Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 7. febrúar 1992 Fréttir Gefla hf.: ^ Kaupir vinnsluvélar frá HÓ Heilbrigðisráðherra á fundi á Siglufirði sl. miðvikudagskvöld: Hlífum þeim sem minnst mega sín „Þegar við erum að tala um 15 milljarða niðurskurð eða sparnað á einu ári, þá ráða menn ekkert við slíka tölu með því að ganga framhjá heil- brigðisráðuneytinu með 43 milljarða króna á sínum vegum og menntamálaráðuneytinu með 13,7 milljarða króna. Hvað er þetta? Þetta er vel- ferðarkerfið á íslandi. Við komumst ekki hjá því að endurskoða þetta kerfi þegar útgjaldavandi okkar er orðinn svona mikill.“ Þetta sagði Sighvatur Björg- vinsson, heilbrigðisráðherra, á fundi á Hótel Höfn á Siglufirði sl. miðvikudagskvöld. Fundurinn hófst kl. 20.30 og stóð framyfir miðnætti. Á milli fimmtíu og hundrað manns sóttu fundinn og voru umræður líflegar, en jafn- framt málefnalegar. Sumir fund- armanna hældu heilbrigðisráð- herra og ríkisstjórninni fyrir framgönguna í niðurskurði ríkis- útgjalda, en öðrum fannst rangt vera farið að. Hátekju- og fjármagns- tekjuskattur segja lítið Sighvati varð tíðrætt um bæði svokallaðan hátekjuskatt og fjármagnstekjuskatt og lýsti hann sig fylgjandi slíkri skattheimtu. Hann benti þó á að með því að leggja þá á væru ekki öll vanda- mál á bak og burt. Hátekju- skatturinn gæfi aðeins 1,3 millj- arð króna í ríkiskassann, sem væri aðeins brot af þeim vanda sem við væri að etja. Fjármagns- tekjuskatturinn gæfi ívið lægri upphæð, eða um 1 milljarð króna. „Enginn neitar einum milljarði, en þið borgið ekki upp í fimmtán milljarða gat með ein- um milljarði. Það var bara Jesús Kristur sem gat satt sitt fólk með tveimur brauðum og fimm fiskum,“ sagði heilbrigðisráð- herra. Kjarninn í velferðar- kerfínu varðveittur Sighvatur sagði að niðurskurðar- aðgerðir í heilbrigðiskerfinu mið- uðu að því að varðveita „kjarn- ann í velferðarkerfinu“. Sú kyn- slóð sem hann væri af væri kröfu- hörð, en kröfuharkan mætti ekki koma í veg fyrir það að þeir gætu notið velferðarkerfisins sem þyrftu þess fyrst og fremst við. „Það er kjarninn í velferðarkerf- inu, en ekki að allir fái allt fyrir ekki neitt, heldur að þeir fái not- ið velferðarinnar sem hennar þurfa með,“ sagði ráðherra. Og hann bætti við: „Við erum að innleiða hærri notendagjöld fyrir heilbrigðisþjónustuna en áður. Ég er ekki að draga fjöður yfir það, en við erum að reyna að framkvæma það þannig að hlífa þeim sem minnst mega sín í sam- félaginu.“ Fjölmiðlarnir vilja hanaslag Sighvatur sýndi Siglfirðingum tölulegar upplýsingar til að færa sönnur á að tekist hafi að verja hag t.d. aldraðra og barnafólks í niðurskurðinum í heilbrigðiskerf- inu. „Fjölmiðlarnir hafa ekki óskaplega mikinn áhuga á að skýra út hlutina fyrir fólki. Þeir hafa miklu meiri áhuga á því að etja mér saman við einhverja aðra og vita hvort þeir fái ekki hanaslag úr því,“ sagði Sighvat- ur. Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera varðandi kjarasamninga? Fjölmargir Siglfirðingar tóku til máls að lokinni framsögu heil- brigðisráðherra. Olafur Péturs- son, starfsmaður Þormóðs ramma, lýsti m.a. áhyggjum sín- um yfir gangi kjarasamninganna og vildi fá að vita hvað ríkis- stjórnin ætlaði að gera til að greiða fyrir þeim. Ef ekkert færi að gerast væri óhjákvæmilegt fyr- ir fólk að sækja kjarabætur með verkf allsaðgerðum. Ragnar Ólafsson, bæjarfull- trúi og skipstjóri á Siglfirðingi, sagði að þrátt fyrir að hann væri hvorki krati eða sjálfstæðismaður styddi hann heilbrigðisráðherra í aðgerðum hans og í sama streng tók Erlingur Óskarsson, bæjar- fógeti. Skiptar skoðanir Bogi Sigurbjörnsson, skattstjóri Norðurlands vestra, var hins veg- ar allt annað en ánægður með aðgerðir heilbrigðisráðherra og sagði þær koma harðast niður á þeim sem síst skyldi. í stað þess að láta þá bera þessar byrðar sem síst gætu borið þær, hefði verið mun gáfulegra að hækka tekju- skattsprósentuna og láta samfé- lagið allt borga vandann. Skarphéðinn Guðmundsson, Sighvatur Björgvinsson: „Það var bara Jesús Kristur sem gat satt sitt fólk með tveimur brauðum og fimm fiskum.“ bæjarfulltrúi, sagðist vera sam- mála um nauðsyn þess að spara, en ekki væri sama hvernig það væri gert og Jóhann Möller, fyrrverandi bæjarfulltrúi krata til fjölda ára, varaði heilbrigðisráð- herra við að skera velferðarkerf- ið niður með þeim hætti sem gert hefði verið. Gleymst hafi að hafa „grasrótina“ í landinu með í ráð- um við niðurskurðinn. óþh Blönduós: Fatahreinsun opnuð Þann 15. febrúar nk. verður opnuð á Blönduósi fatahreins- un og er það fyrsta þjónustu- fyrirtækið sinnar tegundar sem starfrækt verður í Húnavatns- sýslum. Eigendur eru hjónin Brynja Ingibersdóttir og Öskar Húnfjörð. Að sögn Óskars er stofnkostn- aður við fatahreinsunina um fimm milljónir króna, en öll tæki voru keypt ný. Fatahreinsunin er til húsa að Hlíðarbraut 10 á Blönduósi, en einnig verða umboðsaðilar fyrir hana á Hvammstanga og Skagaströnd. Óskar segir að jafnmikið muni kosta fyrir fólk að láta hreinsa fyrir sig, hvort sem það er statt á Hvammstanga eða Blönduósi og sé það liður í góðri þjónustu. Hingað til hafa Húnvetningar aðallega látið hreinsa fyrir sig föt og annað á Sauðárkróki, en einn- ig segist Óskar telja að margir hafi bara tekið fötin með sér suð- ur til Reykjavíkur eða norður til Akureyrar og látið hreinsa þau þar. „Við erum mjög bjartsýn á að þetta verði það mikið að það dugi til að halda uppi einu starfi og það munar um minna,“ segir Óskar. SBG Fundur heilbrigðisráðherra var allvel sóttur og spunnust töluvert fjörlegar umræður. Ráðherra var hælt fyrir fram- göngu hans við að skera niður ríkisútgjöld, en hann fékk einnig bágt fyrir. Myndir: Goiii Hagfélagið hf.: Beðið eftir Byggðastoftiun „Þaö er beöið eftir svari frá Byggðastofnun og við reynum að halda Átaksverkefninu gangandi þangað til hægt er að ganga frá stofnun Hagféiagsins hf.“ segir Karl Sigurgeirsson, Af gefnu tilefni vill forstöðu- maður Sundlaugar Akureyrar benda sundlaugargestum á að geyma verðmæti sín í afgreiðslu sundlaugarinnar, en ekki í fata- skápunum. Það hefur færst nokkuð í vöxt að einhverjir hafa verið að gramsa í fötum sundlaugargesta og verðmæti hafa horfið. Því vill framkvæmdastjóri Átaksverk- efnis V-Hún. Formlega lauk starfi Átaks- verkefnisins um áramótin síðustu en að sögn Karls er reynt að halda ýmsum málum þess gang- andi þangað til Hagfélagið tekur forstöðumaðurinn hvetja fólk til að láta starfsmenn geyma pen- ingaveski, úr og önnur verðmæti í afgreiðslunni. Sömu skilaboð eiga við um íþróttahús bæjarins. Ekki er hægt að taka ábyrgð á verðmætum sem hverfa úr búningsklefum og því er ráðlegast að geyma þau í afgreiðslunni. SS yfir til að ekkert slitni í sundur. Fyrsti stofnfundur Hagfélagsins hf. var haldinn í desember, en þá vantaði umboð frá Byggðastofn- un til að skrifa hana fyrir 700 þús. króna hlut í félaginu. Á fundum Byggðastofnunar hefur málinu síðan alltaf verið frestað og það síðast í þessari viku vegna þess að stofnunin er að kanna stöðu mála hjá atvinnuþróunarfélögum á landinu öllu. Hlutafé Hagfélagsins hf. á að vera 2,1 milljón króna í upphafi og að sögn Karls er reiknað með að Byggðastofnun sjái um þriðj- ung þeirrar upphæðar, auk þriðj- ungs af rekstrarfé sem reiknað er með að verði 4,5 milljónir króna. „Ég lít svo á að Átaksverkefn- inu sé lokið, en við erum ennþá að vinna að ýmsum frágangsmál- um á því fjármagni sem eftir var. Hinsvegar er ljóst að ekki er unn- ið markvisst að nýjum málum í atvinnuþróun meðan allt er í þessari óvissu og það harma ég,“ segir Karl. Rækjuvcrksmiðjan Gefla hf. hefur tryggt sér nýtt húsnæði á Kópaskeri, eins og við höfum greint frá, og nú er verið að semja um kaup á framleiðslu- tækjum rækjuverksmiðju Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. Þær upplýsingar fengust á skrifstofu Jökuls hf. á Raufar- höfn, en Jökull á 75% í Geflu, að vélarnar í Geflu væru komnar til Rúnar Sigurpálsson sigraði í fimmta 15 mínútna stigamóti Skákfélags Akureyrar og er hann með örugga forystu í stiga- keppninni þegar aðeins tvö mót eru eftir. Hörð barátta er um næstu verðlaunasæti. Rúnar fékk 5 vinninga, Gylfi Þórhallsson varð annar með AVi vinning og Sigurjón Sigurbjörns- son þriðji með 4 vinninga. Eftir fimm mót er Rúnar kom- ára sinna og sumar úr sér gengnar. Rækjuverksmiðjan í Ólafsfirði væri hins vegar nýleg og vélarnar lítið notaðar. Gefla hf. verður flutt í fisk- verkunarhúsið sem keypt var af Fiskveiðasjóði með vorinu og um leið verða framleiðslutækin endurnýjuð ef samningar takast við Hraðfrystihús Ólafsfjarðar. inn með 35 stig og verður veldi hans ekki ógnað. Þórleifur Karls- son er með 18 stig og Gylfi Þór- hallsson 17, en stutt er í næstu menn og eflaust verður hörð bar- átta í síðustu mótunum. Tvær umferðir hafa verið tefld- ar á Skákþingi Akureyrar en lín- ur eru óskýrar vegna biðskáka. Þátttaka varð minni en við var búist. Keppendur eru tíu talsins og tefla í einum flokki. SS Sundlaug Akureyrar: Geymid verðmætin í afgreiðslmmi ss Skák Stigamót SA: Rúnar Sigurpálsson með örugga forystu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.