Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 07.02.1992, Blaðsíða 11
Föstudagur 7. febrúar 1992 - DAGUR - 11 HÉR & ÞAR Missti hendurnar í slysi fyrir 10 árum: Með hægri höndina á vinstri handlegg ímyndið ykkur að þið séuð ein- hent og hægri höndin sé á vinstri handlegg! Þannig horfir lífið við Bud Collins og hann segir: „Öfug hendi er betri en hafa alls enga.“ Bud varð fyrir hroðalegu slysi fyrir 10 árum og missti þá hægri handlegg og höndina af vinstri handlegg. Hann ók flutningabíl fyrir námafyrirtæki og eitt sinn þegar hann var að sinna bíl sín- um rann annar 50 tonna trukkur af stað og á bílinn. Collins tókst næstum að forða sér en vinstri höndin kramdist á milli. Þegar hann féll til jarðar varð hægri handleggurinn undir hjólum fer- líksins og stórskaddaðist Collins var fluttur með hraði á sjúkrahús þó augljóst væri að ill- mögulegt yrði gera að sárum hans svo vel færi. Þar sem hægri höndin var í lagi ákváðu læknarn- ir að gera nokkuð sem þeir höfðu aldrei glímt við áður, þ.e. að græða hægri höndina á vinstri handleggginn. „Ég sagði þeim að gera það sem þeir teldu ráðlegast," segir Collins. „Aðgerðin tók 19 tíma og það ótrúlega er að hún skilaði árangri.“ Eftir tveggja ára þjálfun og endurhæfingu gat Collins hreyft fingurna. Þá kom batinn fljótt og örugglega og eftir önnur tvö ár fékk hann ökuskírteini á ný. Nú er hann fær í flestan sjó í lífinu þó auðvitað sé ekki einhentum manni allir vegir færir. „Hún fær að vita af því þessi,“ segir hann og horfir á hendina. „Ég baða mig, borða með henni, geri við húsið og keyri bílinn. f>ó höndin sé öfug miðað við það sem hún á að vera þá er ég alla vega með mína eigin hönd og þakka Guði fyrir það.“ Tilboð óskast í eftirtalin tæki: ★ 4 tonna Clark disel lyftara árg. 1978. ★ 1,8 tonna Linde rafmagnslyftara árg. 1985. Tækin eru til sýnis í vöruafgreiðslu Eim- skips Oddeyrarskála og seljast í núverandi ástandi. Upplýsingar í síma 96-24131. EIMSKIP Þorrablót Öxndælinga Öxndælingar, búsettir, burtfluttir, innfædd- ir og aðfluttir. Árlegt þorrablót okkar verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn 15. febrúar nk. og hefst kl. 21. FjölmenniÖ og takið með ykkur gesti. Þátttaka tilkynnist í símum 26839 (Erla), 26829 (Ásrún), 26838 (Þórunn) fyrir 12. febrúar. Hittumst hress og kát. Nefndin. Komið og gerið góð kaup Black-Jack vinnubuxur, verð kr. 1.700,- Flauelsbuxur, verð kr. 1.500,- Vinnuskyrtur, verð kr. 1.180,- Takkainniskórnir komnir aftur, kr. 995,- Vorum að setja fullt af vörum í utsöluhornid Nú er 50-60% afsláttur T.d.: Gallabuxur, stærðir 116-146, kr. 805,- Flauelsbuxur (spari) st. 98-128, kr. 1.700,- st. 6-12 kr. 1.250,- Herrabaðsloppar kr. 1.997,- og ótal margt fleira. Sjón er sögu ríkari. 1|J EYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Simi 22275 Bílasala • Bílaskipti L- ^ .:;a * ■ qgr MMC Galant 1600 árg. 87. Ek. 48.000. Toyota Corolla DX árg. 88. Ek. 50.000. Verð 700.000. Verð 750.000. Subaru 4x4 st. árg. 88. Ek. 80.000. Fiat Uno 60 S árg. 86. Ek. 65.000. Verð 1.050.000. Verð 330.000. Nissan Sunny Coupé árg. 87. Ek. 65.000. Toyota Tercel 4x4 árg. 88. Ek. 30.000. Verð 750.000. Verð 860.000. MMC Lancer GLXi árg. 91. Ek. 20.000. Subaru Justy 4x4 árg. 86. Ek. 21.000. Verð 1.000.000. Verð480.000. Mikið úrval af vélsleðum á góðum kjörum Y bíiasaunn '} Möldursf. BÍLASALA við Hvannavelli Símar 241 19 og 24170

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.