Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992 Fréttir Deildarfundur KÞ á Húsavík: „Það þarf að standast sem áformað er“ - sagði Hreiðar Karlsson, kaupfélagsstjóri Heildarvelta Kaupfélags Þing- eyinga nam 1741 milljón króna á síðasta ári og varð 0,21% samdráttur miðað við árið 1990. Niðurstöðutala reikn- inga er hagnaður 1,6 milljónir. Veltufjárhlutfall er 0.99 en var 1,02 árið 1990. Ragnar Jóhann Jónsson, fulltrúi, sagði I sam- tali við Dag að versnandi af- komu félagsins mætti aðallega rekja til aukins fjármagns- kostnaðar. Raunvextir hefðu verið mjög háir seinnihluta síð- asta árs. „Ljóst er að gara þarf lagfæringar í rekstrinum á sumum sviðum, gera betur en við höfum gert í því að mæta samdrættinum,“ sagði Ragnar Jóhann. Deildarfundur KÞ var haldinn á Húsavík sl. fimmtudag. Nýir félagar í deildinni eru 58. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri, flutti skýrslu. Ræddi hann um ný lög um samvinnufélög. Greindi frá ábyrgð á innlánsdeild kaupfélagsins sem Landsbankinn hefði tekið að sér á miðju ári. Hann greindi frá umfjöllun um stöðu Fiskiðjusamlagsins, en niðurstaða hennar varð að KÞ jók hlutafé sitt í FH um 5 millj- ónir. Hreiðar greindi frá sam- starfi við Baulu, nýjung í fram- leiðsiu á þykkmjólk undir merki Baulu og vaxandi sölu á Húsavík- urjógúrt. Hann sagði að ekki væri sú gróska í þessu samstarfi sem menn hefðu kosið. Rætt hefði verið um kaup kaupfélags- ins á Baulu og samstarf við Mjólkursamlag KEA en þau mál væru ekki til lykta leidd. Hreiðar ræddi um að atvinnuástand væri í tæpara lagi. Einnig um ný búvörulög og samdrátt í afurð- um, þar af leiðandi. Hann ræddi um GATT- og EB-umræðurnar og breytingar sem fríverslun hefði í för með sér. Punktar frá Höfðahreppi ■ Hólanes hf. hefur sent hreppsnefnd bréf þar sem far- ið er fram á að gerð verði upp skuld sem stofnað var til þegar fylling var gerð austan skúffu- garðs. í bréfinu er lagt til að skuldin verði gerð upp með 3% vöxtum og samþykkir hreppsnefnd það. ■ Drög að fjárhagsáætlun Höfðahrepps fyrir árið 1992 voru tekin fyrir á síðasta fundi hreppsnefndar. í áætluninni er reiknað með 84.224 þús. kr. skatttekjum, 70.430 þús. kr. rekstrargjöldum og 17.982 þús. kr. tekjum af málaflokk- um. Gjaldfærð og eignfærð fjárfesting verði samtals 20.953 þús. krónur og greiðslu- byrði lána nettó krónur 10.791 þús. ■ Vegagerð ríkisins hefur sent hreppsnefnd bréf þar sem fram kemur að Vegagerðin sjái sér ekki fært að sinna snjóastöðum á Skagastrandar- vegi að sinni, en muni gera til- raunir með runnagróður til snjósöfnunar. Hreppsnefnd felur sveitarstjóra að svara bréfinu og ítreka fyrri óskir. ■ Landlæknisembættið hefur svarað erindi varðandi busetu læknis á Skagaströnd og telur öll tormerki á að af slíku geti orðið þar sem það sé andstætt þeirri þróun sem orðið hefur á undanförnum árum. Hreiðar sagði að nauðsynlegt væri að gera endurbætur á Matbæ. Viðbygging hefði verið teiknuð en málið væri í biðstöðu þar sem byggingayfirvöld hefðu ekki samþykkt teikninguna. Hann ræddi um verslunina í Reykjahlíð; en hún hefur verið í leigu undanfarin misseri. Endur- bætur á húsnæðinu eru nauðsyn- legar og móta þarf stefnu um hvort verlsunin verður leigð áfram eða húsnæðið selt. Hreiðar sagði að margt þyrfti að lagfæra og menn vildu endur- bæta. Verkefni væru næg en ganga þyrfti til framkvæmda með gát og standa þannig að þeim að það stæðist sem áformað væri. Þorgeir Hlöðversson sláturhús- stjóri flutti skýrslu sláturhúss, kjötiðju og fóðurstöðvar. Um sex milljón króna hagnaður varð á rekstrinum. Verulegur samdrátt- ur varð þó á framleiðslu í fóður- stöð og tap á rekstri hennar nam 1,8 milljónum. Ragnar Jóhann „Það var ákveðið að rifta ekki þeim samningi sem gerður var við Hlyn hf. um byggingu bóknámshússins, þar sem líkur eru á að fyrirtækið verði endurskipulagt og rekstri þess haldið áfram,“ segir Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Þeir aðilar sem standa að bygg- ingu bóknámshúss við Fjöl- brautaskóla Norðurlands vestra, funduðu sl. fimmtudag um stöðu mála og á fundinum var ákveðið að rifta ekki verksamningi við Hlyn. Framkvæmdir við bygginguna hófust sl. haust og stóðu til ára- Mikið hefur verið sungið á Sæluviku Skagfírðinga sem staðið hefur yfír frá síðasta laugardegi. Meðal annars hélt Rökkurkórinn tónleika í Bifröst að kvöldi miðvikudags og söng Jóhann Már Jóhanns- Jónsson skýrði reikninga félags- ins og afkomu deilda annarra en sláturhúss og mjólkursamlags. Hlífar Karlsson, mjólkursam- lagsstjóri sagði að innvegin mjólk til samlagsins á árinu væri 6,2 milljónir lítra sem er 2,4% minna en árið áður. Rekstarhalli varð á samlaginu um 12,7 milljónir, þar af tap á Efnagerð Sanitas um 5,7 milljónir. Hlífar sagði að í raun mætti telja þetta hluta af stofn- kostnaði við Efnagerðina. Hlífar sagðist bjartsýnn á að þessi rekst- ur ætti eftir að skila hagnaði. Hlífar sagði að lauslegar við- ræður um samstarf við KEA hefðu farið fram. Hugmyndir um að sömu framleiðsluvörur verði ekki framleiddar á báðum stöðum. Þetta væri í raun hægt en spurningin væri um aðferðina. Það þyrfti að koma til tekju- öfnunar eða mjólkursamsölu fyr- ir fyrirtækin ef af þessu yrði, þar sem framleiðsluvörur skiluðu misjafnlega miklum arði. IM móta. Samkvæmt verkáætlun eiga framkvæmdir síðan að hefj- ast að nýju í byrjun maí og ljúka á við að steypa upp húsið á þessu ári. Að sögn Jóns átti það sinn þátt í ákvörðuninni að engar vanefnd- ir eru komnar af hálfu Hlyns varðandi framkvæmdirnar og allt útlit fyrir að hægt verði að hefjast handa að nýju á tilsettum tíma. Á fjárlögum þessa árs hjá rík- inu eru 32 milljón króna framlag til byggingar bóknámshússins og Jón segir að ennþá séu 5 milljónir eftir frá síðasta ári. Á móti þess- um 37 milljónum frá ríkinu leggja þau sveitarfélög sem að skólanum standa fram 24,7 millj- ónir króna. SBG son nokkur einsöngslög á þeim. Söngelskir Skagfirðingar enda Sæluviku þessa árs síðan á stór- tónleikum í Miðgarði í kvöld þar sem Karlakórinn Heimir, Rökk- urkórinn og Skagfirska söngsveit- in leiða saman hesta sína. SBG Bygging bóknámshúss FNVÁS: Ákveðið að rifta ekki verksaimiingi við Hlyn Við afhendingu verðlauna. Lengst til vinstri Viðar Þorleifsson, brunavörður og gjaldkeri Félags slökkviliðsmanna á Akureyri, Hrafnhildur L. Ævarsdótt- ir og Hrafnhildur Þórhallsdóttir. Á myndina vantar Þóru Leifsdóttur. Mynd: Golli Akureyri: Verðlaunaveiting vegna brunavamarátaks Fyrir sl. jól var efnt til bruna- varnarátaks um ísland allt að frumkvæði Landssambands slökkviliðsmanna. Einn liður þessa átaks var spurninga- keppni sem opin var öllum. Spurningalisti birtist í blöðum og fjöldi svara bárust. Landinu var skipt niður í svæði með tilliti til verðlaunaveitinga. Félag slökkviliðsmanna á Akur- eyri sá um verðlaunaveitingu á Akureyri og þrenn verðlaun voru veitt. Fyrstu verðlaun, hand- slökkvitæki, reykskynjara og eld- varnarteppi, fékk Hrafnhildur L. Ævarsdóttir að Hjallalundi 17 h. Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Langholti 10, fékk önnur verð- laun og Þóra Leifsdóttir, Vallar- gerði 2 a, þriðju verðlaun. Önnur og þriðju verðlaun voru þau sömu, reykskynjari og eldvarnar- teppi. ój Bygging leikskóla á Siglufirði: Útboð á fyrri áfanga Siglufjarðarbær hefur boðið út fyrri áfanga byggingar leik- skóla við Brekkugötu á Siglu- fírði. Flatarmál hússins er 539 fermetrar og rúmmál 2267 rúmmetrar. Framkvæmdir við þennan fyrri áfanga munu hefjast 1. júní nk. og skal lokið 1. nóvember nk. Þá hefur bær- inn boðið út í einu lagi lagn- ingu gangstétta næstu þrjú árin. f leikskólaútboðinu felst upp- steypa hússins, smíði og uppsetn- ing léttra veggja, smíði og frá- gangur þaka, einangrun útveggja hússins að utan, gluggar og úti- hurðir ásamt gleri, múrhúðun hússins að utanverðu, málning og jarðlagnir. Útboðsgögn voru til afhend- ingar á bæjarskrifstofunni á Siglufirði frá og með gærdegin- um, en tilboð verða opnuð 4. maí nk. Björn Valdimarsson, bæjar- stjóri, segir að síðari áfangi leik- skólans verði boðinn út í haust, en miðað sé við að húsið verði til- búið til notkunar 1. september 1993. Siglufjarðarbær hefur einnig boðið út lagningu u.þ.b. 4900 fer- metra af gangstéttum í bænum og er áformað að vinna verkið í þrem áföngum á árunum 1992, 1993 og 1994 og skal hverjum áfanga vera lokið 25. ágúst ár hvert. Tilboð í þetta verk verða einnig opnuð 4. maí nk. óþh Nýbygging við Amtsbókasafnið á Akureyri: Þess vænst að fram- kvæmdir hefjist að ári í ársskýrslu Amtsbókasafnins á Akureyri fyrir síðasta ár er rætt um skort á geymslurými og þann farveg sem hönnun nýbyggingar við safnið er kom- in í. Guðmundur Jónsson, arkitekt, endurskoðaði teikn- ingar sínar og skilaði inn tillög- um sem unnið er út frá og er þess vænst að byggingafram- kvæmdir geti hafíst á árinu 1993. Sem kunnugt er var samþykkt að reisa nýbyggingu við Ámts- bókasafnið í tilefni af 125 ára afmæli Akureyrarbæjar 1987. Tillaga Guðmundar Jónssonar, arkitekts, varð ofan á í verð- launasamkeppni en lengi vel virt- ist hún ætla að rykfalla ofan í skúffu. Snemma á síðasta ári var rykið dustað af teikningum Guðmundar og hann fenginn til þess að endurvinna þær með þarfir Amtsbókasafnsins og Hér- aðsskjalasafnsins í huga, en upp- haflegar hugmyndir um fjölnota- sali fyrir listviðburði voru saltað- ar. Guðmundur lagði fram teikn- ingar í árslok sem byggja á sömu útlitshugmyndum og verðlauna- teikning hans og er nú unnið að áframhaldandi hönnun bygging- arinnar. „En í umræðunum um nýbygg- inguna og nauðsynlegar úrbætur á allsendis óviðunandi vinnuað- stöðu starfsfólksins varð ljóst að eitthvað varð að gera í þeim mál- um til bráðabirgða. Var brugðið á það ráð að reisa skilrúm í norðurhluta lestrarsalarins og gera þar vinnurými fyrir starfs- fólkið, jafnframt voru skrifstofur amtsbókavarðar og héraðsskjala- varðar teknar sem móttökuher- bergi fyrir aðföng og til almennra nota. Eru þessar framkvæmdir til mikilla bóta þó þær lýti nokkuð heildarsvip safnsins,“ segir í árs- skýrslunni. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.