Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 13

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 13
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 13 MlNNING t Runólftir Jónsson Fæddur 4. nóvember 1902 - Dáinn 1. febrúar 1992 Runólfur Jónsson frá Litla-Sand- felli í Skriðdal lést þann 1. þessa mánaðar, 89 ára að aldri. Runólfur fæddist á Stóra-Sand- felli í Skriðdal en ólst upp á Litla- Sandfelli í sömu sveit og bjó þar síðan búi í ríflega 30 ár, frá 1926 til 1958. Það ár fluttist hann til Akureyrar, ásamt konu sinni, Jónínu Vilborgu Jónsdóttur, frá Vaði í Skriðdal. Þau bjuggu lengst af í Langholti 17. Fyrstu árin eftir að þau hjónin fluttu „á mölina“ vann Runólfur á Sambandsverksmiðjunum og síðan við ýmis byggingastörf. Árið 1963 tók hann að sér að annast innheimtu fyrir ýmis fyrir- tæki í bænum. Meðal þeirra fyrir- tækja sem fengu að njóta krafta Runólfs á þeim árum var Dagur, sem þá kom út einu sinni í viku að jafnaði. Fyrst í stað annaðist Runólfur smáviðvik fyrir blaðið en smám saman urðu verkefnin fleiri og stærri. Innan þriggja ára var Runólfur fastráðinn í hálft starf hjá blaðinu og gegndi því starfi af trúmennsku og einurð um 15 ára skeið, langt fram á ævi- kvöldið. Runólfur lét af störfum hjá Degi árið 1978, 76 ára að aldri. Fyrr þótti honum ekki tímabært að setjast í helgan stein, slík var eljan og ástundunarsemin. Dagur þakkar Runólfi skemmti- leg kynni og farsæl störf á liðnum árum. Bragi V. Bergmann. í dag kveðjum við hann afa og' okkur systkinin langar að minn- ast hans með nokkrum orðum. Afi lést aðfaranótt 1. feb. sl. á Hjúkrunarheimilinu Seli en þar dvaldi hann síðustu mánuðina. Við kölluðum hann oft „afa niðri“, en hann og amma áttu heima í sama húsi og við, á neðri hæðinni í Langholti 17. Ófá sporin áttum við systkinin niður til þeirra, til dæmis að biðja afa að hita kalda putta, spila lönguvitleysu, líta í Tímann eða spjalla um heima og geyma og alltaf var tekið á móti okkur með ást og hlýju. Afi var að austan, hann var bóndi á Litla-Sandfelli í Skriðdal, þar til þau amma fluttu til Akur- eyrar. Afi sagði okkur oft skemmtilegar sögur úr sveitinni sinni, frá því þegar pabbi okkar var drengur eða sögur af smala- hundinum sínum. Við systkinin erum þakklát fyrir þá gæfu að hafa alist upp með afa og ömmu við hlið okkar. Barnabarnabörn- in fengu líka að kynnast þeim vel og sakna nú langafa, en vita að honum líður vel hjá Guði. Við vottum pabba og systkinum hans okkar einlægu samúð. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. Elín Kristbjörg, Baldur, Jón Reynir og Árni Viðar. Frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna: Veigamiklar breytingar boðaðar á námslánakerflnu Málefni Lánasjóðs íslenskra námsmanna koma til með að verða fyrirferðamikil í umræð- um á Alþingi með vorinu. Olafur G. Einarsson, mennta- málaráðherra, lagði fyrir skömmu fram lagafrumvarp um sjóðinn þar sem boðuð er umtalsverð breyting á lánum, kjörum þeirra og endurgreiðsl- um. Þessar breytingar eru augljóslega átakamál enda samþykktu fulltrúar náms- manna ekki þetta frumvarp og skilaði fulltrúi samstarfsnefnd- ar námsmannahreyfinganna í nefnd um endurskoðun laga um LÍN séráliti um þetta mál. Horfur eru á að tekist verði á um endurgreiðslur lánanna en eins og þær eru boðaðar í frumvarpinu er um umtals- verða breytingu að ræða frá því sem er í núgildandi lögum. Verði frumvarpið að lögum í núverandi formi, sem margir telja ótrúlegt sökum andstöðu á þinginu, verða námslán eftirleiðis verðtryggð og með 3% ársvöxt- um en þeir verða reiknaðir frá námslokum. Þau lán sem nú eru veitt eru með verðtryggingu en vaxtalaus. „Námslán skal endurgreitt með jöfnum greiðslum vaxta og afborgana, jafngreiðslulán að viðbættum verðbótum skv. láns- kjaravísitölu. Árleg endurgreiðsla ákvarðast í tvennu lagi. Annars vegar er föst greiðsla sem innheimt er á fyrri hluta ársins, óháð tekjum og hins vegar viðbótargreiðsla sem innheimt er á síðari hluta ársins og er háð tekjum fyrra árs,“ segir í frumvarpinu. Styrkhlutfall ríkisins lækkar úr 65% í 25% „Með þeim tillögum um breyt- ingar á Lánasjóðnum sem hér eru settar fram næst það markmið að tryggja fjárhagsstöðu hans í framtíðinni, þ.e. eftir 10-15 ár miðað við svipað ríkisframlag og nú er til LÍN. Þessu má best lýsa með því að styrkhlutfall ríkisins lækkar úr um 65% í um 25% miðað við 6% ávöxtunarkröfu,“ segir í greinargerð með frum- varpinu. „Ljóst er að gildandi námslána- kerfi, sem byggist á lögum nr. 72/ 1982, getur ekki til frambúðar tryggt Lánasjóði íslenskra námsmanna það ráðstöfunarfé sem hann þarf til þess að geta gegnt hlutverki sínu. Fjárþörf LÍN hefur aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur valdið bæði auknum lántökum sjóðsins og vaxandi ríkisframlagi. Ef svo fer fram sem horfir mun spurn eftir námslánum vaxa á komandi árum. Á aukinni fjár- þörf sjóðsins eru ýmsar skýring- ar: 1) Flest nám að loknum grunnskóla er nú talið lánshæft að einhverju leyti ef undan er skilið nám til stúdentsprófs. 2) Nemendum á háskólastigi og framhaldsskólastigi hefur fjölgað umtalsvert. 3) Við mat á lánsþörf er nú tekið tillit til fleiri atriða en áður, yfirleitt til hækkunar. 4) Framfærslu- og námskostnaður almennt, þ.m.t. skólagjöld hefur aukist verulega. 5) Kostnaður sjóðsins vegna eigin lántöku hef- ur aukist vegna þess m.a. að ríkisframlag hefur ekki aukist til jafns við útlán. 6) Lítill hvati er í núgildandi kerfi fyrir námsmann til að takmarka lántökur sínar." Endurgreitt á fjórföldum námstíma í námslánakerfinu í dag eru veitt vaxtalaus en verðtryggð lán til 40 ára. Eftirstöðvar þeirra falla nið- ur þegar greitt hefur verið í 40 ár. Afborganir hefjast þremur árum eftir námslok og greitt er að hámarki 3,75% af útsvarsstofni ársins á undan, þó að lágmarki rúm 26 þúsund á ári. í greinargerð frumvarpsins er bent á að námslán séu nú að hluta til styrkir. Þar sem endur- greiðsla sé takmörkuð við tíma og hundraðshluta útvars séu 19% veittra lána í raun styrkir. í reynd hafi því tæpir 5 milljarðar króna af útistandandi lánum í árslok 1990 verið styrkir. Þær endurgreiðslureglur sem eru nú boðaðar eru þannig að láns- tími námsláns skal vera fjórfald- ur eðlilegur tími þess náms sem lánað er til. Ljúki námsmaður ekki námi skal lánstími vera tvö- faldur eðlilegur námstími. Endurgreiðsla skal hefjast einu ári eftir námslok. Sjóðsstjórn skilgreinir hvað telja beri náms- lok og endurgreiðslutíma. En hvaða áhrif munu veiga- miklar breytingar á námslána- kerfinu hafa? Auk þess sem lána- sjóðurinn verður léttari byrði á herðum ríkissjóðs geta þessar breytingar orðið til þess að draga úr eftirspurn eftir lánum. í grein- argerð með frumvarpinu segir: „Með samþykkt þessa frum- varps mun að líkindum draga eitthvað úr spurn eftir námslán- um þar sem þau verða ekki eins eftirsóknarverð og áður. Einnig er aðgangur að námslánum lítil- lega takmarkaður frá núgildandi lögum. Eins munu vextir, hertar endurgreiðslureglur, auknar kröfur um ábyrgðarmenn og lán- tökugjöld hvetja til varfærni og ráðdeildar." „Stuðningur ríkisins (almenn- ings) við menntun er áfram nauð- synlegur og er veittur með vaxta- leysi á námstíma og eftirgjöf á markaðsvöxtum. Árið 1992 er áætlað að þessi stuðningur ríkis- ins nemi 400 millj. kr. í formi vaxtaleysis á námstíma og 400 millj. kr. í formi vaxtaniður- greiðslna. Samanlagður stuðn- ingur ríkisins við menntun sam- kvæmt frumvarpi þessu yrði í heild nálægt einum milljarði króna árið 1992.“ JÓH r-----------------------\ SKATTFRAMTÖL fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki Rolf Hannén, Norðurbyggð 15. Sími 27721. Óskum að ráða barþjóna (hiutastorf) Yngri en 20 ára koma ekki til greina. Uppl. veittar á staönum milli kl. 13-15 laugard. KÍSILIÐJAN" REYKJAHLÍÐ VIÐ MÝVATN Framkvæmdastjóri Kísiliðjan hf. í Mývatnssveit óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra. Kísiliöjan starfrækir verksmiöju, sem framleiöir síunar- og fylliefni úr kísilgúr, aöallega til útflutnings. Starfs- mannafjöldi er 61. Afkoma félagsins hefur veriö góð og eiginfjárstaða er mjög traust. Aöaleigendur Kísil- iðjunnar eru Ríkissjóöur íslands (51%) og banda- ríska fyrirtækið Celite Corporation (48,56%). Starf framkvæmdastjóra er fjölþætt, en er aðallega fólgiö í stefnumörkun, áætlanagerð, ásamt stjórnun og ábyrgö á daglegum rekstri. Framkvæmdastjóri kemur fram fyrir hönd félagsins og gætir hagsmuna þess út á við. Leitað er aö hæfum manni, helst meö reynslu í fyrir- tækjastjórnun, sem tilbúinn er aö takast á viö krefj- andi ábyrgðar og stjórnunarstarf. Góö kunnátta í ensku er skilyrði. Skriflegum umsóknum um starf framkvæmdastjóra ásamt upplýsingum um starfsferil og menntun, skal merkja stjórn félagsins og senda til Kísiliðjunnar hf., 660 Reykjahlíð, fyrir 24. febrúar nk. Umsóknum skal skila á íslensku og í enskri þýðingu. Nánari upplýs- ingar um starfiö veita: Róbert B. Agnarsson, framkvæmdastjóri, vs. 96- 44190, hs. 96-44129. Pétur Torfason, stjórnarformaður, vs. 96-22543, hs. 96-22117. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað. .t Eiginmaður minn, KRISTJÁN BJARNASON, frá Sigtúnum, Einilundi 2 c, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, 5. febrúar. Jaðarförin verður auglýst síðar. Mekkín Guðnadóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTBJÖRG ÓLAFÍA BJÖRNSDÓTTIR, Stafholti 12, Akureyri, verður jarðsungin frá Glerárkirkju, mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast látið Krabbameinsfélag Akureyrar njóta þess. Aðalsteinn Hjaltason, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.