Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 16

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 16
16 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992 Dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Laugardagur 4. apríl 14.00 Enaka knattspyrnan. Bein útsending frá leik Tottenham Hotspur og Aston Villa á White Hart Lane i Lundúnum. 16.00 íþróttaþátturinn. Fjallað verður um íþrótta- menn og viðburði innan lands og utan og um klukk- an 17.55 verða úrslit dagsins birt. 18.00 Múmínálfarnir (25). 18.30 Kasper og vinir hans (50). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkom. 19.30 Úr riki náttúmnnar. Innfjarðalíf. (The Wild South - Southern Harbour) Fræðslumynd um lifriki í inn- fjörðum á sunnanverðu Nýja-Sjálandi. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 '92 á Stöðinni. 21.05 Hver á að ráða? (3). (Who's the Boss?) 21.30 Feðgarnir og örninn. (Spirit of Eagle) Bandarisk ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna. Þetta er hjartnæm saga um sam- band föður og sonar. Dreng- urinn öðlast aðdáun og traust föður sins þegar hann bjargar honum úr lifsháska með hjálp amar sem er hændur að þeim feðgum. Aðalhiutverk: Dan Haggerty, Bill Smith og fleiri. 23.00 Neónveldið. Seinni hluti. (Neon Empire) Bresk sjónvaipsmynd frá 1991 um mafíuforingja sem svifst einskis til að koma upp glæsilegu spilaviti í Las Vegas. Aðalhlutverk: Ray Sharkey, Martin Landau, Gary Busey og Harry Guardino. 00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. Sjónvarpið Sunnudagur 5. apríl 14.00 Hljómleikar í Leipzig. Upptaka frá hljómleikum sem haldnir vom í Leipzig á nýársdag í tilefni af vigslu nýrrar útvarpsstöðvar, Mið- þýska útvarpsins eða Mitteldeutscher Rundfunk. 16.00 Kontrapunktur (10). Spumingakeppni Norður- landaþjóðanna um sígilda tónlist. Að þessu sinni eig- ast við Norðmenn og Finnar. Þetta er síðasti þátturinn í forkeppninni. 17.00 Undur veraldar (2). Háhyrningar. (World of Discovery - Beautiful Killers.) Bandarísk heimildamynd um rannsóknir á lifnaðar- háttum háhyrninga undan strönd Bresku-Kólombíu. 17.50 Sunnudagshugvekja. Anna Sigriður Pálsdóttir kennari flytur. 18.00 Stundin okkar. 18.30 Sagan um barnið. (En god historie for de smá - Sagan om lille bror.) 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Vistaskipti (3). 19.30 Fákar (33). (Fest im Sattel.) 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Bleikjan í Þingvalla- vatni. Heimildamynd um kuðunga- bleikjuna í Þingvallavatni. Fylgst er með hegðun henn- ar á hrygningartímanum, samkeppni á milh hænga og baráttu hrygnanna við hrognaræningja. 20.55 Bræðrabylta. (Two Brothers Running). Áströlsk bíómynd. Myndin fjallar um barnabókahöfund sem er giftur og tveggja barna faðir. Yngri bróðir hans kemur í heimsókn og meðan hann dvelur hjá fjöl- skyldunni fer heimilishaldið úr skorðum og hræsni og sérviska eldri bróðurins kemur berlega i ljós. Aðalhlutverk: Tom Conti, Ritchie Singer og Liz Alexander. 22.25 Ljós og skuggi - Sven Nykvist. Ný viðtals-heimildamynd um sænska kvikmynda- gerðamanninn Sven Nykvist. Viðtölin voru tekin upp í Stokkhólmi og Suður- Sviþjóð haustið 1991 en einnig eru sýnd brot úr myndum sem Nykvist hefur tekið. Hann hóf feril sinn á íslandi árið 1954 þegar Salka Valka var gerð en hefur unn- ið með mörgum frægum leikstjórum siðan, til dæmis Ingmar Bergman, Volker Schlöndorf, Milos Forman og Woody Allen. Á siðasta ári leikstýrði hann myndinni Uxinn sem keppti um óskarsverðlaun ásamt mynd Friðriks Þórs Friðrikssonai Börn náttúrunnar. 23.10 Útvarpsfréttir og dag- skrárlok. Sjónvarpið Mánudagur 6. apríl 18.00 Töfraglugginn. 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Fjölskyldulíf (31). (Families II.) 19.30 Fólkið í Forsælu (2). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Simpson-fjölskyldan (7).. 21.00 íþróttahornið. Fjallað verður um íþróttavið- burði helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspyrnu- leikjum í Evrópu. 21.30 Litróf. í þættinum verður fjallað um stöðu íslenskrar nútímalist- ar, grafist fyrir um rætur hennar og brugðið upp svip- myndum frá nokkrum mynd- listarsýningum. 22.05 Ráð undir rífi hverju (3). (Jeeves and Wooster H.) 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Þingsjá. 23.30 Dagskrárlok. Stöð 2 Laugardagur 4. apríl 09.00 MeðAfa. 10.30 Kalli kanína og félagar. 10.50 Klementina. 11.15 Lási lögga. 11.35 Kaldir krakkar II. (Runaway Bay n.) 12.00 Úr ríki dýranna. (Wildlife Tales.) 12.50 Henrí Matisse. Endurtekinn þáttur þar sem fjallað er um listmálarann, myndhöggvarann og grafík- listamanninn Henri Matisse. 14.00 Aldrei of seint. (Hurry Up Or I'll Be 30) Gamanmynd um ungan mann sem ákveður að láta hendur standa fram úr erm- um fyrir þrítugsafmælið og breyta lifi sínu til batnaðar. Aðalhlutverk: John Lefkowitz, Danny DeVito og Linda DeCoff. 15.25 Saga um David Rothenberg. David var ekki hár í loftinu þegar faðir hans, sem átti við geðræn vandamál að striða, reyndi að brenna hann til bana. Aðalhlutverk: Bemadette Peters, John Glover, Dan Lauria og Mathew Lawrence. 17.00 Glys. Við tökum nú upp þráðinn, þar sem frá var horfið, í þessari vinsælu sápuópem. 18.00 Popp og kók. 18.40 Addams fjölskyldan. 19.19 19:19. 20.00 Fyndnar fjölskyldusög- ur. (Americas Funniest Home Videos.) 20.25 Mæður í morgunþætti. (Room for Two) Þetta er léttur og gamansamur þáttur um mæðgur sem semur prýði- lega þar til örlögin haga því þannig að þær fara að vinna saman, þeirri yngri til ómældrar skelfingar. 20.55 Á norðurslóðum. (Northem Exposure) 21.50 Óskarsverðlauna- afhendlngin 1992. Eins og flestum er sennilega kunnugt var bein útsending frá Óskarsverðlaunaafhend- ingunni hér á Stöð 2 aðfara- nótt þriðjudagsins 31. mars sl. Ákveðið hefur verið að sýna þennan þátt þar sem tekin em saman þau atriði sem þóttu hvað markverð- ust og skemmtilegust á kvöldi þessu. 23.25 Síðasti uppreisnarsegg- urinn.# (Blue Heat) Brian Dennehy er hér í hlut- verki þaulreynds lögreglu- foringja sem stjómar sfnum mönnum með harðri hendi og hefur það að leiðarljósi að koma sem flestum fíkniefna- sölum á bak við lás og slá. Aðalhlutverk: Brian Dennehy, Joe Pantoliano, Jeff Fahey og Michael C. Gwynne. Stranglega bönnuð börnum. 01.10 Sendingin. (The Package) Hörkuspennandi njósna- mynd með gamla brýninu Gene Hackman. Stranglega bönnuð börnum. 02.55 Dagskrárlok. Stöð 2 Sunnudagur 5. apríl 09.00 Nellý. 09.05 Maja býfluga. 09.30 Dýrasögur. 09.45 Tindátinn. 10.10 Sögur úr Andabæ. 10.35 Soffía og Virginía. (Sophie et Virginie.) 11.00 Flakkað um fortíðina. (Rewind: Moments in Time.) 12.00 Eðaltónar 12.30 Richard Nixon. Fyrri hluti athyglisverðrar heimildarmyndar um þenn- an umdeilda, fyrrum forseta Bandaríkjanna. 13.35 Mörk vikunnar. 13.55 ítalski boltinn. Bein útsending. 15.50 NBA-körfuboltinn. 17.00 Billie Holliday. Athyglisverður heimildar- þáttur um ævi þessarar kunnu jasssöngkonu. 18.00 60 mínútur. 18.50 Kalli kanína og félagar. 19.00 DúndurDenni. 19.19 19:19. 20.00 Klassapíur. (Golden Girls.) 20.25 Heima er best. (Homefront.) 21.15 Michael Aspel og félag- ar. 21.55 Hundrað börn Lenu.# (Lena: My 100 Cildren) Þessi hjartnæma, sannsögu- lega kvikmynd gerist undir lok seinni heimsstyrjaldar- innar í Póllandi. Lena Kuchler kemur í flótta- mannabúðir gyðinga í leit að horfnum ættingjum. Þar sér hún 100 hálfklædd og svelt- andi börn sem eiga enga að. Þjökuð af samviskubiti yfir að hafa afneitað uppruna sínum á meðan stríðið geis- aði ákveður hún að taka að sér þessi böm. Aðalhlutverk: Linda Lavin, TorquiU Campbell og Lenore Harris. 23.30 Fyrsta flokks morð. (Vintage Murder.) Ágætis spennumynd fyrir þá sem hafa gaman af sann- kölluðum leynilögreglu- myndum. Bönnuð börnum. 01.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Mánudagur 6. apríl 16.45 Nágrannar. 17.30 Litli folinn og félagar. 17.40 Sögustund með Janusi. Ljóð Tyrklandsmartröðin Við tveggja landa kerfi má hún kljást - hvergi sá ég fegri móðurást. Með bros á vörum berst hún tárin við og biður þig að standa sér við hlið. Hvað er það sem krumpar þessa þjóð sem kennir sig við bókmenntir og ljóð syngur hátt um frjálsræði og frið og - fordómana kannast ekkert við? í austurlöndum gráta telpur tvær. Taktu eftir: - ísland fæddi þær! Þær óttaslegnar á það hafa treyst sem íslensk börn - að málið verði leyst. Þær fæddust okkar fagra landi í en forlögin þær tóku burt úr því. Börnin voru sínu landi svipt og síðan burt frá móðurinni kippt. Aldrei verða talin þeirra tár - Tyrkland mun þau geyma öld og ár. Frelsum hennar börn og færum þeim föðurland og von um betri heim. Veitum þessum systrum von og trú og vissu um að lausnin verði sú að bráðum mamma breiði yfir þær brosandi á kvöldin - báðar tvær. Lýður Ægiss. JtAUTT UÓS RAUTT yCiS/ IUMFERÐAR RÁÐ Spói sprettur Allt í lagi, ég ætla aö útskrifa þig. Þú trúir því ekki lengur aö þú sért Boris Becker! Gamla myndin M3-849. Ljósmynd: Hallgrímur Einarsson og synir/Minjasafnið á Akureyri Hver kannast við fólkið? Ef lesendur Dags telja sig þekkja fólkið á myndinni hér eru þeir vinsamlegast beðnir að koma þeim upplýsingum á framfæri við Minjasafnið á Akureyri (pósthólf 341, 602 Akureyri) eða hringja í sfma 24162. Hausateikningin er til að auðvelda lesendum að merkja við það fólk sem það ber kennsl á. Þótt þið kannist aðeins við örfáa á myndinni eru allar upplýsingar vel þegnar. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.