Dagur - 10.06.1992, Page 1

Dagur - 10.06.1992, Page 1
75. árgangur Akureyri, miðvikudagur 10. júní 1992 107. tölublað Vel í fö 1 klæddur tum frá B,RN"ARm lemabudin I | HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Vaglaskógur: Þétt var setinn bekkurinn í áhorfendastæðum Akureyrarvallar í fyrrakvöld þegar fram fór nágrannaslagurinn milli Þórs og KA í knattspyrnu. Alls voru um 2000 áhorfendur á leiknum og skemmtu sér vel. Mynd: Goiu. Ölvaður ökumaður velti bfl sínum í Vaglaskógi og þrír aðr- ir voru teknir fyrir ölvunar- akstur. Nokkrir ungir menn þreyttu Fnjóskársund um hvíta- sunnuna eftir skemmtun í skóginum og þóttust hafa synt yfir í annan landsfjórðung. Tjaldstæðið í Vaglaskógi hýsti sinn skerf af ungu fólki um hvíta- sunnuna. Auk tjaldstæðisgesta komu margir að nóttu frá þétt- býlisstöðunum. „Það virðist vera orðin lenska hér að fólk komi eft- ir böll og skemmti sér í nokkra klukkutíma og sofi kannski úr sér Búnaðarbankinn á Akureyri: Hópur viðskiptaaðila vfll viðræður við bankaráð um mál útibúsins - „það þarf að taka á ýmsum málum,“ segir nýr útibússtjóri arms. Hópur aðila úr viðskiptalífinu á Akureyri kom saman til fundar í fyrradag til að ræða mál Búnaðarbankans á Akur- eyri en fyrst og fremst er um að ræða forsvarsmenn fyrirtækja sem eru í viðskiptum hjá bank- anum. I framhaldi af banka- stjóraskiptum í útibúinu telja þessir aðilar að ný stefna hafi verið tekin upp þar. Af aðiium innan þessa hóps er bent á nýtt gjaldþrot Fjölnismanna hf. sem dæmi um þetta þar sem bankinn hafi lokað á fyrir- greiðslu til fyrirtækisins og knúið það í gjaldþrot. Jafn- framt gangi samskipti við bankann erfíðar fyrir sig en áður. Guðmundur Thorodd- Guðmundur Thoroddsen sagði í samtali við blaðið síðdegis í gær að það væri víðsfjarri að gjald- þrot Fjölnismanna sé til komið vegna aðgerða bankans. Þar megi benda á að skuldastaða hafi verið tugmilljónir umfram eignir. En standa einhverjar sérstakar aðgerðir yfir hjá bankanum á Akureyri? „Hvernig á ég að lýsa því í stuttu máli? Héðan fer gamal- gróinn útibússtjóri, flyst til, og það þarf að taka á ýmsum málum sem hefði kannski átt að vera sen, núverandi útibússtjóri Búnaðarbankans, vísar þessu á bug og einnig því að unnið sé nú eftir nýjum reglum í útibú- inu. Fyrrnefndur hópur skip- aði með sér stjórn á fundinum til að ræða við bankaráð Bún- aðarbankans um mál útibús- ins. Guðbjörn Garðarsson, einn þeirra sem er í forsvari fyrir hópnum, sagði í gær að fjölmiðl- um verði að sinni ekki gefnar upplýsingar um niðurstöðu fund- Aðspurður segir hann starfi þessa hóps ekki lokið og þeirri spurningu hvort starf þessa hóps hafi komið til í framhaldi af gjaldþroti Fjölnismanna hf. svar- ar hann þannig að þetta komi gjaldþrotinu sem slíku ekki við. Eins og greint var frá í Degi fyrir skömmu urðu bankastjóra- skipti í útibúinu á Akureyri þegar Gunnar Hjartarson lét af störfum og tók við starfi útibússtjóra bankans í Hveragerði. Jafnframt tók Guðmundur Thoroddsen, fyrrverandi útibússtjóri í Hvera- gerði við starfinu nyrðra tíma- bundið en hann hefur síðar á árinu störf við aðalbanka Búnað- arbankans í Reykjavík. búið að taka á áður. Hér eru ekki aðrar aðgerðir en ý>ær að koma hlutum í rétt horf. í bænum hefur maður heyrt um hálfgerða panik vegna þessa og að við séum að stöðva fyrirgreiðslu til fjölda fyrirtækja en það er út í hött. Við höfum ekki stöðvað fyrirgreiðslu til nema sárafárra fyrirtækja sem eru svo illa haldin að ekki er hægt að halda áfram fyrirgreiðslu til öðruvísi en þeirra mál séu skoðuð," sagði Guðmundur. JÓH undir berum himni eða í bílum. Síðan fer fólk heim þegar það rankar við sér enda hafði lögregl- an strangt eftirlit á morgnana," sagði Sigurður Skúlason, skógar- vörður, í samtali við Dag. Lög- reglan tók þrjá vegna ölvunar við akstur um helgina. Að sögn Sigurðar hefur komið til tals að fá fógetaleyfi til að tak- marka aðgang að Vaglaskógi eins og gert var á árum áður. „Versti þröskuldurinn er að við erum með þjóðveg í gegnum skóginn. Annars gætum við lokað og selt inn í skóginn en það á að vera hægt að treysta fólki til að virða almennar umgengnisreglur. Hér er mikið traðk en það sér svo sem ekkert á skóginum. Við erum með menn á vakt en ráðum samt ekkert við þann fjölda sem vill skemmta sér. Til þess þyrfti tugi manns en ég held að breyta þurfi hugsunarhætti hjá ungu fólki því þetta er ósköp leiðinlegur umgangur," sagði Sigurður. Þótt lögreglan hefði afskipti af ölvunarumferð kom ekki til þess vegna umferðar yfir Fnjóská. Nokkrir ungir ofurhugar syntu yfir ána. „Þeir virtust ekki vita hvar þeir væru í veröldinni því þegar þeir komu á bæina hinum megin við ána voru þeir að tala um að hafa synt yfir ár sem eru suður á landi,“ sagði Sigurður að lokum. GT/IM Akureyri: Róstusamt á tjaldstæðinu - „fýllerí líðst ekki,“ segir Pétur tjaldvörður Eftir róstusama nótt á tjald- stæði Akureyrar voru nokkrir tjaldgestir reknir burtu að morgni sl. laugardags. Lög- reglan tók einn tjaldgesta í vörslu sína eftir að bílrúða hafði verið brotin og slagsmál höfðu brotist út um nóttina. Tjaldverðir voru á vakt alla aðfararnótt laugardags en komið hefur til tals að auglýsa eftir sér- stökum næturvörðum til að fást við ófriðarseggi á tjaldstæðinu. Að sögn Péturs Halldórssonar, tjaldvarðar, virðist vera komin hefð fyrir því hjá ungu fólki á Suðurnesjum að fara á tjald- stæði Akureyrar um hvítasunnu Eyjafjarðará: Mönnum bjargað úr bfl í gærmorgun bjargaði lögregl- an á Akureyri tveimur mönn- um úr jeppa í Eyjafjarðará. Mennirnir höfðu ætlað á bfln- um yfír ána fyrir neðan Ytra- Gil en ekki vildi betur til en svo að bfllinn drap á sér í miðri anm. Að sögn Ingimars Skjóldals, varðstjóra hjá Akureyrarlögregl- unni, reri lögreglan á gúmbát út að bílnum og flutti mennina í land. Því næst var bíllinn dreginn að landi en mönnum varð ekki meint af. Síðdegis í gær varð vinnuslys á Lónsbakka þegar maður sagaði í fingurinn á sér en meiðslin voru ekki alvarleg að sögn Ingimars. Þá varð telpa á hjóli fyrir bíl á mótum Fjólugötu og Norðurgötu síðdegis en meiddist ekki telj- andi. JÓH og skemmta sér. „Síðla nætur brutust út slagsmál hérna og þurfti að kalla á lögreglu. Við viljum Iosna við svona fólk og þess vegna viljum við fá það orð á okkur að hér líðist ekki fyllerí," sagði Pétur. Rólegra var aðfararnótt sunnu- dags því á laugardeginum kom fjölskyldufólk í stað ófriðarseggj- anna sem fóru í Vaglaskóg. „Það er eins og við höfum skipst á fólki við Vaglaskóg því sumt af fjöl- skyldufólkinu hafði flúið úr Vaglaskógi," sagði Pétur að lokum. GT Hótel á Akureyri: Sæmilega gestkvæmt - ágætt útlit fyrir sumarið Sæmileg aðsókn var að hótelum á Akureyri um hvítasunnu- helgina og lítur sumarið ágæt- lega út hvað pantanir varðar. Um miðjan júní opnar nýtt hótel undir nafninu Harpa þar sem Hótel Stcfanía var áður til húsa. Sumarið lítur vel út fyrir Hótel KEA hvað varðar bókanir en þó er nokkuð um afpantanir að sögn Þórnýjar Snædal í gestamóttök- unni. „Hvítasunnuhelgin var betri en við bjuggumst við enda varð svolítil sprenging hérna því við vorum með hvítasunnu- pakkaverð. Síðan eru margir júbílantar búnir að panta fyrir 17. júní,“ sagði Þórný. Að sögn Tryggva Tryggvason- ar í afgreiðslu Hótels Norður- lands er álíka gestkvæmt og á sama tíma og í fyrra. „Hvíta- sunnuhelgin var góð og það lítur vel út með pantanir framundan - sérstaklega með hópa,“ sagði Tryggvi. „Hvítasunnuhelgin virðist ekki skila sér á hótelin en júní er alveg fínn. Það er talsvert um pantanir hjá hópum en einstaklingarnir koma fyrirvaralaust,“ sagði Oddný Ólafsdóttir, annar eigandi Hótels Óðals. GT Slæm umgengni tjald- gesta um helgina

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.