Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 1

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 1
Heilbrigðisráðherra á fundi á Siglufirði: „Höfiim ruglað saman bjartsýni og óskhyggju“ Það er ekki hægt að segja að Sighvatur Björgvinsson, heil- brigðisráðherra, hafi flutt Sigl- flrðingum mikil gleðitíðindi á fundi sem hann átti með þeim á Hótel Höfn sl. miðvikudags- kvöld. Ráðherra skýrði niður- skurðar- og aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í löngu máli og sagði að óhjákvæmilegt hafl verið að grípa til þeirra. Hann sagði að við niðurskurðinn í heilbrigðiskerflnu hafl verið lögð áhersla á að verja hag aldraðra, sjúkra og barnafólks og hann vísaði til tölulegra staðreynda máli sínu til stuðnings. Fundurinn á Siglufirði, sem var hinn fjörlegasti, var fyrstur í röð funda heilbrigðisráðherra undir yfirskriftinni „velferð á var- anlegum grunni". í gærkvöld var ráðherra með fund á Sauðárkróki og í næstu viku verða fundir á Akureyri og Húsavík. Sumir fundarmenn höfðu á orði að ræða Sighvats hefði verið sannkölluð dökk „eldmessa“. Víst er að það gustaði hressilega af honum á köflum og hann lagði áherslu á orð sín. Sighvatur líkti þeim erfiðleikum, sem íslenska þjóðarbúið stæði frammi fyrir, við hrun síldarstofnsins á sínum tíma og afleiðingum þess fyrir síldarbæinn Siglufjörð. Því hefðu stjórnvöld þurft að taka erfiðar og sársaukafullar ákvarðanir, sem ekki væru til vinsælda fallnar. En þrátt fyrir það væri engin ástæða til bölmóðs, en landsmenn yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðarbúið hefði tapað gífurlegum tekjum á undanförnum árum. „Við höfum ruglað saman bjartsýni og ósk- hyggju. Við getum ekki enda- laust rekið okkar samfélag á er- lendum lánum,“ sagði heilbrigð- isráðherra. Hann sagði að fólk ætti erfitt með að átti sig á hvílíkan gífur- legan vanda menn væru að fást við í ríkiskerfinu. „Þið verðið að hafa stærðirnar réttar,“ sagði ráðherra og sagði að menn væru að fást við 22 milljarða vanda. Öll æðsta stjórn ríkisins, þ.m.t. Alþingi, ríkisstjórn, forsetaem- bætti og fl., kostaði einn milljarð og öll starfsemi utanríkisráðu- neytisins, þ.m.t. öll sendiráð íslands erlendis, kostaði 1,3 milljarða króna. „Pið sjáið á þessu að menn komast ekkert framhjá því að taka erfiðar ákvarðanir," sagði Sighvatur. Nánar um fundinn á blaðsíðu 2. óþh Nýsmíðaskipið B-70, sem hér Iiggur við bryggju hjá Slippstöðinni á Akureyri, hefur verið þungur baggi á fyrirtæk- inu. Smíðakostnaður skipsins nemur tæpum 450 milljónum króna. Mynd: Goiii Leiðir til lausnar prhagsvanda Slippstöðvarinnar verða ræddar í stjórn fyrirtækisins á mánudag: Hátt í 200 miQjóna tap á síöasta árí - „áfram til athugunar hvort ríkissjóður tekur á sig hluta uppsafnaðs Qármagns- kostnaðar síðustu ára,“ sagði ijármálaráðherra á Alþingi í gær Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í gær um fjárhags- vanda Slippstöðvarinnar á Akureyri að smíðakostnaður nýsmíðaskipsins B-70 nemi tæpum 450 milljónum króna. Fjármagnskostnaður stöðvar- innar af þessu skipi umfram það sem eðlilegt geti talist nemi 83 milljónum króna. Slippstöðin hefur gert samning við Matthías Óskarsson, útgerðarmann í Vestmanna- eyjum, og samkvæmt honum er söluverð skipsins 311 millj- ónir. Fjármálaráðherra sagði enga ákvörðun liggja fyrir um hvort ríkissjóður eða aðrir hluthafar taki á sig þann fjár- magnskostnað sem hlaðist hafl upp hjá stöðinni á síðustu árum vegna skipsins en málið verði áfram til skoðunar. Ráð- herra hefur falið fulltrúum ríkisins í stjórn Slippstöðvar- innar að gera tillögur um leiðir til lausnar fjárhagsvanda stöðvarinnar og er áætlaður fundur í stjórn fyrirtæksins á mánudag þar sem þessar leiðir verða til umfjöllunar. Að sögn Útlit var fyrir brælu á miðun- um í nótt en góð veiði hefur verið síðustu daga. Guðmundur Ólafur hefur nú landað samtals 2400 tonnum á síðustu fimm sólar- hringunum. Súlan EA landaði 750 tonnum í Krossanesi í gær og á sama tíma landaði Þórður Jónasson EA full- fermi á Raufarhöfn. JÓH Maron Björnsson, skipstjóri: Verðið hrellir okkur loðnusjómenn - borgað allt niður í 3500 kr. á tonn fyrir austan Nóg framboð er nú af loðnu og er farið að gæta umtalsverðrar verðlækkunar hjá þeim verk- smiðjum sem eru næst miðun- um, þ.e. verksmiðjunum á Austfjörðum. Dæmi er um að loðnubátur hafí landað hjá SR á Reyðarfirði fyrir 3500 kr. tonnið en verð var komið í 4800 þegar það var hæst. Mun hærra verð er greitt hjá verk- smiðjunum á Norðurlandi og því sigla bátarnir frekar þangað. „Þetta lækkandi verð er það sem hrellir okkur loðnusjómenn þessa stundina,“ sagði Maron Björnsson, skipstjóri á Guð- mundi Ólafi ÓF, í gær en skipið var þá á leið á miðin. Hann sagði að væntanlega borguðu verk- smiðjurnar fyrir austan lítið til að skipin fari frekar á Norðurlands- hafnir en sumir bátar tækju þessu verði til að landa sem fyrst og komast strax aftur á miðin. Tveir fmgralangir á ferð á Akureyri: Stálu rúmum 70 þúsund kr. Um kl. 21 í fyrrakvöld stálu tveir menn rúmum 72 þúsund krónum hjá Sjálfsbjörg á Akureyri. Rannsóknarlögregl- an á Akureyri handtók þá síð- an snemma í gærmorgun en þá voru þeir í bænum en hugðu á ferð til Reykjavíkur. Mennirnir tveir komu inn í afgreiðslu Sjálfsbjargar en þá vildi svo til að afgreiðslustúlka hafði brugðið sér frá og var því enginn starfsmaður í afgreiðslu. Annar mannanna stökk inn fyrir afgreiðsluborðið og tók pening- ana úr peningakassa og að því búnu höfðu þjófarnir sig á brott. Gunnar Jóhannsson, hjá Rannsóknarlögreglunni á Akur- eyri, segir að mennirnir séu rúm- lega tvítugir og góðkunningjar lögreglunnar. Þeir hafi komið við sögu í ýmis konar málum. Yfirheyrslur stóðu yfir mönnunum í gær en að því búnu fer málið hefðbundna leið í dómskerfinu. JÓH stjórnarformanns Slippstöðv- arinnar fá hluthafar þessar hugmyndir til umfjöllunar í næstu viku. Umræðurnar á Alþingi í gær komu í framhaldi af fyrirspurn Valgerðar Sverrisdóttur þar sem hún spurði fjármálaráðherra á hvern hátt ríkisstjórnin ætli sér að bregðast við erfiðri fjárhags- stöðu stöðvarinnar og hvort ríkis- sjóður muni að einhverju leyti taka á sig þann fjármagnskostnað sem safnast hafi upp síðustu ár. Valgerður sagði taprekstur hafa verið á stöðinni sl. fjögur ár og þó endanlegar niðurstöðutölur liggi ekki fyrir um síðastliðið ár bendi margt til að tapið verði þá hátt að annað hundrað milljónir króna. „Forráðamenn fyrirtækisins telja að það vanti 130 milljónir króna inn í fyrirtækið til að það geti aftur náð eðlilegum rekstrar- grundvelli,“ sagði Valgerður og bætti við að ástæður þessa séu einkum þær að nýsmíðar skipa hafi á síðustu árum færst úr landi en auk þess sé Slippstöðin komin í þessa stöðu vegna þess hve lengi hún sat uppi með nýsmíðaskipið B-70. Friðrik Sophusson, fjármála- ráðherra, sagði að með sölu nýsmíðaskipsins hafi staða fyrir- tækisins skýrst verulega. Um síð- ustu áramót hafi eigið fé þess numið 80-100 milljónum króna sem er nokkru lakari staða en undanfarin ár. „Stjórnvöld hafa beitt sér fyrir að gripið verði til allrar þeirrar rekstrarhagræðingar sem verða má til að komast hjá frekari tap- rekstri. í því sambandi hafa laun yfirstjórnenda verið lækkuð, starfsmönnum fækkað og eignir seldar. Þessar aðferðir hafa nú þegar skilað árangri sem kemur þó fyrst fram á yfirstandandi ári. Ríkisstjórnin hefur ekki ákveðið aðrar aðgerir til að mæta fjár- hagserfiðleikum fyrirtækisins," sagði Friðrik og upplýsti að við- ræður hafi farið fram við Akur- eyrarbæ, næst stærsta eiganda Slippstöðvarinnar, um viðhorf bæjaryfirvalda og vilja til að bæta fjárhagsstöðu hennar. JÓH Skagaströnd: Nýr rækjutog- ari í fyrstu veiðiferðina Skagstrendingar munu horfa á eftir nýjum rækjutogara, sem Skagstrendingur hf. og Hóla- nes hf. eiga hlut í, sigla í sína fyrstu veiðiferð frá Skaga- strönd á morgun. Togarinn er með heimahöfn á Brjánslæk á Barðaströnd, en verður gerður út frá Skagaströnd. Skagstrendingar eiga u.b.þ. 25% hlut í rækjutogaranum á móti útgerðaraðilum á Barða- strönd og ísafirði. Togarinn var keyptur frá Grænlandi í desem- ber, en hefur verið í slipp á ísa- firði síðan til að standast kröfur Siglingamálastofnunar. Hann ber nafnið Guðmundur Guðjónsson BA 205 og er 225 tonna. Að sögn Lárusar Ægis Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Hólaness, er reiknað með að togarinn verði nær eingöngu á rækjuveiðum og frysti aflann um borð. Stærri rækjuna á að selja til Japan, en sú smærri verður lögð upp hjá Rækjuvinnslunni á Skagaströnd. Lárus segir að með tilkomu þessa togara aukist öruggt hráefni hjá Rækjuvinnslunni, en hann segir að búast megi við allt að 350 tonnum á ári af iðnaðarrækju til vinnslu frá togaranum. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.