Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 13
Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 13
Dulspeki
Einar Guðmann
Iifsmáttuiinn Chí og Aikído bardagalistm
Það er nokkuð merkilegt hvernig
bardagalistin Aikido er til komin.
Þessi bardagalist á sér rætur allt
aftur til 12. aldar en allt fram að
millistríðsárunum lá þessi iðkun
þó nánast alveg niðri þar til Jap-
aninn Morihei Uyeshiba tók að
iðka hana og boða. Ástæðan fyrir
því að Morihei Uyeshiba tók að
iðka Aikido mun vera sú að hann
hafi fengið vitrun sem olli bylt-
ingu í lífsviðhorfi hans. Á milli-
stríðsárunum var hann einn af
fremstu bardagalistamönnum
Japana en það sem vitrun hans
fól í sér var að hann sem bar-
dagamaður ætti ekki að eiga sér
þá ósk heitasta að sigra andstæð-
ing sinn í bardaga heldur ætti
bardagalistin að vera ákveðinn
lífsmáti sem stefndi að því að
sættast við andstæðinginn og sýna
honum kærleika sem yfirfærður
yrði síðan á umhverfið og heim-
inn. Á millistríðsárunum stund-
aði hann ekki mikla kennslu í
Aikido en tók þó að sér nokkra
lærisveina. Það var ekki fyrr en
eftir síðari heimsstyrjöldina sem
hann tók að kenna Aikido og
senda lærisveina sína út af örk-
inni til þess að kenna í Evrópu og
Ameríku. Það var á 5. og 6. ára-
tugnum.
Tilgangurinn ekki að sigra
Flokka mætti Aikido undir bæði
bardagalist og sjálfsvörn. Þó
segja þeir sem það stunda að það
felist einna mest í því að veita
ekki viðnám en nota sér kraft
andstæðingsins eins og kostur er.
Það er ekki ósvipað og gert er
reyndar í júdó, karate og jiu-
jitsu að vissu marki. Ef hægt er
að tala um tilgang Aikido þá er
eins og áður sagði ekki meiningin
að sigra eða limlesta andstæðing-
inn heldur öllu fremur að
afvopna hann líkamlega sem og
andlega. Listin felst síðan í því
að breyta bardaganum eða átök-
unum yfir í jákvæðara form.
Ástæðuna fyrir því er að finna í
einu af spakmælum Morihei.
Uyeshiba: „Sigri ég í dag, kemur
fyrr eða síðar að því að ég bíð
lægri hlut.“ Út úr því má lesa að
vitrun hans hefur m.a. gert hon-
um ljóst að það græðist ekkert á
því að sigra. Sigur hefur ekkert
að segja. Þegar reynt er að sigra
er verið að reyna að sigra eitt-
hvað persónulega sér til fram-
dráttar en þarna er á vissan hátt
verið að sýna ákveðna hógværð.
Að sjá það sem er fyrir
aftan sig
Þeir sem spáð hafa í Yoga, dul-
speki eða orkurásir líkamans
hafa sennilega heyrt talað um
lífsmáttinn Chi. Þar er verið að
tala um sama lífsmáttinn og átt er
við í t’ai chi. Þegar því takmarki
er náð að „glímumennirnir" hafa
náð sáttum, þá aukist máttur
þeirra bæði andlega og líkam-
lega. Mátturinn getur náð því
stigi að iðkandi Aikido geti jafn-
vel skynjað eða „séð“ menn eða
hluti sem eru fyrir aftan hann.
Það kemur að sjálfsögðu að not-
um í bardaga en að sjálfsögðu
eykur það einnig alla skynjun
umhverfisins. Þetta er það sem
Chi gerir. Það víkkar út skynsvið
vitundarinnar þannig að menn
verða næmari á það sem er í
kringum þá. Sálfræðingar sem
leggja stund á dáleiðslu hafa
Tæplega 30 konur á Siglufirði æfa reglulega blak. Æfingar eru tvisvar í viku. Framundan eru stórátök, því um mán-
aðamótin aprfl-maí verður íslandsmót öldunga í blaki haldið á Siglufirði. Súlumar senda þrjú iið til keppninnar. Hér
eru 22 siglfirskar blakkonur ásamt þjálfara sínum, Þuríði Þorsteinsdóttur (liggjandi). Myndír: Goiii
Litið inn á æfingu hjá fríðum flokki blakkvenna á Siglufírði:
Súlurnar berja á blakboltanwn
Tvisvar í viku skunda tæplega
30 konur á Siglufirði á aldrin-
um 19-56 ára niður í íþróttahús
og slá blakbolta yfír net. Þær
taka hraustlega á og gefa karl-
peningnum ekkert eftir. Þessar
hressu konur kalla sig Súlurn-
ar. Þjálfari þeirra er Þuríður
Þorsteinsdóttir, 21 árs stúlka
ættuð úr Fljótunum. Dagur
spurði hana um kvennablakið
á „Sigló“.
„Margar af þessum konum
hafa stundað blak í um 15 ár, en
ég byrjaði að þjálfa þær sl. haust.
Ég fór á íþróttabraut í Lauga-
skóla og þar lærði ég blakið. Ég
spilaði síðan með KA í hálfan
annan vetur og síðan þjálfaði ég
öldungablak á Sauðárkróki í einn
vetur,“ sagði Þuríður.
Súlurnar æfa stíft um þessar
mundir, enda mikið framundan.
Um mánaðamótin apríl-maí
verðúr íslandsmót öldunga í
blaki á Siglufirði. Súlurnar ætla
að mæta galvaskar til leiks og
Einn, tveir og smassa! Tæplega 30 konur æfa blak á Siglufirði og fer ekkert
á milli mála að þessi skemmtilega íþrótt fellur þeim vel í geð.
senda þrjú lið, tvö öldungalið og
eitt gestalið skipað konum yngri
en 29 ára. „Jú, það er kominn
smá skrekkur í okkur, en auðvit-
að stefnum við að því að vinna,“
sagði Þuríður og lét þess getið að
Súlurnar væru mjög áhugasamar
og mættu vel á æfingar. „Við
erum búnar að vera í erfiðum
þrekæfingum að undanförnu,
sem ég myndi ekki bjóða hverj-
um sem er, en þær bíta þetta allt
af sér,“ sagði hún.
Sjálf sagðist Þuríður ekki
stunda aðrar íþróttir sem
stendur. Hún hafi æft frjálsar
íþróttir hér á árum áður og hafi
hug á að hefia æfingar á nýjan
leik. „Ég hef áhuga á því að
stofna ungmennafélag hér á
Siglufirði og hefja æfingar í
frjálsum íþróttum hér strax í
sumar. Það er engin hefð fyrir
frjálsuin íþróttum hér. Krakk-
arnir hafa verið á skíðum, í fót-
bolta og badminton. Annað hef-
ur varla komist að,“ sagði blak-
þjálfarinn Þuríður Þorsteinsdótt-
ir. óþh
komist að þeirri niðurstöðu að í
dásvefni verða menn ótrúlega
næmir á það sem í kringum þá er,
og getað „séð“ hluti sem haldið
er fyrir aftan þá.
Ekki ólíkt því sem gerist
í dáleiðslu
Forhertir efahyggjumenn hafa þó
ekki viljað orða þetta svona hátíð-
lega og vilja ekki tala um að Chi
eða einhver lífsmáttur hafi
eitthvað með þetta að gera. Þeir
segja einfaldlega að í dáleiðslu
verði menn mjög næmir fyrir því
sem í kringum þá er. En auðvitað
má segja að það sé ekkert annað
en „barnalegri" eða óhlutdrægari
útskýring á e.t.v. sama fyrirbrigð-
inu.
Eins og áður var sagt á Aikido
margt sameiginlegt með t’ai Chi.
Að sjálfsögðu verður að æfa það
undir leiðsögn kennara auk þess
sem menn æfa tveir og tveir
saman. Það góða við þetta kerfi
ásamt t’ai Chi er að það hentar
mörgum. Þetta er alls ekki kerfi
sem hentar einungis hraustlegum
karlmönnum. Konur og börn
eiga auðvelt með að komast upp
á lagið með þessa iðkun. Þegar
horft er á tvo menn í Aikido gætu
menn fljótt á litið haldið að þar
færi fram bardagi, þá segja þeir
sem til þekkja að mennirnir tveir
séu í raun sameinaðir á vissan
hátt í því að leita lífsmáttarins chi
á svipaðan hátt og þeir sem
stunda „hreyfilistina“ t’ai Chi.
Takmarkið er agi og sjálfsþroski.
r
Páskabingó
Starfsmannafélag Ú.A. heldur hið
árlega páskabingó í matsal Ú.AV
sunnudaginn 5. apríl, kl. 15.00.
Glæsilegir vinningar að venju,
meðal annars matarkörfur, hangikjöt,
páskaegg og margt fleira.
TILBOÐ:
Mótorstilling, 4 cyl. aðeins kr. 3.800.
Allar almennar
bifreiðaviðgerðir
BILAWOWUSTAW sf.
Dalsbraut 1 • 600 Akureyri • Sími 96-11516.
STARFSMANNAFÉLAG
AKUREYRARBÆJAR
Aðalfundur STAK
verður haldinn á Hótel KEA þriðjudaginn 28.
apríl 1992 kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundastörf.
2. Önnur mál.
Kaffiveitingar verða á fundinum.
Auglýst er eftir framboðslistum, en rétt til að bera
fram lista hefur hver fullgildur félagsmaður og skal
listinn studdur af minnst 20 félagsmönnum.
Listi stjórnar og fulltrúaráðs liggur frammi á skrifstof-
unni Ráðhústorgi 3.
Stjórnin.