Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 3

Dagur - 10.06.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 10. júní 1992 - DAGUR - 3 Fréttir Útflutningsráð: Hvað er hægt að géra aimað í stððunm en að lækka launin? - opinn fundur um útf(utningsmál og gjaldeyrisöflun þjóðarinnar á Hótel KEA í dag Eins og fram hefur komið í frétt hér í blaðinu gengst Utflutningsráð íslands fyrir Kaldbakur EA var aflahæstur ísfisktogara á Norðurlandi með 1. 286 tonn en hann hafði einnig mestan meðalafla á úthaldsdag, 12,7 tonn. í öðru sæti var Svalbakur EA með opnum fundi um útflutnings- mál á Hótel KEA á Ákureyri í dag kl. 16.00. Á fundinum 1.251 tonn á fjögurra mánaða tímabilinu og 12,1 tonn á úthaldsdag. Arnar frá Húsavík hafði hins vegar hæsta meðal skiptaverðmæti á úthaldsdag, 464.314 kr. Tölur þessar koma mun Ingjaldur Hannibalsson ræða iini stöðu gjaldeyris- öflunar íslendinga og framtíð- fram í skýrslu Landssambands íslenskra útgerðarmanna og eru þær iniðaðar við fyrstu fjóra mánuði ársins. Þó liðu um 7 vikur milli síðasta iönd- unardags fyrsta skipsins og þess síðasta. arhorfur í þeim efnum. Þá munu þau Gunnar Rafn Birg- isson, María E. Ingvadóttir og Vilhjálmur Guðmundsson flytja erindi um útflutningsmál og kynna starfsemi Útflutnings- ráðs. Ingjaldur Hannibalsson kvaðst myndu ræða stöðu útflutnings- mála og hvað væri framundan í þeim efnum. Hann kvaðst ætla , að ræða um hvaða nýir mögu- leikar væru til staðar í ljósi samn- ingsins um Evrópskt efnahags- svæði og einnig í ljósi nýjustu frétta um stöðu þorskstofnsins og fyrirsjáanlegs niðurskurðar á þorskafla og vonandi yrðu umræður um það efni á fundin- unt. Rætt verði um hvað unnt sé að taka til bragðs í þessari stöðu annað en lækka launin. Ingjaldur sagði að þau fjögur; fulltrúar frá Útflutningsráði hefðu verið á ferð um Akureyri og Eyjafjörð síðastliðna tvo daga. Þau hefðu farið í heimsóknir til atvinnufyr- irtækja bæði til að kynna það sem Útflutningsráð gæti gert fyrir við- komandi fyrirtæki og einnig til þess að kynna sér hvað forsvars- menn þeirra séu sjálfir að hugsa - hvaða hugmyndir og áætlanir þeir hafi á prjónunum. Ingjaldur sagði að fyrirhugað væri að heimsækja á bilinu 20 til 30 fyrir- tæki á þessum tveimur dögum sem þau hefðu viðdvöl hér á svæðinu. ÞI Aflabrögð ísfisktogara: Kaldbakur EA aflahæstur - en Arnar HU hafði mest verðmæti á úthaldsdag Áskorun til bæjarstjórnar Akureyrar og umhverfisnefndar: Komið verði í veg fyrir ruslahauga og bílhræja- garð á Glerárbökkum Sigurði J. Sigurðssyni, for- manni bæjarráðs Akureyrar, voru nýlega afhentir undir- skriftalistar með nöfnum á annað hundrað íbúa í nágrenni Glerár. Með því vilja íbúarnir vekja athygli bæjarstjórnar og umhverfisnefndar á umhverfi Glerár, norðan verksmiðju- húsa sem áður voru í eigu Iðn- aðardeildar Sambandsins. f áskorun sem íbúarnir skrif- uðu undir segir m.a: „Með breyttri nýtingu húsanna hefur umgengni um árbakkann farið mjög hrakandi og er nú svo kom- ið að farið er að dreifa bílhræjum og tilfallandi rusli um svæðið. Samkvæmt aðalskipulagi Akur- eyrar er svæðið beggja megin Glerár skilgreint sem útivistar- svæði og verður með engu móti séð að það umhverfi sem nú er að skapast falli undir þá skilgrein- ingu. Við leyfum okkur því að fara fram á að tafarlaus hreinsun fari fram og komið verði í veg fyrir uppsöfnun í ruslahauga og bíl- hræjagarð á þessum stað um leið og við viljum benda á að brýnt er að gengið verði frá farvegi Glerár á þessu svæði og stemmd að ósi með þeim hætti að sæmandi sé og að komið verði í veg fyrir frekara landbrot.“ -KK Akureyri: Hús stórskerrandist í eldi Slökkviliðið á Akureyri var kallað út laust fyrir klukkan 15 á föstudag vegna elds í húsi nr. 19 við Hafnarstræti. Mikill eld- ur var í húsinu en gekk greið- lega að slökkva hann þrátt fyr- ir mikinn sunnanvínd. Húsið er mjög mikið skemmt eftir eldinn. í húsinu var starfandi bíla- partasala og kviknaði eldurinn í vinnuaðstöðu hennar þar sem verið var að logskera bíl. Neisti hljóp í eldfim efni og varð húsið alelda á skömmum tíma. Áfast húsinu er hús heildversl- unarinnar Þ. Björgúlfssonar hf. en þá húseign tókst að verja. Gísli Kr. Lorenzson, slökkviliðs- stjóri, segir að nokkur reykur hafi komist í hús heildsölunnar og hafi reykkafari verið sendur þangað inn til að fylgjast með að eldur hlypi ekki á milli húsanna. Gísli segir að líkast til verði að telja verkstæðishúsið ónýtt eftir brunann. JÓH Næstir í aflamagni komu Harðbakur EA, Björgvin EA og Arnar HU sem einnig nýttu úthaldsdagana vel hvað meðal- afla í tonnum varðar. Heildar- brúttóverð afla norðlenskra skipa var tæpur milljarður og voru um 80% af því aflaverði fengin innanlands. Langhæstu brúttó- verði náði Drangey SK með rúm- ar 78 milljónir króna. Næst á eftir Arnari HU í meðal skiptaverð- mæti á úthaldsdag kontu Hegra- nes SK, Björgvin EA og Kald- bakur EA með u.þ.b. 450 þúsund krónur. Flestar landanir höfðu Arnar HU, Frosti ÞH og Súlna- fell EA með 12 landanir hver. GT Til leigu Til leigu er húsnæði það sem Sjúkra- samlag Akureyrar hefur haft á leigu í Gránufélagsgötu 4 (J.M.J. húsinu). Húsnæðið er tilvalið fyrir verslun eða skrif- stofur. Þægilegt að leggja bílum á staðnum. Uppl. gefur Jón M. Jonsson, símar 24453 og 27630. BYGGINGAVÖRUR LÓNSBAKKA Kynnum Black og Decker gardverkfæri í dag Id. 13-18 601 Akurevri • 96-30321 & 96-30326 • Fax 96-27813

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.