Dagur


Dagur - 04.04.1992, Qupperneq 11

Dagur - 04.04.1992, Qupperneq 11
Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 11 ur strax í höfninni og sjóveikipillurnar dugðu ekki til, enda hef ég aldrei þolað slæmt dóp. Þar með var sjómannsferlinum lokið en það var gaman að koma til Vest- mannaeyja. Ég stóð stutt við á ýmsum vinnustöðum þetta ár en lengst tolldi ég í öskunni hér á Akureyri. Það var líka skemmtilegasta starfið. Ég var fyrsti afleysingarmaður og var í stöðugri vinnu, kynntist bænum mjög vel og fór á bak við hvert hús. Á þessum tíma var verið að skipta úr gömlu öskutunn- unum í plastpokana. Ég kynntist Hjalta- línsbræðrum, Sigurði Draumland, Tóbaks- Steina og fleiri skemmtilegum karakterum.“ - Fórstu síðan úr öskunni í eldinn? „Eldinn? Ekki vil ég kalla Svíþjóð því nafni en hitt er rétt að ég fylltist eldmóði andans og fór að yrkja, gæla við blaða- mennsku og bókmenntir. Ég lá í skáidskap og öðru sem óþarfi er að nefna. Mig langaði í skóla þar sem ég gæti einbeitt mér að húmanískum fræðum og sloppið við raun- greinarnar. Þá datt mér í hug að fara í lýð- háskóla." Sautján ár í Svíþjóð Gegnum starfsmann Norræna hússins komst Jóhann í lýðháskóla í Svíþjóð í ársbyrjun 1973. Hann vissi lítið út í hvað hann var að fara eða hvert, hefði raunar allt eins getað lent í Danmörku, en niðurstaðan varð lýð- háskóli á eyju einni í Svíþjóð. „Ég var eini íslendingurinn þarna og byrj- aði auðvitað á því að læra sænsku. Það var aldrei stefnan hjá mér að setjast að í Sví- þjóð en ég flutti þó þangað í ársbyrjun 1975 og hef ekki búið heima síðan. Þetta eru orð- in sautján ár og því skiljanlegt að maður hafi einhverjar taugar til Svíþjóðar. Upphaflega ætlaði ég að læra blaða- mennsku en var of seinn að sækja um, auk þess sem það var lítil alvara á bak við þessi áform.“ Jóhann hafði m.a. skrifað í skólablöð og íslending og á góðum stundum sagðist hann ætla að verða blaðamaður. Svo varð nú ekki en þessi gömlu áform rifjuðust upp í Svíþjóð. Hann var fimm ár í Lundi og tók þá við blaði sem heitir Kaktus og gerði að veglegu tímariti. Jóhann býr nú í Stokk- hólmi og 1988 settist hann aftur í ritstjóra- stól og sá um tímaritið Landa og ritstýrði íslandspóstinum. Þessi blöð voru Sæði þykk og efnismikil og höfðu töluverða útbreiðslu meðal íslendinga í Svíþjóð og heima á Fróni. En Jóhann árelíuz gaf sig bókmennta- fræðinni á vald, að ógleymdum skáldskapn- um, og Svíþjóðardvölin er orðin löng. Hann kemur þó reglulega heim, jafnvel tvisvar á ári og allt upp í þrjá til fjóra mánuði í einu. „Ég syng sekúndunni lof og dýrð“ Akureyri, vorblíða og fögur fjallasýn. Minningarnar fara með beinu flugi til Sví- þjóðar. Lítum á eitt ljóð úr Tehúsi ágúst- Texti: Stefán Þór Sæmundsson Mynd: Golli mánans. Flestir þéttbýlisstaðir eiga sér aðal- stræti, einnig Akureyri þótt það standi varla undir nafni lengur. Aðalstræti Jóhanns árelíuzar er hvorki bundið við stund né stað: Aðalstrœti Ég þrykki blóði mínu í línur syngjandi hvítar kúlur þjóta óðar um æðar mér krystallar sem kveikja í myrkrinu Ég syng sekúndunni lof og dýrð þrykki þrumunni í stundaglasið og sólin dansar á vatninu! (Ó auði sjór án lands fyrir stafni Ég er ég tilgangslaust ofháður öðrum og efni En hluta dýrðarinnar veit ég í sálu minni: vissuna um sígildi einlægt skapandi einlægt leitandi sálar ofar Iíkamlegri kröfu Löngulínur allar þvergötur og strik) Ég syng sekúndunni lof og dýrð þrykki þrumunni í stundaglasið elska sólina dansandi á vatninu brothætta gleði spegilsins Ó syngjandi hvítu kúlur þjótandi krystallar Ógrýttu ókortlögðu brautir draumórans... Ég syng sekúndunni lof og dýrð! Jóhann árelíuz dvaldi í kjallara Davíðs- húss í þrjá mánuði vorið 1991. Þá skrifaði hann pistlana Úr Davíðshúsi sem birtust í helgarblaði Dags og segist hann hafa kom- ist í gott samband við bæjarbúa. En hann gerði fleira eins og við komum að næst. „Svíþjóðarbókin“ í Davíðshúsi „Ég hef ekki verið svona lengi á Akureyri í mörg ár og ekki á þessum árstíma. Vorið var með eindæmum gott og besti maímán- uður frá 1955. Þetta var mikil upplifun. Ég einbeitti mér að lausu máli sem gengur undir vinnuheitinu „Svíþjóðarbókin". Þar geri ég grein fyrir þessum sautján árum í Svíþjóð og nota líka efnivið úr fortíðinni. Þetta er skáldverk. Það fer eftir tíma, heilsu og peningum hvenær bókin litur dagsins ljós en víst er að hún verður ekki í næsta jólabókaflóði. Hingað til hef ég ekki notið styrkja til ritstarfa og fyrir mér er ekkert kappsmál að dæla út bókum. Svíþjóð hefur óneitanlega haft mikil áhrif á mig. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Þetta hefur verið mikið flakk á mér um dagana og ég segi eins og Örn Bjarnason, trúbador, í ævisögu sinni að ég hafi lagt gjörva hönd á margt. Ég hef þó alltaf náð að grípa í skottið á sjálfum mér á ferð. Þegar upp er staðið þá eru helstu verðmætin fólgin í uppvaxtarárunum á Eyrinni." Jóhann árelíuz hefur ekki verið afkasta- mikið skáld, ef marka má útgefna titla. Tehús ágústmánans er þriðja ljóðabók hans og sú fyrsta sem kemur út hjá bóka- forlagi. Hann gaf sjálfur út bækurnar blátt áfram og Söngleikur fyrir fiska. Við snúum okkur nú að ljóðagerð hans í spjalli okkar. Ekki skrifborðsvinna að yrkja ljóð „Ég orti mikið strax þegar andinn kom yfir mig á Blönduósi en þau ljóð eru geymd á kistubotni. Fyrsta bókin mín, blátt áfram, kom ekki út fyrr en 1983. Upphaflega átti hún að koma út 1977 en mér fannst and- rúmsloftið ekki nógu gott á þeim tíma. Fyrstu ljóðin sem birtust eftir mig komu í Tímariti Máls og menningar 1973 í rit- stjóratíð Sigfúsar Daðasonar og svo komu ljóð í Samvinnunni árið eftir. Síðan varð allnokkurt hlé og ekki sáust ljóð eftir mig i í tímariti fyrr en 1989. Önnur bókin, Söngleikur fyrir fiska, kom út 1987. Hún fékk mjög góðar viðtök- ur og er ég þeim þakklátur sem tóku vel á móti mér. Góðir hlutir gerast hægt. Það er meira en að segja það að standa sjálfur í bókaútgáfu. En ég hef aldrei lifað af skáld- skap heldur unnið meira og minna síðan ég hætti í menntaskóla á sínum tíma. Ég hef verið að vinna hjá leigjendasamtökun- um í Svíþjóð en síðasta árið hef ég nær eingöngu fengist við ritstörf. Öll mín vinna undanfarin ár hefur mið- ast við það að geta skrifað. Það er ekkert ömurlegra en verklaus skáld og rithöfund- ar. Að yrkja ljóð er ekki skrifborðsvinna nema að hluta.“ Að ganga með hjartað í höfðinu Og Jóhann heldur áfram: „Skáld hlýtur að vera söfnunargler og stækkunargler. Það er nauðsynlegt að tengja hjartað við heil- ann og ganga með hjartað í höfðinu. Þetta finnst mér vanta, að menn finni fyrir hjart- anu. Köld skynsemi er meira áberandi. Ég vona að ég eigi aldrei eftir að lenda í þeirri skel.“ - Ert þú ekki einmitt skáld vonar og ljóðrænnar fegurðar? „Ég er lítið fyrir það að skipa mér á ein- hvern bekk en ég hef tekið eftir því að konur á besta aldri eru mjög hrifnar af rómantíkinni í ljóðum mínum. En ef ég er rómantíker þá er ég að minnsta kosti afskaplega raunsær rómantíker. Eg lít fyrst og fremst á mig sem innblást- ursskáld. Ljóð mín eru unnin og innblásin og það gildir enn frekar um Tehúsið en fyrri bækurnar." - Víkjum þá að nýju bókinni, Tehúsi ágústmánans. Það hljóta að vera mikil tíma- mót þegar bókaforlag ákveður að gefa út Ijóð þín. Hvernig kom þetta til? „Ég er félagi í Rithöfundasambandi íslands og í mars 1990 fékk ég fréttabréf frá sambandinu. Þar var klausa frá Almenna bókafélaginu um bókmenntasamkeppni og ég sagði um leið við tvo landa mína að ég ætti sennilega bara að taka þátt í þessari samkeppni. Þeim leist vel á það.“ Kom á óvart að ljóðahandrit skyldi fá fyrstu verðlaun - Þú hefur þá sest við skrifborðið og farið að skrifa „samkeppnishæfan“ texta, eða hvað? „Nei, ég fór ekki út í slík vinnubrögð. Ég átti ýmislegt í hirslum mínum og það hafði staðið til að koma út bók árið eftir, 1991. Skilafrestur í samkeppninni var til maíloka og ég var í sex vikur vakinn og sofinn að koma saman handriti. Á leið til íslands þetta ár las ég það í Þjóðviljanum heitnum að samkeppninni hefði verið frestað til 1. febrúar 1991 ogþað' kom sér vel fyrir mig. Ég hélt áfram að vinna handritið þótt ég hefði verið búinn að senda það frá mér. Ég hef aldrei unnið eins mikið við ljóðin og ég bar þau undir gagn- rýna lesendur og móðurmálsunnendur. Niðurstaðan varð sú að ég sendi handritið aftur, nokkuð breytt, og 17. maí þetta ár fékk ég að vita að ég hefði sigrað í sam- keppninni." Jóhann kveðst hafa gert sér vonir um ann- að eða þriðja sætið því hann hafði hlerað að Tehúsið hefði verið eitt af sex handritum í lokayfirferð dómnefndar, en alls bárust um 100 handrit í samkeppnina. Hann bjóst fast- lega við að skáldsaga yrði fyrir valinu. „Já, það kom mjög á óvart að ljóðahand- rit skyldi fá fyrstu verðlaun og ég lít á það sem mikla viðurkenningu. Samkeppnis- formið er líka sniðug hugmynd til að komast fram hjá yfirdrifnum kunningsskap, sem oft ræður því hverjir fá útgefnar bækur,“ sagði Jóhann. Lögreglan gerði teið mitt upptækt! - Hvað segirðu mér um titilinn, Tehús ágústmánans? Tengist hann eitthvað sam- nefndu leikriti? „Nei, ég er vertinn í tehúsinu. Teið er grænt og jafnvel blátt, alltaf jurtate. Ég er fæddur í ágúst og hugleiði mikið gang himintungla. Tunglið er mér ákaflega kært. Þannig er þetta hugsað. Tehús ágústmánans er kannski líka dálítil vísun í leikritið en ég sá það reyndar aldrei. Það er fyrst og fremst orðanna hljóðan sem réði nafninu. Titillinn blátt áfram var heldur ekki út í hött, ég hef alltaf haft þá stefnu að vera blátt áfram. í sambandi við te má rifja upp eina sögu. Ég kom til Akureyrar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn 1983 og það skipti engum togum að sjö lögreglumenn héldu mér föngnum í klukkutíma, gerðu teið mitt upp- tækt og sendu það í rannsókn til Reykjavík- ur. Þetta voru mjög eftirminnilegar móttök- ur. Það var eins og glataði sonurinn væri að koma heim. Hvítlaukurinn var líka tekinn af mér og ég vona að þeim hafi orðið gott af honum! Tehúsið er lífsverk mitt í ljóði hingað til,“ sagði Jóhann árelíuz. Hann er nú aftur á förum til Stokkhólms, Feneyja norðursins, til konu sinnar, dóttur og fóstursonar. Held tengslum við Akureyri Lítum á annað ljóð úr Tehúsi ágústmánans, lífsverki Jóhanns árelíuzar. Þar situr hann í túninu heima og drekkur full lífsþorsta: / túninu heima Teygi úr mér í teignum rakalaus í grasinu græna og bláa Drekk full lífsþorsta úrglösum hárra stráa Meðal glóandi fífla og sóleyja meðal fjögurra blaða smára uni ég mér yndislega og skriía sumarlínur ögurstundar á langþráðu vori í júlí „Ég held alltaf tengslum við Akureyri. Aldraðir foreldrar mínir eru hér á Dvalar- heimilinu Hlíð og ég heimsæki þá reglulega. Hér er bróðir minn ágætur, Sigmundur Rafn, og systir mín, Kristín. Ég er líka þekktur fyrir bréfaskriftir. Það yfirgefur enginn sinn fæðingarhrepp, eins og Jón úr Vör sagði. Svíþjóðardvölin hefur samt sem áður gert mér gott,“ sagði Jóhann árelíuz að lokum. irf sterk bein til að þola góða daga ttn árelíuz, akureyrska skáldið í Svíþjóð

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.