveitarstjórnar Eyjafjarðar- sveitar, segist telja að í Ijósi síðasta árs, hafi það verið hár- rétt ákvörðun að sameina Öngulsstaðahrepp, Saurbæjar- hrepp og Hrafnagilshrepp í eitt sveitarfélag, um áramótin 1990-1991. Ibúar sveitarfélags- ins séu almennt ánægðir með hvernig til hafi tekist. „Það er ekki búið að gera upp ársreikninga fyrir síðasta ár og því sjáum við ekki fjárhagsútkom- una, en ég held að megi segja að sameiningin hafi gengið betur en ég bjóst við. Umsvif sveitarfélags- ins eru mikil og það er meiri vinna í kringum þetta en ég gerði fyrir- fram ráð fyrir,“ sagði Birgir. „Ég sé ekki að hafi komið fram neinir vankantar eða ókostir við sameininguna og mér finnst að íbúarnir séu yfirleitt mjög ánægð- ir með þetta, að minnsta kosti heyrir maður ekki óánægjuradd- ir. Hafi einhverntímann verið hrepparígur hér, þá held ég að hann sé á hröðu undanhaldi," bætti hann við. Birgir sagði að hann hafi gert sér von um að sú mikla umræða. sem var á sl. sumri um samein- ingu sveitarfélaga í tengslum við skýrslu félagsmálaráðuneytisins um skiptingu landsins í sveitar- félög, héldi áfram. „Það hefur því miður ekki gengið eftir. Ef til vill hefur umræða um stór sveit- arfélög dregið úr mönnum kjark- inn í bili,“ sagði Birgir. óþh Bókun bæjarráðs Akureyrar um mál Roars Kvam: „Ljóst að viðkomandi starfs- maður hafi brotið af sér í starfi“ Eins og fram kom í Degi sl. laugardag samþykkti bæjarráð Akureyrar á fundi sínum sl. fimmtudag að veita Roari Kvam lausn frá starfí skóla- stjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Þessi samþykkt kemur til afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í dag. I bókun bæjarráðs 30. janúar sl. segir orðrétt: „Borist hefur bréf frá bæjarfógetanum á Akur- eyri dags. 28. janúar 1992 ásamt bréfi dags. 22. janúar 1992 frá ríkissaksóknara um ætluð skírlíf- isbrot Roars Kvam, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri. Með vísan til upplýsinga, sem fram koma í bréfunum, er ljóst að viðkomandi starfsmaður hafi brotið af sér í starfi. Meirihluti bæjarráðs leggur til við bæjar- stjórn að bókun stjórnar Tónlist- arskólans frá 16. desember sl., 4. liður, verði samþykkt og Roari Kvam veitt að fullu lausn úr starfi þegar í stað. Bæjarráðsmaður Björn Jósef Arnviðarson greiddi atkvæði gegn tillögunni." óþh LANGAR ÞIG I TILBREYTINGU, hafa góða afkomu og starfa sjálfstætt við eigið fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu? Af sérstökum ástæöum er til sölu mjög fallegt og þrifalegt fyrirtæki í fullum rekstri. Umtaisveröir tekjumöguleikar. Lítill tilkostnaður í rekstri. Fyrirtækiö hefur um 230 fm húsnæöi á besta stað til umráða. Ekki þarf nema eina manneskju á vakt hverju sinni og hentar jafnt körlum og konum. Tilvaliö fyrir einn, tvo aöila t.d. hjón eöa heila fjöl- skyldu. Fyrirtækið er eitt hiö glæsilegasta sinnar tegundar. Möguleiki að taka góða fasteign upp í kaupin. Hafir þú áhuga á frekari upplýsingum skrifaöu þá nafn, heimilisfang og síma og upplýsingar sem skipta máli og póstlegðu. Utanáskriftin er: Pósthólf 9013, 109 Reykjavík. Öllum fyrirspurnum verður svarað. Mótmælir fyrirhuguðum niður- skurði 1 grunnskólanum - að skerða grunnskólann er skammsýni sem samfélagið á eftir að gjalda fyrir Félag íslenskra sérkennara mótmælir harðlega fyrirhuguð- um niðurskurði í grunnskólan- um. Félagið bendir á að aðstæður barna á íslandi eru á margan hátt mjög slæmar, sem birtist m.a. í auknum fjölda barna sem glíma við félags- og tilfinningalega erfiðleika, eins og segir í ályktun félagsins. Grunnskólinn er mikilvægur þáttur í uppeldi og menntun barnanna og getur, ef vel er að honum búið, bætt börnunum upp slæm uppeldisskilyrði á öðrum vettvangi. Að skerða starfsemi hans enn frekar en orðið er, er skammsýni sem samfélagið á eftir að gjalda fyrir. Félagið skorar því á mennta- málaráðherra að standa vörð um íslenskt skólakerfi og afstýra frekari niðurskurði á því. - Og hefja þess í stað markvissa sókn til eflingar grunnskólanum af metnaði og framsýni, eins og seg- ir ennfremur í ályktuninni. -KK Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Norðurlandi eystra: Stjóramálaftmdir á Húsavík, Þórshöfh og Raufarhöfii - Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra á meðal ræðumanna Kjördæmisráð Sjálfstæðisfé- laganna í Norðurlandskjör- dæmi eystra boðar til ahnennra stjórnmálafunda í kjördæminu næstu daga. Fyrsti fundurinn verður á Húsavfk á morgun, miðvikudag- inn 5. febrúar á Hótel Húsavík og hefst kl. 20.30. Ræðumenn verða Halldór Blöndal, landbún- aðar- og samgönguráðherra og Tómas Ingi Olrich, alþingismað- ur. Fimmtudaginn 6. febrúar verð- ur haldinn fundur í Þórsveri á Þórshöfn og hefst hann kl. 20.30. Ræðumenn verða Halldór Blöndal, Tómas Ingi Olrich og Svanhildur Árnadóttir, varaþing- maður. Þriðji fundurinn verður síðan haldinn í Hnitbjörgum á Raufar- höfn föstudaginn 7. febrúar og hefst kl. 20.30. Þar verða sömu ræðumenn og á Þórshöfn, þ.e. Halldór, Tómas og Svanhildur. -KK a Kynningarfundir heilbrigðis- og tryggingainálaráöherra, Sighvats Björgvinssonar á Norðurlandi. Siglufjörður - miövikudaginn 5. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 71700. Fundur í Borgarkaffi kl. 20.30. Sauðárkrókur - fimmudaginn 6. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 35133. Opinn fundur í Safnahúsinu kl. 20.30. Akureyri - miðvikudaginn 12. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 21000. Opinn fundur í Alþýðuhúsinu kl. 20.30. Húsavík - Fimmtudaginn 13. febrúar. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 9-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 41222. Fundur á Hótel Húsavík kl. 20.30. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.