Dagur - 04.04.1992, Side 20

Dagur - 04.04.1992, Side 20
Heyannir í vetrarlok. Mynd: Golli Listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs Einingar til stjórnarkjörs: Bímí Snæbjömssyni stillt upp í embætti formanns Birni Snæbjömssyni, varafor- manni Einingar, er stillt upp sem formannsefni á lista stjórnar og trúnaðarmanna- ráös Verkalýðsfélagsins Ein- ingar til stjórnarkjörs í Ein- ingu, en stjórn og trúnaðar- mannaráð samþykkti listann á fundi sínum sl. fimmtudags- kvöld. Sævar Frímannsson, núverandi formaður Einingar, gefur ekki kost á sér til endur- kjörs. Samkvæmt lögum Ein- ingar verður auglýst eftir fram- boðslistum til stjórnarkjörs, en komi ekki fram mótframboð fyrir kl. 12 á hádegi þann 15. apríl nk. telst listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs sjálfkjör- inn. Eftir því sem næst verður kom- ist er Þóri Snorrasyni, starfsmanni hjá Möl og sandi hf. á Akureyri, stillt upp á lista stjórnar og trún- aðarmannaráðs í embætti vara- formanns, Sigríði Rut Pálsdótt- ur, formanni Ólafsfjarðardeildar Einingar, í embætti ritara og Ernu Magnúsdóttur, starfsmanni Útgerðarfélags Akureyringa, í embætti gjaldkera. Meðstjórn- endur á lista stjórnar og trúnað- armannaráðs eru Guðrún Helga- dóttir, starfsmaður Svæðisstjórn- ar um málefni fatlaðra á Norður- landi eystra, Hilmir Helgason, formaður bílstjóradeildar Ein- ingar, og Ólöf Guðmundsdóttir, formaður Grenivíkurdeildar Ein- ingar. Þórir Snorrason er núverandi Höldur sf.: Leiguflugið úr söguraii með sé þetta flug úr sögunni í bili, að minnsta kosti. JÓH Höldur sf. hefur afskrifað fyrirhugað leiguflug milli Akureyrar og Reykjavíkur sem hefjast átti á mánudag. Fundir voru í samgönguráðu- neytinu á miðvikudag og fimmtudag þar sem sátu full- trúar ráðuneytis, Flugleiða, íslandsflugs og Hölds og að þeim fundum loknum var ákveðið að ekkert yrði af leiguflugi með því formi sem áætlað var og hefja átti á mánudag. Skúli Ágústsson hjá Höldi sf. segir að upphafleg ástæða fyrir þessu flugi hafi verið sú að Flug- leiðir hafi undirboðið á bílaleigu- markaðnum í Reykjavík gegn staðgreiðslu á flugfargjöldum utan af landi. Ætlunin hafi verið að svara þessu þannig að Höldur gæti boðið viðskiptavinum sínum sams konar þjónustu en niður- staðan hafi orðið sú að Flugleiðir gangist inn á að stunda ekki þessi undirboð með bílaleigubíla á Reykjavíkurmarkaðnum. Þar ritari stjórnar Einingar, Sigríður Rut Pálsdóttir er meðstjórnandi í núsitjandi stjórn, Erna Magnús- dóttir er núverandi gjaldkeri, Guðrún Helgadóttir er með- stjórnandi í þeirri stjórn er nú situr, Hilmir Helgason er nú í varastjórn og sömuleiðis Ölöf Guðmundsdóttir. Á framboðslista stjórnar og trúnaðarmannaráðs eru auk sjö manna í aðalstjórn fimm í vara- stjórn og 40 í trúnaðarmannaráð, sem valdir eru með tilliti til bú- setu, auk tveggja endurskoðenda og eins varaendurskoðanda. Eins og áður segir verður aðal- fundur Einingar í maí, en nánari dagsetning hefur ekki verið ákveðin. Venjan er að stjórn og trúnaðarmannaráð leggi fram sinn framboðslista, en auk þess er öllum félagsmönnum frjálst að skila inn framboðslistum með öðrum nöfnum. Framboðsfrestur rennur út þann 15. apríl nk. og þá kemur í ljós hvort listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs verður sjálfkjörinn. óþh Loðnuveiðum að ljúka: Fjórða besta vetrar- vertíð frá upphafi - verksmiðjurnar á Norðurlandi tóku á móti rúmum 82 þúsund tonnum Loðnuvertíðinni er að Ijúka. Að sögn Jón Olafssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra fískmjölsframleiðenda, er vetr- arvertíðin sú fjórða besta frá því loðnuveiðar hófust hér við land en á hinn bóginn var veið- in lítil á haustvertíðinni. Frá áramótum hafa veiðst ríflega 570 þúsund tonn en 56 þúsund tonn fengust á haustvertíðinni. Aðeins vetrarvertíðirnar árin 1988, 1989 og 1990 voru betri en sú sem nú er að Ijúka. Nokkrir bátar eru enn við veið- ar út af Snæfellsnesi en munu hætta á næstu sólarhringum. Vestangangan sem Hafrannsókna- stofnun taldi mögulegt að kæmi að landinu hefur enn ekki látið sjá sig og hafa sjómenn afskrifað hana. Norðlensku loðnuverksmiðj- urnar hafa því væntanlega tekið á móti því síðasta á þessum vetri. í heild tóku þær á móti 82.200 tonnum af loðnu á vertíðinni, þar af 16.500 tonnum á haustvertíð- inni. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði tóku á móti 39.685 tonnum, öllu á vetrarvertíð. Loðnuverksmiðja Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar tók á móti 3.634 tonnum, öllu á vetrarvertíð. Krossanesverksmiðjan tók á móti 20.909 tonnum, þar af 6.361 tonni á haustvertíð. Til Raufar- hafnar bárust 32.362 tonn og þar af 5.318 fyrir áramót. Á Þórshöfn var unnið úr 28.292 tonnum af loðnu, þar af 4.861 tonni á haust- vertíð. „Ég held að hljóðið í mönnum hjá verksmiðjunum sé þokkalegt eftir þessa vertíð. Auðvitað á eft- ir að gera dæmið upp í heild sinni. Afurðirnar eru ekki allar seldar en þó held ég að horfurnar í sölumálum verði að teljast góðar. Þetta er öndvegis vetrar- vertíð sem að baki er og horfurn- ar eru góðar hvað varðar haust- vertíðina,“ sagði Jón Ólafsson. JÓH Norðurland: Vetrarveður af bestu gerð Veðurguðirnir verða hliðhollir skíðamönnum um helgina, sem kemur sér vel þar sem Skíðamót Islands stendur nú sem hæðst í byggðum Eyja- fjarðar. Spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir norðaustlægum áttum í dag. É1 verða með ströndinni og kóln- andi veður er á daginn líður. Á rnorgun verður bjart til landsins og austanáttin gengur hægt niður. ój Öxaríjarðarhreppur: Bullandí atvinna hjá trésmiðum á Kópaskeri - auglýst eftir mönnum til starfa Mikil vinna er hjá trésmiðum í Öxarfjarðarhreppi um þessar mundir og nýverið auglýsti Trémál hf. á Kópaskeri eftir smiðum til starfa. Fjölmargir Sævar Frímannsson, formaður Einingar: Fólk vffl reyna tÚ Á fundi stjórnar og trúnað- armannaráðs Einingar sl. fímmtudagskvöld var rætt um þá stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum aðila vinnu- markaðarins. Sævar Frímanns- son, formaður Einingar, segir að fólk vilji reyna til þrautar að ná samningum. „Hljóðið í fólki var auðvitað ekkert of gott. Það var mjög óhresst með að ekki skuli vera búið að ná samningum. Sömu- leiðis var fólk óánægt með að ekki skyldi hafa verið meira inni í pakkanum sem hlaupið var frá,“ sagði Sævar. „Það varð ofan á að fólk vildi reyna til þrautar að ná samningum, þó á betri nótum en rætt var um þegar slitnaði upp úr viðræðum," bætti hann við og sagði að fundarmenn hafi ekki viljað fara út í harkalegar aðgerðir fyrr en fyrir lægi niður- staða um hvort betri samningur, en var uppi á borðinu hjá ríkis- sáttasemjara, næðist. þrautar Mið- og sambandsstjórn Alþýðusambands Norðurlands ásamt formönnum verkalýðsfé- laga á Norðurlandi komu saman til fundar á Akureyri í gær, en honum var ekki lokið þegar blað- ið fór í prentun. óþh Nýir menn í skólanefod A fundi bæjarstjórnar Siglu- fjaröar í vikunni voru Kristján Möller, fulltrúi Alþýðuflokks, og Róbert Guðfínnsson, full- trúi óháðra, kjörnir í skóla- nefnd í stað Ásdísar Guð- niundsdóttur og Signýjar Jóhannesdóttur, sem sögðu sig úr nefndinni nýlega vegna ágreinings við bæjarráð um starf skólanefndar. Kolbrún Daníelsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokks sagði sig einnig úr skólanefnd í byrjun þessa árs og hefur Ásgrímur Sigurbjörns- son tekið sæti hennar. Aðrir í skólanefnd eru Salmann Kristjánsson og Sigrún Jóhanns- dóttir. óþh hafa hringt og spurst fyrir um atvinnuna og ætti ekki að verða vandkvæðum bundið að fjölga smiðum hjá fyrirtækinu. Þær upplýsingar fengust hjá Trémáli að sex manns störfuðu að jafnaði hjá fyrirtækinu og þá væru þar tveir nemar frá Akur- eyri sem nú væru reyndar í skóla. Viðhaldsverkefnin væru næg og í sannleika sagt allt of mikið að gera fyrir núverandi mannskap. Því hefði verið auglýst eftir smið- um til starfa. Stærstu verkefnin eru hjá rækjuverksmiðjunni Geflu hf. og í gamla kaupfélagshúsinu. Sem kunnugt er keypti Gefla nýlegt fiskverkunarhús á Kópaskeri og er nú verið að innrétta húsið fyrir rækjuverksmiðjuna. Þar eru þrír menn í fullu starfi. Öxarfjarðarhreppur festi kaup á húsi Kaupfélags Þingeyinga með það í huga að innrétta þar salarkynni sem gætu hýst stærri samkomur á vegum hreppsins, fundi og skemmtanir af ýmsu tagi. Mikil vinna er framundan við endurbætur á húsinu og því óhætt að tala um uppsveiflu hjá handverksmönnum í Öxarfjarð- arhreppi. SS

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.