Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992
Stjörnuspá
Sigfús E. Arnþórsson
An ábyrgöar
íí
T
•f"l m+u y*
21. mars -19. apríl
Þetta eru þínar vikur. Hvaðeina sem þú
byrjar á um þessar mundir mun fara vel,
því að það inniber eðli hrútsmerkisins,
sem er jafnframt þitt eðli. Eftir tíðindalitla
helgi verða þriðjudagur og miðvikudagur
bestu dagar vikunnar, en fimmtudag og
föstudag skaltu fara varlegar. Það eru
ævintýri framundan í ástamálunum.
7\)aut
20. apríl - 20. maí
Þetta er þín helgi og þú leikur á als oddi,
hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur.
Þegar naut eru í stuði er rómantíkin aldrei
fjarri. Enn gengur allt eins og í sögu í
vinnunni/skólanum og verða fimmtudagur
og föstudagur bestu dagar vikunnar á
þeim vettvangi. Það eru einhver smá-
ferðalög framundan.
n
Tvíb ut^at*
21. maí - 20. júní
Þriðjudagur og miðvikudagur eru þínir
dagar í þessari viku. Að því slepptu er
harla lítið að gerast. Frá næsta miöviku-
degi er elskendaþrasi lokiö en við taka
ánægjulegri tímar í þeim efnum. Þá byrjar
í dag eitthvert leynimakk sem vara mun
fram í hina vikuna og setja málfrelsi þínu
ákveðnar skorður.
21. júní - 22. júlí
Þótt tímarnir séu almennt ekkert sérlega
hagstæðir kröbbum er þó víst að þetta verð-
ur hin ánægjulegasta helgi. Tilvalin til útstá-
elsis af öllu tagi. Eftir rólegan fyrripart vinnu-
vikunnar verða svo fimmtudagur og föstu-
dagur bestu dagar vikunnar. Frá næsta
miðvikudegi fer smám saman að gæta meiri
kulda í samskiptum þínum við umhverfið.
<Í1
J—joFV
23. júlí- 22. ágúst
Eftir léttan pirring núna um helgina verða
þriðjudagur og miðvikudagur bestu dagar
annars átakalítillar vinnuviku. Eftir næsta
miðvikudag fer að gæta meiri hlýju í sam-
skiptum þínum við umhverfið, jafnt á heim-
ili sem á vinnustað/skóla. Og almennt má
segja að það séu hagstæðir tímar fyrir Ijón
og enn hagstæðari eru framundan.
W
]\A&yja
23. ágúst - 22. september
Það blæs úr ýmsum áttum á meyjarnar
þessa vikuna. Laugar-, sunnu- og mánu-
dagur verða árangursríkir og skemmtileg-
ir, hver á sinn hátt. Þriðjudag og miðviku-
dag skaltu fara varlega. Fimmtu- og föstu-
dagur verða góðir dagar. Á miðvikudag
linnir ákveðnu umhleypingaástandi í ásta-
málunum og framundan eru farsælli tímar.
fyrír vikuna 4. til 10. apríl 1992
°9
23. september - 22. október
Eftir tíðindalausa helgi verða þriðjudagur
og miðvikudagur langbestu dagar vikunn-
ar. Á fimmtudag snúast málin svo aftur þér
frekar í óhag. A miðvikudag hefst ákveöið
erfiðleikatímabil í ástamálunum og linnir
ekki fyrr en 1. maí. Annars þurfa vogir að
fara vel með sig þessa dagana.
%
SpoK3d f*eki
23. október-21. nóvember
Þetta verður afleit helgi. Erfiðleikarnir snú-
ast að líkindum um peninga eða öllu held-
ur fjarveru þeirra. Það eimir eftir af þessu
fram á mánudag en að því slepptu verður
þetta hin ágætasta vika. Þú ert drífandi og
með jarðbundnara móti um þessar mundir
og hugmyndum þínum verður vel tekið á
fimmtudag og föstudag.
'E)ogvv\c\c)uyí
22. nóvember-21. desember
Þetta verður í meira lagi friðsæl vika, ef frá
eru taldir þriðjudagur og miðvikudagur, en
þá þarftu að vara þig á lausmælgi og
kæruleysi. En, sem sagt, að öðru leyti
verður að líkindum ekkert sem þig hendir í
þessari viku fært í annála, þína né ann-
arra. Nema þá að á miðvikudag er lokið
elskendaþrasi og við taka sælutímar.
Y( S+eÍFvgeit
T W 22. desember - 19. janúar
Þetta verður óvenju skemmtileg helgi. Til-
valin fyrir einhleypar steingeitur til að fara
út á lífið. Steingeitur í föstu sambandi ættu
jafnvel að taka þær einhleypu sér til fyrir-
myndar. í öllu falli fín helgi. Fimmtudagur
og föstudagur verða erfiðir yfirferðar, eitt-
hvert vol og víl sem ekki er að steingeita
skapi.
naa Va+usbeH
VSA
20. janúar- 18. febrúar
Eftir frekar erfiöa helgi, þar sem erfiðleik-
arnir verða af mjög svo jarðneskum toga,
skiptir alveg yfir á þriðjudag með góðum
fréttum sem ylja þér út vikuna. Frá næsta
miðvikudegi fer auk þess að gæta meiri
hlýju í samskiptum þínum við umhverfið
en verið hefur. Þú finnur þetta smám
saman.
X
Fiskai^
19. febrúar-20. mars
Það eru umhleypingar hjá fiskunum þessa
vikuna. Merkúr kemur aftur inn í fiskamerk-
ið í dag og færir þér aukið sjálfsöryggi.
Byltingartímum í ástamálum lýkur á mið-
vikudag og er friðsælla framundan. Helgin
fer í nautnir af jarðneskum toga, matarboð
eða eitthvað, þriðju- og miðvikudag þarftu
að sitja undir einhverju slúðri, en fimmtu-
og föstudagur verða árangursríkir.
Landafræðiþekkingu ungs fólks ábótavant:
Starfsfólk ÚA sló stúdentsefiaunum við
- enginn marktækur munur á landafræðiþekkingu á landsbyggðinni og í höfuðborginni
Þessi ágæta teikning Ingvars Guðnasonar fylgdi grein Ara í Nýjum menntamálum og við látum hana fljóta með.
Það er kannski alit í lagi að
segja það núna eftir að Spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna
er lokið, en að því er hermir í
tímaritinu Nýjum menntamál-
um er landafræðiþekkingu
menntaskólanema, bæði í
Reykjavík og á Akureyri,
verulega ábótavant. Það sem
meira er, menntskælingar eru
varla hálfdrættingar fískvinnslu-
fólksins í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa.
Þetta kemur fram í grein eftir
Ara Sigvaldason nema í stjórn-
málafræði við Háskóla íslands,
en hann og tveir skólabræður
hans, Ármann Kr. Ólafsson og
Einar Örn Sigurdórsson, gerðu
könnun á þekkingu tveggja þjóð-
félagshópa á landafræði og stað-
háttum á íslandi. Þessir hópar
voru annars vegar 60 stúdentsefni
úr Menntaskólanum á Akureyri
og jafnmörg stúdentsefni úr
Menntaskólanum í Reykjavík,
en hins vegar 40 manna hópur
fiskvinnslufólks úr Útgerðarfé-
lagi Akureyringa.
Tilgáturnar stóðust ekki
Fyrir þessa hópa var lagt próf
með 23 spurningum sem reyndu á
staðháttaþekkingu í öllum
landshlutum auk þess sem spurt
var um staði sem tengjast sögu og
menningu þjóðarinnar. Loks var
spurning þar sem tengja átti
stjórnmálamenn við þau kjör-
dæmi sem þeir væru þingmenn
fyrir.
Könnuðirnir lögðu upp með
ákveðnar tilgátur. Ein var sú að
þekking menntaskólanema á
landafræði og staðháttum væri
meiri en fiskvinnslufólksins, önn-
ur á þá leið að fólk af lands-
byggðinni væri betur að sér en
höfuðborgarbúar, og sú þriðja að
þeir sem eru vel að sér um landa-
fræði væru einnig vel að sér um
stjórnmál.
Og hverjar urðu svo niður-
stöðurnar? í stuttu máli þær að
tvær fyrstnefndu tilgáturnar kol-
féllu. Meðaleinkunn reykvísku
stúdentsefnanna út úr prófinu í
heild reyndist vera 2,66 á skalan-
um 0-10, en meðaleinkunn þeirra
norðlensku 2,67. Meðaleinkunn
fiskvinnslufólksins var hins vegar
4,34. Þegar litið var á síðustu
spurninguna um stjórnmála-
mennina og kjördæmin var mun-
urinn enn meiri, þá fengu mennt-
skælingarnir saman 1,79 en ÚA-
fólkið 4,16.
Skiljanlega kom þessi niður-
staða þeim þremenningum tals-
vert á óvart. Þeir reifa hugsanleg-
ar skýringar í lok greinar sinnar
og segja ma. að það kunni að
hafa áhrif að meðalaldur fisk-
vinnslufólksins var nokkru hærri
en mennskælinganna. Gefum
Ara orðið:
Er Dalasýsla í
Strandasýslu?
„Þó er það skrýtið að fólk sem
búið er að sitja að meðaltali
fjórtán til fimmtán ár á skóla-
bekk og læra landafræði, sögu,
samfélagsgreinar og íslensku
skuli ekki standa sig betur á prófi
sem þó var þannig uppbyggt að
þekking á ofangreindum sviðum
gæti nýst. Það kom fram í samtöl-
um viðnemendur að flestir höfðu
ekki lært íslenska landafræði eða
staðháttafræði frá tíu til tólf ára
aldri. Viðkvæðið var oft; af
hverju spyrjið þið ekki um
erlenda landafræði, við vitum
miklu meira um hana! Er
skýringin á þessari slælegu
útkomu sú að landafræðikennslu
hefur hrakað hin síðari ár vegna
þess að meiri áhersla hefur verið
lögð á samfélagsfræði? Eða veit
verkafólkið, sem var að meðaltali
eldra, meira um staðhætti á ís-
landi vegna þess að það hefur
ferðast meira um landið og fylgist
betur með þjóðfélagsmálum. Því
má skjóta hér inn í að ýmsar
kannanir sem lagðar hafa verið
fyrir í menntaskólum og Háskóla
íslands hafa sýnt að ungt fólk
hefur hvorki mikla þekkingu né
áhuga á stjórnmálum eða þjóð-
málum almennt og fylgist ekki
vel með. í þessari könnun sögð-
ust nokkrir menntaskólanemar til
dæmis vita að Þingeyri væri á ís-
landi en höfðu hins vegar enga
hugmynd um hvort þorpið væri
fyrir austan, vestan, norðan eða
sunnan. Aðrir voru alveg vissir
um að Dalasýsla væri í Stranda-
sýslu.
Enginn marktækur munur var
á nemendum MR og MA, þeir
fengu sömu einkunn. Rannsak-
endur höfðu búist við að þekking
á landa- og staðháttafræði íslands
væri meiri á landsbyggðinni.
Langflestir þeirra sem þátt
tóku voru mjög jákvæðir og
margir höfðu á orði að landa-
fræði væri alls ekki leiðinlegt fag
og mætti gera því hærra undir
höfði. Ekki fór hjá því að sumir
skömmuðust sín fyrir frammi-
stöðuna og aðrir héldu sig mun
betri en einkunnin gaf til kynna.
Lokaorð flestra voru að landa- og
staðháttafræði þyrfti að efla.“
Svo mörg voru þau orð og ekki
annað hægt en að taka undir það.
En það er ljóst að einhverjir aðrir
en starfsfólk ÚA þurfa að
skammast sín fyrir vanþekking-
una. -ÞH