Dagur


Dagur - 04.04.1992, Qupperneq 5

Dagur - 04.04.1992, Qupperneq 5
Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 5 EFST í HUGA Jón Haukur Brynjólfsson Þarf kannski að taka duglega á Jóni Baldvin? Ég hef áður skrifað um Evrópubandalagið í þessum dálki og hef hugsað mér að halda því áfram. Ef mig minnir rétt þá snérust síðustu skrif mín um þetta ágæta bandalag reyndar að stórum hluta um afstöðu fslendinga til þess, eða kannski öllu heldur afstöðuleysi, eða svo ég reyni einu sinni enn: Afstöðu sem ekkert vit er í! Nú er ég ekki að segja að menn eigi að hafa einhverja ákveðna afstöðu í málinu, það verður auðvitað hver og einn að ákveða fyrir sig, en mér finnst lágmarkskrafa að ef menn ætla að hafa afstöðu í máli sem skiptir okkur öll jafn rosalega miklu máli þá geri þeir a.m.k. tilraun til að átta sig á hvað málið snýst um. Meinið er nefnilega að fæstir vita nokkurn skapaðan hlut um EB. Það er svo sem ágætt út af fyrir sig en mér finnst alltaf jafn hlægilegt hvað margir eru fúsir til að viðra skoðanir sínar á málinu - jafnvel þótt þeir viti ekkert um hvað þeir eru að tala. Þá er gripið til einhverra frasa sem allir virðast sammála um að feli í sér ein- hvern algildan sannleika, t.d. að „sjávarútvegs- stefna bandalagsins sé fullkomlega óaðgengi- leg fyrir íslendinga," og ef manni verður á að spyrja hver þessi margumrædda sjávarútvegs- stefna sé verður jafnan fátt um svör. Menn hafa takmarkaðan áhuga á málinu, a.m.k. ekki nægiiega mikinn til að nenna að setja sig inn í það, en vita að fiskimiðin eru okkur (slending- um mikilvægari en flest annað og þess vegna hlýtur sjávarútvegsstefna EB að vera okkur skaðleg. Hjörleifur segir það. Ég er ekki að segja að íslendingar eigi að ganga í EB. Ég er heldur ekki að segja að ég viti allt um málið. Satt að segja er ég eins og flestir í kringum mig; veit nánast ekki neitt i minn haus þegar EB er annars vegar. En ég hef heldur enga skoðun á hvort við eigum að ganga í bandalagið eða ekki og ætla ekki að mynda mér hana fyrr en ég hef einhverja hug- mynd um hvað við græðum á því og hverju við töpum. Og þá get ég kannski farið að koma mér að efninu. Hann Jón minn blessaður Baldvin gerði allt vitlaust í Alþingishúsinu okkar á dögunum þegar hann vogaði sér að segja eitthvað á þá leið að við yrðum að taka ákvörð- un um hvort við ætluðum að sækja um inn- göngu í EB, fyrst svo væri þyrftum við að vita eitthvað um málið og þá væri ekki svo galið að afla sér einhverra upplýsinga um það. Og þá gerðist það ótrúlega: Allt varð vitlaust. Mönnum fannst þetta herfilega ósvífið hjá karli, sumum fannst þetta greinilega jaðra við landráð og ef alþingismenn væru ekki svona kurteisir hefði sjálfsagt verið tekið á honum. Ég verð nú bara að segja að Jón Baldvin hefur sagt og gert margt vitlausara en þetta. Það besta sem hann hefur gert á kjörtímabil- inu var að mínu viti að selja Bryndísi í hendur ungum dansherra á Dalvík en mér finnst þetta bara nærri því jafn gott hjá honum. Að öllu gamni slepptu: Er ekki eðlilegast að vita um hvað við erum að taka ákvörðun áður en við tökum hana? Sumir tala um stefnubreytingu og þá spyr ég: Hvenær var ákveðið að ganga ekki í EB? Ég veit ekki betur en það hafi aldrei verið á dagskránni en nú er málið einfaldlega komið á það stig að ákvörðun verður að taka, hvort sem hún verður af eða á. En fyrst þarf að sjálf- sögðu að ræöa málið og það af einhverju viti. Fjölmiðlar Þröstur Haraldsson Skólabókardæmi um Það hafa orðið töluverðar umræður um B- heimsmeistarakeppnina (handboita og þær æði kúnstugar á köfium. Aðalástæðan fyrir því hversu undarleg þessi umræða hefur verið held ég að sé íþróttafréttaritari sá sem DV sendi til Austurríkis að fylgjast meö keppninni. Skrif hans hafa verið með þvílíkum endemum að leitun er að öðru elns - og eru menn þó ýmsu vanir þegar íþróttafróttir eiga f hlut. Ekki síst frá þessum umrædda manní, Stef- áni Kristjánssyni. Raunar hef óg áöur fjallað um skrif hans f pistium mínum. Þau eru nefnilega með ólíkindum. Að þessu sinni held ég þó aö hann hafi slegið öll met í ósamkvæmni og mót- sögnum og þar meö orðið óafvitandi vfti til varnaðar sem hlýtur aö verða notaö til kennslu í fjölmiðiun í framtíðinni. Eins og flestir vita sem eitthvað fylgjast meö fþróttum var frammistaöa íslenska handbolta- landsliðsins í mótinu vægast sagt umdeild. Við lá að þeir hættu að vera „strákarnir okkar" og hétu bara handknattleikslandsliöið, en á síðustu stundu tókst þeim að foröast algera hneisu og máttu að sögn þakka ölium öðrum en sjálfum sór hvernig fór, einna heist norska liðinu. Fyrst lék að vfsu allt f lyndi, þeir tóku nágrannaþjóö- irnar Hollendinga og Belga snyrtllega í nefið eins og vera bar. Svo kom leikurinn við Norö- menn sem tapaðist á ævintýralegan hátt eftir að okkar menn höfðu snúið töpuðum leik í unninn. Þá byrjaði að slá í bakseglin í íslenskum fjðl- miðlum, en þó keyrði ekki um þverbak fyrr en eftir leikinn gegn Dönum. Þá var fyrir alvöru faríð að gagnrýna þjálfarann og líðið. Sem dæmi um þessa gagnrýni má nefna eft- Irfarandi klausur eftír Stefán sem birtust í DV og eru dæmigerðar fyrir gagnrýnina; „Sóknarleikur- Inn er höfuðverkur númer eitt hjá liðinu og ieík- menn gerðu sig seka um það í gær að kunna ekkl leikkerfin." Og: „Eins og staöan er í dag veröa það Danír sem fylgja Norömönnum til Svíþjóðar og fslenska liðið hefur ekkert þangað að gera eins og það leikur um þessar mundir.“ Þetta var á fímmtudegi. Á mánudegi birtist i DV viðtal Stefáns þessa við landsliösþjálfarann, sjálfan blóraböggulinn. Þar segir Stefán f inn- gangi að þaö hafi vakiö athygli f Austurrfki aö heima á ísiandi hafi menn verið að gagnrýna lið- iö. „Þessi gagnrýni kom á einkenniiegum tíma, áður en B-keppninni var lokið og áður en Ijóst var hvort íslenska landsliðiö næði settu marki." Svo ræddi hann við Þorberg Aöalsteinsson sem sagðist vísa órökstuddri gagnrýni til fööurhús- anna. Enn líður dagur og á þriðjudegi birtist pistill f DV undir hausnum Mín skoðun þar sem Stefán er enn aö fjalla um B-keppnina og þó aðallega umfjöllun um frammistöðu landsiiðsins í fjölmiöl- um hér heima. Þar segir meðal annars: „íslend- ingar gera miklar kröfur til sinna íþróttamanna og þær eru oft óréttlátar. Þegar illa gengur spretta sérfræðingar úr hverju horni, rakka allt niður og ausa skömmum yfir allt og alla.... Það er hart að verða vitni að þvf æ ofan f æ aö leik- menn íslenska landsliðsins séu skammaðir eins og hundar heima fyrir ef illa gengur á mótum er- lendis. Og það meira að segja í miðju móti.“ Stefán ræöst Ifka aö tveimur handboltaþjálf- urum sem komu fram í umræðuþætti á Stöð 2 meöan á keppninni stóö og Stefán sá þar af leiöandi ekki. Þar voru mættir hinir illræmdu sér- fræðingar og voru þá bara „þjálfarar sem litium árangri hafa náö á sínum ferii“. Að vísu eru þeir báðir fyrrverandi landsliösmenn til margra ára og þjálfa báðir félög sem unnu sér rétt tii þátt- töku f úrslitakeppni Islandsmótsins. Einu sinni heyrði ég sagt frá blaðamanni sem hreifst alltaf með sfðasta ræðumanni. Hann fylgdist einhverju sinni meö réttarhöldum og var sannfærður um sakleysi sakborníngsins meðan verjandinn flutti mál sitt en jafnsannfærður um sekt víðkomandi þegar saksóknari talaöí. Mór datt þessi ágæti kollega í hug þegar ég ias pistil Stefáns. En varð þess svo allt í einu áskynja að í hans tilvikí rúmuðust bæði sækjandi og verj- andi f sama manninum. Ekki veit ég hvaö sálvisindin segja um svona skríf en þau eru þeirrar geröar að ekkert íslenskt blaö á að telja sér samboðið að birta þau. Þó manni finníst þau stundum gera minni kröfur til íþróttaskrifa en annars efnis, þá er þetta fyrir neðan allar hellur. FUNA laugardaginn 11. apríl, kl. 20.30 í Sólgarði. Hljómsveitin Dansfélagar leikur fyrir dansi. Miöaverð kr. 2.000,- Miðasala í Hestasport og í símum 31331 og 31221 fyrir 9. apríl. Stjórnin. Enskunám í Englandi Við bjóðum enskunám við einn virtasta málaskóla Englands. Skólinn sér þér fyrir fæði og húsnæði hjá enskri fjöl- skyldu. Um er að ræða: Alhliða ensku -18 ára og eldri, 4ra til 10 vikna annir. Unglingaskóla, júlí og ágúst - 13-17 ára, 4ra vikna annir. Viðskiptaenska - 2ja til 8 vikna annir. Allar nánari upplýsingar gefa: Júlíus Snorrason og Linda Ragnarsdóttir í síma 96- 23509 og 21173, Bæjarsíðu 3, 603 Akureyri. Félag verslunar- og skrifstofufólks, Akureyri Slmi 21635 - Skipagötu 14 Aðalfundur Aðalfundur félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, verður haldinn sunnudag- inn 5. apríl 1992 í sal Alþýðuhússins, Skipagötu 14, 4. hæð, kl. 14.00. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Staða samninga. 3. Önnur mál. Kaffiveitingar. FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ! Stjórn F.V.S.A. Fundur um ferðamál Ferðamálafélag Eyjafjarðar boðar til fundar í Sæluhúsinu Dalvík þriðjudaginn 7. apríl kl. 20.30. Dagskrá: 1. Kynning á starfsemi Ferðamálafélags Eyjafjarðar. 2. Efling upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðafólk. Allir velkomnir. Stjórnin. Tilboð Vátryggingafélag íslands hf. Akureyri óskar eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. 1. MMC Galant GL . árg. 1987 2. Mazda 626 ........... árg. 1985 3. Subaru 1800 st....... árg. 1985 4. Renault 5 GTL........ árg. 1982 Bifreiðarnar verða til sýnis í Tjónaskoðunarstöð VÍS að Furuvöllum 11 Akureyri, mánudaginn 6. apríl nk. frá kl. 9.00 til 16.00. Tilboðum sé skiiað á sama stað fyrir kl. 16.00 sama dag. w VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF L V

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.