Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Föstudagur 7. febrúar 1992 Tónlist Píanótónleíkar Zsuzsönnu Budai Laugardaginn 1. febrúar hélt Zsuzsanna Budai, píanóleikari, tónleika á Sal Tónlistarskólans á Akureyri. Zsuzsanna Budai er fædd árið 1964 í Szeged í Ungverjalandi. Hún hóf nám í píanóleik einungis sex ára að aldri og hélt í tónlist- armenntaskóla að grunnskóla- námi loknu. Hún vann til fyrstu verðlauna í píanókeppni æsku- fólks árið 1983 og náði öðru sæti í Leó Wainer kammertónlistar- keppninni árið 1987. Árin 1983 til 1988 nam Zsuzsanna við Franz Liszt tónlistarskólann í Búdapest og lauk þaðan brottfararprófi. Eftir það kenndi hún í Búdapest en hélt auk þess píanó- og kamm- ertónleika jrar í borg og víðar í Ungverjalandi. Zsuzsanna Budai kom til íslands í haust leið og kennir nú píanóleik við Tónlist- arskólann á ísafirði. Á efnisskrá tónleika Zsuzs- önna Budai voru eingöngu verk klassískra tónskálda. Fyrst lék hún sónötu í F-dúr Hob.XVI/23. í þessu verki skorti dálítið á ákveðni og nákvæmni og var sem listamaðurinn væri ekki meira en svo kominn á skrið. Sér í lagi bar á þessu í fyrsta kaflanum, Moderato, sem ef til vill var líka í hraðasta Iagi. Þá kann ókunn- ugleiki við hljóðfærið að hafa valdið einhverju og auk þess nokkuð truflandi aukahljóð, sem virtust koma úr pedalbúnaði þess. Annað verkið á efnisskránni var Sónata í c-moll op 13, „Pat- hétique“ eftir Beethoven. í þessu verki færðist Zsuzsanna Budai í aukana og lék af verulegu öryggi og þrótti. Henni tókst skemmti- lega að draga fram blæbrigði þessa magnaða tónverks. Á stundum virtist þó svörun hljóð- færisins ekki vera að fullu sú, sem listamaðurinn hefði viljað. Þar kemur það væntanlega til, að flygill tónlistarskólans er ekki af fullri konsertstærð og hefur að sjálfsögðu sín takmörk. Pá lék Zsuzsanna Budai tvö verk eftir Franz Liszt: Gnomen- reigen (Álfadans) og Waldes- rauschen (Skógarþyt). Bæði þessi verk eru dæmigerð „prógramm- stykki“, þar sem tónskáldið er að skapa myndir þess, sem það fjall- ar um. Flutningur Zsuzsönnu Budai var innilegur og tilbrigða- ríkur. Lokahendingar Gnomen- reigens í flutningi Waldes- rauschens gáfu verkinu raun- sannan og tjáningarríkan blæ. Lokaatriði efnisskrárinnar voru tvö verk eftir Fréderic Chopin: Ballade nr. 3 í As-dúr op. 47 og Scherzo nr. 2 í b-moll op. 31. Þessi verk flutti Zsuzs- anna Budai af verulegri innlifun og öryggi, svo að tæplega bar skugga á. í fiutningi byggja bæði mjög á blæbrigðum í styrkleika, áslætti og hraða. Píanóleikaran- um tókst vel að draga fram þessi atriði í túlkun sinni og ná tilfinn- ingu í leik sinn. Tónleikar Zsuzsönnu Budai voru sæmilega sóttir, en því mið- ur ekki meira en það. Fleiri á meðal tónlistarunnenda Akur- eyrar hefðu mátt láta forvitni um tónlistarmanninn ráða tíma sínum. Það er ætíð skemmtilegt og ekki síður fróðlegt að hlýða á það fólk, sem kennir við tónlist- arskóla landsins. í slíku fá áhuga- menn um tónlist og tónlistar- kennslu tækifæri til þess að heyra og kynnast getu þeirra iðulega ágætu listamanna, sem starfa við skólana. Því ættu kennaratón- leikar að vera fastir liðir í starf- semi tónlistarskólanna og jafnvel hluti af starfsskyldu kennara þeirra. Haukur Ágústsson. Landsfundur Sambands Alþýðuflokkskvenna: Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Arnarsíða 12 b, Akureyri, þingl. eig- andi Sveinn Ævar Stefánsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 16.30. Uppboðsbeiðendur eru: Valgeir Pálsson hdl., Magnús H. Magnússon hdl., Húsnæðisstofnun ríkisins, Sigurmar K. Albertsson hdl., Ásgeir Thoroddsen hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Gránufélagsgata 33, Akureyri, þingl. eigandi Hákon Henriksen o.fl., fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 17.30. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Arnar Sigfússon hdl. Grenilundur 15, Akureyri, þingl. eig- andi Haukur Adolfsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 17.00. Uppboðsbeiðandi er: Valgeir Pálsson hdl. Hafnarstræti 77,3. og 4. hæð, Akur- eyri, þingl. eigandi Jóna Ákadóttir o.fl., fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Hjarðarslóð 2 b, Dalvík, þingl. eig- andi Stefán P. Georgsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl. og Ævar Guðmundsson hdl. Hólabraut 20, Hrísey, þingl. eigandi Jóhann S. Brynjarsson o.fl., ferfram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins, Sigríður Thorlacius hdl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Karlsbraut 7, Dalvik, þingl. eigandi Sigurjón Kristjánsson, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 09.30. Uppboðsbeiðandi er: Húsnæðisstofnun ríkisins. Norðurgata 3 1. hæð, norðurhluti, Akureyri, þingl. eigandi Jóhanna S. Gísladóttir, fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. febrúar 1992, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun rikisins, Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hrl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu Varar við spamaðaráformuin sem bitna á velferð fjölskyldunnar 10. landsfundur Sambands Alþýðuflokkskvenna sem haldinn var 17. og 18. janúar 1992, skorar á þingmenn og ráðherra Aiþýðuflokksins í núverandi stjórnarsamstarfí að „standa vörð um grundvallar- sjónarmið jafnaðarstefnunnar sem byggja á frelsi einstakling- anna og jafnrétti fyrir alla. Rétturinn til lífsgæðanna, þátt- taka í menningu og atvinnulífí og rétturinn til að lifa með mannlegri reisn er ekki bundinn við kyn, aldur eða atgervi.“ Á þessum orðum hefst ályktun Landsfundar Sambands Alþýðu- flokkskvenna. í henni er hjöðnun verðbólgu og þeim stöðugleika sem náðst hefur í efnahagsmálum fagnað og minnt á að þar með hafi skapast forsendur fyrir vaxtalækkun, sem brýnt sé að knýja á um nú þegar. Síðan segir í ályktuninni: „Enn á ný minnir landsfundur S.A. á breytta stöðu fjölskyldunnar í þjóðfélaginu m.a. vegna aukinn- ar atvinnuþátttöku kvenna. Kon- ur eru komnar út á vinnumarkað- inn til að vera. Þeirri þróun verð- ur ekki snúið við. Enn skortir mikið á að þjóðfélagið hafi viður- kennt þessa staðreynd í verki. Öflugt og traust velferðarkerfi er forsenda þess að fjölskyldan geti í dag verið sá hornsteinn þjóðfé- lagsins sem menn vilja vera að láta á hátíðarstundum. Því varar landsfundurinn við sparnaðar- áformum sem bitnað gætu á vel- ferð fjölskyldunnar. Landsfund- urinn skorar á ráðherra og þing- menn flokksins að hrinda nú þeg- ar í framkvæmd áformum ríkis- stjórnarinnar um aðgerðir í skatta- og félagsmálum til að bæta kjör láglaunafólks.“ Landsfundur S.A. skorar á stjórnvöld að gera sitt til að tryggja fulla atvinnu og standa vörð um hagsmuni lágtekjufólks og vinna að launajafnrétti. Síðan segir m.a.: „Það er sögulegt hlutverk jafn- aðarmanna að breyta til almenn- ingsheilla skiptingu valds og auðs í þjóðfélaginu. Landsfundur S.A. skorar á ráðherra og þing- menn flokksins að gera sitt til að bæta úr, og hafa kjark til að taka af þeim sem mest bera úr býtum og nýta það í þágu þeirra sem minna mega sín. Þegar á þessu þingi verði lögfestur skattur á fjár- magnstekjur, þó án þess að vaxtatekjur af almennum sparn- aði launafólks beri skatt. Tryggt verði að lög gegn einokun og hringamyndun verði sett áður en til sölu ríkisfyrirtækja kemur. Jafnframt telur landsfundurinn óhjákvæmilegt við núverandi aðstæður að lagður verði á hátekjuskattur og að gripið verði til harðra aðgerða gegn skattsvik- um.“ í lok ályktunar sinnar minna Alþýðuflokkskonur á að tryggja þurfi að framfærsla heimilanna verði fjölskyldum ekki ofviða og í því sambandi verði aðgerðir ríkisstjórnarinnar að beinast að lækkun á húsnæðiskostnaði leigj- enda, lækkun virðisaukaskatts og hækkun skattleysismarka. „Til að ná fram lækkun á matvöruverði og þar með auknum kaupmætti þá beinir landsfundurinn því til þingmanna Alþýðuflokksins að þeir beiti sér fyrir því að efnd verði þau ákvæði búvörusamn- ingsins sem kveða á um opinbera úttekt á verðmyndunarkerfi land- búnaðarafurða. Breyting núver- andi verðmyndunarkerfis mun leiða til verulegrar lækkunar á landbúnaðarafurðum án þess að rýra þurfi kjör bænda.“ Skákþing Akureyrar: Yngri flokkar fara af stað Skákþing Akureyrar í yngri flokkum hefst næstkomandi laug- ardag kl. 13.30 og er öllum börn- um og unglingum heimil þátt- taka. Teflt verður í félagsheimili Skákfélags Akureyrar við Þing- vallastræti. Keppt verður í flokki 13-15 ára og 12 ára og yngri. Stúlkur tefla ekki í sérstökum flokki heldur með 12 ára og yngri en efstu stúlkurnar fá verðlaun. Leiðrétting í blaðinu á miðvikdag, þar sem fjallað var um gjafir til Krabba- meinsfélags Suður-Þingeyinga, var farið rangt með nafn Arn- bjargar Sigurðardóttur frá Rauðuskriðu og sagt að hún hafi heitið Aðalbjörg. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Oddur Óskarsson, sölumaður hjá Höldur, umboðsaðila Heklu á Akureyri, afhendir Alberti Valdimarssyni, bif- reiðastjóra á BSO, lyklana af VW Caravella. Hjá þeim stendur Marinó Björnsson, sölustjóri VW hjá Heklu. Mynd: Golli Akureyri: Fyrsti bfllinn af gerðinni VW Caravella aflientur - ætlaður til leigubílaaksturs og hefur þá sérstöðu að geta tekið farþega í hjólastól Fyrsti bíllinn af gerðinni VW Caravella, hefur verið afhentur á Akureyri. Hann er ætlaður til leiguaksturs og hefur þá sér- stöðu að geta tekið farþega í hjólastól. Þessir bílar eru hentugir til slíks aksturs og hafa sjö slíkir verið teknir í notkun á Reykja- víkursvæðinu á síðustu vikum. Hekla hf. hóf sölu á nýjum VW fólksflutningabíl og sendibíl (Caravella, Kombi og Trans- porter) í apríl á síðasta ári og hefur þessi bíll hlotið lof kaup- enda og er hann mikið breyttur frá fyrirrennara sínum (rúg- brauðinu). Nýi bíllinn er framhjóladrif- inn, með vökvastýri, 5 gíra, búinn 2ja lítra bensínvél með beinni innsprautun eða 5 cyl. 2.4 lítra dieselvél. Markaðshlutdeild VW sendi- bíla á síðasta ári var 9,3% og eru forsvarsmenn Heklu nokk- uð ánægðir með þann árangur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.