Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 3
Fréttir Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 3 Þjálfun flugliða Flugleiða á Fokker 50 að ljúka: Vetraráætiim í samt lag á mánudag - hádegisferð að Vetraráætlun Flugleiða kemst til fyrra horfs á mánudag. Þá verður á ný tekin upp dagleg ferð til Akureyrar kl. 11 á morgnana og suður aftur kl. 12.20 en einnig verður á ný tekin upp ferð til Sauðárkróks og Húsavíkur kl. 10.15 á fimmtudögum en frá Húsavík er aftur haldið suður kl. 12.15. Áðurnefndar ferðir voru felld- ar niður úr áætluninni vegna þjálfunar flugliða á nýju Fokker 50 flugvélarnar en alls þjálfar félagið 43 flugmenn á vélarnar og er mest af þeirri þjálfun lokið. Samkvæmt upplýsingum Einars Sigurðssonar hjá Flugleiðum fara íýju til Akureyrar einnig 280 flugfreyjur á sérstök Fokker 50 námskeið hérlendis, sem og hlaðmenn innanlands- flugs. Tvær nýjar Fokker 50 vélar eru nú í innanlandsfluginu en á næstu vikum munu tvær til viðbótar bætast í flotann. Að þessari endumýjun lokinni verður meðal- aldur flugvélaflota Flugleiða sá lægsti í heimi eða 1,4 ár. Vetraráætlun verður í gildi fram til 17. maí þegar sumaráætl- un tekur við en þó verður sérstök páskaáætlun notuð frá 10. til 21. apríl og munu þá að einhverju leyti breytast tímasetningar í innanlandsfluginu. JÓH Úrslitakeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu: Sjónvarpið sýnir 13 af 15 leikjum keppninnar í beinni útsendingu Evrópumót landsliða í knatt- spymu fer fram í Svíþjóð dag- ana 10.-26. júní í sumar. Átta þjóðir hafa unnið sér rétt til þátttöku í úrslitakeppninni sem leikin verður í tveimur riðlum. Tvö efstu liðin í hvor- um riðli komast í undanúrslit og sigurliðin í undanúrslitun- um leika til úrslita í Gautaborg föstudaginn 26. júní. Hollend- ingar eru núverandi Evrópu- meistarar og þeir láta titilinn örugglega ekki af hendi átaka- laust. íslenskum knattspyrnuáhuga- mönnum verður boðið upp á sannkallaða knattspyrnuveislu meðan á keppninni stendur, því Sjónvarpið mun sýna 13 af 15 leikjum keppninnar í beinni útsendingu. I riðlunum leika ann- ars vegar, Svíþjóð, Frakkland, Ruud Gullid og fclagar hans í hol- lenska landsliðinu hafa titil að verja í Evrópukeppni landsliða í knatt- spyrnu. DAGTJR Akureyri Norðlenskt dagblað England og Júgóslavía og hins vegar Skotland, Þýskaland, Hol- land og Samveldi sjálfstæðra ríkja. Ópnunarleikur keppninar fer fram miðvikudaginn 10. júní en þá eigast við Svíar og Frakkar kl. 17.30 og verður sá leikur sýndur í beinni útsendingu. Annars lítur dagskrá Sjónvarpsins þannig út: 11. júní fimmtudagur, bein útsending Júgóslavía-England kl. 18.05-20.00 12. júní föstudagur, beinar útsendingar Holland-Skotland kl. 15.05-17.00 SSR-Þýskaland kl. 18.05-20.00 14. júní sunnudagur, beinar útsendingar Frakkland-England kl. 15.05-17.00 Svíþj óö-J úgóslavía kl. 18.05-20.00 15. júní mánudagur, beinar útsendingar Skotland-Þýskaland kl. 15.05-17.00 Holland-SSR kl. 18.05-20.00 17. júní miðvikudagur, bein útsending Svíþjóð-England kl. 18.05-20.00 eða Frakkland-Júgóslavía kl. 18.05-20.00 Upptaka frá leiknum sem ekki er beint og mörkin úr hinum Kl. 23.10-24.00 18. júní fimmtudagur, bein útsending Holland-Þýskaland kl. 18.05-20.00 Skotland-SSR kl. 23.10-24.00 upptaka frá því fyrr um kvöldið. 21. júni sunnudagur, bein útsending Undanúrslit kl. 18.05-20.00 22. júní, mánudagur, bein útsending Undanúrslit kl. 18.05-20.00 26. júní föstudagur, bein útsending Úrslitaleikur kl. 18.00-20.00 -KK Akureyri: Bruimárhlaupið á þriðjudaginn Hið árlega Brunnárhlaup, keppni á milli Verkmennta- skólans á Akureyri og Mennta- skólans á Akureyri, fer fram þriðjudaginn 7. aprfl. Lagt verður af stað frá Brunná kl. 14.00 og hlaupið að bæjar- fógetaskrifstofunni í miðbænum. Auk þess sem nemdur skólanna munu takast á, ætla einhverjir kennarar skólanna einnig að taka þátt í hlaupinu. -KK Ka|K a|la Qaga og holl hreyfing hamlar gegn beinþynningu. Byggðu upp - borðaðu ost.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.