Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 4. febrúar 1992 Fréttir Aðstæöur til slökkvistarfs voru erfiðar, mikill hiti í stöðinni og varasamur reykur. Háspennurofarnir eru ónýtir og eru eldsupptök rakin til bilunar í þeim. Mynd: Goiií Slökkvilið Akureyrar: Glímt við eld og eitur- gufur í háspennurofum - nokkrir slökkviliðsmenn fengu eitrunareinkenni Rauðinúpur ÞH: Vélamar pruíu- keyrðar I dag á að prufukeyra vélar togarans Rauðanúps ÞH, en sem kunnugt er varð hann tví- vegis vélarvana með stuttu millibili eftir sprengingu í sveifarhúsi. Vonast er til að viðgerð takist svo ekki þurfl að koma til meiriháttar endurnýj- unar. Að sögn Gunnars F. Jónasson- ar, verkstjóra hjá Fiskiðju Rauf- arhafnar, verða vélarnar senni- lega látnar ganga í sólarhring eða lengur. Síðan verður vélin opnuð aftur og athugað hvort ekki sé allt með felldu. Aðspurður um ráðningu fram- kvæmdastjóra Jökuls hf. og Fiskiðjunnar sagði Gunnar að einn umsækjandi hefði verið boð- aður til fundar um síðustu helgi og það yrði væntanlega ljóst í dag hvort stjórnir fyrirtækjanna myndu bjóða honum starfið. Umsækjandinn myndi síðan fá nokkurra daga umhugsunarfrest. SS Akureyri: Ný blásara- sveit stofnuð - 30 börn og unglingar heQa æfingar undir stjórn Roars Kvam Á fundi sem haldinn var á sunnudaginn var ákveðið að ný blásarasveit undir stjórn Roars Kvam myndi hefja æfingar hið fyrsta. Jafnframt var skipuð undirbúningsnefnd til að boða stofnfund nýrrar og sjálfstæðr- ar sveitar. Roar Kvam hefur um árabil stjórnað svonefndri D-sveit Tón- listarskólans á Akureyri en hætti því um leið og hann lét af störf- um sem skólastjóri sl. haust. Ranghermt var hér í blaðinu á föstudaginn að starf sveitarinnar hefði legið niðri síðan Roar hætti. Sveitin hefur æft undir stjórn annarra kennara og hélt tónleika um jólin. Á fundinum á sunnudaginn mættu 30 börn og unglingar og foreldrar þeirra en þeir höfðu lagt að Roari að stofna nýja blás- arasveit sem ekki tengdist Tón- listarskólanum. Flestir blásararn- ir eru úr D-sveitinni en hún hefur talið 33 blásara. Engar ákvarðan- ir voru teknar um nafn á nýju sveitinni né heldur um hugsan- lega utanlandsferð sveitarinnar. Það bíður stofnfundar sem hald- inn verður bráðlega. -ÞH Síðastliðinn föstudag varð bil- un í háspennurofum í dreifi- stöð Rafveitu Akureyrar við Stapasíðu 11. Eldur kviknaði í rofunum og Glerárhverfi varð rafmagnslaust. Slökkviliði Akureyrar var tilkynnt um eld- inn kl. 17.22 og gaus svartur og illa lyktandi reykur upp úr spennustöðinni jþegar slökkvi- liðsmenn komu á staðinn. Þær upplýsingar fengust hjá slökkviliðinu að tveir reykkafarar hefðu verið sendir inn í spennu- stöðina og sprautuðu þeir úr handslökkvitæki til að kæla rof- Sjúkrahúsinu í Húsavík var gert að spara rúmlega 14 millj- ónir og heilsugæslustöðinni á aðra milljón, samkvæmt niður- skurðarfrumvarpi ríkisstjórn- arinnar. Ólafur Erlendsson, framkvæmdastjóri sjúkrahúss- ins, sagði að stjómin hefði ekki enn fundið endanlegar leiðir til sparnaðar á heilsugæslustöð- inni, en fram væru komin sparnaðaráform í rekstri sjúkrahússins að upphæð rúm- ana. Ekki var þorandi að nota vatn fyrr en ljóst var að enginn straumur var á háspennurofun- um. Mikill hiti var inni í stöðinni og kolsvartur reykur. Slökkvi- liðsmönnum gekk vel að halda eldinum í skefjum og þegar gefið var leyfi til að nota vatn varð slökkvistarfið auðveldara viðfangs. Eiturgufur stigu upp við brun- ann og var íbúum í nágrenninu ráðlagt að loka öllum gluggum á húsum sínum. Nokkrir slökkvi- liðsmenn sem stóðu fyrir utan spennustöðina og voru ekki með reykgrímur fengu snert af eitrun, lega 12 milljónir. Á síðasta ári var rekstur sjúkrahússins í jafnvægi, halli nam 126 þúsundum króna en halli hefur verið 6-10 milljónir á árunum þar á undan. Ólafur sagðist þakka þetta jafnvægi sparnaðaraðgerðum sem fram- kvæmdar hefðu verið, vélvæð- ingu í þvottahúsi og fækkun starfsfólks á deildum. Aðspurður um hvernig stjórn- in ætlaði að ná 12 milljón króna sparnaði til viðbótar, sagði Ólaf- ur að fyrirhugað væri að draga úr kostnaði við afleysingar og yfir- vinnu, en loka skurðstofu og fæðingardeild í sex vikur, ásamt hálfri deildinni á annarri hæð, en þar er lyflæknis- og handlæknis- deild sjúkrahússins. Á þessu ári mun einnig koma fram sparnaður vegna hagræðingar í þvottahúsi. Fyrirhugað er að lækka launa- kostnað með því að minnka yfir- vinnu. „Það verður reynt að spara eitthvað á öllum sviðum,“ sagði Ólafur. Hann sagði að eitthvað yrði dregið úr þjónustu á röntgen, rannsókn og skurðstofu, þar yrði vinnuhlutfall eitthvað minnkað, einnig hjá læknum. Til- lögur eru ekki fullmótaðar um. það. Ólafur sagði að ekki væri mein- ingin að segja starfsfólki upp, sem lýsti sér með höfuðverk og magakveisu. Að sögn Svanbjörns Sigurðs- sonar, rafveitustjóra, varð allt Glerárhverfi rafmagnslaust þegar háspennurofarnir biluðu en fljót- lega tókst að koma rafmagni á að nýju nema á því svæði sem dreifi- stöðin annar, en um hundrað slíkar stöðvar eru í bænum. Þar komst rafmagn á upp úr kl. 20 um kvöldið. Svanbjörn sagði að háspennu- rofabúnaðurinn væri ónýtur og þetta væri tjón upp á aðra milljón króna. Hann sagði að bilun af þessu tagi væri fátíð. SS nema þá í litlum mæli, en dregið yrði úr bakvöktum. „Þetta mælist auðvitað ekki vel fyrir en það er ekki mikil andstaða um þetta við okkur,“ sagði Ólafur, aðpurður um viðbrögð við tillögum stjórn- arinnar. IM Vör hf. Akureyri: Uppsagnir átján starfsmanna dregnar tQ baka Uppsagnir 18 starfsmanna skipasmíöastöövarinnar Varar hf. á Akureyri komu ekki til framkvæmda 1. febrúar sl. eins og jafnvel var búist við. Þessir starfsmenn Varar hf. fengu uppsagnarbréf í hendur um mánaðamótin október-nóvember í haust vegna þess að fyrirsjáan- legt var að verkefni væru af skornum skammti. Uppsagnirnar voru síðan dregnar til baka, að sögn Hallgríms Skaptasonar, framkvæmdastjóra Varar hf., vegna bættrar verkefnastöðu. Hins vegar segir Hallgrímur ekki sjá fyrir hversu lengi þau verkefni dugi, sem nú sé verið að vinna að. óþh Akureyri: Bæjarmála- punktar ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt að lóð . Sundlaugar Akureyrar verði nr. 21 við Þingvallastræti og lóð Háskól- ans á Akureyri verði nr. 23 við sömu götu. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Stefáns Stefáns- sonar f.h. Akureyrarbæjar um leyfi til að breyta notkun efri hæðar Gránufélagsgötu 6 úr íbúðarhúsnæði í skrifstofu fyr- ir heilbrigðisfulltrúa. ■ Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfis til handa Úllu Árdal til rekst- urs gistiheimilis að Löngumýri 6 á Akureyri. ■ Á fundi bæjarráðs 23. janúar sl. spunnust umræður um tillögu Guðmundar Stefánssonar (B) um úrbætur í atvinnumálum. Samþykkt var að fela sviðsstjórum að gera athugun á því hvort unnt væri að dreifa fyrirhuguðum fram- kvæmdum ársins 1992 þannig að þær auki atvinnu þá mán- uði sem alla jafna eru erfiðast- ir í atvinnulegu tilliti. ■ Fyrir fundi bæjarráðs 23. janúar sl. voru tvö erindi, sem fjalla um pylsuvagna og stað- setningu þeirra. Annað erind- ið var frá Smára Ólafssyni og Einari Benediktssyni, eigend- um Borgarsölunnar og Turns- ins við Hafnarstræti og hins vegar frá Gunnari Eiríkssyni, sem sækir um að setja upp pylsuvagn við Mímisveg og eða í nánd við tjaldsvæðið. Bæjarráð vísaði erindunum til bæj arverkfræðings. ■ Með bréfi dags. 24. janúar sl. leitar íþróttafélagið Þór heimildar bæjarstjórnar til þess að veðsetja félagsheimili félagsins, Hamar, til trygging- ar láni hjá Búnaðarbanka Islands að upphæð kr. 3 millj- ónir. Bæjarráð samþykkti erindið, ■ Bæjarráð hefur falið bæjar- lögmanni að ganga til samn- inga við Baldur Halldórsson á Hlíðarenda um kaup Akur- eyrarbæjar á landi í Hlíðar- fjalli og leggja kaupsamning- inn fyrir bæjarráð. ■ Bygginganefnd hefur sam- þykkt erindi Aðalgeirs Finns- sonar fyrir hönd samnefnds fyrirtækis um lóð við Krossa- nesbraut - Skálaborgum, til að byggja á iðnaðarhús. Bygg- ingarfrestur er til 1. júlí 1992. ■ Þá hefur Aðalgeir Finnsson sótt um endurnýjun bygg- ingarleyfis fyrir verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhús á lóð- inni nr. 9 við Skipagötu. Bygg- inganefnd samþykkti erindið með fyrirvara um samþykki eigenda Hofsbótar 4 um fjar- lægð milli húsa. Björgunarop verði á skrifstofum á 2. og 3. hæð. Gerð er krafa um greiðslu bílastæðagjalds skv. samþykkt Akureyrarbæjar þár um. ■ Byggingancfnd hefur hafn- að erindi frá Steinþóri K. Sig- urðssyni f.h. Blómahússins um lóð fyrir gróðurhús á svæðinu norðan Hafnarstrætis 20. Vís- að er til þess að unnið er að deiliskipulagi á svæðinu. Fiskmlölun Noröurlands á Dalvík - Fiskverö á markaöi vikuna 26.01-01.021992 Tegund Hámarks- verö Lágmarks- verð Meðalverö (kr/kg) Magn (kg) Verömæti Grálúöa 65 65 65,00 20 1.300 Hrogn 150 90 122,18 78 9.530 Karfi 50 47 49,05 644 31.589 Keila 30 30 30 11 330 Skata 20 20 20,00 9 180 Steinbítur 35 35 35,00 90 3.150 Ufsi 54 43 48,11 28.358 1.364.276 Ýsa 108 100 102,79 66 6.784 Þorskur 105 77 94,67 18.096 1.713.147 Þorskur, smár 71,50 71 71,33 1.316 93.874 Samtals 66,22 48.688 3.224.150 Dagur btrtir vikulega töftu yfir fiskverö hjé Fiskmifilun Noröurlands é Dalvik og greinir þar fré veréínu sem fékkst I vikunni é undan. Þetta er gert í Ijési þess aö hlutverk fiskmarkaöa f verðmyndun íslenskra sjávarafuröa hefur vaxið hrööum skrefum og þvl sjálfsagt að gera lesendum blaðsins kleift aö fylgjast meö þróun markaösverðs é fiski hér é Norðurlandi. Sjúkrahúsið í Húsavík: Tillögur um spamað vegna aðgerða stjómvalda - skurðstofu, fæðingadeild og hálfri sjúkradeildinni lokað í sex vikur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.