Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 10

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 10. júní 1992 Hallgrímur Skaptason, gjaldkeri bygginganefndar, var sæmdur æðsta heiðursmerki Þórs og jafn- framt gerður að heiðursfélaga. Með Hallgrími á myndinni er Aðalsteinn Sigurgeirsson, formaður Þórs. Bygginganefnd veitti svonefndum „vinnuhestum,“ viðurkenningar fyrir vel unnin störf við bygg- ingu Hamars og eins og sjá má á myndinni er þetta ansi fríður flokkur. Hamar, félagsheimili íþróttafélagsins Pórs formlega vígður á 77 ára afmælisdegi félagsins sl. laugardag: Félaginu bárust margar gjaíir og kveðjur í tileM dagsins - Hallgrímur Skaptason var gerður að heiðursfélaga og sæmdur æðsta merki félagsins Fulltrúar fyrírtækja sem lögðu félaginu lið við byggingu Hamars. F.v. Valur Knútsson frá Raftákn, Siguður Her- mannsson og Bergur Steingrímsson frá Verkfræðistofu Norðurlands, Gísli Kristinsson og Páll Tómasson frá Arkitektastofunni við Ráðhústorg, Eiríkur Jónsson frá Verkfræðiskrifstofu Norðurlands og Anton Benjamínsson. Valur og Jóhannes Axelsson teiknuðu allar raflagnir og lýsingu, Verkfræðistofa Norðurlands sá um hönnun og teikningu á burðarþoli og lögnum öðrum en raflögnum, Gísli og Páll eru arkitektar hússins og þeir Anton og Oddur Halldórsson hjá Blikkrás hönnuðu loftræstingu sem Blikkrás smíðaði. Myndír: Goiii Þessir fimm Þórsarar voru sæmdir gullmerki félagsins, f.v. Ragnar Sverris- son, Ævar Jónsson, Pétur Sigurðsson, Guðmundur Sigurbjörnsson og Gísli Kristinn Lórenzson. Þéssir sex félagar voru sæmdir silfurmerki félagsins, f.v. Jón M. Ragnars- son, Stefán Rögnvaldsson, Jónas Róbertsson, Páll Vatnsdal, Björn Björns- son og Anton Benjamínsson. gerður að heiðursfélaga íþrótta- félagsins Þórs og sæmdur gull- krossi, sem er æðsta heiðurs- merki félagsins. Hallgrímur hef- ur unnið ómetanlegt starf fyrir félagið á undanförnum áratug- um, nú síðast sem gjaldkeri bygg- inganefndar. Bygginganefnd afhenti hinum svokölluðu „vinnuhestum," mönnum sem unnið hafa mikið í Hamri, sérstaka viðurkenningu og þá var forsvarsmönnum fjöl- margra fyrirtækja, sem lagt hafa þessu verkefni lið, einnig veittar viðurkenningar. Gísli Kristinn Lórenzson, tals- maður bygginganefndar, rakti byggingasögu hússins og síðan afhenti hann Aðalsteini Sigur- geirssyni, formanni félagsins Hamar formlega fyrir hönd bygg- inganefndar. Því næst blessaði séra Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju húsið. Veislugestum á laugardags- kvöld var boðið upp á veislumat frá Kjarnafæði og meðan á borð- haldi stóð, söng Óskar Pétursson nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra. Veislan þótti takast með afbrigðum vel og voru gestir hinir ánægðustu, enda merkum áfanga náð í sögu íþróttafélags- ins Þórs. -KK félagsins boðið í opið hús í Hamri og er talið að um 1000 manns hafi þá litið inn og skoð- að hið glæsilega hús. Fyrsta skófiustungan að Hamri var tekin 28. september 1987 af Haraldi Helgasyni og þann 26. nóvember 1988, þegar húsið var fokhelt, afhjúpaði Halldór Árnason nafn félagsheimilisins. Gísli Bragi Hjartarson, bæjar- fulltrúi, var veislustjóri á laugar- dagskvöldið og stjórnaði sam- komunni af röggsemi. Félaginu bárust margar góðar gjafir og kveðjur í tilefni dagsins og þá voru fjölmargir félágsmenn heiðraðir fyrir vel unnin störf. Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- maður Þórs, byrjaði á því að færa Gunnþóri Hákonarsyni og Mar- gréti Arngrímsdóttur gjöf frá félaginu en þau gengu í hjóna- band á laugardaginn. Gunnþór var við vinnu í Hamri á laugardag en brá sér í kirkju um miðjan daginn og gekk í hjónaband en var svo mættur í veisluna um kvöldið og aftur í vinnu í Hamri á hvítasunnudag. Fimm Þórsarar voru sæmdir gullmerki félagsins, þeir Guð- mundur Sigurbjörnsson og Gísli Kristinn Lórenzson úr bygginga- nefnd, múrararnir Pétur Sigurðs- son og Ævar Jónsson og Ragnar Séra Gunnlaugur Garðarsson, sókn- arprestur í Glerársókn blessaði hús- ið. Sverrisson „yfirhandlangari." Gísli Kristinn var einnig sæmdur gullmerki íþróttasambands Islands og afhenti Hermann Sig- tryggsson, íþróttafulltrúi honum viðurkenninguna. Sex Þórsarar voru sæmdir silfur- merki félagsins, þeir Stefán Rögnvaldsson, Anton Benjamíns- son, Páll Vatnsdal, Jón M. Ragn- arsson, Björn Björnsson og Jón- as Róbertsson. Þá var Hallgrímur Skaptason Það var mikið um dýrðir í Hamri, félagsheimili Þórs sl. laugardag. Þá var hið glæsilega félagsheimili Þórsara formlega vígt með viðhöfn, á 77 ára afmælisdegi félagsins. Boðið var til mikillar veislu um kvöldið sem tæplega 200 gestir sóttu. Daginn áður var Þórsur- um og öðrum velunnurum Gunnþór Hákonarson og Margrét Arngrímsdóttir gengu í hjónaband á laugardaginn og í Hamri um kvöldið var þeim færð gjöf frá félaginu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.