Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 10. júní 1992
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ KR. 110
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMNETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, JÓN HAUKUR BRYNJÓLFSSON (íþróttir),
ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
SKÚLI BJÖRN GUNNARSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130),
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: KJARTAN ÞORBJÖRNSSON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON, ÞRÖSTUR HARALDSSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Meirihluti þjóðarinnar
mótfalliim EES-samningnum
Samkvæmt skoðanakönnun Dagblaðsins Vísis,
sem birt var sl. laugardag, eru tveir af hverjum
þremur íslendingum andvígir samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið, EES. Rúmlega 40%
aðspurðra voru andvíg samningnum um
Evrópska efnahagssvæðið en einungis 24,3%
fylgjandi. 31,5% úrtaksins voru óákveðin í
afstöðu sinni og 3,5% neituðu að svara. Sam-
kvæmt skoðanakönnuninni er meirihluti kvenna
og karla andvígur EES-samningnum. Þá gefa
niðurstöðurnar ótvírætt til kynna að fólk á
landsbyggðinni sé mun harðara í andstöðu sinni
við samninginn en fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Þessar niðurstöður eru afar athyglisverðar,
ekki síst í ljósi þess að þær gefa til kynna allt
aðra afstöðu til EES-samningsins en ríkjandi er
á Alþingi. Á þingi virðast stjórnarflokkarnir hafa
meirihluta til að knýja EES-samninginn í gegn
en niðurstöður skoðanakönnunar DV benda ein-
dregið til þess að það myndu þeir gera í óþökk
meirihluta þjóðarinnar.
Niðurstöður skoðanakönnunar DV leiða hug-
ann að nýafstaðinni þjóðaratkvæðagreiðslu í
Danmörku. Þar gaf danskur almenningur stjórn-
málamönnunum langt nef ef svo má segja með
því að fella Maastrichtsamkomulagið svonefnda.
Mikill meirihluti danskra stjórnmálamanna var
almenningi á hinn bóginn ósammála. Svo virðist
sem hið sama sé uppi á teningunum hér. Ljóst
er að íslenskur almenningur vill ekki að svo
komnu máli að ísland gerist aðili að Evrópsku
efnahagssvæði. Því hefur m.a. verið haldið fram
að einstök ákvæði EES-samningsins brjóti í
bága við ákvæði stjórnarskrárinnar. Því hefur
einnig verið haldið fram að í samningnum felist
visst afsal fullveldis og sjálfstæðis íslensku
þjóðarinnar. Vel má vera að þessar fullyrðingar
reynist ekki á rökum reistar. Þær eru hins vegar
svo alvarlegs eðlis að íslendingar mega ekki
undir nokkrum kringumstæðum samþykkja
samninginn án þess að gera sér fullkomlega
ljóst hvað í honum felst. Þeir verða að vega og
meta kosti hans og galla og taka ákvörðun í
framhaldi af því.
Ljóst er að kynningu EES-samningsins er
verulega ábótavant. Fæstir vita því með vissu
hvað í honum felst. Vel má vera að afstaða
almennings til samningsins breytist með aukinni
kynningu. Hins vegar getur vel farið svo að and-
staða almennings við samninginn aukist í réttu
hlutfalli við kynninguna. Það mun tíminn leiða í
ljós. Hitt er víst að niðurstöður skoðanakönnunar
DV gefa kröfunni um þjóðaratkvæðagreiðslu um
EES-samninginn byr undir báða vængi. BB.
Búnaðarbankinn -
traustur banki á villigötum!
Allt frá barnsaldri hef ég átt við-
skipti við Búnaðarbankann, enda
ættaður úr sveit. í mínum huga
hefur bankinn ætíð verið sam-
nefnari fyrir persónulega og hlý-
lega þjónustu. Þetta undirstrikar
bankinn með auglýsingum í sjón-
varpi þar sem við sjáum að hann
vakir yfir velferð hinna smæstu
málleysingja í náttúrunni. Það
ásamt því að Búnaðarbankinn er
eign okkar allra veldur því að ég
verð alltaf dálítið montinn þegar
fréttir berast að bankinn minn
hafi skilað dágóðum hagnaði.
Ekki síst vegna þess að ég tel mig
hafa lagt mitt af mörkum með
umtalsverðum vaxtagreiðslum ár
hvert.
Við Akureyringar höfum átt
því láni að fagna á undanförnum
árum að hafa hjartahlýjan heið-
ursmann sem bankastjóra við úti-
búið á Akureyri. Ávallt tók hann
jafn vel á móti háum sem lágum
og reyndi hvers manns vanda að
leysa. Má nærri geta að um
vandasamt verk var að ræða enda
margir í fjárhagsvanda nú síðustu
misserin. Hvort það er í takt við
nýja tíma eða væntanlega einka-
væðingu bankans þá blasir við sú
hryggilega staðreynd að í stað
þess manns sem á undanförnum
árum hefur með lipurð sinni og
prúðmannlegri framkomu sópað
viðskiptavinum til bankans er
nú komið forritað vélmenni að
sunnan og hefur það tekið sér
bólfestu í bankanum mínum.
Haukur Þór Adolfsson.
Ekki hef ég á móti nýjungum
ef þær eru til bóta. Því miður hef-
ur gleymst að setja inn í vél-
mennið nokkuð af fyrrgreindum
kostum forverans. Áðeins hafa
verið sett inn hin einföldu tákn
kaldrar markaðshyggju, þar sem
aðeins er spurt um mesta gróða.
Víst er að mörg fyrirtæki og
einstaklingar eiga í miklum
þrenginum um þessar mundir.
En er það víst að þeir einir eigi
sökina? Er ekki mögulegt að
bankarnir hafi á undanförnum
árum dregið til sín fjármagn með
óhóflegum vöxtum, óhagkvæm-
um skammtímalausnum, enda-
lausum lántökukostnaði og fyrir-
greiðslum sem koma allt of seint
til að hægt sé að reka fyrirtæki á
hagkvæman hátt? Boð hinna
nýju tíma í Búnaðarbankanum á
Akureyri eru skýr. Engar fyrir-
greiðslur, allir skulu greiða
skuldir sínar tafarlaust ella hafi
þeir verra af.
Vinur minn hringdi til mín árla
morguns og sagði: „Ég er búinn
að vera, ég fæ ekki einu sinni
viðtal við bankastjóra til að ræða
mín mál.“ Sama dag var fyrirtæki
hans tekið til gjaldþrotaskipta.
Hver var ávinningurinn? Græddi
einhver? Eflaust hefur bankinn
haft sitt á þurru, tryggt með góð-
um veðum í fasteignum. Tapaði
einhver? Já, vinur minn hann
tapar ærunni og margir viðskipta-
aðilar fyrirtækisins tapa fjármun-
um sem ef til vill áttu að fara til
greiðslu skulda við bankann.
Eflaust hefur vélmenninu fundist
mjólkurkýrin orðin rýr og ekki
tæki að fóðra hana lengur.
Vor eitt er ég var í sveit var
orðið heylítið á bænum. Var þá
brugðið á það ráð að fá lánað hey
á öðrum bæjum. Ekki minnist ég
þess að nokkrum manni dytti í
hug að drepa kýrnar þó illa áraði.
Ef ekki verða skjót umskipti í
stefnu Búnaðarbankans á Akur-
eyri mun mikið ólán af hljótast.
Ég vil að lokum óska Hver-
gerðingum til hamingju með nýj-
an útibússtjóra þar.
Haukur Þór Adolfsson.
Höfundur er atvinnurekandi á Akureyri.
Hestamannafélagið Léttir:
Góðhestakeppni og kappreiðar
- Baldvin Ari maður mótsins
Baldvin Ari Guðlaugsson hlaðinn verðlaunagripum ásamt þeim hestum er
hann sat í keppninni. Hrafntinna, Hreyfing og Nökkvi báru af hestum á mót-
inu í Lögmannshlíð og standa hátt á landsvísu. Mynd: ój
Síðastliðinn laugardag gekkst
Hestamannafélagið Léttir á
Akureyri fyrir góðhestakeppni
og kappreiðum á Lögmanns-
hlíðarvelli ofan Akureyrar.
Maður mótsins var Baldvin
Ari Guðlaugsson.
Norðan hesthúsabyggðarinnar
í Lögmannshlíð eru félagar úr
Hestamannafélaginu Létti að
byggja upp keppnisvelli. Á laug-
ardaginn var keppt á nýjum 300
metra velli í fyrsta sinn. Fjöldi
hestamanna var mættur með
hesta til keppninnar og Hólmgeir
Valdimarsson var mótsstjóri.
Gunnar Thorsteinsson var yfir-
dómari og stjórnaði keppninni,
en Einar Örn Grant, Kolbrún
Kristjánsdóttir og Andrés Krist-
insson önnuðust dómarastörfin.
Betur hefði mátt standa að
keppnisstjórn og hnökrar voru í
störfum dómara sem ekki ættu að
sjást.
Hestakostur Akureyringa hef-
ur oft verið betri. Heilt yfir voru
hestarnir ekki nægilega þjálfaðir
á hringvelli og áhorfendur voru
fáir. Það ætti að vera hestamönn-
um í Eyjafirði nokkurt áhyggju-
efni hversu hestamannamót eru
illa sótt á Akureyri og á Melgerð-
ismelum á sama tíma sem fólk
streymir að hestamannamótum
víðast hvar á landinu.
Úrslit
A-llokkur gæðinga eink.
1. Hrafntinna 7 vetra brún 8,53
Eigandi: Heimir Guðlaugsson
Knapi: Baldvin Ari Guðlaugsson
2. Snerill 7 vetra brúnstjörnóttur 8,10
Eigandi: Pétur Haraldsson.
Knapi: Vignir Sigurðsson.
3. Stormur 5 vetra rauðblesóttur 8,10
Eigandi og knapi: Reynir Hjartarson.
4. Dama 6 vetra jörp 7,90
Eigandi: Guðlaug Hermannsdóttir.
Knapi: Sigrún Brynjarsdóttir.
5. Stígandi 8 vetra grár 7,98
Eigandi og knapi: Erlingur Erlingsson
Unglingaflokkur eink.
1. Erlendur Ari Óskarsson
Hestur: Stubbur 12 vetra rauður 8,17
2. Elvar Jónsteinsson
Hestur: Kvistur 13 vetra jarpur 8,28
3. Hrafnhildur Jónsdóttir
Hestur: Kólumbus 6 vetra grár 8,06
4. Elín Margrét Kristjánsdóttir
Hestur: Fylkir 9 vetra grár 7,82
Barnaflokkur emk.
1. Þórir Rafn Hólmgeirsson
Hestur: Feldur 7 vetra brúnn 8,71
2. Þorbjörn Matthíasson
Hestur: Ósk 11 vetra bleikálótt 8,36
3. Sveinn Ingi Kjartansson
Hestur: Stjörnufákur 8,12
4. Ninna Þórarinsdóttir
Hestur: Varmi 7 vetra 7,83
5. Katrín Ösp Jónsdóttir
Hestur: Baldur 8 vetra bleikstj 8,03
B-flokkur gæðinga eink.
1. Hreyfing 9 vetra jörp 8,46
Eigandi: Guðlaugur Arason.
Knapi: Baldvin Ari Guðlaugsson.
2. Nökkvi 7 vetra brúnn 8,41
Eigandi: Heimir Guðlaugsson.
Knapi: Baldvin Ari Guðlaugsson.
3. Jörfi 15 velra brúnsokkóttur 8,30
Eigandi: Birna Björnsdóttir.
Knapi: Börkur Hólmgeirsson.
4. Þytur 6 vetra brúnn 8,27
Eigandi og Knapi: Höskuldur Jónsson.
5. Von 6 vetra brún 8,20
Eigandi og knapi: Jóhannes Ottósson.
150 metra skeið sek.
1. Ás 7 vetra 16,31
Eigandi: Grímur Guðmundsson.
Knapi: Höskuldur Jónsson.
2. Hrafn 12 vetra 16,47
Eigandi: Arna Andrésdóttir.
Knapi: Vignir Sigurðsson.
3. Litli-Jarpur 18,00
Eigandi: Guðný Ketilsdóttir.
Knapi: Ólafur Örn Þórðarson.
ój