Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 4. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200ÁMÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H, BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Vextir þurfa ad lækka enn frekar Bankaráð Búnaðarbanka íslands ákvað í síðustu viku að lækka vexti af óverðtryggðum lánum um 2% frá og með 1. febrúar. Þessi vaxtalækkun hefur því þegar tekið gildi. Á sama tíma lækkaði Landsbankinn vexti um 0,25-0,50% og íslands- banki og sparisjóðirnir um 0,75% að jafnaði. Vaxtalækkun Búnaðarbankans nú er sýnilega langmest og er það sérlega athyglisvert í ljósi þess að útlánsvextir bankans voru lægstir fyrir. Eftir lækkunina eru víxilvextir og algengustu skuldabréfavextir 12,5-13,25% í Búnaðarbanka en 14,5-15,25% í öllum hinum peningastofnun- unum. Sem kunnugt er er verðbólga hér á landi vart mælanleg um þessar mundir. Þess vegna eru nafnvextir upp á 15 af hundraði af óverðtryggð- um lánum í það minnsta helmingi of háir. Þeir jafngilda því sem næst 15% raunvöxtum meðan raunvextir í nágrannalöndum okkar eru á bilinu 3-5%. Raunvextir á verðtryggðum lánum eru nú um 10 af hundraði. Þeir eru einnig allt of háir. Þess vegna eru það sannmæli að segja að hér ríki löglegt vaxtaokur. Vaxtalækkun Búnaðar- bankans gefur örlitlar vonir um að okrið sé á undanhaldi, þótt stjórnendur hinna peninga- stofnanna þrjóskist við. Sem kunnugt er á vaxtaokrið rætur sínar að rekja til ríkisvaldsins. Ríkið hefur undanfarin ár verið stærsti lántakandinn á verðbréfamarkað- inum og því ráðið miklu um eftirspurn eftir lánsfé. Ríkið hefur boðist til að greiða mjög háa vexti fyrir það fé sem það fær að láni. Af því leið- ir að bankarnir einir eiga ekki sök á vaxtaokrinu; þeir verða að standa sig í samkeppninni um sparifé landsmanna. Ríkisvaldið sjálft er höfuð- sökudólgurinn. Fyrsta verk núverandi ríkis- stjórnar, eftir að hún tók við völdum sl. vor, var að hækka vexti á ríkisvíxlum og spariskírteinum ríkissjóðs um nálægt tvo af hundraði. Það gerði hún til að „vera betur í stakk búin í samkeppn- inni um spariféð“, eins og það var orðað. Vaxta- hækkun ríkisstjórnarinnar leiddi til þess eins að bankar og sparisjóðir hækkuðu einnig vextina. Með öðrum orðum hækkaði ríkisstjórnin raun- vexti í landinu um tvo af hundraði með einu pennastriki. Þá vaxtahækkun hefur ríkisstjórnin ekki afturkallað. í þeim kjaraviðræðum sem í hönd fara hljóta talsmenn launafólks að krefjast frekari vaxta- lækkunar án tafar. Ríkisvaldinu ber að draga til baka ótímabæra vaxtahækkun sína frá því fyrir tæpu ári. Bankarnir munu þá fylgja í kjölfarið. Raunvextir upp á 10-15 af hundraði eru okur- vextir. Þá þarf að lækka, með góðu eða illu. BB. Loforðin, svikin og efiidimar „Hvar er afmælisgjöfin sem þið gáfuð ykkur og okkur hinum?“ spyr Davíð Stefánsson í Degi 29. jan. Spurningunni beinir hann til „þeirra sem telja sig forsvars- menn hjá Akureyrarbæ". Hvern- ig svo sem skal afmarka þann hóp ætla ég sem formaður menning- armálanefndar Akureyrarbæjar að svara spurningunni og upplýsa D.S. í leiðinni um nokkur áhuga- verð atriði sem snerta menning- armálin hér í bæ. I Fyrst er að leiðrétta dálítinn mis- skilning sem slæðst hefur inn í grein D.S. Á hátíðarfundi bæjar- stjórnar Akureyrar 1987 var að sönnu ákveðið að reisa skyldi viðbyggingu við Amtsbókasafn- ið. Þar var hins vegar ekki sam- þykkt að byggja skyldi sam- kvæmt einhverri ákveðinni til- löguteikningu. Samkeppnin fór að sjálfsögðu fram síðar. Tillagan sem vann til verðlauna gerði ráð fyrir talsvert viðameiri byggingu en samkeppnisforsendurnar sögðu til um. Það er hins vegar rétt sem segir í myndatexta með grein D.S. að verðlaunatillagan var um „glæsilegt mannvirki“. Reyndar svo glæsilegt að stefnu- skrár flestra flokka þögðu þunnu hljóði um þessa framkvæmd fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar. II Þegar samkomulag varð um myndun núverandi meirihluta bæjarstjórnar var ekki sú ástæð- an fyrir því veigaminnst að hjá báðum aðilum var raunverulegur áhugi á því að taka myndarlega á í menningarmálunum. Við það sem þá var sagt hefur verið staðið svikalaust, þ.á m. að stuðla að uppbyggingu margvíslegrar lista- starfsemi í Grófargili í þeim um margt glæsilegu húsum þar sem KEA var að hætta sinni starf- semi. Ennfremur að hafist skyldi handa um viðbyggingu við Amts- Þröstur Ásmundsson. bókasafnið á kjörtímabilinu, en til þess eru nú allar forsendur. Menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja á framkvæmdunum í Grófargili. Það er ekki hægt að neyða neinn til að skilja „strate- gískt“ mikilvægi Gilsins fyrir endurreisn miðbæjarins né þá möguleika sem þar eru fyrir hendi fyrir menningarlífið á Akureyri. En sem betur fer var það breiður hópur sem skildi að framkvæmdirnar í Grófargili gætu haft mjög jákvæð áhrif á bæjarbrag og ímynd Akureyrar. Það segir sína sögu að atvinnu- málanefnd bæjarins hefur frá upphafi stuðlað að framgangi málsins. Bæjarstjórn Akureyrar sýndi óneitanlega bæði dirfsku og framsýni þegar hún ákvað að kaupa hús KEA í Grófargili. Og hagsýni: Á endanum fáum við „meira fyrir minna" svo notað sé mál markaðstorgsins. Því með ákvörðun sinni markaði bæjar- stjórn ákveðna stefnu í menning- armálum sem snerti að hluta til áformin um viðbyggingu við Amtsbókasafnið: Myndlist og tónlist skyldu eiga óðöl sín í Grófargili en bækur og fræði fá þá umgjörð sem þeim bæri í við- byggingunni í Amtsbókasafninu. III í anda þessarar stefnumótunar hefur síðan verið unnið. í Gróf- argili hefur húsnæði verið ýmist selt einstaklingum, sem þar með verða að leggja fram mikla fjár- muni við endurbæturnar, eða þá leigt einstaklingum og félaga- samtökum. Þar er t.d. gert ráð fyrir umtalsverðri sjálfboðavinnu áhugamanna. Að auki hefur ver- ið unnið að hönnun sýningarsala fyrir Listasafnið á Akureyri í Samlagshúsinu. Vonir standa til að hægt verði að ná einhverjum áfanga í uppbyggingu þess í sumar. Meira er ekki fyrirhugað að gera í Gilinu á næstunni nema til komi peningar frá öðrum en Akureyrarbæ. Samhliða þessu hefur verið unn- ið að því að breyta forsendum viðbyggingarinnar við Amts- bókasafnið til samræmis við þær áherslubreytingar sem fólust í ákvörðun bæjarstjórnar. Um ára- mótin var síðan gengið frá hönnunarsamningi við Guðmund Jónsson arkitekt. Framkvæmdir við hina glæsilegu viðbyggingu munu svo hefjast á næsta ári og þá um leið hafa þær allan forgang. Yfirlýsingar þeirra sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og lýst stuðningi sínum við Amts- bókasafnið ber því að geyma en ekki gleyma. IV Menn geta svo skoðað þær tölur sem hér fylgja. Þar kemur í ljós að kostnaður við að framkvæma verðlaunatillögu Guðmundar Jónssonar um 2400 mhús er hinn sami og kostnaður við viðbygg- ingu við Amtsbókasafnið þar sem einvörðungu er miðað við óskir Amtsbókasafnsins og Héraðs- skjalasafnsins og í viðbót kostn- aðurinn við fullbúin húsin í Gróf- argili (sem eðli málsins sam- kvæmt er framtíðarverkefni sem hægt er að vinna í áföngum) og eru samtals 5250 m'. Menn geta svo spurt myndlistarmenn, tón- listarmenn og í raun hvaða heil- vita mann sem er, hvor leiðin er skynsamlegri og árangursríkari fyrir menningarlífið á Akureyri. Svarið er svo augljóst að óþarft er að hafa orð á því. V Það má hafa um þetta allt saman langt mál og víkja að ýmislegu öðru áhugaverðu sem menning- armálanefnd hefur fengist við á þessu kjörtímabili og tengist því sem hér hefur verið fjallað um. Þ.á m. um tilraunir til að heimta réttmætan hlut af ríkisframlögum til menningarmála, m.a. til Amtsbókasafnsins. Ekki er útséð um þau mál ennþá. En þótt hér sé látið staðar numið er vonandi ljóst að það eru hlægileg öfug- mæli að segja að í þessum mála- flokki hafi menn svikið einhver loforð. Ég vil að lokum þakka D.S. fyrir spurninguna sem var tilefni þessarar greinar. Svarið við spurningu hans er þetta: Afmæl- isgjöfina færðu. Það er ekki ein- asta að enginn verði svikinn - heldur verður meira efnt en lofað var. Einu svikin í þessu máli verða vonsvik nátttröllanna sem ekki hafa mátt heyra minnst á framkvæmdir í menningarmálum eða hafa verið með illspár um að ekki yrði staðið við gefin fyrir- heit. Þröstur Ásmundsson. Höfundur er formaður menningarmálanefndar Akureyrarbæjar. Nýbygging við Amtsbókasafn og Listamiðstöð í Grófargili. Yfirlit yfir áætlanir annars vegar 1988 og hins vegar 1992. Amtsbókasafn Listamiðstöð Samtals 1988 Samkvæmt tillögum Guðm. Jónss. Safn og Listamiðstöð. Stærð ca. 2400 m2 Áætl. kostn. ca. 406 millj. 0 406 millj. 1992 Samkv. endurskoðaðri till. Guðm. Jónss. Eingöngu viðb. við söfnin Stærð 1150 m2 Áætl. kostn. ca. 170 millj. Kaupverð - endursk. 54 millj. (Lóðir 13 millj.) Áætl. kostn. bæjarins: Kaupv.s. 23 9 millj. Samlag 115 millj. Ketilhús 59 millj. Alls 237 millj. Stærðca. 4100 m2 407 millj. Stærð samtals 5250 m2 Allar verðtölur miðaðar við byggingavísitölu 187. (Nóv.-des. 1991.) 'tebókasafhið offafn aofínjii bæJgg; að loford oi' , ^mennt vcrður að scni-i fesfS-J Pald scm skyidi Fn , ^jómálamenn ekH víö S m Þa a ekki að ,á(a ■ • Scinnyorn og réttm-er |ym crafþví e«a ‘ Vf'^.álZkáraatai “*L samÞykklu aliir fcr e'nr‘ima á bæjar- gcfa sjálfun, sér Tfoða S/öf. Bæjar- l|r kom saman á fcrrundi u8 ákvað ftega álhuguðu ■iru kain.a,- . er og á að V, enda cin af stoínunum ;j er Þ‘> ekki a hvort unir;edi um bctri. M viðhorf þcir malsin.s. sem rumum 4 úru, Nu standa framkvæmdir um bæjarins , múlu, vcgna ; Um úgæ latrð, cn vænta fe’angsröð megin mgarmálum Amtsbökasa fnic mrgang. Greinin sem Þröstur gerir að umtalsefni birtist í Degi 29. jan. sl.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.