Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 18

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992 Af erlendum vettvangi Hvers vegna þola sumir ekki að drekka mjólk? Mörgum þykir mjólk hinn besti drykkur og drekka hana í stórum stíl. En þeir eru líka til, sem fá magaverki og niðurgang, ef þeim verður það á að drekka mjólk, og læknar kunna engin ráð við þessu önnur en þau að vara viðkom- andi við mjólkurdrykkju. En hver skyldi þá vera ástæðan fyrir því, að sumir þola mjólkina svo vel, en aðrir alls ekki. Það bendir allt til þess, að þá, sem ekki þola að drekka mjólk skorti efnakljúf þann (ensím), sem heitir laktase. En efnakljúf- ur þessi er nauðsynlegur til að leysa upp sérstaka tegund sykurs, sem er í mjólk (mjólkursykur eða laktose). Þaö er ekki svo sjálfsagt, sem halda mætti, að menn geti stund- að mjólkurdrykkju á fullorðins- árum. Nýlegar rannsóknir hafa leitt í ljós, að það er aðeins í Norður-Evrópu (og þá einkum Skandinavíu og íslandi), á eyði- merkursvæðum Norður-Afríku og á Arabíuskaga, sem flestir fullorðnir geta drukkið mjólk. Víðast annars staðar eru það aðallega börn, sem drekka mjólk, af því að með aldrinum missir líkaminn hæfileikann til að mynda Iaktase. Vísindamenn hafa mjög undr- ast þessa landfræðilegu skipt- ingu. Skýringin kann að vera ein- hvers konar náttúruval. Það eyk- ur lífslíkurnar að búa yfir þeim hæfileika að geta drukkið mjólk. Það er ekki erfitt að koma auga á samhengið á eyðimerkur- svæðunum. Þar er vökvaþörfin mikil og vandkvæði á að fá henni fullnægt. Þá er það mikill kostur að geta drukkið mjólk húsdýr- anna í stað þess að drekka ein- göngu vatn. En hvers vegna er það svo mik- ill kostur í norðlægustu löndum Evrópu að geta drukkið mjólk? Þar er alla vega ekki hægt að vísa til vökvaskorts. En vísinda- mennirnir hafa komist að því, að þeir, sem þola mjólkurdrykkju eiga einnig auðveldara en aðrir með að nýta það kalcium, sem finnst í fæðunni. Fyrr á tímum var skortur á kalcium alvarlegt vandamál á þessum norðlægu breiddargráðum, og þess vegna höfðu þeir, sem drukku mjólk meiri möguleika til að lifa af. Auk þess gátu konur með sterka beinabyggingu alið fleiri börn, og af þeim sökum náði erfðavísir- inn, sem stjórnar framleiðslu ensímsins laktase mikilli út- breiðslu. (Byggt á Fakta 1/91. - Þ.J.) Það veltur á því hvort líkami þinn framleiðir efnakljúfinn laktase, hvort þú getur drukkið mjólk á fullorðinsárum. Matargerð er list og undirstaðan er úrvals hráefni Matvörukynning í Hrísalundi í dag, laugardag, frá kl.10-14. Kynningarvörur: Léttreyktur lambahryggur frá Kjötiðnaðarstöð KEA °g tertubotnar frá Brauðgerð KEA Rendurnar á knattspyrnuvöllum verða til, þegar grasið er slegið. Af hveiju eru knattspymuvellir röndóttir? Þegar horft er á knattspyrnu- keppni í sjónvarpi, er oft svo að sjá, sem völlurinn sé allur með mismunandi grænum röndum. Þessar rendur á knattspyrnu- völlunum tengjast því yfirleitt, hvernig þeir eru slegnir. Með lýs- ingu í kringum völlinn er svo hægt að gera rendurnar meira áberandi eða draga úr þeim, ef menn vilja svo við hafa. Við skulum hugsa okkur venjulega sláttuvél þar sem hníf- arnir eru festir á sívalning, sem snýst. Þegar sívalningurinn snýst leggjast grasstubbarnir, sem eftir verða, í öfuga átt við þá stefnu, sem sláttuvélinni er ekið. Sé vél- inni ekið til austurs leggst grasið til vesturs, sé ekið til vesturs leggst grasið til austurs. Þegar vélinni hefur verið ekið á vallar- enda og er snúið þar við og ekið til baka, leggst grasið til öfugrar áttar við það, sem var í fyrri ferð- inni. Þannig verða þær til rend- urnar, sem sjást í sjónvarpinu. Því lengri sem grasstubbarnir eru, því greinilegra verður það munstur sem myndast. Það kem- ur til af því, að löng strá leggjast betur niður en stutt. Vegna lýsingarinnar sjást rend- urnar yfirleitt betur í sjónvarpi en þegar horft er á sjálfan völlinn. Á sumum völlum, eins og t.d. Wembley, er lagt mikið upp úr því að gera rendurnar sem greinilegastar. Ástæðan er sú, að áferðarfalleg og fullkomin gras- flöt er snar þáttur í „vörumerki“ vallarins, og þvf er allt gert, sem hægt er, til þess að eftir henni verði tekið. (Bengt Bengtsson í Fakta 1/91. - Þ.J.) Deyfast skilningar- vitin á meðan við sofum? Þegar við sofum lokum við aug- unum til þess að það, sem við kynnum að sjá trufli ekki svefninn. En spurningin er að hve miklu leyti við lokum einnig fyrir önnur skilningarvit. Svarið hlýtur að verða, að það getum við vissulega og gerum. Hvað heyrnina áhrærir kemur þetta þannig út, að við heyrum sum hljóð betur en önnur, það er eins og heyrnin velji úr hvað við eigum að heyra og hvað ekki í miklu ríkara mæli en þegar við erum vakandi. Þannig getur t.d. móðir vaknað við minnsta uml í barni sínu f næsta herbergi enda þótt hún sofi vært þó að þungir vörubílar fari með miklum háv- aða um götuna fyrir utan. Hljóð, sem við sjálf gefum frá okkur, trufla svefninn yfirleitt ekki. Um það eru hrotur besta dæmið, enda þótt hávaðinn geti í einstöku tilvikum orðið svipaður að styrkleika og hávaði frá þrýsti- loftsbor (loftpressu). Á meðan við sofum er heyrnin fyrst og fremst stillt á þau hljóð, sem eru óvenjuleg í því umhverfi sem við erum í og geta því kannski boðað einhverja hættu fyrir þann sem er sofandi eða fjölskylduna. Bragð- og lyktarskyn hefur nánast enga þýðingu í sambandi við aðsteðj- andi hættu og því taka þessi skilningarvit sér hvíld á meðan við sofum. í þessu tilliti er mikill munur á mönnum annars vegar og t.d. hundum og köttum. Þessi dýr eru miklu háðari bragð- og lyktar- skyni og á annan hátt en við. Þess vegna vakna þau samstundis, ef þau finna lykt af mat. (Fakta 1/91. - KJ.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.