Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 6

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 4. apríl 1992 Leikurinn er starf barnsins. Bygginariðnaðarmaður framtíðarinnar að störfum. helst þurfa þau að hafa sinn stað fyrir leikföngin sín. Samt sem áður finnst þeim best og öruggast að leika sér í návist fullorðinna. Börnin okkar þurfa bæði næði og tíma til að geta leikið sér, gætum þess því að trufla þau ekki hvað eftir annað að óþörfu. Þau þarfnást leikfanga til að ýta, draga, forma, raða, stafla, grafa með, hlusta á, búa til hljóð, þykja vænt um og halda utan um. Þau eru þegar á þessum árum byrjuð að æfa hlutverk í leikrit- inu, „þegar ég verð stór“. Þess vegna er nauðsynlegt að eiga Það getur reynst þrautin þyngri að velja leikföng, hvort sem er til gjafa eða handa sínu eigin barni. Skýringin er ekki sú að framboðið sé takmarkað, þvert á móti er gnægð leikfanga á markaðnum slík að erfítt er að greina kjarnann frá hisminu. Þegar gengið er á milli skrautlegra hillanna í leikfangaversl- unum vakna ýmsar spurningar. Til hvers kaupum við leik- föng handa börnum? Að hvaða leikföngum leika þau sér og hver hafna ofan í kassa, þegar tveggja daga gömul, og nýtast ekki meir? Hvaða leikföng endast og hver þeirra hrynja í sundur við minnsta högg? Hver er tilgangurinn með því að kaupa skrímsli sem ælir slími? Er forsvaranlegt að kaupa geislabyssu, handjárn og riffía handa börnum? Er í lagi að kaupa bollastell handa strákum eða torfærujeppa handa stelpum? Spurningarnar eru óteljandi rétt eins og leikföngin í hillunum og við þeim fást ekki einhlít svör. Þegar við kaupum leikföng handa börnunum okkar er það okkar að hugsa málið, sýna ábyrgð og velja samkvæmt eigin hyggjuviti og löngun í stað þess að láta valið stjórnast af auglýs- ingaherferðum. Vissulega vilja flest börn í dag eiga Turtles og Barbie dúkku með barn í magan- um. Spurningin er, er nauðsyn- legt að hvert barn eigi heiit safn Turtles hluta? Hve margir Mast- ers og Heman kallar skyldu liggja óhreyfðir og lítt notaðir í geymsl- um? Auglýsingaherferðarleik- föngin eru spennandi en þau eld- ast illa. Þess vegna er heppilegt að velja fjölbreytt leikföng, bæði nýja og spennandi framleiðslu og gamla og margreynda. Það er rétt að minna sjálfan sig á að verð og gæði leikfanga fara ekki alltaf saman. Ótrúlega dýr og flókin margsamansett leikföng eiga oft fáa lífdaga í barnaher- berginu á meðan einföld leikföng geta verið uppspretta nýrra og nýrra leikja á hverjum degi. Hugsið ykkur til dæmis, hve ein- faldur góður bolti er! Það sem kostar ekkert getur líka verið skemmtilegt. Það er skemmtilegt að safna fallegum steinum í fötu, búa til snjóhús og sulla í polli ef hann er ekki of stór. Það má búa til ýmislegt úr hversdagslegustu hlutum, skóflu úr djúsbrúsa, bát úr bréfi, hús úr rúmteppi. Hvort sem börnin okkar eru strákar eða stelpur eiga þau rétt á að fylgjast með báðum foreldrum sínum í lífi og starfi. Ákveðum ekki fyrirfram hvert áhugasvið bamanna okkar er um leið og við vitum hvers kyns þau eru. Berum sömu virðingu fyrir óskum stráksins, sem vill eignast bolla- stell, eins og þess sem vill eignast jarðýtu, og stelpunnar sem vill eignast verkfæri en ekki snyrti- dót. Við val á leikföngum er nauð- synlegt að taka mið af þroska barnsins sem eignast leikfangið. Hins vegar vaxa mörg vönduð og góð leikföng með börnunum okkar og henta því jafnt eldri sem yngri börnum. Góð leikföng eru sterk, litrík, gott að halda þeim hreinum og umfram allt skaðlaus. Þau skerpa athyglisgáfu barnanna og örva ímyndunarafl þeirra. Fyrstu leikföngin Því meiri örvun sem ungbarnið okkar fær því betur skilar því áfram á þroskabrautinni. Ung- Leikfangasafn: Óróar, hringlur, blöörur, spiladósir, naghringir, bangsar, tuskudúkkur, boltar, formakassar, mjúka litríka plast- eöa gúmmí- hluti, vögguljóö. * A ööru og þriðja ári Þegar börnin okkar stíga sín fyrstu skref víkkar sjóndeildar- hringur þeirra og það er ótal- margt að sjá og skoða. Börn þarfnast rýmis til að leika sér og Hversdaglegustu hlutir geta breyst í leikföng í höndum barnanna okkar. Þetta er bfllinn minn! barn sem liggur stóran hluta af vökutíma sínum í hljóðu svefn- herbergi, í mjallahvítri tjaldaðri vöggu, fer á mis við nauðsynlega örvun og reynslu. Börn á fyrsta ári þarfnast leik- fanga til að horfa á, hlusta á, snerta, bíta í, toga í, berja í, rúlla og halda utan um. Auk þess þurfa þau að fá næg tækifæri til að hlusta á venjulegt talmál og til að stæla eigin líkama með því að hreyfa sig frjálst á gólfi. Njótum lífsins í leik með börnunum okkar. Kjósum viðfangsefni sem við höfum sjálf gaman af til að geta leikið okkur við þau heilshugar af gleði og áhuga. Gefurq þeim aðeins færri og ódýrari leikföng en fleiri og dýrmætari stundir með okkur. Fleiri „pakka fulla“ af _______athygli, öryggi, hlýju og ást.____ Næsti þáttur: Við foreldrar leikmuni, það er að segja barna- útgáfu af ýmsum hlutum sem við fullorðna fólkið notum í daglegu lífi. Leikfangasafn: Dúkkur, dúkkuvagnar, bílar, bátar, dýr, boltar, fötur, krít, liti, pappír, myndabækur, sandkassa- form, skóflu, bangsa, tré- púsluspil, raðpýramída, leir, rugguhest, kubba, ásláttarhljóöfæri, leikfanga- síma, tösku, spegil, bolla- stell, pott, sleif, sóp, hrífu, söngva og fingraþulur. * A fjórða og fímmta ári Leikir barnsins okkar eru í senn starf þess og nám. Talið er að leikföng geti haft áhrif á viðhorf barna til starfsgreina og til jafn- réttis kynjanna. Við val leikfanga er nauðsyn- legt að taka mið af getu og þroska barnsins, stórir hlutir hæfa smáum höndum en litlir hlutir stórum. Fjölbreytt leik- föng, margvísleg að lögun, lit, stærð og eiginleikum eru börnun- um okkar hvatning til aukins málþroska og kalla á ný og ný orð og hugtök. Á þessu aldursskeiði þarf barn- ið að eiga leikföng til að geta teiknað, málað og föndrað. Bæk- ur til að skoða og fletta. Ýmsa hluti til að geta búið til þorp, bæi, hús, fjárhús, fjós, hafnir og skip. Leikfangasafn: Pappír, penslar, litir, krít, tafla, púsluspil, barna- skæri, bolta, þríhjól, sleða, dúkkur, dúkkudót, dýr, kubba, bíla, skip, leik- fangamenn, myndabækur, munnhörpu, eldhúsáhöld, tónlist á spólum eöa plötum, hugsanlega segul- bandstæki. Á fímmta og sjötta ári Leikir barnsins okkar við önnur börn eru tækifæri þess til að læra mannleg samskipti og öðlast félagslegan þroska. Þess vegna er ákaflega mikilvægt að gefa því tækifæri til að leika sér með öðr- um börnum. Læra að skiptast á, lána, skila, bíða og deila með öðrum. Allir leikir og leikföng sem stæla barnið og efla hvort sem er andlega eða líkamlega eru mjög mikilvægir. Leikföng sem hvetja til aukinnar hreyfingar eru því æskileg sem og leikföng sem þjálfa fínhreyfingar barnsins. Leikföng eins og púsluspil, rað- verkefni til dæmis perlur, og ýmiss konar föndurvörur gegna mikilvægu hlutverki við þjálfun fínhreyfinga. Bækur, söngvar, þulur og hreyfileikir eru skemmtileg viðfangsefni fyrir börnin okkar. Leikfangasafn: Sippubönd, húlla húlla gjörö, boltar, fingrabrúður, dúkkur, dúkkuföt og annað dúkkudót, ýmiss konar eld- húsáhöld, búsáhöld svo sem straujárn og sópur, kubbar, púsluspil, spil, bílar, dráttarvélar, gröfur, skip, trommur, föndurvörur, bækur, sögur og ævintýri, fjölfræöibækur og tónlist. Ýmsar upplýsingar og ábendingar: Lone Jensen, forstöðumaður Leikfangasafns Svæðisstjórnar á Norðurlandi eystra.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.