Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 11

Dagur - 27.02.1992, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27. febrúar 1992 - DAGUR - 11 Skemmtistaðurinn 1929: „Miðnæturhiti“ - Árin sem fæstir vilja muna? „Miðnæturhiti - árin sem fæst- ir vilja muna?“, skemmtidag- skrá byggð upp af söng- og dansatriðum, sló í gegn í „1929“ á Akureyri um síðustu helgi. Frábær söngur sem dans var aðalsmerki sýningarinnar og undirtektir gesta „1929“ voru sem best var á kosið. Vegna fjölda áskorana verður „Miðnæturhitinn“ endursýnd- ur föstudaginn 6. mars og laug- ardaginn 7. mars, en um helg- ina mun Todmobile frá Reykja- vík verða í „1929“ í tilefni þess að skemmtistaðurinn er eins árs. „Miðnæturhiti - árin sem fæstir vilja muna?“ er fimmtíu mínútna skemmtidagskrá er Þráinn Lárus- son, veitingamaður og staðar- haldari Skemmtistaðarins 1929, býður gestum upp á. Ekki skal hér greint frá skemmtuninni í smáatriðum heldur eru allir, ung- ir sem gamlir, er hafa aldur til að rölta inn á öldurhús, hvattir til að mæta í 1929 um aðra helgi og hlýða á listafólkið sem kemur fram í sýningunni. Flytjendur „Miðnæturhitans“ eru eftirtalin: Þórhildur Örvars- dóttir, Sigrún Sif Jóelsdóttir, Hjörtur Howser, Valgeir Skag- fjörð, Baldvin Ringsted, Kormák- ur Geirharðsson, Baldur Rafnsson, María Bragadóttir, Jóhann Arnarsson og Kristinn Freyr Magnússon. ój Dansatriðin eru aðalsmerki sýning- arinnar. Veitingahúsið Greifmn á Akureyri: Sj ávarréttakvöld í Stássinu Næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld ætlar veit- ingahúsið Greifinn á Akureyri að halda sjávarréttakvöld í „Stássinu“ hinum nýja veislu- sal sínum. Að sögn Páls Jónssonar yfirmatreiðslumanns á Greifanum eru sjávarréttir alltaf að sækja á í vali veitinga- húsagesta á mat. Því ætlar veitingahúsið Greif- inn að standa fyrir sjávarrétta- veislu þessi tvö kvöld, í samvinnu við Gunnar Pál Rúnarsson, hinn landskunna matreiðslumann á veitingastaðnum „Við Tjörnina“ í Reykjavík. Gunnar Páll er son- ur hins rómaða matreiðslumanns Rúnars Marvinssonar og hafa þeir feðgar getið sér gott orð fyrir matreiðslu á fiski. Á boðstólum verður glæsilegt hlaðborð með yfir 30 tegundum af sjávarréttum, bæði heitum og köldum, ásamt fjölbreyttu úrvali af meðlæti. Á meðal rétta eru; sniglar í blaðdeigspoka, innbök- uð skelfiskkæfa, grillaður smokk- Gunnar Páll Rúnarsson matreiðslu- maður í Reykjavík, hefur veg og vanda af sjávarréttaveislunni á Greifanum. fiskur, kryddleginn fiskur, fyllt tindabikkja, reyksoðinn fiskur, marineraðar gellur, stórlúðu- steikur og margt fleira. Gunnar Páll, sem er þekktur fyrir ljúffenga og glæsilega sjáv- arrétti, þykir oft frumlegur í vali sínu á sjávarfangi og notar aðeins besta hráefni sem völ er á. Með sjávarréttaveislu, vill Greifinn auka fjölbreytni í mat og um leið koma til móts við hinn breiða hóp viðskiptavina sinna. Er ætlunin að vera með fleiri slík kvöld í framtíðinni og bjóða þá uppá t.d. argentísk steikarhlað- borð, Fondue, kínverska mat- reiðslu og fleira í þeim dúr. Við- skiptavinir eru minntir á að panta borð í tíma. NOTAÐU PENINGANA ÞÍNA f EITTHVAÐ ÁNÆGJULEGRA EN RATTARVEXTI Við minnum á gjalddaga húsnæðislána sem var 1. FEBRÚAR 1. MARS___________ leggjast dráttarvextir á lán með byggingavísvtölu. [& HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK Sl'MI 696900 Sértilboð: Eitt símtal og viö gerum þér tiiboö AKUREYRI 96-24838 Bílaleigan Örn Flugvöllur og Tryggvabraut 1. ÞÓRSHÖFN: Tel. 96-81175 VIÐ ÞJÓNUM ÞÉR RVS-AVIS Licency Akureyringar — Eyfirðingar Alþýðubandalagsdagar Alþýðubandalagsdagar verða á Akureyri og í Eyjafirði dagana 27.-29. febrúar. Þessa daga munu forustumenn Alþýðubandalagsins heim- sækja fyrirtæki og stofnanir, ræða við starfsfólk og hitta sveitastjórnarmenn, forsvarsmenn verkalýðshreyfingar og atvinnulífs að máli. Almermir stjórnmálafundir verða: Á Akureyri fimmtudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, á Ólafsfirði föstudaginn 28. febrúar kl. 20.30 í Tjarnarborg og á Dalvík laugardaginn 29. febrúar kl. 14.00 í Víkurröst. Laugardagskvöldið 29. febrúar verður árshátíð Alþýðu- bandalagsfélaganna við Eyjafjörð haldin á Akureyri á Fiðl- aranum. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Þeir sem vilja tryggja sér miða þurfa að láta skrá sig sem fyrst hjá Kára í síma 21783, Gunnari s. 25830, Kristjáni s. 61855 eða Birni Þór s. 62270, sem veita jafnframt allar nánari upplýsingar. Alþýðubandalagið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.