Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 8

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 7. febrúar 1992 Guðmundur Bjarnason, fyrrverandi heilbrigðisráðherra: Tekjutenging ellilffeyrís átti að skfla öðrum lífeyrisþegum auknum bótum - nú er gert ráð fyrir að sparnaour vegna tekjutengingarinnar renni beint í ríkissjóð í umræðum um tekjutengingu ellilífeyris hefur núverandi heilbrigðis- og tryggingaráð- herra þráfaldlega látið hafa eftir sér að hann sé að fram- kvæma tillögur fyrirrennara síns í þeim efnum. A fundi Framsóknarflokksins á Akur- eyri á dögunum ræddi Guð- mundur Bjarnason, fyrrver- andi heilbrigðis- og trygginga- ráðherra, þessi mál ásamt fleir- um og sagði að þótt hann hafi lagt til í ráðherratíð sinni að tekjutengja ellilífeyri þá sé aðeins hálfur sannleikurinn sagður í málflutningi eftir- manns síns. í hugmyndum sín- um um tekjutenginguna kvaðst Guðmundur hafa gert ráð fyrir að nýta þá fjármuni er þannig spöruðust innan tryggingakerf- isins til hagsbóta fyrir ýmsa þá er á því þyrftu að halda. Fyrir- ætlanir núverandi ráðherra byggist hins vegar á því að taka þetta fjármagn beint inn í ríkis- sjóð til almennra nota og því hverfí þessir fjármunir út úr tryggingakerfínu og komi eng- um lífeyrisþegum til góða í neinni mynd. Þá ræddi Guð- mundur einnig um lyfjamálin og sagði auðvelt að lækka lyfjakostnað ríkissjóðs með því að láta sjúklingana borga fyrir sig sjálfa. Guðmundur Bjarnason sagði að í sinni ráðherratíð hafi farið fram heildarendurskoðun á lögunum um almannatryggingar. Með því hefði verið ætlunin að gera almannatryggingalöggjöfina skýra og einfalda og leita leiða til hægræðingar og sparnaðar. Einn þessara þátta hafi verið að tengja greiðslur elli- og örorkulífeyris við tekjur viðkomandi einstakl- inga á þann hátt að þeir sem hefðu aðrar tekjur en frá almannatryggingakerfinu og líf- eyri lífeyrissjóða yfir 750 þúsund krónur á ári yrðu fyrir skerðingu lífeyris sem næmi 30% þeirra tekna er umfram væru. Guð- mundur sagði að meginmarkmið- ið með tekjutengingu ellilífeyris- ins hefði verið sá að sparnaður- inn sem af henni hlytist yrði not- aður til þess að hækka bætur, auka bótarétt og tryggja sem best hagsmuni þeirra, sem treysta yrðu að miklu leyti eða alfarið á almannatryggingakerfið sér til lífsviðurværis. Sparnaður vegna tekju- tengingarinnar átti að nýt- ast öðrum lífeyrisþegum með margvíslegum hætti Guðmundur sagði að í sínum hugmyndum hefði lífeyrir og tekjutrygging örorkulífeyrisþega átt að hækka um 14%. Ekki væri fyllilega raunhæft að leggja elli- og örorkulífeyri að jöfnu vegna þess að ellilífeyririnn væri greiðslur til fólks sem búið sé að ljúka sínum starfsdegi og hefði oft komið sér ágætlega fyrir. Öryrkjar væru aftur á móti fólk á öllum aldri, sem í mörgum tilfell- um ættu í verulegum erfiðleikum með að sjá sér farborða. í tillög- um Guðmundar var gert ráð fyrir að örorkustyrkur hækkaði um 7% og greiða mætti allt að 50% uppbót á örorkustyrk, yrði styrk- þegi fyrir verulegum aukakostn- aði vegna örorku sinnar. f>á var einnig gert ráð fyrir að frítekju- mark hjóna hækkaði úr 70 í 75% af frítekjumarki tveggja einstakl- Guðmundur Bjarnason. inga auk þess að afnema átti ákvæði núgildandi laga um að hjón eða sambýlisfólk skuli verða fyrir 10% skerðingu á lífeyri. Á sama hátt var gert ráð fyrir að skerðingarhlutfall tekna lækkaði úr 45% í 40%, það er að segja menn mættu hafa hærri tekjur áður en tekjutrygging skertist. Þetta atriði er komið í framkvæmd. í>á var gert ráð fyrir að vasapeningar þeirra sem dvelja á stofnunum yrðu tekju- tengdir og hækkuðu um 58% auk þess sem greiddur yrði uppihalds- styrkur til sjúklings eða fylgdar- manns hans er dvelja þyrfti sam- fellt 14 daga eða lengur á 12 mán- aða tímabili vegna læknismeð- ferðar utan heimabyggðar. Gert var ráð fyrir að ekkju- og ekkils- bætur hækkuðu og bótatími yrði lengdur auk þess sem taka átti upp umönnunarbætur vegna elli- og örorkulífeyris. Barnabætur átíu að hækka um 25% og sjúkra- og slysadagpeningar um 55%. Guðmundur sagði að af þessu verði séð á hvern hátt verja átti þeim fjármunum sem spöruðust vegna tekjutengingar ellilífeyris- ins - þeim hefði öllum átt að verja til þeirra er nauðsynlega þyrftu á þeim að halda. í hugmyndum núverandi heilbrigðisráðherra væri þessu alveg öfugt farið. Taka ætti þá fjármuni er sparist við tekjutengingu ellilífeyrisins út úr tryggingakerfinu til afnota fyrir ríkissjóð. Því væri algjör- lega óraunhæft að bera þessar aðgerðir saman þótt þær byggð- ust báðar á sömu forsendunni - þeirri að tengja greiðslur ellilíf- eyris við tekjur viðkomandi ein- staklinga. Farið í vasa skattgreið- enda í stað þess að leita raunverulegra leiða til þess að minnka kostnað Guðmundur ræddi einnig um lyfjamálin og sagði að auðvelt væri að minnka lyfjakostnað ríkissjóðs með því að láta sjúkl- ingana borga fyrir sig sjálfa. Hann sagði að ekkert væri nú gert til þess að ná verði lyfja nið- ur og lækka á þann hátt lyfja- kostnað þjóðarinnar í heild eins og stefnt hefði verið að með frumvarpi, sem hann hafi lagt fram á síðasta ári um kerfisbreyt- ingar á lyfjaversluninni. Með því hefði verið gert ráð fyrir að spara á bilinu fjóra til fimm milljarða ef allt væri talið. Nú beri allt að sama brunni hjá núverandi stjórnvöldum - farið sé ofan í vasa skattgreiðenda - ekki síst þeirra sem þurfa á þjónustu hins opinbera að halda í stað þess að leita leiða til hagræðingar og raunverulegs sparnaðar. Varðandi misheppnaðar sparn- aðaraðgerðir í heilbrigðisgeiran- um nefndi Guðmundur dæmið um Landkotsspítala og sagði að með því að leggja niður þriðja hlutann af starfsemi spítalans væri óhjákvæmilegt að verkefnin flyttust yfir á hin stóru sjúkrahús- in í Reykjavík með tilheyrandi vandræðum auk þess sem aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á atvinnu fólks. Samdráttur í fræöslu og forvarnastarfi kemur í bakseglin Með þeim samdráttaraðgerðum sem nú eru boðaðar í rekstri sjúkrahúsanna í landinu, sagði Guðmundur Bjarnasön að óhjá- kvæmilegt sé að aukin verkefni flytjist frá þeim yfir til heilsugæslustöðvanna. Þeim sé ætlað að sinna ákveðnu forvarna- starfi auk þess að veita ódýrari læknisþjónustu en sjúkrahúsin í þeim tilfellum sem unnt sé að koma því við. Samdrátturinn á sjúkrahúsunum og þar með aukið álag á lækningaþáttinn í starfsemi heilsugæslustöðvanna muni því óhjákvæmilega verða til þess að þær geti ekki sinnt fræðslustarf- semi og forvörnum í þeim málum sem þeim er ætlað. Þá muni þjón- ustugjöldin verða þess valdandi að fólk dragi að notfæra sér þjón- ustu heilsugæslustöðvanna og geti það haft þau áhrif að auka álag á sjúkrahúsin. Hætta sé á að samdráttur í forvarnastarfinu muni koma í bakseglin í auknum kostnaði vegna lækningastarfa. ÞI Fundaherferð Stafnbúa: Rangt verðmæta- mat á kvóta - kvótafundur á Sauðárkróki Frá fundi Stafnbúa á Sauðárkróki. Snær Karlsson, einn framsögumanna í ræðustóli. Sitjandi er Jón Karlsson, fund- arstjóri. Mynd: SBG Stafnbúi, félag sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akureyri, hefur undanfarið gengist fyrir fyrirlestrum og fundum víðsvegar um Norður- land. Síðasta sunnudag var einn slíkur á Sauðárkróki og var umræðuefnið: Áhrif físk- veiðistjórnunar á hagsmuna- aðila. Framsögumenn á fundinum á Sauðárkróki voru: Snær Karlsson, starfsmaður VMSÍ, Árni Benediktsson frá íslenskum sjávarafurðum, Kristján B. Garðarsson, iðnráðgjafi á Norðurlandi vestra og Einar Svansson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar-Skagfirðings hf. Snær Karlsson ræddi um áhrif laga um stjórnun fiskveiða á atvinnulega stöðu fiskvinnslu- fólks. í því sambandi nefndi hann að þegar hin svokölluðu kvótalög hefðu verið sett, hefðu starfað 12-13 þús. manns í fiskiðnaði á íslandi, en í dag væru þeir ekki nema 7-8 þús. Einnig sagði hann að afkoma fiskvinnslufólks væri lakari nú til dags en áður og mætti rekja ástæður þess m.a. til lagasetningarinnar. Stjórnlausum veiðum lokið Árni Benediktsson benti fund- armönnum á að hugtakið hags- munaðilar væri ansi víðtækt og jafnvel mætti flokka þjóðfélagið allt til hagsmunaðila í sjávarút- vegi. Hann sagði að menn yrðu að gera sér grein fyrir því að héð- an í frá yrði að stjórna fiskveið- um, því þær stjórnlausu veiðar sem voru, væru liðnar undir lok. Árni bar saman skrapdagakerfið og kvótakerfið og sagði heildar- afrakstur sjávarútvegsins hafa orðið minni en ella þegar hið fyrrnefnda kerfi var í gildi. Einn- ig sagði hann að gæðaímynd framleiðslunnar hefði minnkað með skrapdagakerfinu. Aftur á móti hefðu viðhorf til verðmæta og reksturs breyst mikið með til- komu kvótakerfisins og stærsti kostur þess væri að auðveldara væri að stefna að hámarksarð- semi en áður. Árni sagði auk þess að það gæti riðið hinum veik- byggða hlutafjármarkaði íslend- inga að fullu þegar í ljós kæmi hversu rangt verðmætamat er á kvótanum í dag. Kristján B. Garðarsson fór nokkrum orðum um áhrif fisk- veiðistjórnunar á stoðgreinar sjávarútvegsins og sagði málefni sjávarútvegsins vera málefni þjóðarinnar allrar. Hann benti á að málin snérust ekki bara um peningalegar stærðir heldur einn- ig um fólk og að ekki væri komið á endastöð hvað varðaði stjórnun fiskveiða og yrði sennilega ekki meðan þær væru stundaðar. Byggðaröskun og kvótakerfi Einar Svansson talaði um að erf- itt væri að skilja á milli einstakra þátta sjávarútvegsins og aldrei yrði hægt að komast hjá einhverri skerðingu á athafnafrelsi. Hann sagði ekki réttmætt að kenna kvótakerfinu um minnkandi landvinnu í fiskvinnslu og að ef aflamark hefði gilt á allan flotann allt frá upphafi kvótakerfisins hefðu vandræði orðið minni. Ein- ar sagðist ekki geta samþykkt að veiðiheimildir fylgdu byggðalög- um, því að slíkt myndi mismuna fólki og byggðalögum enda þyrfti einhver að ákveða þá skiptingu. Hann benti á að kvótakerfið hefði hjálpað til við gæði og jafn- ari vinnslu um landið og ekki væri hægt að setja samasemmerki milli kvótakerfis og byggða- röskunar. Auk þess sagði hann engar líkur vera á hækkun fisk- verðs í framtíðinni heldur myndi það trúlega lækka og framtíðin væri því að hagræða til hagnaðar. Litlar umræður urðu eftir framsögurerindin enda ekki margir sem sátu fundinn. Þeir sjávarútvegsfræðinemar sem þarna voru spurðu þó lítillega út í einstök mál auk þess sem bæjar- stjóri Sauðárkróks sagði nokkur orð. SBG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.