Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 5

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 5 Lesendahornið Seilumst ekki lengra en þökk- um lyrir það sem við höfum - hugleiðingar um ísland og Evrópusamfélagið Vilja ekki allir íslendingar að við séum frjáls og fullvalda þjóð, eða hvað? Maður fyllist ótta og skelf- ingu að heyra um það frá Alþingi að það geti vel komið til greina að ísland gerist aðili að evrópsku efnahagssvæði. Það má aldrei verða. Við skulum eiga landið okkar sjálf og halda því hreinu. Hér er Paradís á jörð. Hér eru auðlindirnar allt í kringum okkur. Gloprum ekki landinu úr höndum okkar. Við flytjum út sjávarafurðir eins og hefur verið og alls konar iðnaðarvörur og ekki má gleyma vatninu okkar góða. Það er ekki mikið meira sem við getum flutt út enn sem komið er. En það hefur heldur ekki verið. Þó höfum við getað lifað hér góðu lífi hingað til. Útflutningur okkar á eftir að aukast á komandi árum ef rétt er á málum haldið. Við fáum ferðamenn hingað til landsins eins og hefur verið, og við sækjum þá heim. Við ein- angrumst ekkert þótt við förum þá leið að halda í okkar. Meira að segja verður litið upp til þeirra þjóða sem sýndu fyrirhyggju og kjark. íslendingar eru ekki eftir- bátar annarra þjóða á neinu sviði, því til staðfestingar má benda á bókmenntir og listir. Svo er verkmenntun hér á háu stigi og íslendingar eru raunvísindamenn á heimsmælikvarða. Þeir eru fremstir sinna jafningja hvar sem er í heiminum. Látum ekki þurrka okkur út. Við getum látið gott af okkur leiða ef við höldum landinu okkar sjálf. Látum ekki aðra yfir okkur ráða. Eftir nokk- ur ár verður svo komið fyrir mörgum þjóðum að löndin þeirra verða ekkert nema skítur og eim- yrja, látum það ekki henda okkur. Stöndum vörð um frelsi okkar og varðveitum landið og hafið í kringum það. Hættum að henda eiturefnum í sjóinn. Þó það sé í litlum mæli, þá safnast þegar saman kemur. Allur þessi vandi sem við búum við í dag er heima- Sorpuröun Umhverflsverndarsinnuö kona hringdi: Við Akureyringar virðumst ekki átta okkur á því að við eig- um náttúruperlu í bæjarlandinu sem við erum á góðri leið með að eyðileggja en það er Glerárdalur. Öllu rusli úr bænum hefur verið tilbúinn. Við fórum alltof geyst af stað. Nú er að snúa vörn í sókn og laga það sem aflaga fór. Þar er af mörgu að taka: Allar þessar virkjanir, öll þessi umframorka sem við höfum ekki fengið tæki- færi til að nýta. Svo var það fiskeldið, sem átti að gera hvern mann ríkan, sem rann út í sandinn hjá mörgum vegna þess að það var farið of geyst af stað. Samt á þessi atvinnu- grein rétt á sér og á eftir að blómstra þegar rétt verður staðið að málum. Svo var það refa- og minkaeldið, þegar það var nú fundið upp, sem engan veginn samrýmist íslenskum landbún- aði. Það var eitt glappaskotið. Það hefði nú mátt gera eitthvað skynsamlegt fyrir þá fjármuni sem fóru í það, svo maður tali nú ekki um hvað þetta er ómannúð- leg atvinnugrein. Þessi dýr eiga ekki að vera í búri. Ég tók þetta bara sem dæmi, það er af nógu að taka. Nú er svo komið að vitlausar fjárfestingar eru að sliga bankana svo þeir þurfa að vera með okur- vexti til að halda í horfinu. Og þessir háu vextir eru svo að sliga fyrirtækin í landinu og að sjálf- sögðu einstaklinginn líka. Svona eltir hvað annað. Við getum snúið þessu við ef vilji er fyrir hendi. Ríkið á að hætta að skipta sér af bændum, það er byrjunin. Það er gagn- kvæmur gróði fyrir báða aðila. Þá fyrst geta bændur lækkað búvör- urnar til neytandans og ríkið losnar við allar niðurgreiðslur á landbúnaðarvörur. Hver bújörð á að vera eins og hvert annað fyrirtæki og vinna eftir því. Kannski losa bændur sig þá við plastrúllurnar sem eru dýrar, vegna þess að þær eru einnota. Svo fylgir því líka kostnaður að losna við þær aftur svo þær valdi ekki óþrifnaði á umhverfinu. Þá fara þeir ef til vill að huga að var- anlegum heygeymslum sem verða hagkvæmari þegar til lengri tíma í Glerárdal ekið þangað og urðað en þó tek- ur út yfir allan þjófabálk þegar Dalvíkingum, Ólafsfirðingum og jafnvel fleirum er einnig boðið að aka sínu rusli þangað. Er virki- lega engin önnur leið færari og heilbrigðari en þessi til að losna við sorpið? er litið. Svo má skjóta því hér inn að það gleður ekki auga ferða- mannsins, sem er að skoða nátt- úru landsins, að sjá alls staðar hvítar rúllur út um allt tún. Ég hef séð fyrir mér sveitabýlin bæði stór og smá breiða úr sér hringinn í kring á landinu með smá þéttbýliskjarna á milli. Byggjum þetta fallega upp. Við megum ekki flytja inn landbún- aðarvörur, það væri glapræði. íslenskar búvörur eru þær bestu sem völ er á, svo ég tali nú ekki um hvað landbúnaður skapar mikla atvinnu fyrir fólkið í land- inu. Hvað erum við svo að eyða gjaldeyri í það sem við getum framleitt sjálf og þurfum ekki að láta flytja inn? Reynum að vera sjálfum okkur nógir, Islendingar. Borgum skuldir okkar og hættum að taka erlend lán. Ef ísland gerist aðili að evr- ópsku efnahagssvæði þá myndi flykkjast hingað til landsins fólk frá ótal löndum. Það yrði hér milljónaþjóð á nokkrum mánuð- um. Við yrðum eins og dropi í hafið. Ætli það færi ckki að fara um okkur? Við höfum búið hér ein í þessu landi í margar aldir, allt frá því að land byggðist. Já, við skulum huga vel að þessu. Við íslendingar höfum það gott. Þess vegna eigum við ekki að seilast lengra, heldur að þakka fyrir það sem við höfum og læra að meta það áður en það er um seinan. Hólmfríður Jónsdóttir. Pennavinir Blaöinu hefur borist bréf frá þýskum dreng sem varð 12 ára 4. júní sl.og óskar eftir pennavini á íslandi. Hann skrifar bæði á ensku og þýsku og vill gjarnan fá mynd af þeim sem vildi skrifast á við hann. Honum þykir gaman að hlusta á tónlist og draugasögur og langar til að ferðast um heim- inn. Nafn hans cr Florian Schmitz, Sudringenveg 24, N-4354 Datteln Germany. 17 ára enskur drengur, Lee Scothern, vill gjarnan skrifast á við jafnaldra sinn á íslandi á ensku en hann er að læra íslensku en getur lítið skrifað íslenskuna enn sem komið er en íslenskur pennavinur gæti orðið honum hjálp þegar fram í sækti. Á rit- stjórn DAGS (Geir) er bréf frá Lee sem sá sem vill skrifast á við Lee fær afhent ásamt heimilis- fangi hans. Fjórtán reyklausir dagar Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis hefur fariö þess á leit við Dag að blaðiö birti leiðbeiningar til þeirra sem hættu að reykja á „Reyklausa daginn“ svonefnda 1. júní sl. Leiðbeiningar þessar taka til fyrstu 14 daganna. Hér á eftir fara ráðleggingar sem gilda fyrir tíunda daginn, þ.e. mið- vikudaginn 10. júní. Tíundi dagur Löngunin í reyk er trúlega ekki meö öllu horfin en hún ætti aö hafa verulega minnkaö og vera oröin aö lítilfjörlegum óróleika sem oft hverfur alveg. Þaö ætti ekki að vera þér erfitt aö láta tóbakið liggja á milli hluta jafn- vel þótt freistingin sé ekki meö öilu úr sögunni. Haföu ætíð á takteinum eitthvað sem grípur hugann og notaðu nokkrar mínútur til aö lesa bækling um sjúkdóma sem eru fylgifiskar reykinga. Geröu þaö aftur og aftur. Þaö hressir upp á ásetn- ing þinn um aö standa þig, ein- mitt nú þegar þú ert í þann veg- inn aö sigra í orrustunni. Nýburagjafxr í úrvali Svo sem: Skiptitöskur kr. 880 Gallar með peysu frá kr. 815 Heilgallar írá kr. 765 Þunnar peysur frá kr. 460 Bolir frá kr. 460 ÚtLgallar frá kr. 3.990 Smekkir, sokkar, rúmíot, teppi, „lúllmnbía fílaru, tuskudúkkur og margt fleira á góðu verði Sjón er sögu ríkari IIIEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 - Simi 22275 Heitur matur í hádeginu. Grillaðir kjúklingar miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag Meistara- kokkurinn Hermann Huijbens tilbúinn til skrafs og ráðagerða. Vikutilboð dagana 10.-16. júní Tc maískorn 425 g 38 kr. Morton grænar baunir 300 g 29 kr. Grillkol 4,5 kg 289 kr. Þvottaduft 3,5 kg 289 kr. Einars þriggjakornabrauö 99 k r. Agúrkur 99 kr. kg Laukbuff 626 kr. kg Grill-nautafille 1499 kr. kg Grill-lambaframhr. sneiðar 699 kr. kg Matvörumarkaðurinn Kaupangi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.