Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 3 Frettir Aðilar vinnumarkaðarins standa frammi fyrir þeim vanda að geta ekki beðið ríkisstjórnina um félagsmálapakka eins og stundum áður, sagði Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra m.a. á fundinum á Húsavík. Mynd: IM 55 Fundur sjálfstæðismanna á Húsavík: Nauðsynlegt að kjarasamn- ingar taldst sem fyrst“ „Málið er, höfum við burði til að standa svo að þeim kjara- samningum sem framundan eru að þeir gangi fljótt fyrir sig? Á meðan þessi óvissa varir, sem búin er að vera allt of lengi hjá okkur, þá halda menn að sér höndum. Menn fara ekki út í framkvæmdir við nýja hluti, og verða ekki öruggir um að það verði vinnufriður næsta árið,“ sagði Halldór Blöndal, ráðherra, í framsögu- ræðu sinni á fundi Kjördæma- ráðs Sjálfstæðisfélaganna, sem haldinn var á Húsavík sl. mið- vikudag. „Þeim mun lengur sem aðilar vinnumarkaðarins ráða ekki við að ná niðurstöðu í sínum málum, þeim mun lengur mun sá doði vera yfir okkar atvinnulífi sem við sjáum nú, og engin von til þess að menn bryddi upp á áhættusömum nýjungum í Skólastjórar og yfirkennarar senda menntamálaráðherra mótmæli: Skólarnir gerðir vanmáttugir tU að sirrna skyldum sínum Stjórn landssamtaka skóla- stjóra og yfirkennara hefur sent Ólafi G. Einarssyni, menntamálaráðherra harðorð mótmæli vegna fyrirhugaðs niðurskurðar á kennslumagni til grunnskóla. Stjórnin varar við þeim alvarlegu afleiðingum sem slíkt geti haft. „Með lögum um grunnskóla sem sett voru síðastliðið vor vöknuðu vonir skólamanna um að nú skyldi spyrnt við fótum og hafist handa við að byggja upp grunnskólana í landinu sem höfðu setið á hakanum meðan nauðsynleg frumuppbygging fór fram á framhaldsskólum. Þrátt fyrir þröngan kost hefur skóla- stjórnendum og kennurum tekist að vinna framsækið starf, eins og fjöldi skólanámsskráa bera gleggst vitni. Nú hefur mennta- málaráðherra hins vegar boðað niðurskurð sem mun án efa kæfa þessa framþróun," segir stjórn félags skólastjóra og yfirkennara í greinargerð með ályktun sinni. í greinargerðinni segir að menntamálaráðherra hafi vitnað til þess að skera megi niður svo- nefndar stundir til ráðstöfunar í skólunum. Þessum stundum sé hins vegar langt frá því ofaukið við úthlutun tíma til skólanna. Þeim sé ætlað að mæta þeim fjöl- þættu kröfum sem gerðar séu til skólanna í dag. Megi þar nefnda fræðslu um fíknivarnir, umhverf- ismennt, umferðarfræðslu, kyn- fræðslu jafnréttisfræðslu og tölvufræðslu auk þess að mæta kröfum um aukið framboð á val- greinum í efstu bekkjum grunn- skólans. Við þetta bætist að ef leggja eigi ríka áherslu á ein- hverja námsgrein s.s. íslensku þá eigi að nýta þessa tíma til þess. „Á þessu má ljóst vera að fyrir- hugaður niðurskurður á kennslu- tímum í grunnskólum verður til þess eins að skólarnir verða Bridds Akureyrarmótið í tví- menningi, Hafspilsmót: Siguriim í höfii hjá Antoni og Pétri Þó enn séu 4 umferðir eftir á Akureyrarmótinu í tvímenn- ingi í bridds, Hafspilsmóti, hafa Anton Haraldsson og Pétur Guðjónsson þegar tryggt sér sigur. Anton og Pétur hafa 176 stiga forystu fyrir síðasta spilakvöldið en þeir félagar hafa reyndar leitt mótið frá upphafí. Keppnin um næstu sæti eru mun jafnari og þar berjast nokk- ur pör. Þeir Hermann Tómasson og Ásgeir Stefánsson standa þar best vígi og eru í öðru sæti. Spilaður er barometer, þ.e. all- ir spila á sömu spil í hverri umferð. Mótinu lýkur í Hamri nk. þriðjudagskvöld en staðan eftir 19 umferðir af 23 er þessi: 1. Anton Haraldsson/ stig Pétur Guðjónsson 332 2. Hermann Tómasson/ Ásgeir Stefánsson 156 3. Örn Einarsson/ Hörður Steinbergsson 124 4,- -5. Páll Pálsson/ Þórarinn B. Jónsson 108 4.- ■5. Jakob Kristinsson/ Stefán Ragnarsson 108 6. Jón Sverrisson/ Kristján Guðjónsson 85 7. Ármann Helgason/ Sigfús Hreiðarsson 73 8. Gísli Pálsson/ Árni Arnsteinsson 52 -KK allsendis vanmáttugir til að sinna þeim skyldum sem lög og reglu- gerðir segja til um og það sem verra er, tefur þessi niðurskurður verulega fyrir því að íslensk börn geti náð sömu menntun- arstöðu og börn nágrannaþjóð- anna hvað þá að þau geti lokið prófum s.s. stúdentsprófum á sama tíma og þau.“ JÓH atvinnulífi og leggi fé sitt þar til. Þessvegna er nauðsynlegt að sem fyrst takist kjarasamningar," sagði Halldór. Ráðherra sagði að aðilar vinnumarkaðarins stæðu einnig frammi fyrir þeim vanda að geta ekki beðið ríkistjórnina um fé- lagsmálapakka, eins og stundum hefði verið gert áður, því með því að veita félagsmálapakka mundi ríkisstjórnin vinna á móti markmiðum sínum. „Menn verða að gera sér það ljóst að við verðum að semja á þeim kjörum og undir þeim skilmálum að verðbólga hér á landi verði ekki sambærileg við það sem er í ná- grannalöndum okkar, heldur að hún verði hvergi minni. Einungis með því að ná slíkum stöðugleika tekst okkur að byggja og treysta okkar gjaldmiðli jákvætt merki, og þá mun það gerast samtímis að verðlagið fari lækkandi og við munum fá í staðinn betri lífskjör." IM Vöruskiptin við útlönd á síðasta ári: Óhagstæð um 0,7 milljarða króna Árið 1991 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 91,6 milljarða kr. en inn fyrir ríflega 92,2 milljarða kr. fob. Vöruskiptajöfnuður- inn á árinu var því óhagstæður um 0,7 milljarða kr. en árið áður var hann hagstæður um 4,5 milljarða á sama gengi. Tekið er fram að kaup Flug- leiða á nýrri Boeing-757 flugvél fyrir um 2,5 milljarða kr. eru ekki meðtalin í innflutningi 1991. Árið 1991 voru flutt út skip og flugvélar fyrir 150 milljónir kr. en verðmæti innfluttra skipa og flug- véla nam alls um 3,6 milljörðum kr. Að frátöldum út- og innflutn- ingi skipa og flugvéla var vöru- skiptajöfnuðurinn við útlönd hagstæður um 2,8 milljarða á árinu 1991, samanborið við 11,5 milljarða hagstæðan jöfnuð árið 1990. Árið 1991 var verðmæti vöru- útflutnings 1% minna á föstu gengi en á árinu 1990. Sjávar- afurðir voru um 80% alls útflutn- ingsins og var verðmæti þeirra um 5% meira en árið áður. Útflutningur á áli var 16% minni og útflutningur kísiljárns 27% minni á föstu gengi en árið 1990. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fob árið 1991 var nær 5% meira en árið 1990. Innflutningur sérstakrar fjárfestingarvöru (skip, flugvélar, Landsvirkjun) var nær helmingi minni en árið áður. Verðmæti innflutnings til stóriðju var 5% meira en árið áður en olíuinnflutnings um 11% minna en 1990. Þessir innflutn- ingsliðir eru jafnan breytilegir frá einu tímabili til annars en séu þeir frátaldir reynist annar inn- flutningur (81% af heildinni) hafa orðið nær 14% meiri en á árinu 1990. -KK r ekki kominn tími til að skreppa suður og gera eitthvað fyrir sjálfan sig. Kíkja í búðir, fara í leikhús,koma við á krá njóta skemmtunar á Hótel íslandi og fullkomna ferðina með dvöl á fyrsta flokks hóteli. Láttu þetta eftir þér, þú átt það skilið. Pantanasími 688999. Grœnt símanúmer 996099 H Ó T E L ISLANÐ Ármúli 9, 108 Reykjavík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.