Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 10. júní 1992 Fréttir Niðurstöður Kjararannsóknarnefndar: Verulegur munur á vinnutíma og launum karla og kvenna - hærri bónus verkakvenna bætir þeim lægri laun Miklu vatnsmagni var dælt umhverfis eldinn í Aðaldal á iaugardagskvöld. Á myndinni munda slönguna þeir Böðvar Baldursson frá Ystahvammi og Við- ar Hákonarson frá Árbót. Mynd:KK Sinubruni í Aðaldal rm Ólafsfjörður: Bæjarmála- punktar ■ í bæjarráði hefur verið lagt fram erindi frá Iðnlánasjóði til kynningar þar sem sjóðurinn lýsir sig reiðubúinn til að veita lán til framkvæmda sem auka hollustuhætti og bæta starfs- umhverfi. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að Olafsfjarðarbær eignist hluta Dalvíkur í götusópnum með því að sjá að fullu um við- halds- og rekstrarkostnað sópsins en á móti kemur að Ólafsfjarðarbær mun taka að sér að sópa göturnar á Dalvík þrisvar sinnum í sumar. ■ Bæjarstjóra hefur verið fal- ið að ræða við stjórn Iðnþró- unarsjóðs um sölu á Iðngörð- unum. ■ Vegna 10 ára afmælis Leik- hóla sem nýverið var haldið upp á samþykkti bæjarráð að gefa Leikhólum 100.000 kr. Kostnaður vegna afmælisins var áætlaður kr. 70.000. ■ Samþykkt hefur verið að selja Hitaveitu Ólafsfjarðar jarðhitaréttindi jarðanna Ósbrekku, Skeggjabrekku og Garðs I. Umsamið verð er kr. 50 milljónir og mun hitaveitan yfirtaka lán af bæjarsjóði fyrir um 45 milljónir. Unnið verði að því á yfirstandandi ári að afla formlegs leyfis ráðherra (iðnaðar eða landbúnaðar) fyrir þessari sölu. Fáist það leyfi mun hitaveitan kaupa hlut í þessum jörðum fyrir sömu fjárhæð. ■ Menningarmálanefnd Ólafs- fjarðarbæjar og bókasafns- fræðingur bæjarins tóku fyrir skömmu við bókagjöf frá Rögnvaldi Möller, fyrrverandi kennara. Par er um að ræða eina stærstu bókagjöf sem Bókasafni Ólafsfjarðar hefur borist því í allt eru bækurnar um 260 talsins. ■ Hornbrekku hefur borist hjólastóll að gjöf frá ættingj- um Kristjönu Einarsdóttur vistmanns á Hornbrekku og manns hennar Gests heitins Árnasonar. ■ Sparisjóður Ólafsfjarðar hefur fært Ólafsfjarðarbæ kr. 400 þúsund að gjöf. Þessum peningum vill stjórn spari- sjóðsins að verði varið til gróðuruppbyggingar í bænum. Vikukaup verkakvenna er 39% lægra en vikukaup verkakarla. Meginskýring þess er að þær vinna að jafnaði þriðjungi styttri vinnutíma en verkakarl- ar auk þess sem karlar við verkamannastörf vinna allt að helmingi fleiri yfirvinnutíma en verkakonur. Hreint tíma- kaup verkakvenna er 13% lægra en hreint tímakaup verkakarla en enginn mælan- legur munur er á greiddu tíma- kaupi kynjanna. Bónus verka- kvenna er 23% af greiddu tímakaupi en aðeins 9% af greiddu tímakaupi verkakarla og skýrir það að nokkru leyti að enginn marktækur munur mælist á útborguðu tíma- kaupi karla og kvenna við verkamannastörf. Pessar upplýsingar koma fram í nýlega útkominni könnun Kjararannsóknarnefndar en nefndin hefur allt frá því á árinu 1963 staðið að umfangsmikilli könnun á launum og vinnutíma landverkafólks innan raða Alþýðusambands íslands. Upp- lýsingar frá árinu 1980 og síðar eru í mjög aðgengilegu formi og því auðvelt að gera yfirlit yfir ýmsa þætti launamála. í könnun Kjararannsóknarnefndar kemur einnig fram að vikukaup af- greiðslukvenna er 42% lægra en karla við sambærileg störf en minni munur er á vinnutíma kynjanna á meðal afgreiðslufólks en verkafólks. Konur við af- greiðslustörf vinna að meðaltali 20% styttri vinnuviku en karlar og eftir að tekið hefur verið tillit til styttri vinnutíma bera þær 13% lægra vikukaup úr bítum en karlar. Greitt tímakaup kvenna við afgreiðslustörf er 24% lægra en karla. Þá hefur komið í ljós að tímakaup er mishátt eftir tegund verslunar og tímakaup er yfirleitt lægra þar sem konur eru í mikl- um meirihluta. Svipaða sögu er að segja af skrifstofufólki nema launamunur er þar meiri. Konur við skrifstofu- störf eru með um 37% lægra vik- ukaup en karlar en minni munur er á lengd vinnuviku kvenna og karla við skrifstofustörf heldur en í verslun og verkamannastörfum. Meðal vinnuvika karla við skrif- stofustörf er 40 stundir á móti 33 stundum hjá konum. Munur á vinnutíma er því 18% og karlar vinna að jafnaði fimm stundir í yfirvinnu á skrifstofu á viku á meðan konur vinna tvær stundir. Sá mismunur skýrir launamun að hluta en þó er 21% munur á laun- um karla og kvenna við skrif- stofustörf eftir að tekið hefur ver- ið tillit til vinnutíma. Framangreindar upplýsingar eru byggðar á athugun Kjara- rannsóknarnefndar frá þriðja árs- fjórðungi 1990 og er fyrsta stóra verkefni nefndarinnar. Markmið- ið með starfi hennar er að leita svara við þeirri spurningu hvort munur sé á launum karla og kvenna, hversu mikill hann sé og af hvaða þáttum hann ráðist. ÞI Fyrirhugað er að áburðardreif- ing Landgræðslunnar hefjist á Norðurlandi 18. júní næst- komandi. Þá mun áburðarflug- vélin Páll Sveinsson koma til Sauðárkróks og verður dreift á Blöndusvæðið. Gert er ráð fyr- ir að verkið taki um þrjár vikur en síðan er áformað að vélin fari til Húsavíkur og þaðan mun verða dreift á svæðið í Krákárbotnum og innan girð- inga landgræðslunnar í Þing- eyjarsýslum. Áætlað er að dreifa svipuðu magni af áburði Leikhópurinn Norðurljósin á Akureyri varð upphaflega til á leiklistarnámskeiðum sem Örn Ingi hélt fyrir börn. Hópurinn vakti athygli og fór á alþjóð- legt mót í Tyrklandi en nú hef- ur áhugaleikfélagið Norður- Ijósin verið stofnað og fengið inngöngu í Bandalag íslenskra leikfélaga. Norðurljósin hafa hvorki aldursmörk né heimilisfang, þannig að þetta er ekki lengur barnaleikhópur á Akureyri held- ur eitt af fjölmörgum áhugaleik- félögum innan Bandalags íslenskra leikfélaga. Frá þessu var gengið á aðalfundi BÍL sem haldinn var á Patreksfirði í lok maí. „Markmiðið er að vinna hvar sem er, hvenær sem er og hvernig sem er og ekki síður í stuttkvik- myndum. Nú verða fullorðnir „Þetta var ágæt æfing fyrir slökkviliðið en engin hætta á ferðum,“ sagði Gísli Kristjáns- son í Lækjarhvammi, slökkvi- liðsstjóri í Aðaldal, um sinueld á laugardagskvöldið. Slökkviliðið var kallað út þeg- ar kviknaði í sinu er verið var brenna rusli í malargryfju í hrauninu vestan við Helluvað. Jarðvegur var mjög þurr og náði eldurinn því dýpra niður og var erfiðari viðureignar, einnig var talsverður vindur. Slökkvistarfið og fræi á vegum Landgræðsl- unnar og á síðastliðnu sumri. Þessa dagana er verið að dreifa áburði úr flugvél Landgræðslunn- ar innan uppgræðslugirðinga hennar á Suðurlandi en að því verki loknu fer áburðarflugvélin til Sauðárkróks þaðan sem dreift verður áburði á Blöndusvæðið. Síðan verður hafist handa með að dreifa áburði á landgræðslu- svæði í Þingeyjarsýslum og er gert ráð fyrir að það verk hefjist viku af júlí. Að sögn Stefáns H. Sigfússonar, fulltrúa hjá Land- - innan vébanda BÍL líka gjaldgengir í Norðurljósin og félagið er ekki bundið við Akur- þýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks íslands í Norður- landskjördæmi eystra var hald- ið á Hótel Húsavík fyrir skömmu. Þingið var vel sótt og ríkti mikill einhugur meðal þingfulltrúa. Formaður flokksins Jón Bald- vin Hannibalsson, utanríkisráð- herra og Sigbjörn Gunnarsson aiþingismaður fjölluðu um stjórnmálaástandið og svöruðu fyrirspurnum. tók um klukkutíma og var miklu vatnsmagni dælt umhverfis eld- inn og var vatnið leitt með slöng- um úr Krókslæk, talsverða vega- lengd. Lítið svæði brann, að sögn slökkviliðsstjórans. Þetta er sjö- unda útkallið sem slökkviliðið í Aðaldal fær síðan það fékk bíl með öflugri dælu til afnota fyrir um sjö árum síðan. Þrjú útkall- anna hafa verið vegna húsbruna og fjögur vegna sinubruna. IM græðslunni er fyrirhugað að dreifa svipuðu magni af áburði og á síðasta ári en þá var dreift um 1,100 tonnum af áburði og fræi úr flugvélum Landgræðslunnar. Áætlað er að dreifa um 200 tonn- um af áburði á landgræðslusvæð- in í Þingeyjarsýslum og mun um helmingi þess áburðarmagns verða dreift á svæðið í Krákár- botnum. Þá er unnið þessa dag- ana með tveimur raðsáðningavél- um á Hólsfjöllum en það er liður í Hólsfjallaáætlun um gróður- vernd. ÞI I eyri,“ sagði Örn Ingi í samtali við I Dag. SS ályktun, þar sem m.a. er fagnað þeim árangri sem náðst hefur undir forystu formanns Alþýðu- flokksins um Evrópskt efnahags- svæði. Samningurinn eins og hann liggur fyrir er íslendingum hagstæður og opnar á mörgum sviðum, ekki síst í sjávarútvegi og fiskvinnslu, ný sóknarfæri til aukinnar atvinnu og bættra lífs- kjara. Þetta á ekki síst við um hinar dreifðu byggðir landsins. -KK Flskmiölun Nor6urlan<ls á Dalvík - Fiskverð á markaði vikuna 31.06-06.061992 Tegund Hámarks- verð Lágmarks- verð Meðalverð (kr/kg) Magn (kg) Verðmæti Grálúða 70 63 65,04 2.667 173.460 Hlýri '30 11 14,74 95 1.400 Karfi 20 7 13,02 68 830 Lúða 210 160 175,59 136 23.880 Rauðmagi 10 10 10,00 33 330 Steinbítur 15 10 13,77 166 2.285 Ufsi 33 30 32,28 1.722 55.587 Ýsa 96 67 82,61 1.129 93.268 Þorskur 80 49 63,07 13.512 1.032.026 Þorskur, smár 45 40 41,91 1.075 45.050 Samtals 69,32 20.603 1.428.116 Dagur birtir vikulega töflu yfir flskverð hjá Fiskmiölun Noröurlands i Dalvik og grelnlr þar frá veröinu sem fékkst í vikunni á undan. Þetta er gert í Ijósi þess að hlutverk fiskmarkaöa í verö- myndun íslenskra sjávarafuröa hefur vaxlö hrööum skrefum og því sjálfsagt ab gera lesendum blaðsins klelft aö fylgjast meö þróun markaösverös á flskl hér á Norðurlandi. Landgræðslan: Áburðardreifing fwirhuguð á Norður- landi um miðjan þennan mánuð - áætlað að dreifa svipuðu magni og í fyrra - helstu uppgræðslusvæðin við Blöndu og í Krákárbotnum Norðurljósin: Nýtt áhugaleikfélag stofnað Aukaþing kjördæmisráðs Alþýðuflokksins: y EES-sanmingurinn Islendingum hagstæður Aukaþing kjördæmisráðs AI Þá var samþykkt stjórnmála-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.