Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 9

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 9 Atli Guðlaugsson, stjórnandi Lúðrasveitar Akureyr- ar, leiðbeinir nokkrum félögum á æfíngu. Þröngt mega sáttir sitja og sveiflan er sú sama og fyrir fimmtíu árum Lúðrasveit Akureyrar 50 ára: Afinælistónleikar í dag og útgáfa afinælisrits Lúðrasveit Akureyrar er hálfr- ar aldar gömul á þessu ári. í dag, laugardag 4. aprfl, efnir sveitin til afmælistónleika í Glerárkirkju í tilefni merkra tímamóta. Efnisskrá tónleik- anna í Glerárkirkju er fjöl- breytt, en auk sveitarinnar leika eldri félagar Lúðrasveitar Akureyrar á tónleikunum sem og Lúðrasveit Hafnafjarðar sem gestir. Stjórn Lúðrasveitar Akureyrar skipa nú: Einar G. Jónsson, formaður, Stefán Hallgrímsson, ritari, Guðlaug- ur Baldursson, gjaldkeri, Lár- us Zophoníasson, féhirðir hús- eignar og Eiríkur Rósberg, meðstjórnandi. í tilefni afmælisins gefur Lúðra- sveit Akureyrar út veglegt afmælisrit þar sem margvíslegan fróðleik er að finna. Lárus Zóponíasson ritar grein er ber yfirskriftina „Lúðrasveit í 50 ár“. „Það var þann 19. maí 1942 að einn ötulasti félagi Lúðrasveitar- innar Heklu, Ólafur Tr. Ólafs- son, kallaði saman nokkra af sín- um gömlu félögum til að ræða möguleikana á að endurvekja, eða stofna nýjan lúðraflokk, en þá voru liðin um sjö ár síðan að Hekla lagði upp laupana. Var á þessum fundi tekin sú ákvörðun að fela Ólafi og öðrum gömlum Heklu-félaga, Finnboga Jóns- syni, póstmanni, að kanna málið betur. Svo var það á fundi þann 15. júní að endanlega var ákveðið að reyna að stofna lúðrasveit. Á þessum fundi voru mættir nokkr- ir gamlir Heklu-félagar auk Ólafs og Finnboga, þeir Sigtryggur J. Helgason, gullsmiður, Steingrím- ur Þorsteinsson og Vigfús Jónsson, málari. Einnig voru á fundinum Jakob Tryggvason, organisti, sem var væntanlegur stjórnandi, Eiður Haraldsson, skósmiður, Egill Jónsson, rakari og síðar kunnur klarenettu-leik- ari og Kristján Mikaelsson múr- ari og síðar flugmaður," segir í inngangi greinar Lárusar og hann heldur áfram: „Sunnudagurinn 25. október 1942 má teljast stofn- dagur Lúðrasveitar Akureyrar og voru stofnfélagar þeir sem fyrr eru taldir og einnig Jakob Emils- son, prentari, og tveir ungir nemar, Geir S. Björnsson, síðar prentsmiðjustjóri, og Jón Sig- urðsson, nú trompetleikari í Sinfóníuhljómsveit íslands." Lárus fjallar um fyrstu ár Lúðrasveitar Akureyrar og þar kemur fram að á páskadag, 25. apríl 1943, var í fyrsta skipti leik- ið fyrir almenning sunnan undir kirkjunni. Leikin voru sálmalög og sönglög. Vorið 1943 var stofnað á Akur- eyri tónlistarfélag með það mark- mið að efla hverskonar tónlistar- starf í bænum. Tónlistarfélagið bauðst til að tryggja fjárhagslega framtíð Lúðrasveitarinnar, ef hún vildi hlíta stjórn þess. Þannig var málum skipað allt til ársins 1947, að Tónlistarfélag Akureyr- ar annaðist fjármál lúðrasveitar- innar og Lárus segir í grein sinni: „Það var mikið lán fyrir lúðra- sveitina að Tónlistarfélagið kom þarna til hjálpar í upphafi. Óvíst er hvernig farið hefði að öðrum kosti.“ Lárus segir að á ýmsu hafi gengið í fimmtíu ára sögu Lúðra- sveitar Akureyrar og að sveitin hafi verið misvel skipuð, einkum áður en skipuleg kennsla á blást- urshljóðfæri hófst í bænum um 1960. „Nú um alllangt skeið hef- ur sveitin notið góðs af þeirri kennslu, sem fram hefur farið Nú skal vanda tóninn bæði í Tónlistarskóla Akureyrar og ekki síður í Tónlistarskóla Eyjafjarðar, eftir að hann var stofnaður. Lúðrasveit Akureyrar hefur átt því láni að fagna að hafa jafnan átt völ á góðum stjómend- um og leiðbeinendum," segir Lárus og hann fjallar nánar um starfið í niðurlagsorðum sínum: „Það hafa margir komið við sögu Lúðrasveitar Akureyrar, sumir um skamman tíma, aðrir um langt skeið. Það væri freistandi að nefna nöfn fjölda félaga sem sett hafa svip á starfsemina og lit á félagsskapinn, en það yrði lang- ur nafnalisti og ekki rétt að nefna einn öðrum fremur. Rétt er að geta þess að af stofnendum sveit- arinnar eru þrír á lífi: Geir Björnsson, Jón Sigurðsson og Kristján Mikaelsson, allir trom- petleikarar. Nú eru í Lúðrasveit Akureyrar um 30 félgar, en hljóðfæraskip- an er töluvert breytt frá því sem var í upphafi. - Saxafónar, klari- nettur og flautur eru orðin í meirihluta og fjölbreytni hljóð- færanna gefur ýmsa möguleika sem ekki var kostur á fyrra ævi- skeiði sveitarinnar. Og það er mikið af ungu fólki í hópnum, svo þó að nokkrir gamlir jálkar komi til með að leggja frá sér hljóðfærin á næstu árum þá verða nógir til að taka við, undir hand- leiðslu okkar unga og ötula stjórnanda, Atla Guðlaugsson- ar.“ ój Heilabilun — elliglöp í framhaldi af fræöslufundi í nóv. sl. er boðaður STOFNFUNDUR félags aðstandenda Alzheimersjúklinga á Akur- eyri og nágrenni, 4. apríl ’92 kl. 14, í samkomu- sal Dvalarheimilisins Hlíðar. Formaður FAAS í Reykjavík segir frá starfsemi félagsins. Myndir: Golli

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.