Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 7. febrúar 1992 Nýr kvöldseöill Fimm lauka súpa Grafin nautalund m/hunangssinnepssósu Humarfylltar grísalundir Piparmyntufrauð Verð kr. 2.900,- Leikhústilboö Gratineruð skelfisksúpa m/hvítlauksbrauði Glóðarsteiktar lambamedalíur m/Madeirasósu Kaffi og konfekt Kr. 1.900 fyrir 1-10 manns Kr. 1.800 fyrir fleiri en 10 Blaðamenn Dags á austurleið rákust á þessa fjörugu félaga á Kópaskeri. Halldór Sævar var að koma úr skólanum og hitti þá hundinn Varg. Þeir gáfu sér tíma til að brosa framan í Ijósmyndarann. Mynd: Golli Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: „Aðgerðir miða að því að niinnka kostnað og hagræða í vinnu“ - segir Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Lengri opnunartími leiktækjasala: Verið að verðlauna þá fyrir að brjóta reglur - segir Baldvin Bjarnason, skólastjóri Hjá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur verið sam- þykkt sparnaðaráætlun sem tekur til þeirra 56 milljóna króna sem sjúkrahúsinu er gert að spara á þessu ári. Tillögur stjórnarinnar voru kynntar á fundi með starfsfólki í gær og að sögn Inga Björnssonar, framkvæmdastjóra FSA, var ekki annað að heyra en að starfsfólk væri sátt við áætlun- ina og að allir myndu leggjast á eitt til að ná fram þessum sparnaði. „Við grípum fyrst og fremst til allrar þeirrar hagræðingar í rekstri sem við höfum tök á. Menn geta alltaf gert betur en þeir hafa gert áður og við ætlum að reyna það með almennu Halldór Blöndal, landbúnað- ar- og samgönguráðherra, kom víða við í ræðu sinni á fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisfé- laganna sem haldinn var á Húsavík sl. miðvikudagskvöld. Um 30 manns sátu fundinn og fundarstjóri var Páll Þór Jónsson. Ráðherra ræddi um efnahagsmálin og efnahagsráð- stafanirnar og sagði m.a.: „Við verðum öll að sýna af okkur sparnað og fyrirgefa hvort öðru þó við rekumst eitthvað á, því við höfum einfaldlega ekki tíma til að dúlla í kring um þetta eins og þyrfti. Ef menn sýna mótþróa þá verðum við einfaldlega að keyra yfir þá.“ aðhaldi. Aðgerðir okkar miða að því að minnka kostnað við öll innkaup á rekstrarvörum og hag- ræða í vinnu,“ sagði Ingi Björnsson. Ekki verður gripið til beinna uppsagna starfsfólks en Ing; sagði að reynt yrði að halda yfirvinnu og afleysingum í eins miklu lág- marki og mögulegt væri. Jafn- framt munu menn halda að sér höndum varðandi nýráðningar. Ingi sagði að áætlunin gerði ekki ráð fyrir lokunum einstakra deilda um lengri tíma. Hins vegar yrði að draga verulega saman í starfseminni en það yrði gert yfir alla línuna en ekki látið bitna á einstökum deildum. Menn væru að horfa fram á samdráttartíma- bil og ekki væri ljóst hvað það Síðar í ræðu sinni kom Halldór inn á samgöngumálin og sagði: „Það er brýnast fyrir okkur hér á þessum stað að rjúfa þá einangr- un sem Norðurland eystra hefur verið í og þá einangrun sem Húsavík hefur verið í, sam- göngulega séð. Það hefur tekist svo blessunar- lega, að það verður ráðist í fram- kvæmdir við vöruhöfnina hér með eins miklum hraða og hægt er, ekki er þó hægt að ljúka fram- kvæmdum fyrr en á næsta ári. Við verðum að opna leiðina upp í Mývatnssveit og það hlýtur að vera mikið forgangsverkefni í þessu kjördæmi, ef við ætlum að halda þessum stað áfram sem miðstöð verslunar og viðskipta yrði langt. „Við munum draga saman eins og hægt er í innskrift á sjúkling- um og aðgerðum en bráðastarf- seminni verður haldið gangandi í óbreyttri mynd,“ sagði Ingi. Aðspurður sagði hann að gert væri ráð fyrir að Fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri yrði að taka á sig að einhverju leyti niðurskurð á sjúkrahúsum í ná- grannasveitarfélögunum. Skert þjónusta og lokanir deilda á minni sjúkrahúsunum leiddi óhjákvæmilega til meira álags á Fjórðungssjúkrahúsinu. Þess vegna yrði reynt að standa vörð um bráðastarfsemina því FSA þarf að sinna bráðatilfellum á Eyjafjarðarsvæðinu og jafnvel víðar. SS fyrir héruðin, og ef við ætlum líka að reyna að byggja staðinn upp með hliðsjón af þeirri ferða- þjónustu sem náttúran hér í kring um okkur er sköpuð fyrir. Um leið og við veltum þessu fyrir okkur má ekki líta svo á að ég sé að halda því fram að Norð- ur-Þingeyingar séu einskis virði. Við verðum auðvitað að veita þeim einhverja úrlausn, en það hlýtur að vera mikið áhersluverk- efni að rjúfa einangrunina með því að opna leiðina til Austur- lands. Þessi orð mín þýða ekki það að ég sjái hvenær við fáum peninga til þessa, því ég hef ekki þá sjóði til að ausa úr,“ sagði samgöngumálaráðherra, varð- andi samgöngumálin í héraði. „Mér fínnst þetta fráleit ákvörðun og með henni er ver- ið að verðlauna forráðamenn leiktækjasalanna fyrir að brjóta reglur,“ sagði Baldvin Bjarnason, skólastjóri Gagn- fræðaskólans á Akureyri þegar hann var inntur álits á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Akur- eyrar að breyta lögreglusam- þykkt bæjarins á þann veg að hcimila forráðamönnum leik- tækjasala að hafa opið frá kl. 12.00 til 23.30 en samkvæmt eldri ákvæðum var þeim einung- is heimilt að hafa opið frá kl. 15.00 til 23.30. Eigendur leiktækjasalanna leituðu til bæjaryfirvalda um leyfi til lengri opnunartíma eftir að forráðamenn Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskólans á Ákureyri bentu á þá staðreynd að leiktækjasalir hefðu opið leng- ur en ákvæði í lögreglusamþykkt sögðu til um. Nú hefur bæjar- stjórnin samþykkt að breyta lög- reglusamþykktinni og laga hana að þeim tímamörkum sem leik- tækjasalirnir höfðu opið í trássi við reglur. Baldvin Bjarnason kvaðst ekki hafa heyrt rökin fyrir þessari samþykkt bæjarstjórnar en hann hefði áhuga á að vita hver þau séu. Baldvin sagði að salirnir sköpuðu ákveðinn vanda í skólastarfinu og það væri oftast þeir nemendur er verst stæðu sem fyrstir færu niður brekkuna og staðnæmdust við þessa staði. Hann sagði einnig að brögð væru að því að leiktækjasalirnir væru fyrsti viðkomustaður á leið ung- linga á skemmtanir - til dæmis í Dynheimum og þótt forráða- menn salanna væru allir af vilja gerðir til þess að sporna við áfengisnotkun unglinga væri ógerningur fyrir þá að fylgjast Tómás I. Olrich, alþingismað- ur, flutti einnig framsöguræðu á fundinum. Ræddi hann um fjár- lagahalla undangenginna ára og efnahagsráðstafanir ríkisstjórn- arinnar. Sagði hann m.a. að við byggjum við velferð á mjög veik- um grunni og nauðsynlegt væri að styrkja þann grunn, draga þyrfti saman útgjöld ríkisins án þess að minnka þjónustu, en fresta kostnaðarsömum fram- kvæmdum. Tómas Ingi sagði að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar leiddu til erfiðleika á mörgum sviðum, en hann endaði mál sitt með að benda á hagsmunahóp sem ekki heyrðist hátt í við umræðuna, börnin sem erfa ættu landið. IM með því að fullu. Benedikt Sigurðarson, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar, sagði að hér væri ekki um einfalt mál að ræða. Frá sínum sjónar- hóli hefðu leiktækjasalirnir ekki góð áhrif á uppeldishagsmuni barnanna í bænum. Hann kvaðst verða að játa að þessi ákvörðum bæjarstjórnarinnar gangi þvert gegn þeim vonum sem hann hafi gert sér þótt niðurstaðan komi í sjálfu sér ekki á óvart eftir afgreiðslu bæjarráðs frá því í des- ember. Benedikt kvaðst geta samfagnað hverjum þeim sem búi við barnalán og takist að halda utan um umhverfi barna sinna. Því miður sé þó svo að þó nokkrir unglingar búi alls ekki við þær aðstæður að þeir þoli truflun af því tagi sem leiktækja- salirnir bjóði upp á. Hann sagðist ekki vera viss um að þeir ágætu menn, sem tækju þvílíkar ákvarðanir þvert gegn skoðun þeirra foreldra og skólamanna, sem hafa látið sig málið varða auk forsvarsmanna íþrótta- og æskulýðsmála í bænum géri sér nægilega grein fyrir stöðu þeirra sem standa höllum fæti. Benedikt sagði að þótt menn tali fyrir því að leggja niður boð og bönn þá vilji þessir sömu aliðar ekki leggja umferðarreglurnar til hlið- ar svo dæmi sé nefnt. Hann kvaðst ekki trúa því að þessir menn séu þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að setja sínum eigin börnum nein öryggismörk. ÞI Fiskiðja Raufarhafnar: Stakfellið og Þór korau með 60 tonn - Rauðinúpur enn í lamasessi Þórshafnartogarinn Stakfell ÞH kom til Raufarhafnar sl. miðvikudag og lagði upp 30 tonn hjá Fiskiðju Raufarhafn- ar. Afli togarans var lítill að þessu sinni, eða um 45 tonn, og fór afgangurinn til vinnslu í Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þá kom Þór Pétursson einnig með um 30 tonn til Raufarhafnar. „Við brosum út að eyrum núna. Þetta eru um 60 tonn og það er það mesta sem við höfum fengið til vinnslu á þessu ári,“ sagði Gunnar F. Jónasson, verk- stjóri í Fiskiðju Raufarhafnar. Togarinn Rauðinúpur er enn í lamasessi en menn gera sitt ítr- asta til að koma vélinni í lag. Að sögn Gunnars er verið að prófa að setja þýskar slífar í staðinn fyrir japanskar, en menn eru ekki vissir um hvort vélarbilanirnar megi rekja til slífa eða stimpil- hringja. „Það var fyrst prófað að keyra með gömlum japönskum slífum en þær létu strax á sjá og þessa stundina er verið að setja þriðju þýsku slífina í. Við trúum ekki öðru en þetta fari að ganga," sagði Gunnar. SS Fundur sjálfstæðismanna á Húsavík: „Ef menn sýna mótþróa þá verðum við einfaldlega að keyra yflr þá“ - sagði Halldór Blöndal m.a. er hann ræddi um efnahagsráðstafanirnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.