Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 7

Dagur - 04.04.1992, Blaðsíða 7
Fréttir Laugardagur 4. apríl 1992 - DAGUR - 7 Skýrsla um fullnýtingu afla um borð í vinnsluskipum: Hagkvæmt að stækka minni togarana til þess að auka nýtingu og vinnslugetuna útflutningsverðmætið sem vinnsluskipin afla gæti aukist um 1,7 milljarða á ári [Sundurliðu^fl^innsluskip^ri^99Öjj □ Afuröír ■ Hausar ■ Hryggir [3 Afskuröur E3 Roö EU Fiskinnyfli E3 Ýmislegt YmaMgl m a.t hMáf *l grttMu cg Urh Arið 1990 var nýting aflans um borð í vinnsluskipunum ekki nema 52%, hitt fór að heita iná allt í hafið. Fjöldi vinnsluskipa með flökunarvól 1981 1982 Fjölgun vinnsluskipa hefur verið geysiör síðan þau fyrstu hófu veiðar fyrir áratug. A síðustu þremur árum hafa skipin verið að taka flökunarvélar um borð en þær rúmast ekki nema í stærstu skipunum. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp um fullvinnslu botnfisk- afla um borð í veiðiskipum. I tengslum við það hefur Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins látið gera úttekt á hagkvæm- ustu leiðunum til að auka nýt- ingu þess afla sem frystiskipin fá um borð. Hvorttveggja er gert í Ijósi þess að frystiskipin hafa í auknum mæli verið búin tækjum til að flaka eða fletja fisk og þar með hefur verið horfið frá heilfrystingunni sem var ráðandi vinnsluaðferð í upphafi frystiskipaaldar sem hófst fyrir tíu árum. Óþarfi er að rekja þá miklu fjölgun sem orðið hefur á frysti- skipum hér við land en fyrirsjá- anlegt er að þeim fjölgi talsvert í ár og á næsta ári þegar amk. þrír stórir togarar bætast í flotann. í skýrslu RF sem unnin er af Jóni Heiðari Ríkharðssyni hagverk- fræðingi kemur fram að útlit er fyrir að þessi skip verði orðin 35 talsins á næsta ári. Þar af verða tólf stórir togarar, yfir 800 tonnum, fjórtán minni togarar, 400-800 tonn, átta togbátar, 200- 400 tonn, og eitt loðnuskip. Nýju skipin sem verið er að smíða fyrir Samherja, Ögurvík og Skagstrending eru engin smá- smíði því það stærsta er rúmlega helmingi stærra en Mánabergið frá Ólafsfirði sem nú er stærsti frystitogari landsins. Þá má geta þess að nú færist í vöxt að verka saltfisk um borð í skipunum og eru fimm skip gerð út á slíkar veiðar og vinnslu. Hagkvæmni í fullvinnslu um borð í vinnslu- skipunum byggist að sjálfsögðu fyrst og fremst á því að við hana verður ekki sama rýrnun, bæði á gæðum og magni, og í vinnslu í landi. Á hinn bóginn hefur véla- búnaður skipanna ekki gert þeim kleift að ná sömu nýtingu á hrá- efni og hægt er í velbúnum frysti- húsum í landi. Breyttar vinnsluaðferðir um borð og krafan um aukna nýtingu hráefnisins kallar því á aukinn vélakost. Það þýðir að skipin þurfa að vera stærri og sam- kvæmt útreikningum Jóns Heið- ars er hagkvæmasta stærðin ekki lengur 4-500 tonna skip eins og í upphafi heldur 800-1000 tonna skip. Það er því niðurstaða hans að hagkvæmt sé að stækka minni togarana í því skyni að búa þá meiri vélakosti en nú er mögu- legt, þ.e. flökunar- og/eða flatn- ingsvélum og aðstöðu til að geyma úrgang til úrvinnslu í landi. Hann hefur reiknað það út að slík breyting á núverandi flota myndi kosta 3,4 milljarða króna og að hún myndi borga sig á þremur árum. Slík fjárfesting myndi skila 1,7 milljörðum króna í aukin útflutningsverðmæti á ári, 350 milljóna króna hagnaði til útgerða og 150 milljóna króna hagnaði vegna úrvinnslu auka- afurða og úrgangs í landi. Miðað við afköst 35 vinnslu- skipa má búast við að 66 þúsund tonn af úrgangi og aukaafla færu í hafið að óbreyttu. Þarna er um mikil verðmæti að ræða því við hefðbundnar veiðar hefði megnið af þessu verið unnið í landi. Yms- ar leiðir eru til að nýta þennan úrgang og raunar eru skipin þeg- ar farin að hirða öll hrogn, allan undirmálsfisk og afskurð. Ekki er talið hagkvæmt að koma upp aðstöðu til að bræða úrganginn í mjöl um borð, en það nýtilegasta úr úrganginum, hryggi, hausa og klumbu, mætti hirða til mamings- vinnslu í landi. Öðrum úrgangi má breyta í meltu sem síðan yrði unnin í fiskimjöl í landi eða meltuþykkni. Niðurstaða skýrslunnar er því sú að hægt sé að hirða 96% af öllu sjávarfangi sem kemur um borð í vinnsluskipin. Það borgar sig að breyta minni togurunum til þess að þeir geti fullnýtt aflann en togbátarnir verða sennilega að halda sig við núverandi vinnslu- aðferðir. -ÞH VEITINGASTOFA Strandgötu 6 OPNUNARTILBOÐ Tvöfaldur hamborgari m/grænmeti & sósu, franskar & salat kr. 625,- ís m/kiwi & súkkulaðisósu kr. 245,- Fullt af nýjungum í grill- og ísréttum. Góöur biti í miöbænum Opið mánud.-fimmtud. 9-20 föstud. 9-23.30 laugard. 11.30-23.30 sunnud. 11.30-20 Þingsályktunartillaga á Alþingi um endurskoðun umferðarlaga: Farþegum og ökumömmm biflijóla verði skylt að nota hlífðarfatnað - tíðni bifhjólaslysa margföld á við bifreiðaslysin Tíðni bifhjólaslysa er margföld miðað við tíðni bifreiðaslysa. A meðan 19 slys verða á hverj- ar 1000 bifreiðar verða 92 slys á hver 1000 bifhjól. Þetta svar- ar til þess að tíðni bifhjólaslysa sé 9,2% af fjölda hjólanna. Komin er fram þingsályktunar- tillaga á Alþingi, flutt af Ingi- björgu Pálmadóttur og Finni Ingólfssyni, þar sem spjótunum er sérstaklega beint að bifhjóla- slysunum. Markmið með tillög- unni segja flutningsmenn að auka fræðslu og forvarnarstarf í skól- um, auka og bæta ökukennslu á bifhjól og létt bifhjól til samræm- is við þær kröfur sem gerðar eru til undirbúnings ökuprófs á bif- reiðum og lögfesta skyldu öku- manna og farþega á bifhjólum til að nota hlífðarfatnað. Einnig vilja þau kanna hvort nauðsyn- legt sé að hækka aldursmörk fyrir ökupróf á bifhjól og létt bifhjól með tilliti til mikillar slysatíðni ökumanna og farþega þessara ökutækja og kanna hvort nauð- synlegt sé að skipta bifhjólum í flokka eftir stærð og vélarafli þeirra og áskilja t.d. reynslu eða hærri aldur til að fá ökuleyfi á afl- meiri bifhjól, m.a. með hliðsjón af reglum innan Evrópubanda- lagsins og í öðrum nágrannalönd- um okkar. „Vitað er með vissu að aðeins 13% slysa á bifhjólum á árunum 1987-1990 urðu í vinnutíma og bendir það til að bifhjól, bæði létt og þung, séu notuð sem leiktæki. Því virðist sem kapp, lífsorka og hraðafíkn unglinga á aldrinum 15-20 ára fari illa saman við þau öflugu farartæki sem þeim standa til boða. Einnig má ráða af þess- um tölum að ökukennslu á bif- hjól, bæði létt og þung, sé veru- lega ábótavant og er mjög brýnt að bæta þar úr,“ segir í þings- ályktunartillögunni. J(5h Á vegum Norðurlandaráðs eru í gangi nemendaskipti þar sem framhalds- skólanemar dvelja í tvær vikur með jafnöldrum sínum í vinabæjum. Nú eru tveir slíkir hópar hér á Akureyri, þrjú ungmenni ásamt kennaru frá Vesterás í Svíþjóð og jafnstór hópur frá Randers á Jótlandi. Þau hafa verið í heiin- sókn í Verkinenntaskólanum og þar tók Golli þessa mynd af þeim. Til vinstri eru sænsku ungmennin, Magnus, Victoria og Ulrika og kennarinn þeirra, Carina. Við hlið hennar situr danski kennarinn Leo og hægra megin við hann nemendur hans, Anne Carl-ge og Susanne. *pappír, -írs, -írar k 1 efni, mótað í þunnar arkir einkum til að prenta, skrifa eða teikna á eða til umbúða, fyrrum unnið úr tuskum, nú mest úr trjáviði. sn Hvernig vceri að reyna viðskiptin Strandgötu 31 • Símar 24222 & 24166

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.