Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 14

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 10. júní 1992 Dagskrá fjölmiðla Lostæti nefnist flokkur matreiðsluþátta sem hefur göngu sína í Sjónvarpinu í kvöld. Þættirnir eru gerðir í samvinnu við klúbb matreiðslumeistara og er ætlunin að sýna áhorfendum hvern- ig töfra má veislumat upp úr pottunum. Sjónvarpið Miðvikudagur 10. júní 16.30 Töfraglugginn. 17.25 Táknmálsfréttir. 17.30 Evrópumeistaramótið í knattspyrnu. Bein útsending frá Rásunda* leikvanginum í Stokkhólmi þar sem Svíar og Frakkar eigast við í opnunarleik mótsins. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lostæti (1). Fyrsti þáttur af sex í nýrri matreiðsluþáttaröð sem unnin er í samvinnu við félaga úr klúbbi matreiðslu- meistara. í þáttunum er sýnt hvernig má útbúa veislumat á stuttum tíma. Það eru matreiðslumennirnir Guðmundur Guðmundsson og Steinar Davíðsson sem ríða á vaðið og matreiða laxakæfu með blaðlaukssósu og lambasteik úr framparti. Uppskriftirnar birtast í blöð- unum og í Textavarpi en verða einnig birtar á skján- um að lokinni matreiðslu hvers réttar. 21.00 Benny Hill. (Benny Hill - The World’s Favourite Clown.) Bresk heimildamynd um gamanleikarann Benny Hill sem er nýlátinn. I myndinni segir hann frá uppvexti sínum og leikferli. Sýnd eru valin atriði úr sjón- varpsþáttum hans og rætt við Michael Caine, Walter Cronkite, Mickey Rooney, Burt Reynolds, John Mortimer og fjölda annarra aðdáenda Bennys. 21.55 Hljóðláti maðurinn. (The Quiet Man.) Bandarísk bíómynd frá 1952. í myndinni segir frá hnefa- leikakappa sem verður manni að bana í hringnum og heldur heim í fæðingar- þorp sitt á írlandi. Hann verður ástfanginn af systur helsta þrjótsins í þorpinu en sá er eitthvað tregur til að borga heimanmund með systur sinni og því slær í brýnu með görpunum. Aðalhlutverk: John Wayne, Maureen O'Hara, Barry Fitzgerald og Victor McLaglen. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Hljóðláti maðurinn - framhald. 00.20 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 10. júní 16.45 Nágrannar. 17.30 Trúðurinn Bósó. 17.35 Biblíusögur. 18.00 Umhverfis jörðina. (Around the World with Willy Fog.) 18.30 Nýmeti. 19.19 19:19. 20.10 Bílasport. 20.40 Óskabarn Ameríku. (Favorite Son.) Fjórði og síðasti hluti. 21.25 Djöfull í mannsmynd. (Prime Suspect.) Seinni hluti. 23.05 Dauðaþögn. (Deadly Silence.) Ung stúlka ræður bekkjarfé- laga sinn til þess að ráða föður hennar af dögum vegna þess að hann hefur notað hana kynferðislega. Myndin er byggð á sönnum atburðum. Aðalhlutverk: Mike Farrell, Bruce Weitz, Charles Haid og Sally Struthers. Bönnuð börnum. 00.35 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 10. júní MORGUNÚTVARP KL. 06.45-09.00 06.45 Veðurfregnir ■ Bæn. 07.00 Fréttir. 07.03 Morgunþáttur Rásar 1. Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit. 7.31 Fréttir á ensku. 7.34 Heimsbyggð. Jón Ormur Halldórsson. 7.45 Bókmenntapistill Jóns Stefánssonar. 08.00 Fréttir. 08.10 Að utan. 08.15 Veðurfregnir. 8.30 Fréttayfirlit. 8.40 Heimshom. ÁRDEGISÚTVARP KL. 09.00-12.00 09.00 Fréttir. 09.03 Laufskálinn. Umsjón: Gestur Einar Jón- asson. (Frá Akureyri.) 09.45 Segðu mér sögu, „Kvöldstund með pabba“ eftir Guðjén Sveinsson. Höfundur les (3). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóru Björnsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Árdegisténar. 11.00 Fréttir. 11.03 Samfélagið í nærmynd. 11.53 Dagbókin. HÁDEGISÚTVARP KL. 12.00-13.05 12.00 Fréttayfirlit á hádegi. 12.01 Að utan. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin. 12.55 Dánarfregnir • Augiýs- ingar. MIÐDEGISÚTVARP KL. 13.05-16.00 13.05 Hádegisleikrit Útvarps- leikhússins, „Milli steins og sleggju" eftir Bill Morri- son. 2. þáttur af 8. 13.15 Út í loftið. 14.00 Fréttir. 14.03 Útvarpssagan: Endur- minningar Kristínar Dalsted. Ásdis Kvaran Þorvaldsdóttir les (12). 14.30 Fiðlusénata í A-dúr eftir César Franck. 15.00 Fréttir. 15.03 í fáum dráttum. Umsjón: Sigrún Björnsdóttir. SÍÐDEGISÚTVARP KL. 16.00-19.00 16.00 Fréttir. 16.05 Sumargaman. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Hljéðmynd. 16.30 í dagsins önn - Almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. 17.00 Fréttir. 17.03 Sólstafir. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarþel. Guðrún S. Gísladóttir les Laxdælu (8). Ragnheiður Gyða Jónsdóttir rýnir í textann og veltir fyrir sér forvitnilegum atriðum. 18.30 Auglýsingar ■ Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfregnir ■ Auglýs- ingar. KVÖLDÚTVARP KL. 19.00-01.00 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Kviksjá. 20.00 Heimshornið. 20.30 Héraðsfréttablöð. Umsjón: Gestur Einar Jónasson. 21.00 Frá tónskáldaþinginu í París í vor. 22.00 Fróttir. Heimsbyggð, endurtekin úr Morgunþætti. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins ■ Dagskrá morgundagsins. 22.20 Pálina með prikið. Umsjón: Anna Pálina Áma- dóttir. 23.10 Eftilvill... Umsjón: Þorsteinn J. Vil- hjálmsson. 24.00 Fréttir. 00.10 Sólstafir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 Miðvikudagur 10. júní 07.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins. Leifur Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 09.03 9-fjögur. Umsjón: Þorgeir Ástvalds- son, Magnús R. Einarsson, Margrét Blöndal og Snorri Sturluson. Sagan á bak við lagið. Furðufregnir utan úr hinum stóra heimi. - Ferðalagið, ferðagetraun, ferðaráðgjöf. Sigmar B. Hauksson. Limra dagsins. Afmæliskveðjur. Síminn er 91-687123. 12.00 Fréttayfirlit og veður. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 9-fjögur. - heldur áfram. 12.45 Fréttahaukur dagsins spurður út úr. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir. - Dagskrá heldur áfram. 17.40 Hér og nú. Fréttaskýringaþáttur Frétta- stofu. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfund- ur í beinni útsendingu. Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91-686090. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Ekki fréttir. 19.32 Ót um allt! Kvölddagskrá Rásar 2 fyrir ferðamenn og útiverufólk sem vill fylgjast með. Fjörug tónlist, íþróttalýsingar og spjall. Umsjón: Andrea Jónsdóttir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir og Darri Ólason. 22.10 Blítt og létt. íslensk tónlist við allra hæfi. 00.10 í háttinn. Gyða Dröfn Tryggvadóttir leikur ljúfa kvöldtónlist. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7,7.30,8,8.30,9,10, 11,12,12.20,14,15,16,17,18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Tengja. 02.00 Fréttir. 02.05 Tengja. 03.00 í dagsins önn. 03.30 Glefsur. 04.00 Næturlög. 04.30 Veðurfregnir. - Næturlögin halda áfram. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 05.05 Blítt og létt. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsamgöngum. 06.01 Morguntónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 10. júní 08.10-08.30 Útvarp Norður- lands. 18.03-19.00 Útvarp Norður- lands. Bylgjan Miðvikudagur 10. júní 07.00 Fréttir. 07.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 7.30. 08.00 Fréttir. 08.05 Morgunútvarp Bylgjunnar. Eiríkur Jónsson og Guðrún Þóra. Fréttayfirlit klukkan 8.30. 09.00 Fréttir. 09.05 Tveir með öllu á Bylgjunni. Jón Axel Ólafsson og Gunnlaugur Helgason eru þekktir fyrir allt annað en lognmollu. 12.00 Hádegisfréttir. 12.15 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir. 13.00 íþróttafréttir eitt. Allt það helsta úr íþrótta- heiminum frá íþróttadeild Bylgjunnar og Stöðvar 2. 13.05 Rokk og rólegheit á Bylgjunni í bland við létt spjall um daginn og veginn. 14.00 Rokk og rólegheit. Bibba lætur í sér heyra. 16.05 Reykjavík síðdegis. Steingrímur Ólafsson og Hallgrímur Thorsteinsson fjalla um málefni líðandi stundar og hjá þeim eru engar kýr heilagar. 17.00 Fréttir. 17.15 Reykjavík síðdegis. Þjóðlífið og dægurmálin í bland við góða tónlist og skemmtilegt spjall. 18.00 Fréttir. 18.05 Landssíminn. Bjarni Dagur Jónsson tekur púlsinn á mannlífinu og ræð- ir við hlustendur um það sem er þeim efst í huga. Síminn er 671111. 19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar. 19.19 Fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 Kristófer Helgason. Léttir og ljúfir tónar í bland við óskalög. Síminn er 671111. 00.00 Næturvaktin. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 10. júní 17.00-19.00 Pálmi Guðmunds- son leikur gæðatónlist fyrir alla. Fréttir frá fréttastofu Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00. Tími tækifæranna kl. 18.30. Þú hringir í síma 27711 og nefnir það sem þú vilt selja eða óskar eftir. Þetta er ókeypis þjónusta fyrir hlust- endur Hljóðbylgjunnar. r mPAnw &ST0RT # Biskupsveista á Bakkaflöt Það er margt skrýtfð í kýr- hausnum. Til okkar hringdi Sigfús Steindórsson á Sauð- árkróki með hressilega run- hendu og fer tilefnið hér á eftir: „Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, visiteraði Mælifellsprestakall 31. maí og 1. júní 1991. í för með biskupi var prófastur Skaga- fjarðarkjördæmis, sóknar- prestur Mælifellsprestakalls og frúr þeirra. Að lokinni yfirreíð um prestakallið buðu sóknarnefndirnar og fyrir- menn hreppsins til veislu á Hótel Bakkaflöt. Matseðilinn sá ég ekki en dettur i hug að sumt af þvi sem ég nefni í eftirfarandi drápu hafi verið þar á borðum.“ # „Muilers pasta og messuvín“ Hér kemur svo drápan sem Sigfús nefnir „Biskupsveisla á Bakkaflöt": Á Bakkaflöt er boðið til veislu biskupnum yfir íslandi. Ýmislegt þar er til neyslu eins og lítill grísfjandi. Fleira gott er að finna þar, fleginn humar og graflaxar, Mullers pasta og messuvin, mikið er þessi veisla fín. Nú borða allir sem best þér geta, biskup kunni það vel að meta, prófastur er i pólitík. Undir borðum var um það rætt hvernig afkoma presta verði bætt, svo mannsæmandi þeir mættu lifa og messa söfnuðum til þrifa. í svöngum manni er sálin snauð, sífellt hugsa um meira brauð. Tvö brauð og fimm fiska þeir fara strax á það að giska hvort ekki mætti metta mennina sem svelta sáru hungri úti í hinum stóra heimi. Drottinn þá geymi! # Kleinu- hringjafræ Til uppfyllingar er hér látinn fylgja með „týpískur“ karl- rembubrandari: Vitið þið hvað heimska Ijóskan sagði þegar hún sá Cheerios í fyrsta sinn? „Nei sko - kleinuhringjafræ!"

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.