Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 7
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 7 Hvað ER AÐ GERAST? Flugásar í Borgarbíói - Hamlet sýnd á mánudag og þriðjudag Borgarbíó sýnir hina stór- skemmtilegu mynd Flugásar um helgina og fram í næstu viku. Þessi mynd kemur frá fram- leiðendum Airplane og Naked Gun og þykir bráðskemmtileg. Myndin er sýnd í kvöld og um helgina kl. 9.00 en kl. 9.05 á mánudag og þriðjudag. Myndin Freddy er dauður er sýnd kl. 9.05 í kvöld og um helg- ina. Ottó 3 er enn til sýninga hjá Borgarbíói og er sýnd kl. 11.00 í kvöld og um helgina og einnig myndin Ungir harðjaxlar. Stórmyndin Hamlet með þeim Mel Gibson og Glenn Close verð- ur sýnd á mánudag og þriðjudag kl. 9.00. Þá verða tvær barna- myndir sýndar kl. 3.00 á sunnu- dag, annars vegar Leitin að týnda lampanum og hins vegar Supermann. Margrét Bóasdóttir og Tríó Reykjavíkur: Tónleikar á Húsavík og Akureyri Margrét Bóasdóttir, sópransöng- kona og Tríó Reykjavíkur halda tvenna tónleika á Norðurlandi um helgina. Hinir fyrri verða í Safnahúsinu á Húsavík kl. 16 á morgun en hinir síðari í Safnað- arheimili Akureyrarkirkju kl. 17 á sunnudag. Á efniskránni verða 7 rómöns- ur eftir rússneska tónskáldið Dmitri Sjostakóvitsj en þær frumflutti Margrét ásamt tríóinu í Hafnarfirði sl. vor. Einnig verða á tónleikunum tveimur tríó eftir Þorkel Sigurbjórnsson og tríó eftir Franz Schubert. Vinir og synir í Sjallanum Hljómsveitin Vinir og synir leik- ur fyrir dansi í Sjallanum föstu- dags- og laugardagskvöld. Hljómsveitin var stofnuð á Akur- eyri fyrir skömmu og er skipuð þremur fyrrverandi Skriðjöklum, Námskeið á Snyrtistofu Nönnu: íslandsmeistari í förðun í heimsókn þeim Jakobi Jónssyni, Jóni Hauk Brynjólfssyni og Jóhanni Ingva- syni, auk þeirra Kristjáns Edel- stein, sem leikið hefur með ýms- um þekktum hljómsveitum, s.s. Strax, Chaplin og Hunangstungl- inu, og Val Halldórssyni sem þekktastur er fyrir leik sinn í Svörtu Köggunum. Þessir kappar sjá um tónlistina í nýrri söng- skeinmtun sem frumsýnd verður í Sjallanum um næstu helgi og munu þeir kynna nokkur lög úr sýningunni í kvöld og annað kvöld. Húsið verður opnað kl. 11 bæði kvöldin og verður dansað til kl. 3. Líney Rut Karlsdóttir, förðun- armeistari, verður með námskeið á Snyrtistofu Nönnu við Strand- götu á Akureyri um helgina. Lín- ey Rut er tvöfaldur íslandsmeist- ari í förðun og rekur Förðunar- meistarann í Borgarkringlunni. Námskeiðin verða á laugardag og sunnudag og stendur hvert þeirra yfir í þrjá til fjóra tíma. Líney Rut mun kenna hverri og einni konu förðun og kynna þær vörur sem hún flytur inn. Þetta eru sérhæfðar förðunarvörur og heita Make-Up Forever. Enn er hægt að taka við nokkr- um konum til viðbótar á nám- skeiðin og geta þær haft samband við Snyrtistofu Nönnu. Kvennaknattspyrnudeild íþrótta- félagsins Þórs verður með kaffi- Þá verður karaokesöngvélin sívinsæla á sínum stað í Kjallar- anum sem er opnaður kl. 18 alla daga. hlaðborð í Hamri frá kl. 15.00 sunnudaginn 9. febrúar nk. KafiGhlaðborð í Hamri á sunnudag Sálin í 1929 Valgeir á Uppanum Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns, með Stefán Hilmarsson í broddi fylkingar, leikur á skemmtistaðnum 1929 í kvöld. Sálin hefur komið margar ferðir norður og skemmt Akureyring- um og nærsveitamönnum. Á morgun laugardag verður diskótek í 1929 og þeir sem mæta á staðinn í kvöld, fá frítt inn á morgun. Valgeir Skagfjörð mætir enn og aftur á Uppann og skemmtir þar á morgun laugar- dag. Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins eru hvattir til þess að líta við í Hamri á sunnudaginn, gæða sér á kaffi, kökum og öðru góðmeti og skoða húsakynnin sem tekið hafa miklum stakka- skiptum síðustu mánuði. Hótel KEA: Leikhúsmatseðill- inn vinsæli Hótel KEA býður einstaklingum og hópum upp á vinsælan leik- Akureyri: húsmatseðil. Hann inniheldur rjómalagaða rækjusúpu, heil- steiktan nautahryggvöðva með madeirasósu, kaffi og konfekt- köku. Portið af stað á ný Portið á Akureyri fer nú af stað á ný á morgun eftir nokkurt hlé og verður starfrækt sem fyrr í nýju slökkvistöðinni við Árstíg á laug- ardögum. Portið verður opið frá kl. 11.00-16.00 og þeir sem vilja panta bása, er beðnir að hafa samband í síma 22381, eftir kl. 16.00 alla virka daga. Á laugardagskvöldum er dans- leikur innifalinn í verðinu á matnum og er borðum haldið á meðan á leiksýningu stendur, fyr- ir þá sem vilja. Þá býður Súlnaberg upp á þorramat á hlaðborði alla daga út þorra. Leikfélag Akureyrar: Tjútt & tregi Leikfélag Akureyrar sýnir söng- leikinn Tjútt & trega í Samkomu- húsinu föstudags- og laugardags- kvöld kl. 20.30. Höfundur tónlistar og texta, Valgeir Skagfjörð, hefur fengið mikið lof fyrir verk sitt svo og aðrir aðstandendur sýningarinnar og þátttakendur. Urmull af góð- um lögum prýða leikinn og er Tjútt & tregi kærkomin upplyft- ing fyrir Norðlendinga og lands- menn alla. Til leigu 25 m2 herbergi á annarri hæð í Oddeyrar- skála. Hentar undir skrifstofuhald, eða aðra skylda starf- semi. Upplýsingar í síma 96-24131. EIMSKIP -----------------------------------------------------------------------N AKUREYRARB/ÍR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Mánudaginn 10. febrúar 1992, kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Björn Jósef Arnviðarson og Kolbrún Þormóðsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjóra að Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður ieyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.