Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 5
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 5 Tannverndarvika Iannvernd í skólum og heilsugæslukerfínu Pegar hefur komið fram að tann- vernd heimilanna er hornsteinn góðrar tannheilsu. Tannhirða lærist ekki sjálfkrafa, því fer mikil fræðslustarfsemi fram í grunn- skólunum og eiga skólahjúkrun- arfræðingar heiðurinn þar af. Einnig hefur heilbrigðisráðu- neytið sent tannfræðinga af og til í grunnskólana til að fræða börn- in um tannhirðu og skaðsemi syk- urs í millimálabitanum. í skólunum fá börnin flúorskol og læra burstun. Skólahjúkrun- arfræðingar fylgjast með því að allir fari í skólaskoðun til tann- læknis, taka við upplýsingum frá tannlæknum, skoða tannhirðu- tölur einstaklinga og fylgjast með þeim sem þar eru í lægri kantin- um. Tannlæknar og skólahjúkr- unarfræðingar vinna þannig sam- an að bættri tannheilsu barn- anna. Tannfræðingar koma inní myndina með sína fræðslu og árangurinn er orðinn það góður að hola í tönn unglings er að verða sjaldgæft fyrirbæri. Tannvernd heilsugæslunnar Samkvæmt lögum á heilsugæslan að sjá um veigamikinn þátt í tannvernd bæði ungbarna og skólabarna, einnig um tann- heilsugæslu þeirra er til hennar leita með kvilla sína. Góð reynsla fékkst af því að hafa tannfræðing starfandi við ungbarnaeftirlitið en það lagðist af er tannfræðing- urinn fór til annarra starfa. Nú þegar tannfræðingar bjóðast kemur sparnaður í veg fyrir að Lesendahornið Hörður Þórleifsson. 3. grein þráðurinn sé tekinn upp að nýju og er það rniður. Heilsugæslan sér um eftirlit með heilsu ungbarna, barna á skólaaldri, hún sér um heima- hjúkrun og auk þess kemur almenningur til að leita sér lækn- inga. Allir þurfa á tannheilsu- gæslu að halda en aðeins skóla- börnin fá reglulega umönnun. Það komst á fyrir frumkvæði tannlækna á Akureyri og er fram- kvæmt með hjálp skólahjúkrun- arfræðinga, sem ráðnir eru hjá heilsugæslunni. Sjúklingum á sjúkrahúsum og elliheimilum hefur fram til þessa | ekki verið boðið upp á tann- læknaþjónustu og ekki virðast neinar líkur á því í bráð að fólk með menntun í tann- og munn- sjúkdómum verði ráðið að þess- um stofnunum. Tannheilsa fyrir alla árið 2000 Hér er vitnað í markmið Samein- uðu þjóðanna um heilsu fyrir aila. Tannlæknar vilja einnig tannheiisu fyrir alla og ef það á að nást þarf að virkja heilsugæsl- una betur, skipuleggja fræðsluna, gera „tannheilsugæslu" að orði sem hefur þýðingu innan heilsu- gæslukerfisins. Ráðamönnum verður að skiljast að sparnaður næst best með góðu forvarnar- starfi og það starf á heima innan heilsugæslunnar eins og varnir gegn öðrum sjúkdómum. Það er álit Tannlæknafélags Norðurlands að fræðslustarf, upplýsingamiðlun, stjórnun kerf- isbundinna tannverndaraðgerða og eftirlit með tannlæknaþjón- ustu sem greidd er af Trygginga- stofnun ríkisins verði í höndum heilsugæslunnar. Aftur á móti skuli sjálf tannlæknaþjónustan vera í höndum sjálfstætt starfandi tannlækna. Með góðu sainstarfi tannlækna og heilsugæslu er hægt að ná góðri tannheilsu hjá öllum aldurshópum eins og þegar hefur verið gert hjá grunnskólabörnun- um. Hörður Þórleifsson. Höfundur er tannlæknir á Akureyri. Um slæma umferðarmenn- ingu og gömul jólatré Mig langar til að fara fáum orð- um um umferðarmenninguna hér á Akureyri, þótt margir hafi áður gert hana að umtalsefni. Vinnu minnar vegna þarf ég að vera mikið á ferðinni alla virka daga. Ég hef veitt því athygli og finnst það alveg furðulegt hvað ökumenn tefja umferðina með því ýmist að gefa ekki stefnuljós eða gefa það á síðustu stundu. Mér finnst notkunarleysi stefnu- ljósa sérstaklega áberandi á gatnamótum Hlíðarbrautar og Austursíðu (þ.e. á horninu hjá Hita). Lögreglan fer ekki á und- an með góðu fordæmi, því hún er ekkert betri hvað þetta varðar, að mínum dómi. Annað atriði, sem fer mjög í taugarnar á mér í umferðinni á Akureyri, er skortur ökumanna á almennri kurteisi. Þetta er mjög áberandi þegar maður þarf að koma bílnum sínum út á akbraut úr bílastæði. Jafnvel þótt bíllinn sé kominn hálfur út í götuna er mjög algengt að aðvífandi bíll taki sveig til að komast áfram frekar en að bíða augnablik, sem er almenn kurteisi. Og svo yfir í allt aðra sálma. Ég get ekki látið hjá líða að minnast á jólatréin, sem liggja víða á lóðum. Sem dæmi vil ég nefna að þegar ég sest niður í kaffistofunni á vinnustað mínum, blasir við mér tré, sem legið hef- ur fyrir utan stofugluggann á rað- húsi í nágrenninu síðan um jól. Þegar þetta er skrifað er kominn 5. febrúar og mér finnst eiginlega tími til kominn að láta þetta tré, sem og öll önnur jólatré frá síð- ustu jólum, hverfa. Það er svo ekki fleira að sinni. Ein óhress með sumt í bænum okkar. Eru þetta boðberar sannleikans? Eru þetta boðberar sannleikans? Eftir að hafa hlustað á útvarps- þáttinn „í vikulokin" laugardag- inn 1. feb. sl. fann ég hvöt hjá mér til að biðja Dag að birta frá mér nokkrar línur um atriði sem þar kom fram. Tveir þeirra manna sem fram komu í þættinum minntust Þjóð- viljans, sem þá var í andarslitrun- um sem dagblað. Þetta voru: Haraldur Blöndal sjálfstæðis- maður og Guðmundur Einarsson alþýðuflokksmaður. Þeir gátu ekki ieynt heiftarhug til blaðsins, og sagði Haraldur að það hefði aldrei sagt satt orð en Guðmund- ur sagði að það hefði aldrei stutt nema vond mál. Það er við þessa illmælgi sem ég vil fyrst og fremst koma leið- réttingu á framfæri. Þjóðviljinn var ekki sökudólg- urinn, heldur allir þeir sem skrif- uðu íhann og þeir, sem létu hann birta vond og neikvæð mál. Hér eins og í öðrum auðvalds- ríkjum, er það fjármagnið sem skapar grunninn að áhrifum og völdum. Það er ekki réttlætis- og sannleiksást sem gerði Moggann og DV stærst og útbreiddust dagblaða í landinu, heldur fjár- magnið sem bakvið þau stóð. Nú lifa þessi hægri blöð mikla blóma- tíð á meðan frjálshyggjueinka- fjármagnið böðlast um í þjóðfé- laginu og misrétti meðal þegn- anna vex. Utvarpshlustandi. Hestamenn! Látum ekki aka á okkur í skammdeginu - notum ENDURSKINSMERKI HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR Slotnaö 5 nóv 1928 PO Bo« 348 - 602Akureyn' Laugardagskvöldið 8. febrúar Veitingasalir II. hæð Lokað vegna einkasamkvæmis ☆ Við minnum einstaklinga og hópa á leikhúsmatseðilinn! Rjómalöguð rækjusúpa Heilsteiktur nautahryggvöðvi með madeirasósu Kaffi og konfektkaka Verð kr. 2.050,- Verð á laugardagskvöldum kr. 2.500,- þá innifalinn dansleikur. Ath. Höldum borðum meðan á sýningu stendur. ☆ SÚLNABERG Þorramatur á hlaðborði alla daga út þorra! EIMSKIP AÐALFUNDUR HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 5. mars 1992, og hefst kl. 14.00. ---------- DAGSKRÁ ----------- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hiuthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 28. febrúar til hádegis 5. mars. Reykjavík, 1. febrúar 1992 STJÖRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.