Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 4. febrúar 1992 Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Aðalstræti 14, neðri hæð að norðan, Akureyri, þingl. eigandi Áslaug Magnúsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: íslandsbanki. Arnarsíða 10 c, Akureyri, þingl. eig- andi Óskar Jóhannsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Logi Egilsson hdl. og Húsnæðis- stofnun ríkisins. Hafnarbraut 23, Dalvík, þingl. eig- andi Haraldur Teitsson og Heiða Magnúsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ævar Guðmundsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. Hafnarstræti 86 a, miðhæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Sigtryggur Sig- tryggsson o.fl., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Helgi Sigurðsson hdl., Eggert B. Ólafsson hdl. og Bæjarsjóður Akur- eyrar. Hjallalundi 20, íb. 02-01, Akureyri, þingl. eigandi Ólafur Einarsson og Margrét Baldursdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Hjallalundi 20, íb. 04-01, þingl. eig- andi Margrét Þorvaldsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Hjallalundi 5 a, Akureyri, þingl. eig- andi Nanna Marinósdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Sig- ríður Thorlacius hdl. Hjallalundi 5 d, Akureyri, þingl. eig- andi Guðbjörg Herbertsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun rfkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Hólabraut 19, Hrísey, þingl. eigandi Birgitta Antonsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtustofnun sveitarfélaga og Gunnar Sólnes hrl. Hríseyjargötu 5, Akureyri, þingl. eigandi Sævar Pálsson og Garðar Pálsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Keilusíðu 7 h, Akureyri, þingl. eig- andi Marta E. Jóhannsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Keilusíðu 9 d, Akureyri, þingl. eig- andi Sólveig Rögnvaldsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og Bæjarsjóður Akureyrar. Litla-Garði, Eyjafjarðarsveit, þingl. eigandi Heiðbjört Kristinsdóttir, tal- inn eigandi Ármann Ólafsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Stofnlánadeild landbúnaðarins. Miðbraut 13, Hrísey, þingl. eigandi Hríseyjarhreppur, talinn eigandi Ólafur S. Guðjónsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Miðhúsavegi 4, Akureyri, þingl. eig- andi Ýtan hf., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Múlasíðu 3 b, Akureyri, þingl. eig- andi Sigursteinn Magnússon og Elísabet W. Birgisdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Óseyri 1 a, norðurhluti, Akureyri, þingl. eigandi Þb. Trésmíðavinnust. Þór, talinn, eigandi Bifreiðastöðin Stefnir hf., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Skiðabraut 11, Dalvík, þingl. eig- andi Svavar Marinósson og Hall- fríður Hauksdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Axelsson hrl., Húsnæðis- stofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl., Jón Ingólfsson hdl., Benedikt Ólafs- son hdl. og Hróbjartur Jónatansson hrl. Smárahlíð 7 L, Akureyri, þingl. eig- andi Halldór Kristinsson og Anna Hjaltadóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Bæjarsjóður Akureyrar. Stapasíðu 14, Akureyri, þingl. eig- andi Skúli Torfason o.fl., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Sigríð- ur Thorlacius hdl. Steindyrum, Svarfaðardal, þingl. eigandi Ármann Sveinsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Sigurður G. Guðjóns- son hdl. Strandgötu 6, íbúðarhús, Akureyri, þingl. eigandi Sportbúðin hf., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru. Ingólfur Friðjónsson hdl., Benedikt Ólafsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Gunnar Sólnes hrl. og Bæjar- sjóður Akureyrar. Sunnuhlíð 23 f, Akureyri, þingl. eig- andi Fanney Rafnsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Sunnuhlíð 23 g, Akureyri, þingl. eig- andi Dagmar Jóhannsdóttir, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Arnarsíðu 4c, Akureyri, þingl. eig- andi Trausti Haraldsson, föstud. 7. febrúar 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður, Byggðastofnun og Þórður Gunnarsson hrl. Hrafnabjörgum 1, Akureyri, þingl. eigandi Sigurgeir Bragason o.fl., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Kristinn Hallgrímsson hdl., Gunnar Sólnes hrl., Húsnæðisstofnun ríkis- ins og Bæjarsjóður Akureyrar. Óseyri 8, Akureyri, þingl. eigandi Fjölnismenn hf., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Ingólfur Friðjóns- son hdl. Sandskeiði 26, Dalvík, þingl. eig- andi Þrb. Pólstjörnunnar hf., föstud. 7. febrúar 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðandi er: Byggðastofnun. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. „Hafi það verið ætlun ríkisstjórnarinnar að selja fyrirtækið, verður að segjast að þær aðferðir sem notaðar hafa verið, eru ærið nýstárlegar,“ segir m.a. í grein undirbúningsnefndarinnar sem hér birtist. Ríkisskip og einkavæðingin Þegar núverandi ríkisstjórn tók við völdum lýsti hún því yfir að stefnt yrði að einkavæðingu ýmissa ríkisfyrirtækja og síðla sumars kom fram í blaðaviðtöl- um að til stæði að selja Ríkisskip, jafnvel leggja fyrirtækið niður. Hafi það verið ætlun ríkis- stjórnarinnar að selja fyrirtækið, verður að segjast að þær aðferðir sem notaðar hafa verið, eru ærið nýstárlegar. Mjög skilvíslega hef- ur að hálfu ráðherra verið tíund- að hve reksturinn gangi illa, hve mikið þurfi að borga með honum og hve þungur baggi hann sé eig- endunum. Lögð hefur verið áhersla á að siglingar til Færeyja séu baggi á rekstri félagsins, en stjórnendur þess hafa sýnt fram á að einmitt þessar siglingar hafa skilað félaginu töluverðri framlegð. Þannig hafa eigendur félagsins dregið fram allt það sem neikvætt getur talist í rekstri þess, en hinu hefur ekki verið haldið á lofti hvaða hlutverki félagið hefur gegnt í strandsiglingum hér við land, og hvað þjóðin hefur í raun fengið til baka í formi þjónustu, öryggis og á annan hátt fyrir þá fjármuni sem gengið hafa til reksturs Ríkisskipa. Samgönguráðherra ákvað í september að félagið hætti sigl- ingum til Færeyja um áramótin og jafnframt að einu af þrem skipum félagsins yrði lagt. Með þessari ákvörðun má segja að eigendur hafi skaðað félagið, jafnvel rýrt verðgildi eigna þess og þá viðskiptavild sem ótvírætt var í félaginu. Það var því einkennileg staða sem komin var upp s.l. haust þeg- ar starfsmenn félagsins hófu við- ræður við samgönguráðherra um kaup á félaginu. Undirbúningsfélag stofnað í byrjun nóvember gengu full- trúar starfsmanna á fund ráð- herra og lýstu vilja sínum til að kaupa félagið og eignir þess í þeim tilgangi að halda rekstrin- um áfram. Jafnframt fóru þeir þess á leit að félagið fengi að „vera í friði“, þ.e. að ekki yrðu lagðar af neinar siglingaleiðir og viðskiptavild félagsins þannig varðveitt þar til fyrir lægi hvort þessi tilraun starfsmanna næði fram að ganga. Starfsmenn telja sig hafa fengið góð orð um að þetta gæti orðið, þó reyndin hafi orðið á annan veg. Þann 20. október s.l. var kosin undirbúningsnefnd um að kaupa rekstur og eingnir Skipaútgerðar ríkisins og stofna nýtt hlutafélag um þessa starfsemi. Að félaginu stóðu flestir starfsmenn Ríkis- skipa, fulltrúi úr röðum Félags fsl. stórkaupmanna og fjöldi ein- staklinga með atvinnurekstur og sveitarfélög um allt land að bak- hjarli. Undirbúningsnefndin kaus sér stjórn sem hóf strax að vinna að málinu og lagði fram tilboð í eignir Ríkisskipa þann 12. des- ember s.l. Enfremur lagði hún fram tilboð um þjónustusamning sem miðaði að því að hið nýja félag gæti rækt þær skyldur við landsbyggðina sem Ríkisskip hafa gert nú í rúm 60 ár. Viðræður hefjast Eftir tilboðið 12. desember hóf- ust hinar eiginlegu samningavið- ræður. Það var þó ekki fyrr en laugardaginn 21. desember sem svar barst frá ráðherra. Ef tryggja hefði átt að málið gengi fljótt og vel fyrir sig, hefði verið heppilegra að fá þetta svar fyrr, þar sem 8 frídagar voru næstu 11 daga og því erfiðara um vik að vinna áfram í málum. Svar ráð- herra var þess efnis að hann tæki tilboðinu í eignir en hafnaði þj ónustusamningi. Undirbúningsnefndin svaraði ráðherra með bréfi 30. desember og staðfesti tilboð sitt frá 12. des- ember. Nefndin fór fram á það við ráðherra að hann gerði henni grein fyrir hvort og þá hvernig ríkið ætlaði að tryggja þjónustu við landsbyggðina og ítrekaði ennfremur fyrri óskir um að þjónusta Skipaútgerðarinnar yrði óbreytt meðan kannaðar væru leiðir til samkomulags um þessi mál. Þennan sama dag, 30. desem- ber, sendi samgönguráðherra fjölmiðlum fréttatilkynningu og upplýsti m.a. að dregið yrði veru- lega úr starfsemi Ríkisskipa og einu skipanna lagt. Jafnframt kemur fram í fréttatilkynning- unni, að hann vilji láta á það reyna til þrautar hvort samningar takist við undirbúningsnefndina um kaup á eignum Ríkisskipa og að hann muni ekki hefja formleg- ar viðræður við aðra aðila á með- an þær viðræður standi yfir, hvorki um kaup á eignum né rekstri Ríkisskipa. Benedikt Jóhannesson, for- maður stjórnar Ríkisskipa, svar- aði bréfi undirbúningsnefndar- innar með bréfi 2. janúar 1992. í bréfi hans kemur m.a. fram að ekki hafi verið tekin ákvörðun um styrk ríkisins til einstakra byggðarlaga vegna flutninga, en slá megi því föstu að einungis verði um styrk til örfárra fámennra byggðarlaga að ræða og óvíst hvernig þau muni verja þeim styrk. Þá ítrekar Benedikt að kaupverð Ríkisskipa verði í sam- ræmi við tilboð undirbúnings- nefndarinnar frá 12. desember, en skilyrði ríkisins sé að hið nýja félag hafi traustan fjárhag og leggi fram „trúverðugar rekstrar- áætlanir“. Undirbúningsnefnd- inni fannst hins vegar ekki rétt að veita ráðherra eða umboðsmönn- um hans aðgang að rekstraráætl- unum, enda þær trúnaðarmál innan nefndarinnar. Ef mál hefðu hins vegar svo skipast, hefði ráðherra getað fengið umsögn viðskiptabanka um „trúverðugleika“ væntanlegs hlutafélags og áætlana þess. í framhaldi af bréfi Benedikts sendi undirbúningsnefndin hon- um bréf 5. janúar og bað um nán- ari skýringar á hvernig stjórnvöld ætluðu að greiða fyrir flutnings- þjónustu á landsbyggðinni. Þessu bréfi svaraði samgöngu- ráðherra sjálfur 6. janúar og segir nú að ekki sé gert ráð fyrir opin- berum framlögum til strandsigl- inga né til flutningsþjónustu við einstök byggðarlög. Málið tekur nýja stefnu Þann 13. janúar sendi undirbún- ingsnefndin enn bréf til ráðherra og benti á að ráðherra hafi, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar hafið við- ræður við fleiri aðila um sölu eigna Ríkisskipa og einnig gert þær breytingar á rekstri Ríkis- skipa að staða félagsins hafi til muna veikst og eignir þess rýrnað. Þar með sé komin upp önnur staða í málinu og því nauðsynlegt fyrir undirbúnings- nefndina að fá frekara svigrúm til að gera nýtt tilboð. Nefndin fór fram á tvær vikur og myndi hún eigi síðar en að þeim tíma lokn- um leggja fram tilboð og setja ábyrgðir fyrir greiðslum. I bréfi ráðherra 14. janúar var umbeðnum fresti undirbúnings- nefdarinnar hafnað, enda „óhjá- kvæmilegt að taka þegar í stað upp viðræður við Samskip hf. um hugsanleg kaup þeirra á m/s Esju og e.t.v. fleiri skipum Skipa- útgerðar ríkisins". Þar með hafði ráðherra í raun slitið viðræðum við undirbúningsnefndina. Af i öllu þessu máli má vera ljóst, að áhugi ráðherrans á að Ríkisskip í væru rekin áfram sem sjálfstætt hlutafélag var ekki fyrir hendi. Á sama tíma og samgönguráðherra talaði vinsamlega til starfsmanna Ríkisskipa og undirbúnings- nefndarinnar og fullvissaði menn

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.