Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992
*
„Eg vil fínna dagsbirtuna flæða um augu mín/ í tærum hljómi
eðlileika og sakleysis: án áhrifa!“ - Þannig hefst ljóðið Án
áhrifa í Ijóðabókinni Tehús ágústmánans sem nýkomin er út
hjá Almenna bókafélaginu. Höfundurinn er Akureyringur,
búsettur í Svíþjóð, og ættu þá margir að kveikja á perunni.
Hann heitir Jóhann árelíuz og er Einarsson. Jóhann árelíuz
sótti ísland heim í tilefni af útgáfu nýju bókarinnar, en Tehús
ágústmánans hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni
AB og er vandað til útgáfunnar. Að sjálfsögðu notaði Jóhann
tækifærið og skrapp til fóstru sinnar, Akureyrar, sem ávallt
laðar fram Ijúfar minningar - og sárar. Þessar minningar
ætlum við að rifja upp.
Jóhann árelíuz (Einarsson) er fæddur á
Akureyri 28. ágúst 1952, meyja fram úr
fingurgómum og sannkallaður Eyrarpúki
enda fæddur og uppalinn í Eyrarvegi 35.
Hann er af vopnfirskum ættum, faðir hans
var bóndi í Vopnafirði en neyddist til að
hætta búskap vegna heymæði og fluttu þau
hjónin með þrjú elstu börnin til Akureyrar á
fimmta áratugnum.
„Ég var einn af fáum KA-mönnum á Eyr-
inni og hef allar götur verið ákaflega þakk-
látur fyrir það. Ég hef alltaf kunnað vel við
mig í minnihluta enda er þá meira að berjast
fyrir og gegn.
Eyrin var á þessum tíma eitt stórt leik-
svæði. Hjallarnir voru þarna fyrir neðan,
tún, hesthús, hlandpollur sem við kölluðum
Kwai-fljótið, braggar og bryggjur. Við lék-
um okkur í fótbolta allan liðlangan daginn,
fórum niður í Slipp og í ýmis fyrirtæki,
ræddum við karlana og kynntumst atvinnu-
lífinu. Við fengum að sitja í hjá vörubíl-
stjórum út í Krossanes og það var alltaf nóg
að gera. Nú er leiksvæðið lagt undir bíla-
stæði og iðnaðarhús.
Hverfin voru líka aðgreindari en nú, Inn-
bærinn, Brekkan, Eyrin, Þorpið. Stétta-
skiptingin var býsna skýr. Það var til dæmis
lítið um forstjóra á Eyrinni.“
Ætlaði að verða atvinnumaður
í knattspyrnu
Fótboltinn spilaði stórt hlutverk í lífi strák-
anna. Jóhann og bræður hans voru sleipir í
boltanum og eflaust muna allir eftir snilldar-
töktum Þormóðs (Móða) bróður hans.
„Þessi tími er liðinn. Nú fara strákarnir
varla í fótbolta að gamni sínu lengur heldur
er æft með þjálfara á ákveðnum tímum.
Vissulega er það gott til að byggja upp þrek
en ég held að tæknin komi frekar með frjáls-
um leik. Ég lék mér mikið einn með bolta,
fór í svig á lóðinni og reyndi að láta boltann
límast við lappirnar. Við komum líka reglu-
lega saman og skiptum í lið og þá voru
strákarnir á öllum aldri. Ég var ekki nema
fimm ára þegar ég fékk minn fyrsta heila-
hristing í fótbolta. Þá sá ég Þormóð bróður
þrefaldan stumra yfir mér en eftir þrjár
mínútur spratt ég á fætur og hjólaði í stóru
strákana.“
- Hvað varð síðan um knattspyrnumann-
inn Jóhann Einarsson?
„Ég ætlaði að verða atvinnumaður og var
alinn upp í þeirri trú. Elsti bróðir minn,
Vignir, kom þessum áhuga að hjá okkur
hinum. Hann var áskrifandi að erlendum
fótboltablöðum og ég safnaði myndum úr
þeim. Ég fór að æfa fótbolta en hætti 1969
þegar ég var kominn upp í 2. flokk. Ætli
sveitaböllin hafi ekki tekið við af fótboltan-
um. Síðasti leikurinn sem ég spilaði var
gegn Þór á grasvellinum. KA vann leikinn
11:4 og ég gerði m.a. tvö síðustu mörkin,
það síðasta með brjóstinu. Þetta sumar var
ég reyndar farinn að slá mjög slöku við
æfingarnar. Áhuginn hjá mér var ekki eins
ódrepandi og hjá Þormóði bróður sem spil-
aði þangað til hann varð 35 ára og er enn að
í skallablaki af sama áhuga.“
Skólagangan skrykkjótt nokkuð
Frá hinum efnilega knattspyrnumanni
hverfum við að skólagöngu Jóhanns. Hún
hófst í Hreiðarsskóla þar sem drengnum
gekk illa að læra og hlýða og var löngum lát-
inn sitja í skammarkróknum. Þá fór hann í
hinn nýja Oddeyrarskóla og tók miklum
framförum í námi, ekki síst í lestri enda var
bókhneigð hans farin að láta kræla á sér.
Síðan lá leiðin upp í Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og eitthvað tók að halla undan fæti.
Hann fór tvisvar í landspróf en það varð að
samkomulagi milli Sverris Pálssonar, skóla-
stjóra, og Vignis bróður Jóhanns, sem var
kennari á Blönduósi, að pilturinn færi vest-
ur og Jóhann varð gagnfræðingur frá Mið-
skólanum á Blönduósi.
„Það var góður bókakostur á Blönduósi
og ég las mikið, síst þó námsbækurnar. Ég
uppgötvaði Stein Steinarr fyrir alvöru, las
Laxness, sökkti mér niður í bókmenntasögu
Kristins E. Andréssonar og kynntist atóm-
skáldunum. Ljóðið Sumarnótt eftir Jón úr
Vör var opinberun fyrir mig. Þarna ákvað
ég að gerast skáld og fór að yrkja eitthvað
annað en ferskeytlur um Framsóknarflokk-
inn. Mér fannst þetta vera mitt hlutskipti og
frá 1971 hef ég litið á mig sem skáld," sagði
Jóhann árelíuz.
Einmitt þetta ár, 1971, innritaðist Jóhann
í Menntaskólann á Akureyri. Þegar hann
hafði mætt með höppum og glöppum í eina
tvo mánuði tók Steindór Steindórsson,
skólameistari, hann á beinið vegna fjarvista.
Steindór spurði hvort hann hefði einhvern
áhuga á að vera áfram í þessum skóla. Jú,
Þaðþ;
- segir Jóha
Jóhann sagðist hafa áhuga á náminu en
áhuginn fyrir öðru væri meiri. Hann hætti
síðan í MA um áramótin 1971/72.
Vann á þrettán vinnustöðum
á hálfu ári
„Þetta var á uppreisnarárunum og kennarar
hugsa til þeirra með hryllingi. Það var mikil
ólga í nemendum og agaleysið algjört. Við
þurftum að hugsa um margt annað en að
lesa námsbækurnar og sitja í tímum," sagði
Jóhann og glotti.
- Hvað tók við eftir þessa skömmu dvöl í
MA?
„Árið 1972 var mjög skrautlegt hjá mér.
Ég vann á þrettán vinnustöðum og var þó
aðeins hálft árið í vinnu vegna anna við
skriftir. Ég fór á vertíð í Vestmannaeyjum
sem stóð í einn og hálfan sólarhring. Ég var
kokkur á bát með Begga heitnum skans.
Þetta var skammvinn sæla. Ég varð sjóveik-