Dagur - 20.03.1992, Page 15
Föstudagur 20. mars 1992 - DAGUR - 15
ÍÞRÓTTIR
Jón Haukur Brynjólfsson
Knattspyrna:
Pollamót Þórs
Hið árlega „Pollamót" Þórs
í knattspvrnu fer fram helg-
ina 3.-5. júlí 1992.
Þau félög sem hafa verið
meö til þessa sitja fyrir ef
fjöldi þátttökuliða verður of
mikill. Þvf er mikilvægt að
nienn skrái sig sem fyrst. eigi
síðar en 15. apríl nk., til að
hægt sé að láta aðra vita
tímanlega hvort þeir geti verið
með eður ei.
Þátttökugjald fyrir hvert lið
er 20.000 kr. og greiöist stað-
festingargjaldið, 10.000 kr.,
um leið og liðin skrá sig. Fjöl-
breytt dagskrá fyrir keppend-
ur, konur þeirra og börn verð-
ur send út í lok apríl eða byrj-
un maí.
Nánari upplýsingar verða
veittar í félagsheimili Þórs,
Hamri, eftir kl. 16 í síma 96-
22381.
Skíðaráð Akureyrar:
Æfingatafla
Foreldraráð Skíöaráðs Akur-
eyrar hefur gengið frá æfinga-
töflu fyrir 6-12 ára börn og fer
hún hér á eftir.
ALPAGREINAR - Hlíðarfjall
8 ára og yngri (f. ’83-’85);
Miðvikudagar 17-19, laugar-
dagar 10.30-12.30 og sunnu-
dagar 10.30-12.30.
9 ára (f. ’82);
Þriðjudagar 17-19, laugardag-
ar 10.30-12.30 og sunnudagar
10.30-12.30.
10 ára (f. ’81);
Mánudagar 17-19, miðviku-
dagar 17-19 og föstudagar 17-
19.
11 ára (f. ’80);
Mánudagar 17-19, fimmtudag-
ar 17-19 og föstudagar 17-19.
12 ára (f. ’79);
Æfingar í samráði við þjálfar-
ann, Rúnar Inga Kristjánsson,
s: 22112.
SKÍÐAGANGA - Kjarnask.
eða HlíðarQ.
12 ára og yngri:
Þriðjudagar 17.30-18.30 og
fimmtudagar 17.30-18.30.
Því er við þetta að bæta að á
morgun verður haldið Akur-
eyrarmót í stórsvigi 6-12 ára
barna. Keppni fer fram í Hlíð-
arfjalli og hefst kl. 10. Skíða-
börn frá Ólafsfiröi kcppa sem
gestir í flokki 10-12 ára.
✓
Iþróttir
HANDKNATTLEIKUR
Fnsludagur 2. deild: l’ór-ÍR Laugardaour 2. deild: kl. 20.30
Völsungur-ÍR kl. 14.00
BLAK
Föstudagur 1. deild karlu: KA-HK Laugardagur kl. 20.00
Bikarkeppni kvenna: Þróttur N.-KA Sunnudagur Bikarkeppni karla: kl. 14.00
HK-KA kl. 18.00
JÚDÓ
íslandsmótið fcr frain í Rcykjavík á
laugardag. 15-20 manna hópur frá
KA verður meðal kcppenda.
SKÍÐI
Fyrsta góngumót vetrarins, Þórsmót.
i Hlíðarfjalli fer fram á sunnudag.
Kcppt verður í öllum aldursnokkum
karla og kvenna og gcngið meö hefð-
bundinni aðferð. Mótið fcr fram við
cfra gönguhúsið og hcfst kl. 14.00.
Akureyrarmót í stórsvigi 6-12 ára fcr
fram í Hlíðarfjalli á laugardag og
hefst kcppni kl. 10.00
Fyrsta risasvigmötiö á íslandi fcr l'ram
í Oddskarði á laugardag.
Bláfjallagangan fer fram i Rcykjavík
á sunnudag.
B-keppnin í handknattleik:
Óskabyrjun gegn
Hollendingunum
Islendingar unnu auðveldan
sigur á Hollendinguni, 30:20, í
fyrstu umferð B-keppninnar í
handknattleik í Austurríki í
gær. Eftir fremur slæina byrj-
un náðu íslendingar þriggja
marka forystu fyrir hlé og
gerðu síðan út um leikinn strax
í upphafi seinni hálfleiks. Liðið
mætir Belgum á morgun og
Norðmönnum á sunnudag.
íslendingar virtust óstyrkir
fyrstu mínúturnar og gerðu tölu-
vert af mistökum í sókninni auk
þess sem vörnin var ekki nægi-
lega sannfærandi. Bergsveinn
Bergsveinson varði hins vegar
mjög vel í markinu og smám
saman batnaði leikur íslenska
liðsins og staðan var orðin 12:9 í
hléi. í upphafi seinni hálfleiks
gerðu fslendingar út um leikinn
með því að skora 9 mörk gegn 2
og Hollendingar áttu þá aldrei
möguleika.
„Þetta var mun betra en ég
bjóst við og lofar góðu,“ sagði
Alfreð Gíslason, „sérfræðingur“
Dags í gærkvöld. „Það sem mér
fannst mikilvægast var frammi-
staða Bergsveins sem stóð sig
mjög vel og varði eins og hann
hefur verið að gera í deildinni í
vetur. Vörnin var einnig mjög
sterk og reyndar átti liðið í heild
góðan leik. Mér fannst gaman að
sjá hvað Siggi Sveins kom sterkur
út því ég var hálfhræddur um að
hann myndi ekki falla vel inn í
leik liðsins. Héðinn var sterkur,
sérstaklega í fyrri hálfleiknum,
og það eina sem ég hef út á hann
að setja var hvað hann spilaði
langt frá vörninni. Hollendingar-
nir voru slakir en ég hef trú á að
þeir bæti sig verulega fyrir leikinn
gegn Norðmönnum."
Aðspurður hvort það væri
kannski ekki gott að byrja á
svona stórum sigri sagðist Alfreð
halda að þctta myndi færa liðinu
aukið sjálfstraust og menn
myndu halda sig við jörðina.
Alfreð ekki út
Heyrst hefur að Bidasoa hyggist
kalla Júlíus Jónasson heim aftur í
Valdimar Grimsson var markahæstur Islendinga með 6 mörk.
leik 27. mars þannig að hann
missi af tveimur síðustu leikjun-
um í keppninni. Alfreð sagði að
þó þetta gengi eftir væru nánast
engar líkur á að hann færi út. „Ég
held að það megi hreinlega ekki
nema Júlíus spili þá ekkert í
keppninni. Eftir að 16. maðurinn
er kominn í hópinn má ekki
breyta honum eftir því sem ég
best veit,“ sagði Alfreð Gíslason.
Mörk íslands: Valdimar Grímsson 6/2,
Sigurður Sveinsson 5/1, Héðinn Gilsson
4, Konráð Olavsson 4, Geir Svcinsson 4,
Stórleikur í 2. deildinni í handknattleik í kvöld:
Úrslitaleikur Þórsara og ÍR-inga
I kvöld fer fram hreinn
úrslitaleikur í 2. deild íslands-
mótsins í handknattleik á
Akureyri. Þá mætast topplið
Þórs og ÍR og hefst leikurinn
kl. 20.30. Bæði liðin hafa
tryggt sér sæti í 1. deild á næsta
keppnistímabili en barist er um
sigur í deildinni og standa
Þórsarar þar inun betur að
vígi. Þeir unnu fyrri leik lið-
anna í Reykjavík 24:22 og eru
eina lið deildarinnar sem ekki
hefur tapað stigi. Reikna má
með að Þórsurum nægi jafn-
tefli til að ,tryggja sér sigur í
deildinni. ÍR-ingar spila við
Völsung á Húsavík á morgun
kl. 14.
Auk leiksins í kvöld eiga Þórs-
arar eftir að mæta Aftureldingu
heima en ÍR-ingar Völsungi á
Húsavík og Fjölni í Seljaskólan-
um. Þórsarar hafa nú 142 mörk í
plús en ÍR-ingar 138 og má því
reikna með að ÍR-ingar vinni
deildina leggi þeir Þórsara að
velli í kvöld því trúlega verða
þeir með hagstæðara markahlut-
fall þegar upp verður staðið. Þórs-
arar þurfa því a.m.k. jafntefli en
stefna þeir ekki að því að fara
taplausir í gegn um mótið?
„Jú, við gerum það og ætlum
Sævar Árnason og félagar hans í
Þór freista þess að lcggja IR-inga að
velli í kvöld.
okkur hiklaust að sigra ÍR,“
sagði Jan Larsen, þjálfari Þórs, í
samtali við Dag. „Það er góður
hugur í mannskapnum, við erum
komnir upp og getum því farið
rólegir í leikinn og hugsað um að
gera góða hluti. ÍR-liðið er mjög
efnilegt, með 4-5 ungl-
ingalandsliðsmenn og Gunnar
Einarsson sem þjálfara. Liðið
stefnir hátt og kemur vel undir-
búið í 1. deildina. Mér finnst vera
Bikarkeppnin í blaki:
KA-Uðin spila
í undanúrsUtum
Karla- og kvennalið KA spila
bæði í undanúrslitum bikar-
keppninnar í blaki um helgina.
Þá mæta karlarnir HK í ís-
landsmótinu í KA-húsinu í
kvöld.
Leikur KA og HK í íslands-
mótinu hefst í kvöld kl. 20. Þessi
lið mætast einmitt einnig í undan-
úrslitum bikarkeppninnar en sá
leikur fer fram í Kópavogi á
sunnudag kl. 18. Þess má geta að
ólíklegt er að Stefán Magnússon
Ieiki með KA þar sem hann
veiktist af lungnabólgu nýlega.
KA-stúlkur spila á morgun kl. 14
við Þrótt Neskaupstað í undan-
úrslitum bikarsins.
Þess má geta að vonir karlaliðs
KA um Islandsmeistaratitilinn
glæddust í fyrrakvöld þegar
Þróttur R.- vann óvæntan si"ur á
Stúdentum í fimm hrinurn. KA á
því möguleika sem felast í að
sigra ÍS og treysta síðan á að ÍS
tapi einnig fyrir HK.
góð stemmning í bænum fyrir
leiknum og vona að fólk fjöl-
menni. Það er mjög mikilvægt
fyrir félagið að fólk standi vel við
bakið á því,“ sagði Jan.
Krakkar úr 4., 5., 6. og byrj-
endaflokki Þórs verður boðið að
mæta í Hamar í kvöld og þiggja
léttar veitingar. Síðan verður
þeim ekið í rútum á leikinn.
Gunnar Gunnarsson 3, Sigurður Bjarna-
son 2, Kristján Arason 1, Bjarki Sigurðs-
son 1. Veermann var markahæstur Holl-
endinga með 7/1 mörk.
Handknattleikur:
Seinni leikir
í Akurevrarmóti
Síðari umferð Akureyrarmóts-
ins í handknattleik hefst í KA-
húsinu á laugardag.
Þá fara fram eftirtaldir leikir:
Kl. 10.00 6. fl. A-lið
Kl. 10.35 6. fl. B-lið
Kl. 11.10 6. fl. C-lið
Kl. 11.45 5. fl. A-lið
Kl. 12.30 5. fl. B-lið
Kl. 13.15 5. fl. C-lið
Kl. 14.00 4. fl. A-lið
Kl. 14.50 4. fl. B-lið
Kl. 15.40 3. fl. A-lið
Þór gaf seinni leikinn í 4.
flokki kvenna. Þá á 2. flokkur
karla eftir að leika báða leikina
og fara þeir fram fljótlega.
Á fimmtudaginn kl. 20.30
mætast meistaraflokkar félag-
anna í seinni leiknum. Kl. 21.50
mætast síðan „Old Boys-“liðin.
Toppslagurinn
Hverjir verða íslandsmeistarar
2. deildar?
Úrslit fást í kvöld
Þór-ÍR
í kvöld kl. 20.30
Dregið í happdrætti í leikhléi.
Tryggið ykkur miða í tíma.
Happdrættismiði gildir sem aðgangsmiði á leikinn.
Miðar seldir í Hamri, Topp-sport, Sporthúsinu
og í íþróttahöllinni.
Fjölmennum í Hamar fyrir og eftir leik.
Allir yngri flokkar mæta í Hamar kl. 18.30.
Spjallað við leikmenn.
Öllum ekið í rútu upp í Höll og til baka eftir leik.
Akureyringar!
Styöjum okkar heimamenn og
fjölmennum í Höllina
BLIKKRÁS HF.