Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 9
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 9 Opinberir starfsmenn: „Verið er að steftia atvimmöryggi fjölda fólks í hættu“ - segir Jóhanna Júlíusdóttir, formaður Starfsmannafélags Akureyrarbæjar kjarasamninga en ljóst sé aö eftir fimm mánaða bið meðan ekkert hafi gerst verði að koma viðræð- um af stað. Framkoma stjórn- valda sé ekkert annað en lítils- virðing við launþega. Hún sagði að launakjör opinberra starfs- manna hafi dregist aftur úr öðr- um viðmiðunarhópum að undan- förnu. Jóhanna sagði að við skerðingu launakjara bætist nú við að hótað sé réttindaskerðingu og með samdráttaraðgerðum sé verið að stefna atvinnuöryggi fjölda fólks í hættu. Hún benti á að engan- veginn sé ljóst á hvern hátt eigi að láta heilbrigðiskerfið ganga upp ef allar boðaðar samdráttar- aðgerðir komi til framkvæmda með fullum þunga. Þótt fullljóst sé að sporna verði við eyðslu í þjóðfélaginu umfram tekjuöflun verði að framkvæma sparnaðar- aðgerðirnar á lengri tíma og vinna að þessum markmiðum í áföngum því launþegar hafi alls engin efni á þeirri leiftursókn sem nú sé verið að boða. Jó- hanna benti einnig á fyrirhugað- an samdrátt í menntakerfinu. Með því að takmarka aðgang að skólum og þar með námsmögu- leika ungs fólks sé verið að beina því fyrr út á vinnumarkað- inn þótt hann virðist alls ekki undir það búinn að taka við fólki sem hrökklast frá námi vegna samdráttar í menntakerfinu. „Ég spyr hvað eigi að verða um þetta fólk. Ætla stjórnvöld að vísa því á atvinnuleysisbætur og hefur verið reiknað út hvað slíkt kostar þjóðarbúið. Eða á jafnvel að leggja þær niður á eftir og vísa fólki á Guð og gaddinn. Miðað við það sem nú hefur verið boðað er alveg raunhæft að álykta á þennan veg,“ sagði Jóhanna Júlíusdóttir. Jóhanna ræddi einnig um hugs- anlega hækkun ellilífeyrismarka. Hækkun þeirra þýddi ekkert ann- að en að fólk héldi í mörgum til- fellum áfram vinnu ári lengur en það hafi hugsað sér og kosið. Ef af þessu verði losni færri störf þegar samdráttur sé á vinnu- markaðnum. „Mér er spurn hvort markmiðið sé að koma hér upp kynslóð sem ekki kunni að vinna fyrir sér,“ sagði Jóhanna og bætti við að slíkt sé víðs fjarri eðli okkar íslendinga. Varðandi kjör hinna lægst launuðu sagði Jóhanna að nauðsynlegt sé að leiðrétting þeirra náist fram án þess að sú launahækkun þurfi að ganga upp í gegnum allt launa- kerfið. Til þess séu ekki peningar í þjóðfélaginu eins og stendur og því verði að einbeita sér að því að búa hinum verr settu lífvæn- legri skilyrði. Slíkt sé ekki auð- velt í ljósi reynslunnar því hinir betur settu hafi yfirleitt haft lag á því að ná fram eins góðum og jafnvel betri launahækkunum. Jóhanna sagði að fundurinn á Akureyri hefði tekist mjög vel og þótt almennar umræður hefðu ekki farið fram hefði mátt greina að þungt hljóð er í mörgum opin- berum starfsmönnum varðandi kjarasamningana og þá fram- vindu sem nú á sér stað í niður- skurði á velferðar- og mennta- kerfi þjóðarinnar. ÞI Frá frægri aðgerð lögreglumanna í verkfalli BSRB árið 1984. Jóhanna Júl- íusdóttir, formaður STAK, segir að enn sé ekki komið svo langt að ræða ein- stakar aðgerðir til að knýja fram kjarasamninga. Kjarasamningar opinberra starfsnianna hafa nú verið lausir í um það bil fimm mán- uði og enn bólar ekkert á því að raunhæfur samningsvilji sé fyrir hendi af hálfu stjórn- valda. Þar við bætist að með ýmsum aðgerðum þeirra að undanförnu telja ríkisstarfs- menn að sér vegið. í ályktun fundar BSRB, BHMR og Kennarasambands íslands, sem haldinn var á Akureyri 22. janúar segir meðal annars að efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar stórauki útgjöld Iaunafólks og geri afkomu þess verri. Með margvíslegum aðgerðum sé verið að vega að þeim sem eiga fullt í fangi með að lifa af mánaðarlaununum sínum á meðan í engu sé skert- ur milljónagróði fjármagnseig- enda. í ályktuninni er einnig bent á að ýmsum ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar sé sérstaklega beint gegn opinberum starfsmönnum - vegið að starfskjörum þeirra og þeim hótað réttindaskerðingu. Einnig séu fjöldauppsagnir boð- Jóhanna Júlíusdóttir. aðar og stórfelldum samdrætti hótað í velferðarkerfinu. Jóhanna Júlíusdóttir er formað- ur Starfsmannafélags Akureyrar- bæjar og var fundarstjóri á fundi framangreindra samtaka. Hún sagði að enn væri ekki komið svo langt að farið væri að ræða einstak- ar aðgerðir til þess að knýja fram vetrargolfæfingar ► Púttvöllur kr. 300 kist. þ Hópkennsla ► Chip ► Einkakennsla ► Bunker - sandur ► Videokennsla ► Æfinganet ► Áhöld til staöar ► Verslun ► Heitt á könnunni Dag- og mánabarkort á mjög góðu verði Aörar upplýsingar og skráning í kennslu í síma 23846 Opið mánud.-fóstud. frá kl. 11.00-23.00 laugard. og sunnud. frá kl. 9.00-18.00 Komdu og prófaðu - golfer feikna gaman h OLFBÆR Furuvöllum 3 • Simi 33846 BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA Tilboð á hreinlætistækjum I.F.Ö. WC I.F.Ö. handlaug í borði Bette baðkar m höldum eða I.F.Ö. WC I.F.Ö. handlaug í borði Bette sturtubotn 80x80 Arabia WC Arabia borðhandlaug Bette baðkar m/höldum eða Arabia WC Arabia borðhandlaug Bette sturtubotn 80x80 Seljum næstu daga nokkur útlitsgölluð baðker á hálfvirði Ennfremur meðan birgðir endast: Ljósa loftaklæðingu - hitastýrð blöndunar- tæki, Danfoss - veggfóður - parket og flísaafganga með góðum afslætti 601 Akurevri • 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813 37.725 29.736 36.039 28.050

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.