Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Þriðjudagur 4. febrúar 1992 Áramótamyndagáta Dags: Ólafsfirðingur hlaut 1. verðlaun í gær var dregið úr innsendum lausnum á áramótamyndagátu Dags en alls voru þær á annað hundrað talsins. Tvenn verðlaun voru í boði fyrir rétta lausn og reglurnar þær að handhafi þess seðils, sem fyrst yrði dreginn úr bunkanum, hlyti 1. verðlaun. Upp kom nafn Þórgunnar Rögnvaldsdóttur, Ægisgötu 1, Ólafsfirði. Þórgunn- ur hlýtur að launum SHARP QT238 ferðatæki með útvarpi og tvöföldu segulbandi, að verðmæti 15.412 krónur. 2. verðlaun, SHARP QT247 ferðatæki, með útvarpi og segul- bandi, að verðmæti 6.719 krónur, hlýtur Sigurður Steingrímsson, Víðilundi 2 A, Akureyri. Gef- andi vinninga er Vöruhús KEA, Akureyri. Rétt lausn myndagátunnar er svohljóðandi: Hvað er frantund- an í íslensku þjóðlífi? Er ríkis- stjórn Davíðs og félaga á villigöt- um með nýtt vegabréf inn í nýja öld? Við þökkum lesendum fyrir þátttökuna og vonum að þeir hafi haft gaman af. Jafnframt þökkum við Vöruhúsi KEA fyrir þess þátt í leiknum. Um síðustu áramót höfðu hér á landi greinst 69 með smit af völdum HlV-veirunnar: Þetta er ekki faraldur sem breiðist út eins og svartidauði - segir Haraldur Briem, læknir á Borgarspítalanum Dreifing HlV-smitaðra eftir smitleiðum og áhættuhegðun 31. desember 1991 Hópar einstaklinga Karlar Konur Samtals % Hommar/tvíkynhneigðir 45 0 45 65 Rkniefnaneytendur (í æð) 7 2 9 13 Hópur1+2 2 0 2 3 Gagnkynhneigöir (kynmök) 4 4 8 12 Blóðþegar 0 4 4 6 Dreyrasjúklingar 0 0 0 0 Óþekkt 1 0 1 1 Samtals 59 10 69 100 30 T o s? 1.85 Z85 1.86 2.86 U7Z87 1.88 Z88 1.89 Z89 150 Z901.91 Z91 Árshelmingur Samanlagður fjöldi sjúklinga með alnæmi og sem látist hefur vegna alnæmis miðað við 31. desember 1991. E5 'I 'I ■ I '1 M 'I 'IM ■ I 'I ■] M T'l ■ I U 'I 'r'l ■! ‘I 'I »1 ’l '1 'I M 'I ’l TM M ’l11 ' , 123412341234123412341234123412341234/91 Ar 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Samanlagður fjöldi einstaklinga með HI V-smit og alnæmi miðað við 31. des- ember 1991. Um síðustu áramót höfðu 69 einstaklingar á íslandi greinst með smit af völdum HIV (Human Immunodeficiency Virus). Á síðasta ári greindust 10 með HlV-smit og 6 greind- ust með alnæmi, lokastig sjúk- dómsins. Haraldur Briem, læknir á Borgarspítalanum, sagði í samtali við Dag að þessi sjúkdómur breiddist hratt út hér á landi sem annars staðar í heiminum, en hins vegar væru HlV-smitaðir hér á landi ekki eins margir í dag og spár sér- fræðinga árið 1985, þegar HIV greindist hér á landi í fyrsta skipti, gerðu ráð fyrir. Haraldur sagði að fjöldi smit- aðra af sjúkdómnum hér á landi væri hlutfallslega mjög svipaður og í nágrannalöndunum, einkum þó Noregi og Svíþjóð. „Að vísu hefur ekki orðið jafn mikil útbreiðsla sjúkdómsins meðal fíkniefnaneytenda hér á landi og í þessum löndum,“ sagði Harald- ur. Sjúkdómsins varð fyrst vart í Svíþjóð árið 1982, en þrem árum síðar hér á landi. Vinningstölur laugardaginn (tÝíy (29j(3; 1. feb. ’92 3j (7) VINNINGAR | VINNING^rAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 | 3 1.057.023,- 2.4^1® 7 78.745,- 3. 4af5 I 122 7.793,- 4. 3af5 | 4.609 481,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 6.889.959.- J I# UPPLÝSINGAR:S[MSVAR|91 -681511 LUKKUllNA 991002 Fjölþættar rannsóknir á sjúkdómnum Haraldur sagði að hér á landi væru stundaðar fjölþættar rann- sóknir vegna þessa sjúkdóms. „Þetta eru t.d. rannsóknir í far- aldsfræði og meðferð og rann- sóknir á HlV-veirunni sjálfri. Faraldsfræði- og meðferðarrann- sóknir eru að mestu leyti á Borg- arspítalanum, en Rannsókna- stofa Háskólans í veirufræði hef- ur haft með veiruna sjálfa að gera og Rannsóknastofan í ónæmis- fræði hefur rannsakað ónæmis- kerfið. Það eru því margir sem koma að þessum rannsóknum," sagði Haraldur. Sigríður Haraldsdóttir, land- fræðingur, gerði fyrir fáum áruni merkilega faraldsfræðilega úttekt á útbreiðslu sjúkdómsins hér á landi. Þessi úttekt gaf góða hug- mynd um eftir hvaða leiðum sjúkdómurinn breiddist út hér á landi og var ómetanleg hjálp fyrir þá sem þessar rannsóknir stunda. Haraldur sagði að mikill fengur yrði af því ef Sigríði yrði gert kleift að halda áfram á sömu braut. Þaö hefur náðst árangur í baráttunni gegn sjúkdómnum Með reglulegu millibili flytja fjöl- miðlar fréttir af því að búið sé að finna upp lyf, sem flytji fjöll í baráttunni gegn HIV. Haraldur var spurður um hvort þessar fréttir væru meira og minna til- búningur? „Það er vissulega allt- af verið að greina frá undralyfj- um, sem geta lofað góðu, en eru ekki kómin langt í rannsóknum. Menn hafa oft tilkynnt um lyf, sem hafa sýnt árangur í tilrauna- glasi, en ekki sýnt árangur á sjúklingum. En það eru til lyf sem ekki bara lengja líf þeirra sem hafa fengið alnæmi, lokastig sjúkdómsins, heldur draga einnig úr líkum á því að þeir sem eru smitaðir fái alnæmi. Það er alveg ljóst að það hefur náðst töluverð- ur árangur í baráttunni við sjúk- dóminn, þó ekki hafi fundist lækning," sagði Haraldur. Fólk er mun betur upplýst Áætlað er að um aldamótin verði 40 milljónir manna smitaðar af HlV-veirunni. Þetta er að sjálf- sögðu ógnvekjandi há tala, en þó er það nú svo að fyrir nokkrum árum gerðu sérfræðingar ráð fyrir mun meiri útbreiðslu sjúkdóms- ins, en raunin hefur orðið. Þar kemur til að vitneskja almenn- ings um sjúkdóminn er mun meiri og betri, en fyrir fáum árum. Þá eru sérfræðingar sam- mála um að meðferð á HIV- smituðum hafi fækkað umtalsvert þeim sem fá sjúkdóminn á loka- stigi. Haraldur segir að almenningur sé ekki eins óttasleginn yfir þess- um sjúkdómi og árið 1985, þegar hans varð fyrst vart hér á landi. „Fólk er rólegra en áður. Það veit að þetta er ekki faraldur, sem breiðist út eins og Svarti- dauði. Auðvitað eru margir ein- staklingar mjög viðkvæmir fyrir þessu, en almennt horfir fólk skynsamlega á þetta. Það er upp- lýst um smitleiðir og það veit einnig að ef það er ekki með þessa áhættuhegðun, þá eru lík- urnar á því að fá sjúkdóminn afar litlar," sagði Haraldur Til stærstu áhættuhópanna telj- ast samkynhneigðir og fíkniefna- neytendur og þá sagði Haraldur rétt að undirstrika að gagnkyn- hneigðir væru líka áhættuhópur, ef þeir væru mjög fjöllyndir í kynlífi. „Það hefur valdið okkur áhyggjum að lifrabólga hefur breiðst út talsvert á meðal fíkni- efnaneytenda og hún hefur alveg sama farveg og alnæmisveiran,“ sagði Haraldur. Fræðsla um alnæmissjúkdóm- inn er mun meiri og markvissari en áður. Haraldur telur vera mjög jákvætt að fá umræðu um þessi mál í skólunum. Hún sé til þess fallin að auka vitneskju fólks um HIV og alnæmi. 69 greinst með HIY-smit um síðustu áramót Samkvæmt upplýsingum Land- læknisembættisins höfðu samtals 69 einstaklingar greinst með smit af völdum HIV um síðustu ára- mót. Á árinu 1991 greindust 10 einstaklingar með HlV-smit og af HlV-smituðum greindust 6 með alnæmi á árinu. Á íslandi hafa því greinst samtals 22 einstakl- ingar með alnæmi, lokastig sjúk- dómsins, og eru 11 þeirra látnir. Samanlagt nýgengi sjúkdómsins hér á landi er því 8,5/100.000 íbúa. Kynjahlutfall HlV-smit- aðra, samkvæmt upplýsingum Landlæknisembættins, er u.þ.b. 1 kona fyrir hverja 6 karlmenn. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.