Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 15

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 15 Daníel í Árgerði níræður Pann 21. maí sl. varö níræður Daníel Á. Daníelsson í Árgerði, fyrrverandi héraðslæknir Dalvík- urlæknishéraðs. Hann er fæddur 21. maí 1902 að Hóli í Mosvalla- hreppi í Önundarfirði. Foreldrar hans voru Guðný Kristín Finns- dóttir frá Kirkjubóli í Valþjófs- dal í Önundarfirði en faðirinn Daníel Bjarnason frá Tannanesi í Önundarfirði. Þetta kváðu vera sterkar ættir vestfirskra bænda og sjómanna, sem Daníel læknir er runninn af. Faðir hans var sjó- maður og smiður og bræður hans voru sjómenn. Tveir þeirra, Bjarni og Guðmundur, fórust á sjó, ungir menn, en sá þriðji, Finnur, fyrrverandi togaraskip- stjóri, býr á Akureyri, maður á níræðisaldri. Daníel braut sér aðra leið og fór í langskólanám, fyrst í Sam- vinnuskólann í Reykjavík einn vetur. Síðan lá leið hans til Norð- ur-Ameríku þar sem hann stund- aði menntaskólanám og tók stúdentspróf 1928 eða 29. Hann kaus sér læknisfræði að ævistarfi og nam þau fræði hérlendis og varð cand. med. frá Háskóla íslands 1935. „Kandfdatsár" sitt, 1936-37, vann hann á Landspítal- anum í Reykjavík. Daníel varð héraðslæknir á Hesteyri í Jökulfjörðum. Sléttu- hreppi 1938-39. Dvalar sinnar þar minnast þau hjónin ineð ánægju þrátt fyrir frumstæð lífs- skilyrði og örðugar samgöngur. Það var sérstæð og dýrmæt lífs- reynsla. Síðan var hann starfandi læknir á Siglufirði 1939-44 og á þaðan margar skemmtilegar minningar. Héraðslæknir varð Daníel í Svarfdælalæknishéraði á Dalvík í nóv. 1944 og hélt því til 1972, er hann varð sjötugur. Ofanskráðar upplýsingar eru að mestu teknar úr uppsláttarrit- um: Svarfdælingum 11 og íslensk- um samtíðarmönnum. En þetta er aðeins ramminn utan um æviskrá óvenjulegs inanns, sem Daníel læknir í Ár- gerði er. Sú skrá verður hcldur ekki rakin hér. Aðeins skrifuð nokkur orð í tilefni dagsins, 21. maí. Daníel kvæntist 10. júní 1938 Dýrleifu Friðriksdóttur, Ijósmóð- ur, frá Efri-Hólum í Húpasveit, nú Öxarfjarðarhreppi. Börn þeirra hjóna eru Guðný læknir, Friðrik efnaverkfræðingur og Bjarni skólastjóri Myndlistaskól- ans, öll búsett í Reykjavík. Skömmu eftir komuna til Dal- víkur keyptu hjónin af Ingimar Óskarssyni gamla timburhúsið í Árgerði, sem fyrsti læknir hér- aðsins, Sigurjón Jónsson, hafði látið flytja frá Grenivík og endur- reisa hér 1907. Þar byggðu þau síðan steinhúsið, sem þar stendur nú, á einum fegursta stað, sem fyrirfinnst í Svarfdælabyggð og þótt víðar væri leitað. Á þessum stað í „hvíta húsinu" .við ána búa þa.u hjónin enn. Það mun vera sammæli manna í héraðinu, að Daníel væri liinn besti héraðslæknir, samviskusam- ur. glöggskyggn og „heppinn" í störfum sínum, eins og stundum er að orði komist um lækna og Ijósmæður, sem vel gengur í starti. Þetta viðhorf kom glóggt fram við verkalok Daníels, er hann lét af opinberu læknisstarfi 1972. Þá undirritaði stór hópur héraðsbúa þakkarávarp og árn- aðaróskir til læknisins. Sennilega hafa menn almennt búist við, að gömlu læknishjónin væru senn á förum suöur, þangað sem llestir opinberir embættis- menn hverfa að loknu starfi. En ekki Dýrleif og Daníel læknir. Nú 20 árum síðar eru þau enn „á sínum stað“ mitt á meðal vor og fylgjast grannt með gangi mála í héraðinu. Skyldi ekki gamli læknirinn liafa forpokast óskaplega þarna í fásinninu? Nei, ekki aldeilis. Daníel í Árgerði er ekki einn þeirra, sem leyfir sér að forpok- ast. Og hann lifir heldur ekki í neinu fásinni. Þvert á móti. Hann lifir, fyrir tilstyrk bóka sinna, a.m.k. hálfu lífi í fjölskrúðugum heimi bókmennta og lista og á daglegt samneyti við andans jövra heimsbókmenntanna bæði austan hafs og vestan. Það er öðru fremur ljóðsins list, sem hefur haldið huga hans föngnum, líklega allt frá unga aldri. Og hann lætur sér ekki nægja að njóta sjálfur andans ávaxtar erlendra meistara, heldur hefur hann á langri ævi haft það að tómstundagamni að þýða ljóð þeirra á íslenska tungu, sem heimtar að þýðandinn virði „stuðlanna þrískiptu grein" og aðrar hömlur hins hefðbundna, íslenska Ijóðforms og gerir hon- um oft svo yfirmáta erfitt fyrir. Fyrir Daníel í Árgerði eru ljóðaþýðingar e.t.v. fyrst og fremst íþrótt, sem er yndi að stunda og gefur tímanum inni- hald. En að öðrum þræði líka löngun til að miðla öðrum nokkru af anda höfuðskálda evrópskrar Ijóðagerðar að fornu og nýju. Eg styð þessar ályktanir mcð tilvísun til bókar þeirrar gagn- merkrar, sem út kom á vegum Menningarsjóðs 1989. Þar birtast þýðingar hans á sonnettum Shakespeares í heild auk merki- legrar ritgeröar um líf og starf „trúbadoranna" svonefndu í Frakklandi miðalda og víðar. Fyrir þessi verk sín hlaut Daníel læknir lof bæði fagurkera og meinhorna og leyfi ég mér að taka á þeim mark. Hér fyrir utan þyrfti að nefna frumsamin Ijóð Daníels, sem að viti undirritaðs eru sum stórgóð, þ.ám. náttúrulýsingar og erfi- Ijóð, sem sum hafa birst á prenti en önnur hvcrgi. Þetta greinarkorn er ritaö til að sýna Daníel lækni lit á þakkláts- semi fyrir mjög góð og gagnleg kynni. Það er hann, sem afmælið á svo hann er í sviðsljósinu. Þar fyrir er Dýrleif ekki gleymd. Hvernig mætti það líka vera, þegar rætt er um eiginmanninn, svo lengi og vel, sem þau tvö hafa bollokað saman allt frá þrönga læknisbústaðnum á Hesteyri til hvítu hallarinnar á Árgerðishóln- um? Þau hafa með langri dvöl sinni hér lyft menningunni í Svarfdælahéraði þónokkra þuml- unga upp frá grasrótinni. Fyrir hönd lesenda blaðsins sendi ég Árgerðishjónum og börnum þeirra bestu heilla- kveðjur. Ég óska Daníel þess, að hann fái notið samvista viö það besta úr bókmenntaheiminum, innlendum og erlcndum, svo lengi sem ævi endist. Hjörtur E. Þórarinsson. Rauði kross íslands og Landsbjörg: Sjúkrapúði í hvern bíl! Sjálfboðaliðar Rauða kross íslands og Landsbjargar, landssambands björgunarsveita, ganga fyrir hvers manns dyr á næstu dögum og selja sjúkra- púða. í púðunum eru nauð- synlegustu sjúkragögn til að búa um flest opin sár, sem oft eru fylgifiskar slysa. Söluátakið hófst á uppstignin- ardag og stendur fram yfir hvíta- sunnu. Markmiðið er að gefa sem flestum tækifæri til að eignast sjúkrapúða áður en fólk leggur land undir fót í sumarleyfi. Þegar ferðast er um landið er oft langt í læknis- og öryggisþjónustu og því brýnna en endranær að hafa sjúkrapúða í bílnum. Púðana má einnig nota á heimilum, í sumar- bústöðum, sportbátum og með viðleguútbúnaði. „Kaupandi sjúkrapúða stuðlar ekki einungis að eigin öryggi og sinna nánustu - hann tekur þátt í að ríða öryggisnet, sem er trygg- ing fyrir okkur öll. Því miður er þetta öryggisnet ekki nógu þétt hér á landi. Það er raunar gisnara en útbreiðsla sjúkrapúða gefur til kynna, því mikið vantar á að eig- endur sjúkrapúða haldi þeim við og endurnýi sem skyldi, en plástrar, grisjur og annað því um líkt fúnar með árunum. Hagnað- ur af sölu púðanna rennur til uppbyggingar björgunarstarfs í landinu og til Rauða kross íslands og deilda RKÍ." ój Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Borgarhlíð 11 c, Akureyri, þingl. eig- andi Ingibjörg Tryggvadóttir, föstu- daginn 12. júni 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðandi er: Óskar Magnússon hdl. Brekkugata 9, Hrísey, þingl. eigandi Ársæll Alfreðsson o.fl., föstudaginn 12. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Byggðavegur 111, Akureyri, þingl. eigandi Gunnar Blöndal og Margrét Magnúsdóttir, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Thoroddsen hrl. Dýrholt, Svarfaðardal, þingl. eigandi Dalalæða hf., föstudaginn 12. júní 1992, kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er: Búnaðarbanki fslands. Karlsbraut 2, Dalvík, þingl. eigandi Sigurður Kristmundsson, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs og Gunnar Sólnes hrl. Lokastígur 2, íb. 101, Dalvík, þingl. eigandi Hannes Sveinbergsson, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins og inn- heimtumaður ríkissjóðs. Ránargata 10 b, Akureyri, þingl. eigandi Eyfirsk matvæli hf., föstu- daginn 12. júní 1992, kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigríður Thorlacius hdl. og Ólafur Gústafsson hrl. Rimasíða 13, Akureyri, þingl. eig- andi Birna Sigurðardóttir, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Gústafsson hrl. og Húsnæð- isstofnun ríkisins. Skipagata 14, 2. hæð, norðurhl. o.fl., þingl. eigandi Iðja félag verk- smiðjufólks, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Sólvallargata 1, Hrísey, þingl. eig- andi Ásgeir Halldórsson, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Innheimtumaður ríkissjóðs. Sunnuhlíð 21 d, Akureyri, þingl. eig- andi Aðalheiður B. Vilhelmsdóttirog Einar Viðarsson, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er: Guðjón Ármann Jónsson hdl. Tungusíða 2, Akureyri, þingl. eig- andi Bernharð Steingrímsson, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hreinn Pálsson hdl. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins á neðangreindum tíma: Ásabyggð 6, Akureyri, þingl.eigandi Uppinn hf., föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins, Gunnar Sólnes hrl., Ólafur Birgir Árnason hrl., Bæjarsjóður Akureyrar og Húsnæðisstofnun ríkisins. Bárugata 2, efri hæð, Dalvík, þingl. eigandi Þorsteinn J. Haraldsson o.fl., föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Ólafur Birgir Árnason hrl. Björnshús, Hjalteyri, þingl. eigandi Einar Helgason o.fl., föstudaginn 12. júní 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Húsnæðisstofnun ríkisins, inn- heimtumaður ríkissjóðs, Gunnar Sólnes hrl. og Sigríður Thorlacius hdl. Hólabraut 19, neðri hæð, Akureyri, þingl. eigandi Frímann Jóhanns- son, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Ásgeir Þ. Árnason hdl. Hringtún 5, Dalvík, þingl. eigandi Magnús I. Guðmundsson, föstu- daginn 12. júnf 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Benedikt Ólafs- son hdl., Arnar Sigfússon hdl. og inn- heimtumaður rfkissjóðs. Langamýri 32, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Álfhildur Pálsdóttir, föstu- daginn 12. júní 1992, kl. 14.30. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur Birgir Árnason hrl. Lækjargata 4, e.h., Akureyri, þingl. eigandi Magnús Jónsson, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl., Hús- næðisstofnun rfkisins og Gunnar Sólnes hrl. Melasíða 5 e, Akureyri, þingl. eig- andi Stjórn Verkamannabústaða, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Bæjarsjóður Akureyrar. Melasíða 6 b, Akureyri, þingl. eig- andi Ingvar Kristjánsson, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Bæjarsjóður Akureyrar og Hús- næðisstofnun ríkisins. Sjávargata 4, Hrísey, þingl. eigandi Birgir Sigurjónsson, föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðandi er: Eggert B. Ólafsson hdl. Smárahlíð 4g, Akureyri, þingl. eig- andi Björn Valdimarsson, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 15.15. Uppboðsbeiðendur eru: Ásgeir Þ. Árnason hdl., Ásgeir Thor- oddsen hrl., Gunnar Sólnes hrl. og innheimtumaður ríkissjóðs. Strandgata 31, Akureyri, þingl. eig- andi Útgáfufélag Dags - Dagsprent hf„ föstudaginn 12. júní 1992, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Iðnlánasjóður. Þverá II, Eyjafjarðarsveit, þingl. eig- andi Ari Biering Hilmarsson, föstu- daginn 12. júní 1992, kl. 14.45. Uppboðsbeiðendur eru: Stofnlánadeild landbúnaðarins og Hafsteinn Hafsteinsson hrl. Ægisgata 23, Akureyri, þingl. eig- andi Sigurður Pálmason, föstudag- inn 12. júní 1992, kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar K. Albertsson hdl. og Húsnæðisstofnun ríkisins. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu. Reykingamenn! Vitið þið hversu mörg slys hafa hlotist af sigarettueldi?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.