Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 4

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 7. febrúar 1992 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir), ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Tannvemd og tannheilsa í dag er árlegur tannverndardagur Tannverndarráðs. Það er ekki að ástæðulausu sem efnt er til sérstakrar tannvemdar- viku hér á landi. íslendingar borða hlutfallslega meira af sykri en flestar aðrar þjóðir og em stöðugt að auka neysluna. Ársneysla sykurs hér á landi er nú einhvers staðar á bilinu 60-70 kíló á mann og emm við eflaust ókrýndir heimsmeist- arar í þessari óheilnæmu iðju. Þjóðin neytir um það bil fjög- urra þúsunda tonna af sælgæti árlega og ársneysla gos- drykkja nemur rúmum hundrað lítmm á mann. Reyndar hef- ur gosdrykkjaþamb íslendinga því sem næst áttfaldast á rúmum tveimur áratugum, samkvæmt áreiðanlegustu upp- lýsingum. Þá er ótalin neysla ýmissa sykraðra ávaxtadrykkja en hún hefur einnig aukist jafnt og þétt. Fáum dylst að beint samband er á milli sykurneyslu og tannskemmda. Þess vegna má segja að við uppskemm eins og til er sáð, því tannskemmdir em algengari hér á landi en víðast í hinum vestræna heimi. Myndarlegs átaks er þörf til að snúa þessari þróun við og segja má að það átak sé þegar hafið. Heilbrigðisyfirvöld hafa, í náinni samvinnu við tannlækna, tannfræðinga, aðstoðarfólk tannlækna, skólayfirvöld, hjúkmnarfræðinga í gmnnskólum, starfsfólk heilsugæslustöðva og fleiri, beitt sér fyrir stóraukinni fræðslu um nauðsyn fyrirbyggjandi aðgerða í tannvemd. í gmnnskólunum fá nemendur nú fræðslu um flest það er lýtur að tannhirðu og þeir em einnig sendir í reglubundið eftirlit til skólatannlæknis. Árangur þessa for- varnarstarfs er svo góður að vemlega hefur dregið úr tann- skemmdum barna og unglinga á síðustu ámm. Eftir sem áður er þó ljóst að tannvernd heimilanna sjálfra er homsteinn góðrar tannheilsu. Þess vegna er tannverndar- dagurinn að þessu sinni helgaður foreldmm og uppalendum og athyglinni beint að ábyrgð þeirra á tannhirðu og tann- vernd barna og unglinga. „Lengi býr að fyrstu gerð,“ segir máltækið og em það orð að sönnu. Ástæða er til að hvetja foreldra og uppalendur til að hugleiða þessi mál sérstaklega í tilefni dagsins, þótt auðvitað sé æskilegast að tannvernd sé þeim og öðmm ofarlega í huga allan ársins hring. í grein sem birt er í blaðinu í dag fjallar Hörður Þórleifsson, tannlæknir á Akureyri, um tannvemd í skólum og heilsu- gæslukerfinu. í grein sinni bendir Hörður á að allir þurfi á tannheilsugæslu að halda, en aðeins skólaböm fái reglulega umönnun. „Sjúklingum á sjúkrahúsum og elliheimilum hef- ur fram til þessa ekki verið boðið upp á tannlæknaþjónustu og ekld virðast neinar líkur á því í bráð að fólk með menntun í tann- og munnsjúkdómum verði ráðið að þessum stofnun- um,“ segirHörður. í lok greinar sinnar vitnar Hörður Þórleifsson í markmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna um „heil- brigði allra árið 2000". Síðan segir hann: „Tannlæknar vilja einnig tannheilsu fyrir alla og ef það á að nást þarf að virkja heilsugæsluna betur, skipuleggja fræðsluna og gera tann- heilsu að orði sem hefur þýðingu innan heilsugæslu- kerfisins. Ráðamönnum verður að skiljast að sparnaður næst best með góðu forvarnarstarfi og það starf á heima innan heilsugæslunnar eins og vamir gegn öðmm sjúkdómum." Undir þessi orð skal tekið. BB. „Heyrirðu ekki að veröldin er svarthvít?“ - Þjóðviljinn - In memoram Þjóðviljinn er á förum. Ef til vill er réttara að segja að Þjóðviljinn sé að deyja. Andlátið ber að eftir nokkurra ára sjúkdómslegu og telst engan veginn óvænt. Flókn- ar skurðaðgerðir og ítrekaðar til- raunir til að koma sjúklingnum til fyrri heilsu reyndust árangurslitl- ar og megnuðu einungis að lengja líf hans um skamman tíma - með ærnum tilkostnaði. Ekki bætti úr skák að „sér- fræðinga" greindi á um sjúk- dómsgreininguna og því varð meðferðin handahófskennd og vart við hæfi. Smám saman missti sjúklingurinn mátt og heiisu hans hrakaði stöðugt. „Aukin kostnaðarvitund“ Síðastliðið vor kom ný ríkisstjórn til valda á íslandi. Hún fór fljót- lega að tala um nauðsyn þess að „auka kostnaðarvitund almenn- ings“. Fyrst í stað vissi enginn hvað ríkisstjórnin átti við með þessu framandlega orðalagi. Brátt kom þó f ljós að það merkti fyrst og fremst að hver er sjálfum sér næstur - ekki síst þegar reikn- ingur fyrir veitta heilbrigðisþjón- ustu er annars vegar. í ágúst síð- astliðnum ákvað hið opinbera síðan að „auka kostnaðarvitund" aðstandenda Þjóðviljans. Frá þeim tíma tók það ekki lengur þátt í kostnaði vegna langvarandi krankleika blaðsins. Sú ákvörðun markaði upphaf endalokanna. Blaðið var þá þegar komið að fótum fram. Nánustu aðstand- endur treystu sér ekki til að standa straum af einni lífgunartil- rauninni enn. - Jarðarförin fór fram síðastliðinn föstudag. Af einni rót Einhvern veginn á þessa leið má lýsa síðustu æviárum Þjóðviljans. Þessi lýsing á einnig að mestu við um Alþýðublaðið og Tímann, þótt þau blöð séu enn hérna meg- in landamæranna miklu. Rekstr- arörðugleikar blaðanna þriggja voru og eru sprottnir af einni og sömu rót; íhaldssemi og skorti á framtíðarsýn. Útgefendur þeirra héldu frá upphafi fast við þá stefnu að láta blað sitt gegna hlutverki flokksmálgagns á kostnað eðlilegrar og viður- kenndrar fréttamennsku. Einu sinni var... Einu sinni var Þjóðviijinn öflugt dagblað á íslenskan mælikvarða. Útgáfufélag þess átti talsverðar eignir og það sem mest er um vert: blaðið sjálft átti gnótt áskrifenda og auglýsenda, til að standa straum af útgáfukostnaði. Það var á þeim „gömlu, góðu“ árum þegar flokkspólitískt yfir- bragð frétta þótti sjálfsagt og eðlilegt. Bragi V. Bergmann. Smám saman tóku viðhorf almennings til fjölmiðlanna að breytast - eflaust samhliða því að viðhorfið til stjórnmálaflokkanna breyttist. Sauðtryggum, flokks- bundnum kjósendum fór fækk- andi. Æ fleiri „spiluðu eftir eyranu“ í kjörklefanum. Sauð- tryggum áskrifendum flokksblað- anna fækkaði að sama skapi. Fjölmiðlun í ætt við þá sem við þekkjum í dag tók að festa rætur. Hreinræktuð flokksblöð áttu undir högg að sækja. „Óháðari" áskrifendum þeirra líkaði ekki hvernig lesefnið var tilreitt. Þeim fannst sjónarhornið of þröngt. Þeir bættust í ört vaxandi hóp fyrrverandi áskrifenda. Margir auglýsendur fylgdu fordæmi þeirra. Leiðir skilja Um þetta leyti skildu leiðir með fyrrnefndu blöðunum þremur annars vegar og Morgunblaðinu og Vísi hins vegar. Ekki svo að skilja að „hægripressan" segði skilið við hagsmunagæslu sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn; hún fór einungis fínna með hana. Eig- endur Morgunblaðsins og Vísis vissu hvað klukkan sló: Hrein- ræktuð flokksmálgögn í dag- biaðalíki voru að renna skeið sitt á enda. Keppinautarnir flutu á hinn bóginn sofandi að feigðarósi - og reynslan hefur sýnt að þeir sofa enn. Styrktarkerfi í stað þess að grafast fyrir um ástæður ófaranna og spyrna við fótum, leituðu útgefendur flokks- blaðanna annarra leiða. Þeir byggðu upp styrktarkerfi til að mæta tekjutapinu: Þeir efndu til happdrættis og leituðu á náðir Flokksins, flokksmannanna og „velviljaðra“ fyrirtækja. Síðast en ekki síst leituðu þeir á náðir ríkisins. Útgefendurnir létu sig litlu skipta þótt áskrifendum og auglýsendum héldi áfram að fækka. Þeir treystu sér ekki til að rjúfa náin tengsl blaðs og flokks. Þeir neituðu að trúa að tími flokksblaðanna væri liðinn. ■ Svarthvít skynjun Segja má að krafa markaðarins hafi verið sú að skoðanir „í öllum regnbogans litum“ fengju að njóta sín í dagblöðunum. Út- gefendur flokksblaðanna létu þessa kröfu sem vind um eyru þjóta. Skynjun þeirra ein- skorðaðist við sauðalitina. Við- brögðum þeirra er ef til vill best best lýst með orðum Þórarins Eldjárns: Drottinn drottinn can’t you hear my heartbeat? Heyrirðu ekki að veröldin er svarthvít? Innanflokksátök Inn í erfiðleika Þjóðviljans blönduðust innanflokksátök í Alþýðubandalaginu, átök um það hverjir skyldu skipa útgáfu- stjórnina og hverjir stýra blað- inu. Sú langvinna rimma átti örugglega sinn þátt í falli Þjóð- viljans. Það er hins vegar önnur saga sem aðrir mega rita ef þeir nenna. Sjónarsviptir Þrátt fyrir það sem ég hef sagt hér að framan er mér eftirsjá að Þjóðviljanum. Margir orðsnill- ingar hafa stýrt penna á síðum blaðsins, auðgað þjóðmálaum- ræðuna og veitt þarft aðhald. Þjóðviljinn gerði margt vel á ríflega 70 ára ævi. Hann gerði líka margt sem miður telst. Lík- ast til eru það örlög allra... Mér þykir einsýnt að breiddin í íslenska blaðaheiminum minnki nú, þegar Þjóðviljinn er horfinn af sjónarsviðinu. Ábyrgð okkar, ritstjóra dagblaðanna sem eftir lifa, vex að sama skapi. Ég treysti mér ekki til að svara því hvort líf er eftir dauðann í til- felli Þjóðviljans. Mammon einn veit svarið við þeirri spurningu, það er undir honum komið. Ég sendi aðstandendum Þjóð- viljans hugheilar samúðarkveðj- ur. Bragi V. Bergmann. Athugasemd höfundar: Greinin hér að ofan var rituð að ósk ritstjórnar Pjóðviljans sáluga en hún leitaði til ritstjóra allra dagblaðanna og bað þá að skrifa eftirmæli um Þjóðviljann í síðasta tólublað hans. Ég varð fúslega við þeirri ósk - eins og kollegar mínir - en einhverra hluta vegna sá ritstjórn Þjóðviljans meinbugi á að birta þessa einu grein. Af augljós- um ástæðum gat ég ekki farið fram á að rit- stjórnin birti grein mína í næsta tölublaði á eftir... Höfundur er ritstjóri Dags. Fréttabréf Öryrkjabandalags íslands: Fjórða tölublað fiórða árgangs komið út Út er komið fréttabréf Öryrkja- bandalags íslands 4. tölublað 1991. Efni biaðsins er fjöl- breytt að vanda. Blaðinu rit- stýrir Helgi Seljan. Aðildarfélög Öryrkjabanda- lags íslands eru fjölmörg og þau hófu útgáfu fréttabréfs árið 1988. í 4. tölublaði 4. árgangs er nýlega kom út fylgir ritstjórinn frétta- bréfinu úr hlaði með ljóði er nefnist „Frá ritstjóra". Sr. Magnús Guðmundsson ritar hugvekju er hann nefnir „Gjafir guðs“ og Arnþór Helgason form. Öryrkja- bandalagsins ritar grein er hann nefnir „Að loknum aðalfundi“. í fréttabréfinu er grein um Sjón- stöð íslands eftir Guðmund Viggósson, yfirlækni, grein um starfsþjálfun fatlaðra eftir Guð- rúnu Hannesdóttur skólastjóra, grein um iðjuþjálfun fyrir gigt- sjúka eftir Ingu Jónsdóttur og greinin „Viðhorf gigtarsjúklings" eftir Sigríði Gunnarsdóttur, rit- ara Gigtarfélags íslands. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir ritar hug- leiðingu um aðgengi að húsi Drottins og grein Guðlaugar Sveinsdóttur ljósmóður á Egils- stöðum nefnist „Viðhorf og reynsla aðstandandans“. Auk þessa eru í fréttabréfinu ýmsar smærri greinar og ljóð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.